Þjóðólfur

Issue

Þjóðólfur - 16.02.1942, Page 1

Þjóðólfur - 16.02.1942, Page 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum föstudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. BÆJARSTJÓRNARKOSNING- AR fara fram í Reykjavík sunnudaginn 15. n. m. Svo sem kunnugt er, hófust þessar kosn- ingar strax upp úr nýári. I at- kvæðakassana er því komið all- mikið af atkvæðum, sem gilda eiga við þessar kosningar. Sam- kvæmt bráðabirgðalögunum er svo ráð fyrir gert að kosið verði um sömu framboðslista, er fram voru lagðir fyrir meira en mán- tíði síðan. Hvorttveggja þetta, að taka gild atkvæði, sem löngu eru greidd og þá er viðhorf voru að verulegu leyti önnur en nú er, og hitt að gefa ekki nýjan fram- é boðsfrést, þegar kosningum er seinkað um nálega tvo mánuði, samræmist illa þeirri lýðræðis- umhyggju, sem stjórnmálaforingj amir látast vilja sýna. Ef frjáls- ar kosningar skulu í heiðri liafð- ar í þessu Iandi og hinn marg- umtalaði „andi lýðræðisins” skal eigi fótum troðinn, ber tvímæla- laust að ógilda þær atkvæða- greiðslur, sem þegar hafa farið lram og gefa nýjan framboðs- frest. Alþingi á þess kost að breyta bráðabirgðaló'gunum í þetta horf. Það mun þykja hæfi- legur prófsteinn á stjórnmálalegan þroska Alþingis, eins og það er nú skipað, hvernig það bregzt við í þessum efnum. • • • ÞAÐ er algengt að heyra kjós- endur í Reykjavík láta orð íalla í þá átt, að þeir muni sitja heima á kjördegi, af því að þeir leggi alla flokkslistana að jöfnu. Sjálfstæðismeirihlutinn í bæjar- stjóm sé búinn að sýna það með margra ára óstjórn á málum Reykvíkinga, að honum sé engan vegin treystandi til að fara með málefni bæjarins. Hins vegar sé þess alls ekki að vænta, að með- ferð hinna flokkanna ábæjarmál- um Reykjavíkur mimi verðavæn- legri til góðs árangurs. Það ^é fullsýnt, að hinir gamalkunnu llokkar séu af næsta líkum toga spunnir. Starf og stefna sé fyrst og fremst miðuð við valdadrauma ioringjanna. Ef hirðgæðingunum auðnist á annað borð að hreiðra um sig í ábyrgðar- og trúnaðar- stöðum, þá séu þeir ekki látnir þaðan víkja, þótt reynslan leiði í ljós, að þá skorti dug og hæfi- leika til að ráða málum til lykta á viðunandi hátt. Hin duglausu og steinrunnu gamalmenni á lista Sjálfstæðisflokksins sé nægilega ljóst dæmi um þetta. Yngri, ein- arðari .og .vænlegri kröftum í flokknum sé þokað til hliðar til þess að þeir skyggi ekki á nátt- tröllin, sem standa vörð um klíkusjónarmiðin í flokknum. » • • • ÞAÐ er engan veginn að undra þótt slíkar raddir heyrist hér í höfuðstaðnum. Um gervalt land- ið yfirgefur fólk flokkssjónarmið- In. Kosningaúrslitin benda full- glöggt í áttina. Hér í Reykjavík ÞJ0Ð0LIUR II. árg. Reykjavík, mánudaginn 16. febr. 1942 1. tbl. Qerbylting í flokkaskipun landsins stendur fyrir dyrum Úrslit kosninga í bæjarstjórnir og hrepps- netndir víða um land benda gloggt í áttina SUNNUDAGINM 25. f. m. var kosið í hreppsnefndir og bæjarstjórnir í öllum kauptúnum og kaupstöðum lands ins, að höfuðstað landsins fráteknum, en þar var kosning- um frestað með útgáfu sérstakra bráðabirgðalaga, sem voru grundvölluð á því, að stjómarflokkamir hefðu ekki jafna aðstöðu til blaðaútgáfu. Kosningar þessar eru einhverjar þær lærdómsríkustu, sem fram hafa farið hér á landi síðan núverandi flokka skipun hófst á legg. Þykir þvi rétt að staldra nokkuð við úrslit þeirra og glöggva sig á því, hvert þau benda. Strax fyrir kosningarnar vakti það athygli manna, að víöa um land komu fram svo kallaðir „óháðir listar”. Gaf það fyllilega til kynna, aö þessar kosningar yrðu með nokkuð öðrum hætti en venja hefur verið. Fleira gerðist og í sambandi við framboðin, og að kosningum loknum:,, sem talið mun verða til tíðinda, ekki siður en sj álf kosnin gaúr- slitin. Alstaðar þar, sem hinir óháðu listar komu fram, hlutu þeir mikið fylgi og víðast hvar fulltrúa kosna. Saman- lögð atkvæði listanna eru um hálft annað þúsund talsins og tólf menn af þeim náðu kosningu í hreppsnefndir og bæjarstjórnir. Þetta mikla og óvænta fylgi er komið frá öll- nm þeim stjórnmálaflokkum, munu meiri tíðindi hafa gerzt í þessum efniun en nokkursstaðar annarsstaðar í landinu. Hins veg- ar er hér ekki í kjöri neinn listi, er standi utan flokkanna. Þess vegna virðast margir kjósendur vera staðráðnir í að sitja heima á kjördegi. En það er ekki rétt að farið. Þeir, sem vilja tjá and- úð sína á flokkunum, sem fyrir eru, eiga að mæta á kjörstað og skila auðum seðli. Sá, sem heima situr, tekur enga afstöðu. Þátt- ur hans í kosningunum er aðeins afskiptaleysi. Þeir, er skila auðu nota tækifærið, sem þeim er gefið með kosningunum á réttan hátt. Þeir nota það til að mótmæla því viðhorfi, að meirihluti bæjar- stjórnar skuli annað tveggja skipaður áhugalausu, gömlu fólki, eða mönnum, sem ýmist verður eliki treyst til ábyrgrar forustu eða hafa sýnt Reykjavík beina og óbeina óvild. Þeir tímar munu koma, að Reykvíkingar eiga kost á að greiða atkvæðd á þann liátt, sem þeir munu þykjast geta vel við unað. Við þessar kosningar er ,það eðlileg afstaða að skila auð- um seðli. sem haslað hafa sér völl á orustuvelli flokkabaráttunnar, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar þyngstan skattinn goldið. Málgagn Alþýðuflokksins hefur viljað láta í það skína, að flokkur þess hafi komið sem sigurvegari úr eldraun kosningabaráttunnar. Það er hin mesta blekking. Alþýðu- flokkurinn hefur bætt við sig örfáum atkvæðum í Hafnar- firði og á ísafirði. Þá lítilfjör- legu atkvæðaaukningu má án efa þakka óvæntum stríðs- gróða tveggja fyrirtækja á þessum stöðum. Annars staö- ar hefur flokkurinn ýmist staðið í stað eða tapað fylgi. Alþýðuflokkurinn herur því aðeins unnið á að einu leyti í þessum kosningum. Hann, hefur sannað það, að hann er enn til sem flokkur, en það hafa andstæðingar hans vilj- að draga í efa. Fylgi flokks- ins er ömurlega lítið og kosn- ingaúrslitin benda greinilega til þess, að hann muni aldrei ná sér eftir hinn tvíþætta klofning. Leifar hans geta iiinsvegar haldið sérstöðu sinni í flokkabaráttunni enn um hríð. Kommúnistar, sem nú nefna sig Sósíalistaflokk, hafa ekki aukið fylgi sitt. Má því telja úr því skorið, að til þeirra hafi safnazt allt það fylgi, sem þeir mega vænta. Síðustu tvö árin hafa fært þeim óvenju- legt tækifæri til að efla liðs- kost sinn. Þeir hafa verið ein- ir í stjórnarandstöðu. Stjórn- in hefur verið óvinsæl og mik- ill fjöldi manna yfirgefið stjórn arflokkana. En það fylgi 'hefur ekki leitað til herbúöa komm- únistanna. Það má því telja fullvíst, aö þeir geti aldrei vænzt fjöldafylgis. Þeir fá aldrei aftur það tækifæri, sem þeir hafa haft nú imd- anfarið til að safna fólki um sig, hvað þá annað betra. Þótt fólkið yfirgefi hina stjórnmálaflokkana, þá væntir það ekki lausnarorðsins í her- búðum kommúnista. Sjálfstæöisflokkurinn hefur verið stærsti flokkur landsins og jafnan reynzt að vera í vexti við margar undangengn- ar kosningar. En nú hefur brugðið þar til mikilla tíð- inda. Kosningaúrslitin víða um land sýna hvorki meira né minna en það, að flokkur- inn er í fullkominni upplausn. Nálega alls staðar hefur flokk- urinn tapað. í Vestmannaeyj- um, Hafnarfirði, Keflavík, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, og Seyðisfirði er atkvæðatap flokksins mjög' mikið og á- berandi. Blöð flokksins leit- ast við að leyna fylgishrun- inu með staðhæfingum um Framh. á 2. síðu. Burt með tolla af nauðsynjavörum! ENNÞá hvíla þunglr toílar á brýnustu nauðsynjavör- um almennings. Þeir hækka vöruverðið að miklum mun, þyngja byrðar dýrtlðarinnar á herðum fólksins og eiga sinn þátt í hinni háskasamlegu verðbólgu innanlands. Tekjur ríkissjóðs eru óvenjulega mikl- ar vegna hinnar miklu pen- ingaveltu í landinu. Tollheimt- an af nauðsynjavörunum er því ekki nauðsynleg vegna tekjuöflunar ríkissjóðs. Þess vegna er það almenn krafa, að þessum tollum sé aflétt tafarlaust. í öllum stéttum og ciium flokkum ber mönnum að sameinast um kröfuna: BURT MEÐ TOLLA AF NAUÐSYNJAVÖRUM! Verka- lýðsfélög og önnur stéttarfé- lög eiga að taka hana upp. Al- þingi og ríkisstjórn skera úr því með afstöðu sinni til þessa réttlætismáls, hvort baráttan gegn dýrtíðinni eigi að verða háð af fullri alvöru og ein- beittum hug eða ekki. Framfaramál Rcyfejavibur IL Húlar leilir (HsúsDiiieútne úiarlns SU fæðutegund, sem menn af öllum stéttum í höfuð- stað landsins hafa oftast á borðum sínum, að öllu sjálf- ráðu, hefiu* verið illfáanleg á markaði hér í bænum um langan undanfarinn tíma. Fiskur er að verða jafn sjald- séð vara hér í Reykjavík eins og í þeim löndum, þar sem hann er skoðaður sem sér- stakur hátíðamatur. Þó liggur Reykjavík við ein- hver hin beztu # fiskimið i heimi og fiskur er aðalútflutn- ingsvara landsmanna. Það ætti því að mega skoða þaö sem hreint öfugmæli, að Reykvikingar ættu ekki ávallt mikilla kosta völ um fiskmeti á borð sín. En þó er þetta staðreynd. Dag eftir dag ganga húsmæður bæjarins bónléiðir til búða fiskkaupmannanna. Fiskur er ófáanleg vara. í þau fáu skipti á hverjum mánuði, sem fiskbúðirnar hafa svo kallaðan nýjan fisk á boöstól- um, er fiskur jafnan mjög ein- hæfur og oft fjarri því að vera nýr. Lifur, sem ávallt ætti að vera framreidd með nýjum fiski, virðist vera bannvara á fiskmarkaðinum í Reykjavík í staö hennar neytir fólk hins fjörefnasnauða smjörlikis sem viðbits með nýjum fiski. Þessi ömurlega niðurlæging 1 fisksölumálum höfuðstaðar- ins verður þegar í stað að rýma fyrir nýrri skipan þeirra. Reykvíkingar geta ekki án þess verði að eiga jafnannæg- an kost á fiskiföngum. Þeir geta ekki sætt sig við það, þótt þeim sé stöku sinnum boðið upp á slæptan fisk, nokkurra daga gamlan, sem fluttur er úr verstöðvunum hér á Suðurnesjum, á misjafn- lega þrifalegan hátt. Þaö er krafa þeirra, réttmæt og ó- frávíkjanleg, að þeir eigi stöð- ugt völ á nýjum fiski, svo framarlega sem fiskur aflast á miöunum hér í kring. Þeir krefjast þess að eiga kost á nýrri lifur og hrognum. Og þeir vilja engan veginn sætta sig við þann niöurlægingar- brag í sölu og dreifingu þess- arar helztu neyzluvöru sinnar sem lýsir sér t. d. í því, að viöskiptamönnum fiskútsal- anna sé dag eftir dag boöið upp á sömu fisktegundina, ef því láni er að fagna, að þær Framh. á 3. g3Bu. ,:v? 1S24Í0

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.