Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Smæð margra býla takmarkar sölu til stórmarkaða en bændamarkaðir veita tækifæri til að fá betra verð og aðgengi að stórum kúnnahóp. Hins vegar heyrði ég óánægju líkt og frá Rob Montgomery sem var ósáttur við að mega ekki nota orðið lífrænt nema með árlegu leyfi frá alríkisstofnun (USDA) sem kostar frá 70–140.000 kr., þó svo hann hafi ræktað lífrænt grænmeti í 25 ár. Óánægja með vaxandi kostnað og skrifræði sem hið opinbera leggur á bændur var nokkuð sem ég heyrði víðar í Bandaríkjunum, burtséð frá umfangi ræktunar. Nær stöðugt streymi fólks var um markaðinn þar til borðum var pakkað saman og verðin hríðféllu undir hádegi. Tilboðsverð voru kölluð yfir óm umferðarinnar og síðustu gestir fengu afgangs ávexti á gjafaprís. Þegar bændur og borð þeirra voru komin í pallbílana kom Dan Best gangandi undan skugga hraðbrautarinnar, en hann hefur rekið markaðinn síðan 1981 og segir markmiðið að veita smábændum rekstrargrundvöll og halda landsvæðum í ræktun. Afraksturinn er aukinn áhugi almennings og stórmarkaða sem kjósi í auknum mæli að versla við smábændur fyrir ferskleika sakir og mun hin síðarnefnda þróun líklega hægja á vexti bændamarkaða. Þannig má segja að mótlætið sem smábændur upplifðu stóran hluta 20. aldarinnar frá valdamiklum pökkunarfyrirtækjum sem stjórnuðu aðgengi að mörkuðum, sé í dag orðið að mótbyr vegna kröfu almennings um ferskleika og nálægð við framleiðslu. Ósýnilegi mjólkurbíllinn Á skrifstofu Michelle Sneed, sérfræðings í jarðsigi hjá Jarðfræðikönnun Bandaríkjanna (USGS), hangir kort með upplýsingum um eitt alvarlegasta vandamál landbúnaðar í Central Valley. Vandann má rekja til aukinnar grunnvatnsdælingar á fyrri hluta 20. aldar, þó svo meirihluti áveituvatns komi enn frá snjóbráð Sierra Nevada-fjallanna. Með aukinni ræktun vatnsfrekra nytjaplantna jókst dæling grunnvatns allan ársins hring, en sér í lagi á þurrkatímum líkt og ríkt hefur undanfarin áratug í Kaliforníu. Þegar unnið var að byggingu núverandi vatnsveitukerfis upp úr miðri síðustu öld leiddu mælingar jarðvísindamanna í ljós umfangsmikið jarðsig. Dæling úr grunnvatnskerfi umfram náttúrulega endurnýjun leiðir til samfalls sandkorna og tilheyrandi lækkunar gunnvatnsstöðu. Grunnvatnskerfið varð til á milljónum ára með framburði úr Sierra Nevada-fjöllum, en með aukinni dælingu hefur sjálf jörðin undir ökrum dalsins lækkað, sandkorn þjappast saman og eiginleikar grunnvatnskerfisins til að halda vatni glatast til frambúðar. Frásagnir af jarðsigi komu fyrst frá SOLA-KARMOD GISTIHÚS Gistihús • Salernishús • Geymslur Við leysum á einfaldan og hagkvæman hátt eftirfarandi: • Gistiaðstöðu • Salernisaðstöðu • Geymslurými Við bjóðum fjölbreyttar og mjög hagkvæmar lausnir í smáhýsum, rekstrar vörum sem og margskonar aukabúnað og þjónustu. Vinsamlega hafið samband við Eggert í sími 7747090 farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU FARVEL. MeXíKó UNAÐUR, GLEÐI OG KRYDD VIÐ KARÍBAHAFIÐ FARARSTJÓRN: ALEXANDRA SIGURÐARDÓTTIR 2.–16. OKTÓBER VERÐ FRÁ 279.000 KR. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Viðurkenndur söluaðili Dana Spicer - Atvinnutæki - Skiptingar - Öxlar - Drifsköft - Varahlutir Kort á skrifstofu Michelle Sneed með upplýsingum um landsig í San Joaquin- dalnum, hluta af Central Valley. Helsta áveita möndlutrjánna kemur frá snjóbráð Sierra Nevada-fjalla, eftir Stanisslav-ánni og þaðan í vatnsskurði. – Framhald á næstu síðu. Appelsínutré á akri Kibby-hjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.