Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 65

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 65
Gríma] DRAUGASÖGUR 63 kálfurinn nærri dauður, og varð að taka hann undir eins og skera hann. Út úr bæjargöngunum í Hleiðargarði er kofi, sem kallaður er Skottukofi; hafa menn talið, að Skotta haldi til í honum. Kofinn er nú mjög hrörlegur orðinn og kominn að falli. — Vorið 1913 var Kári Guð- mundsson, sem nú býr á Klúkum, nokkra daga í Hleiðargarði og gekk þaðan til spurninga að Saurbæ. Var þetta rétt um miðjan maímánuð. Seint á kvöldi í skuggsýnu gekk hann inn í bæinn, en göngin eru löng og krókótt, svo að hann villtist inn í dyrnar á Skottu- kofa. Þá stóð Skotta þar inni og var að snúast eitt- hvað við vesturvegginn. Hún var á hæð við 12—13 ára stelpu, heldur grönn, með mórauða skotthúfu á höfði; andlitið var afar ófrítt, langt á milli augna og nefið mjög langt. Hún var í dökkmórauðri treyju og eins litu pilsi, sem náði rétt ofan á hné. — Skotta leit snöggvast við Kára, skældi sig og hvarf inn í vegginn. c. Reimleiki í Munkaþverár-beitarhúsum. [Eftir handritum Magnúsar Jóhannssonar á Ytra-Kálfskinni og Stefáns Jónssonar bónda á Munkaþverá.] Beitarhús frá Munkaþverá, sem nú eru niður lögð fyrir nokkru, stóðu á hjalla framan í Þveráröxl á Tungum. Húsin voru þrjú saman, og var hlaða við tvö þau nyrðri, en hey við það syðsta. Sagt er, að stundum hafi orðið vart reimleika í beitarhúsunum, og áttu tildrögin að hafa verið þau, að einn vetur, er gefið hafði verið mest af heyjum, en frosin þekjan stóð, hafi hún fallið ofan á beitarhúsamanninn og orðið honum að bana. Eftir það hafði svipur hans verið á sveimi í húsunum. — Árið 1870 var vinnu- maður á Munkaþverá Jóhannes Jóhannesson, — síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.