Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Ný umbótaáætlun í fráveitumálum fyrir Skútustaðahrepp og 13 rekstraraðila hefur verið samþykkt. Umbótaáætlunin var gerð vegna krafna frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Um er að ræða tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið og rekstraraðilar muni fullnægja kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa þar sem við á. Helstu breytingar frá fyrri áætlun, sem skilað var inn 15. júní í fyrra, er að nýja umbótaáætlunin byggist á nýrri lausn sem felst í aðskilnaði svartvatns (frá salernum) og grávatns, söfnun svartvatns í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Fram kemur í pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra að umbótaáætlunin er fjármögnuð að fullu og meginmarkmiðum skipt upp í áfanga til næstu fjögurra ára. „Umbótaáætlun er í raun orðin að umhverfisvænu stórverkefni í Mývatnssveit þar sem á sjálfbæran hátt er verið að nýta seyru til uppgræðslu á stað þar sem næringarefni skortir. Verkefnið nýtist sveitarfélaginu og fyrirtækjum sem vilja draga úr kolefnisspori sínu með því að græða upp land. Landgræðslan dregur með þessu móti úr notkun á tilbúnum áburði til uppgræðslu ár hvert og með innkaupum sveitarfélagsins og rekstraraðila á vatnssparandi salernum sparast mikið magn af vatni,“ segir Þorsteinn í pistli sínum. Sveitarstjórn hefur samþykkt umbótaáætlunina samhljóða og var sveitarstjóra falið að senda hana inn til heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Umbótaáætlunin verður kynnt opinberlega á næstunni þegar búið er að hnýta alla lausa enda. /MÞÞ FRÉTTIR Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumeistari hjá Eleven Experience - Deplar Farm, bar sigur úr býtum í keppninni um nafnbótina Kokkur ársins 2018, sem haldin var 24. febrúar síðastliðinn. Keppt var í Hörpu þar sem gestir gátu fylgst með keppendum að störfum. Yfirdómari í 11 manna dómnefnd var Christopher W. Davidsen frá Noregi. Hann er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni kunnu keppni Bocuse d‘Or. Þátttökuréttur í Nordic Chef Garðar Kári öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi. Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum. Garðar heillaði stjörnudómarann Í tilkynningu frá mótshöldurum er haft eftir Christopher að keppendur hafi komið vel undirbúnir til leiks og að keppnin hafi verið hörð. „... ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára, sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum,“ sagði Christopher. /smh Þrír efstu. Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson. Myndir / Sigurjón Ragnar Garðar Kári er Kokkur ársins 2018 Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Harpa Sigríður Óskarsdóttir, sem aðstoðaði Garðar Kára, Garðar Kári Garðarsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Slitlag á vegum landsins er víða mjög illa farið eftir veturinn og umhleypinga undanfarið. Umfangið er það mikið að ekki verður unnt að laga allt samstundis, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar og því eru vegfarendur beðnir að aka með gát, vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum, hvort heldur er á malbiki eða klæðningu. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa eftirlit með vegum og grípa til aðgerða um leið og þeir verða varir við eða fá tilkynningar um holur á vegum. Fjárveitingar til viðhalds lægri en þörf er á Vegakerfið, sem er í umsjón Vegagerðarinnar, er tæplega 13.000 kílómetra langt og þar af eru um 5.500 kílómetrar með bundnu slitlagi. Fjárveitingar til viðhalds hafa mörg undanfarin ár verið lægri en Vegagerðin telur þörf fyrir til að sinna viðhaldi sem þýðir að að einhverju marki verða skemmdir í slitlagi heldur meiri eftir umhleypingatíð en ella. Við þær veðuraðstæður sem ríkja hér á landi verður þó aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að skemmdir í malbiki eða klæðningu komi í ljós þegar vorar. Aðstæður eru heldur ekki alltaf til að lagfæra vegaskemmdir um leið og þeirra verður vart en í slíkum tilvikum er brugðist við með merkingum þegar þörf er á. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna hörðum höndum við að laga allra verstu vegaskemmdirnar en Vegagerðin biðlar til ökumanna að sýna sérstaka aðgæslu við aksturinn. /MÞÞ Vegagerðin biðlar til ökumanna að sýna sérstaka aðgæslu við aksturinn. Slitlag á vegum landsins er víða mjög illa farið – Vegfarendur hvattir til að aka með gát Vegur númer 35, ofan Múla, lítur ekki sérlega vel út. Kjöraðstæður til að eyðileggja bæði dekk og felgur. Væn hola við Gljúfurá. Ný umbótaáætlun í fráveitumálum í Skútustaðahreppi: Næringarefni verða endurnýtt til uppgræðslu á Hólasandi Liður í vinnu Mývetninga við nýja umbótaáætlun í fráveitumálum var að heimsækja Hrunamannahrepp og kynna sér samstarfsverkefni sveitarfé- laganna í uppsveitum Árnessýslu og Landgræðslunnar sem gengur út á var tekin í þeirri heimsókn: Jóhanna Katrín, Helgi, Yngvi Ragnar, Reynir frá Myndi / Skútustaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.