Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 69

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 69
Gríma] DRAUGASÖGUR 67 ur, hnýtti upp í hann og teymdi heim á leið. Þegar hann er nýsnúinn við, sér hann að maður kemur ofan úr heiðinni og gengur út bergið sömu leið og hann; hægir hann þá ferðina og ætlar manninum að ná sér, svo að þeir geti orðið samferða, og þegar maðurinn er kominn svo nálægt, að til mundi heyrast, kallar Helgi til hans: „Viltu verða samferða, lagsi?“ Hinn anzar því engu, og Helgi kallar til hans þrisvar, án þess að detta annað í hug en að þetta sé drukkinn maður, sem ekki geti svarað eins og annað fólk. Færist mað- urinn alltaf nær, en hesturinn fer að verða hvimpinn og tekur að sperra eyrun og frýsa. Fer þá Helga að gruna, að hér sé ef til vill eitthvað óhreint á ferð, þótt í mannsmynd sé, en heldur samt áfram að kalla, þótt ekki væri það í þeim tilgangi að bjóða samfylgd; snýr hann við blaðinu og vísar manninum norður og niður með ýmsum kjarngóðum orðum. Hinn færir sig samt sem áður alltaf nær og nær Helga. Gerist hesturinn þá svo hræddur og staður, að naumast er hægt að þoka honum áfram. Var þá komið út á Berghóla, sem eru rétt upp af Leirunni. Helgi hafði lítinn broddstaf í hendi. Sleppir hann þá hestinum og veður með stafinn á undan sér á móti manninum. Hörfar hann fyrst nokkuð undan, en nemur svo snögglega staðar, tekur ofan hausinn og heldur á honum; tindra þá eld- glæringar úr stúfnum, líkt og glyttir í maurildi, en af því að skap er komið í Helga, lætur hann ekki aftra sér, heldur veður hiklaust áfram. Þegar hann er al- veg kominn að manninum, hverfur hann og sést ekki framar. Hesturinn sefaðist jafnskjótt sem ófögnuður þessi var horfinn, og Helgi varð einskis frekar var á heimleiðinni. — Sögu þessa sagði Helgi Sumarliða bróður sínum og kvaðst ekkert hafa orðið hræddur. S*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.