Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 67

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 67
Gríma] DRAUGASÖGUR 65 hefði hann sjálfur heyrt kallað í sig þar í beitarhús- unum. — Saga þessi er höfð eftir Jóhannesi sjálfum 1907. Um 1875 var beitarhúsamaður á Munkaþverá, er Hjálmar hét og var Árnason; hann var þá 17 eða 18 ára gamall. Það var einn dag í allgóðu veðri á þorra, að Hjálmar rak sauðina til beitar út á hálsinn, en að aflíðandi degi fór hann heim að húsunum til að raka þau. Byrjaði hann að raka nyrzta húsið,en þegar hann kom í miðhúsið, sá hann mann koma innan úr tóttar- dyrunum og ganga fram garðann. Maður þessi var lágur og gildur, í mórauðri úlpu og með síðan hatt á höfði, en svo var sem í skugga sæi, þar sem andlitið var; eitthvað hafði hann í hendi, líkast ljá. Hjálmari varð mjög bilt við og snaraðist út úr húsinu, en um leið heyrði hann dynk inni í húsinu, eins og stokkið væri ofan í króna. Tók hann nú á rás, en áður en hann hljóp fram af hjallabrúninni fyrir framan húsin, leit hann við og sá, að maðurinn var kominn út úr húsdyrunum. Hljóp nú Hjálmar allt hvað hann mátti beina leið heim. Þegar hann kom nokkuð ofan á mýr- arnar, fleygði hann af sér hálstreflinum, hljóp svo nokkurn spöl og leit við; stóð þá úlpumaðurinn hjá treflinum. Tók þá Hjálmar á rás og leit ekki við fyrr en hann var kominn yfir brúna á Þverá; var þá mað- urinn kominn að brúnni. Eftir það linnti Hjálmar ekki sprettinum fyrr en hann kom inn í baðstofu á Munkaþverá og fleygði sér upp í rúm; var hann þá svo yfirkominn af mæði, að hann mátti eigi mæla, en þegar hann hafði jafnað sig nokkuð og gat sagt frá tíðindum, voru tafarlaust sendir tveir húskarlar fram á beitarhúsin, bæði til að hirða um sauðina og ef hægt væri að vita, hver valdið hefði glettingunum við 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.