Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 79

Gríma - 01.09.1942, Blaðsíða 79
Gríma] SKRÍMSLASÖGUR 77 firði unglingspiltur, sem hafði þann sið, að þjóta á bak hverjum ókunnugum hesti, er hann náði úti í högun- um. Bar þá svo við einhverju sinni, að hann var að smala á Kaðaldal, sem liggur upp frá Kaðalsstöðum. Hitti hann þar gráan hest í gildragi, hnýtti spotta upp í hann og fór á bak á hann. Tók hesturinn þegar sprettinn niður allan dal, nokkru fyrir utan bæinn á Kaðalsstöðum, og réð pilturinn ekkert við hann; kallaði hann ákaft á hjálp og kvaðst vera fastur við hestinn, svo að sér væri ókleift að varpa sér af baki. Var bóndinn á Kaðalsstöðum staddur úti á hlaði og heyrði köll piltsins, er hann þeysti út hjá; greip bóndi hest þar við túnið og reið allt hvað af tók á eftir pilt- inum vestur yfir mýrarnar og svo út eftir öllum göt- um. Dró hvorki sundur né saman með þeim alla leið út á Þorgeirshöfða, en það sá bóndi síðast til gráa hestsins, að hann hljóp á kaf í tjörnina með piltinn á baki sér. Fannst pilturinn þar löngu síðar í vatns- málinu; var hann þá höfuðlaus og báðir fæturnir af um öklana. b. Skrímsli í Haukadalsvatni. [Handrit Gísla Konráðssonar 1849.] Það er sögn Gísla skálds, er bjó að Klungurbrekku og síðan að Ósi, að eitt sinn var hann að veiðum í Haukadalsvatni. Dró hann mikið á dorg, svo að sil- ungur hans lá í kösum; en er kvöld var komið og hann vildi hirða veiði sína, heyrði hann bresti mikla í ísnum. Því næst sprakk hann upp skammt frá sil- ungakösum Gísla, og skreið þar upp skrímsli eitt all- hræðilegt. Sá hann sköpulag þess ógjörla, en snubb- ótt sýndist það fyrir enda. Ruslaði það í silungnum og át, en sumu ruddi það ofan í vökina. Hafði Gísli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.