Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 16.02.1942, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.02.1942, Qupperneq 2
2 Þ JÓÐÓLFUR Virðing Alþingis I. Svipmót þingsins Alþingi Islendinga býr nú við almenna óvirðingu manna af öllum stéttnm og öllum flokkum. Þingmenn og flokks- oddvitar finna kulda hinnar almennu lítilsvirðingar og kvarta öðru hvoru undan. — Það verður því naumast talið að á- stæðulausu gert, þótt reynt verði að grafast allítarlega fyr- ir rætur þessarar afstöðu. I nokkrum greinarköflum hér í blaðinu verður leitazt við að varpa Ijósi yfir eðli málsins, ofsakir og tildrög, svo og hvernig Alþingi mætti endurheimta foma virðingu sína. ÞEIM, sem í fyrsta sinn heimsækja áheyrendapalla Alþingis íslendinga, verður sú heimsókn jafnan minnisstæö. Þeir bjuggust við að sjá fyrir sér virðulega samkomu hinna völdustu fulltrúa alþjóðar, samkomu, sem væri mörkuð virðuleik, festu og ábyrgðar- tilfinningu fulltrúanna, sam- komu, sem hefði yfir sér svip mót alvörunnar og vandans, sem á herðar hennar er lagð- ur. En þessu fer víðs fjarri. Gesturinn bíður þess óþreyju- fullur að þingfundur hefjist. Fulltrúar þjóðarinnar tínast inn í sali þingsins, einn og einn eða tveir og tveir. Gest- urinn veitir því strax athygli að yfir komu þeirra í salar- kynni þingsins er annar blær en hann hafði ætlað. Hann bjóst viö, að framganga þeirra öll og persóna bæri þess vott, hvílíkur vandi og ábyrgð hvíldi þeim á herðum. En þess gætir hvergi. Yfir þeim virðist þvert á móti hvíla á- líka leiði og yfir lítt námfús- um unglingum, sem þvert á móti vilja sínum neyðast til að heiðra kennslustofuna með návist sinni. Samt sem áður smáfjölgar í þingsölunum. Fulltrúarnir virðast þó ekki láta sér sér- lega ótt um að ganga til sæta, enda þótt kominn sé sá tími að þingfundir skuli hefjast- Fundurinn er settur. Margir þingmenn eru fjarverandi. Af þeim, sem mættir eru til íundarins, eru allmargir á rjátli í hliðarherbergjum þings- ins eða þingsölunum sjálfum. Svo er gengið til dagskrár. Gesturinn verður nú óvefengj- anlega var þessa leiða og ó- hugnáðar, sem hann þegar i upphafi þóttist verða var yfir fulltrúunum. Nokkrir þeirra flytja sundurlausar, lítt hugs- aðar, áhrifalausar ræður, sem taka af öll tvímæli um það, af hvaða áhuga þeir ganga til þingstarfanna. Meöan þessum þrautleiðin- legu og nauðaómerkilegu ræðu liöldum; fer fram, þynnast æ meir raðir þeirra þingmanna, sem með skipulegum hætti hafa gengið til þingstarfanna. Jafnframt stækkar hópurinn, sem heldur sig í hliðarher- bergjunum eða eru á stjá'i í hornum þingsalarins og við glugga hans. Svo hringir forseti og til- kynnir, að nú verði gengið til atkvæða. Hann leitar fyrst eftir meðatkvæðum, þar næst eftir mótatkvæðum. En á- rangurinn er sorglega lítill. Aöeins örfáir þingmenn greiða atkvæði. Allur þorrinn lætur sem sér sé málið óviðkom- andi. Sumir þingmenn ræðast við sín á milli og virðast hafa gleymt stað og stund. Aðrir horfa út um glugga þinghúss- ins á umferðina umhverfis Austurvöll. Enn aörir hafa hreiðrað um sig á hinum dún mjúku hægindum hliðarher- bergjanna og gefið sig á vald því óskiljanlega fyrirbrigði, sem nefnt er svefn. Forseti hringir aftur. Hann brýn'ir röddina og segist verða að biðja þingmenn um að greiða atkvæði. Svo leitar hann meðatkvæða og mótat- kvæða á sama hátt og fyrr. Það má gera ráð fyrir að eft- írtekjan verði nokkru meiri en áður. Ef ekkert sérstakt er að sjá á götunum umhverf- is Austurvöll, má búast við að einhverjir af þeim, sem þar leituðu augnayndis, bæt- ist við í hópinn og greiði at- kvæði. Sé tæmt umræðuefni þeirra, sem ræddust við á af- viknum stöðum í þingsalnum eða hliðarherbergjum hans, má einnig gera rað fyrir að þar bætist nýir menn í hóp þeirra, sem atkvæði greiða. En sennilega kemur þetta allt fyrir ekki. Enn fæst ekki lögmæt þátttaka í atkvæða- greiðslunni. Þá færist forseti allur í aukana. í þriðju eða fjórðu atrennu hefur hann væntan- lega brýnt raustina svo mjög og lagt svo fast að mönnum að greiöa atkvæði, að um- skipti verða í þingsalnum. Þá láta þ'ingmenn niður falla um- ræður sínar á milli og greiða atkvæði. Þeir, sem hafa verið að dást að blómskrúðinu á Austurvelli snúa baki við gluggunum líkt og þegar iðr- andi syndari snýr af braut hins illa. Jafnvel í hliðarner- bergjunum verða sýnileg um- skipti. Syfjulegir menn birtast í dyrum þeirra og rétta upp hendurnar eins og prúðir skóladrengir, sem geta svarað spumingum kennarans. Þessi saga endurtekur sig aftur og aftur með litlum breytingum. Sljóleikinn, á- hugaleysið og svefninn virð- ist vera samkenni þeirra manna, sem fara með umboð þjóðarinnar á Aiþingi. Öðruhvoru hrökkva þeir þó upp af blundi andvaraleysis- ins. En það er ekki ábyrgöatil- finning sjálfra þeirra eða um- hyggja fyrir alþjóðarhag, sem orsakar það. Flokksoddvitarn- ir vekja þá- Þá eru „flokks- mál“ á ferðinni og öllum dát- um foringjanna er teflt fram til sóknar eða varnar. Þá iáta þingmenn sig ekki vanta til funda. Þá þurfa þingforsetar ekki að ganga úr öllum mann legum ham til að fá lögmætar atkvæðagreiðslur. Allir þing- menn mæta nema mjög gild forföll hamli. Þeir bregð- ! ast fljótt -og vel við að rétta ' upp höndina, þegar flokks- foringinn hefur ákveðið að I það skuli gert, enda liggur við ónáð hans ef útaf er brugð- ið. Hann refsar og umbunar. Fjarvera þingmanns getur jafnvel orsakað illkvitnisleg hnífilyrði í blaði flokksins um ,illkynjað gigtarkast”. Þannig verður það bert af svipmóti þingsins við fyrstu sýn, að þeir menn, sem vera áttu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi, hafa verið svo svín- beygðir undir hið pólitíska ok flokksveldisins, að þeir skoða sig ekki lengur sem frjálsa fulltrúa fólksins í landinu, heldur sem atkvæðapeö þeirra manna, er óvirða Alþingi að vild sinni með því að draga allt raunverulegt vald úr höndum þess og fara í opin- berum málum í hvívetna fram því einu, sem bezt samrýmist einkahagsmunum þeirra sjálfra og sérgæöinga þeirra, er um þá hafa slegið skjald- borg. Hin almenna óviröing, er Alþingi á nú hvarvetna að mæta, er hið sýnilega tákn þess, að málum er á þennan veg háttað. H. f. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur Aðalfimdur hlutafélagsins Eimskipafélag Íslands verð- ur haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykja- vik, laugardaginn 6. júní 1942 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1941 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum t'il úrskurðar frá endurskoðendum. 2- Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. / 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyöublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins 1 Reykjavík. Reykjavík, 26. janúar 1942. Stjór nín er miðstöð verðbréfaviðskiptarma VEIZLUR Tökum að okkur allskonar tækifærisveizlur. Hótel Hekla h. f. Kosnlngaúrslitin Framhald af 1- síðu. það, aö Sjálfstæðisflokkurinn eigi fylgi óháðu listanna. Slíkt er auðvitað fullkomin fásinna. Kjósendurnir hafa yfirgefið flokkinn vegna hinn- ar ófrægilegu frammistöðu hans í landsmálunum nú síð- ustu misserin. Og það er of mikil bjartsýni þeirra, sem- þykjast geta ráðstafað Sjálf- stæðisflokknum eins og einka- fyrirtæki sínu, ef þeir halda að kjósendumir, sem þegar hafa yfirgefið flokk'inn, muni koma þangað aftur. Því fer víðs fjarri, enda munu þeir hafa fengiö sig fullsadda af flokksforustunni. Orsökin til þess, að Sjálf- stæöisflokkurinn er 1 upp- lausn, liggur öllum landsmönn um í augum uppi. Árum sam- an hélt flokkurinn uppi ein- arðri gagnrýni á rangsleitn- ina og spillinguna, sem þró- aðist í skjóli valdhafanna í landinu. Aö flokknum safn- aðist m'ikill fjöldi manna, sem krafðist þess, að réttlæti og sanngirni væri leiðarljós þe'irra sem færu með opinber mál, og einkahagsmunir væru í hvívetna látnir þoka fyrir hagsmunum heildarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn lézt setja þess sjónarmið ofar öllum öðr- um sjónarmiðum. Svo fékk formaður flokksins því fram- gengt, að flokkurinn ættiþátt að hinni margnefndu „þjóð- stjórn” og tæki þar sæti. Síðan virðist flokkurinn frem- ur hafa verið skoöaður sem einkafyrirtæki en almennur stjórnmálaflokkur. Eiginhags- munir fámennrar klíku hafa í hvívetna ráöið afstöðu hans, þannig aö enginn íslenzkur stjómmálaflokkur hefur orðið berari að þvi að vera viljalaust verkfæri í höndum sérgóðra foringja en einmitt hann. Af- leiðingarnar eru nú að koma í ljós. Fólkið yfirgefur flokk- inn í stórhópum. Að skömm- um tíma liðnum vérður flokk- urinn í upplausn um gervalt land. Sjálfstæðisflokkurinn 1 þeirri mynd, sem hann var í fyrir dagaþjóðstjórnarinnar, hlýtur óhjákvæmilega að hverfa úr sögu. Hið fámenna fylgi Fram- sóknarflokksins í kaupstöð- um og kauptúnum ut- an Reykjavíkur hefur yf- irleitt staðið í stað, þótt því hafi fjölgað lítilsháttar á stöku stað. í sambandi við Framsóknarflokkinn hafa hins vegar gerzt mik'il og óvenjuleg tíðindi í þessum kosningum. Það er kosningasamvinna hans við Sjálfstæðisflokkinn. Aldrei áöur, síjðan núverandi ílokkaskipun hófst í landinu, hafa sjálfstæðismenn og iramsóknarmenn gengið sam- einaðir til kosninga, enda hefði sú spá þótt fullkomið öfug- mæli, ef fram hefði komið fyrir nokkrum árum. En það, sem nú hefur gerzt, másenni- lega skoða sem upphaf ann- arra og meiri tíðinda. Hið nána samband eins af foringj- um Framsóknarflokksins við viss öfl í Sjálfstæöisflokknum mun væntanlega le'iða til æ víðtækari óeiningar innan Framsóknarflokksins. Dæmin frá Siglufiröi, þar sem miklar viðsjár eru innan Framsókn- arfjokksins af þessum ástæð- um, og Eyrarbakka, þar sem hvatamenn hinnar nánu sam- vinnu við Kveldúlfsarm Sjálf- stæðisflokksins ráku rýting- inn í bak flokksbróður síns, til að greiða götu hennar, benda sæmilega glöggt í átt- ina.. Mótsetningarnar innan Framsóknarfl. geta naumast haft aðrar afleiðingar en þær, að nokkur hluti flokksins haldi til móts við þann hluta Sjálfstæðisflokksins, sem for- manni hans tekst að safna utan um persónu sína. Mundu þessi tvö flokksbrot siöan renna saman í eitt. * Hinar nýafstöðnu kosningar

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.