Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 16.02.1942, Síða 4

Þjóðólfur - 16.02.1942, Síða 4
4 «3 0<3Z>03<32>00<3Z>00<ZZ>OD<2í>QOCZ£>0 g | Dægurtnál @ o0CS>00C5Z>0 0<32>00<3S>0 Vertíðin. Ögæftir hafa mjög hamlað sjó- sókn í verstöðvunum hér við Faxaflóa það sem af er vertíð. En þá sjaldan, að á sjó hefur gefið, hefur afli reynzt lítill. Til- kostnaðurinn við útgerðina hefur aukizt allmikið frá því sem var á síðustu vertíð. Verðið á fiskin- um er hinsvegar allmiklu lægra en var í fyrra, En það var ákveð- ið í hinum alræmda fisksölusamn- ingi, sem gerður var í sumar. Það blæs því engan veginn byrlega fyrir smáútvegimun, en vonandi er, að úr rætist um gæftir og afla það sem eftir er vertíðar- innar. Verður slökkt á vitunum? Frá vitamálastjóra hefur blað- inu borizt svohljóðandi tilkynn- ing: 1. Leiðarljósin við Stykkishólm hafa verið kveikt á ný. 2. Vegna hemaðaraðgerða getur nú komið fyrir hvenær sem er að slökkt verði á vitunum, fleiri eða færri, hvar sem er á landinu, fyrirvaralaust. Allir sjófarendur eru því aðvaraðir um að treysta ekki eins og áð- ur á neinn vita, heldur taka með þann möguleika að vitinn logi ekki (sendi ekki). Engar útvarpstilkynningar verða gefn- ar út um slíkar reksturstrufl- annan hátt að búast megi við langvarandi rekstursstöðvun. Lengsta þingið. Ölafur Thors skýrði frá því í áramótahugleiðingu sinni, að vor- þingið 1941 hafi verið „lengsta Alþingi, er hér hefur háð verið’ . Afrek þess þykir honum „eigi fært og heldur ekki nauðsynlegt að rekja.” Segir hann þó, að lausn þess í sjálfstæðismálinu sé því ærið nógur vegsauki þótt ekk- ert kæmi til annað. — Þingið hefur nú leitt yfir sig slíka ó- virðing, að einsdæmi mun vera í sögu löggjafarþinga. Hníga þar til mörg rök, en þó eigi sízt að- gerðarleysi þess og hundsleg þægð við hina pólitísku ofríkis- menn. Öll þjóðin veit, að lengst af þessu langa þingi, vom þing- menn raunverulega aðgerðarlaus- ir. Hefur verið gefin glögg og óljúgfróð mynd af þinghaldinu hér í blaðinu með eftirfarandi orðum: „Þorri þingmanna ráfuðu um lengi framan af þingi, verk- lausir eins og umkomulitlir nið- ursetningar í húsakynnum Al- þingis, leiðir, nöldrandi og engu fróðari en maðurinn á götunni um það, hvað væri að gerast í af- kimum stjórnmálanna”. — Það verður rætt allítarlega í næstd blöðum Þjóðólfs, hve hag og virð- ingu Alþingis er nú aumlega kom ið. Verður þetta því látið nægja að sinni. Vill ekki kosningar. I áramótagrein sinni fer Ölaf- ur Thors ekki dult með það, að honum sé ógeðfelt að hugsa til almennra kosninga á næsta vori, enda hefur Mbl. oftar en einu sinni tjáð þann vilja hans síð- ustu mánuðina. — Ólafi farast orð á þessa leið: „....verði kos- Þeir, sem eru áskrifendur að riti dr. Jóns Dúasonar, Landkönn- un og landnám íslendinga í Vest- urheimi, hjá mér, eru vinsamlega beðnir að vitja 3. og 4, heftis, sem nýlega eru komin út. Valdimar Jóhannsson. ið næsta vor, en á því eru nú helzt horfur, er hætt við, að margir telji að annað tveggja sé að enginn nauður hafi rekið til að fresta kosningum síðastliðið vor, eða að óhæfa sé að tendra nú — eftir að ógnir styrjaldar- innar hafa færzt svo miklu nær okkur, — kosningabálið, og láta það loga fram á mift næsta ár, og ef til vill sníða sundur þau tengsl, er að undanfömu hafa hnýtt saman óskyld öfl”. — ölaf- ur Thors mun hafa tvíþætta á- stæðu til að ókyrrast við tilhugs- unina um almennar kosningar. Annars vegar óttast hann að hiti kosningabaráttunnar muni „svíða í sundur” kærleiksböndin, sem hafa tengt hann við Jónas Jóns- son frá Hriflu. Hins yegar mun hann kjósa margt annað hlut- skipti sér til handa fremur en að ganga fyrir bændur í nágrenni Reykjavíkur og útvegsmenn suð- ur með sjó og beiðast kjörfylgis þeirra. Hnútur til þingsins. Ölafur Thors sendi Alþingi kaldar kveðjur í áramótagrein sinni í Mbl. Áður ér vikið að um- mælum hans um „lengsfa þingið’. — Síðar í greininni farast hon- um orð um haustþingið síðasta á þessa leið: „.... lyktaði með því, að þingið var kvatt saman til að ganga frá nýrri löggjöf í dýrtíðarmálunum. Fór þar allt verr en til var stofnað. Náðist sem kunnugt er ekkert samkomulag um lausn málsins og lauk þingi svo, að á því var ekkert aðhafzt, er að gagni mætti verða” (,letur- br. hér). — Auðvitað er þessi lýsing rétt. En það verður naum- ast talið viðeigandi úr þessari átt, að svo mjög sé fjölyrt um hið átakanlega, umkomuleysi þingsins. Ber tvennt til. Annars vegar það, að Ölafur hefur sjálf- ur fjölyrt um skort „mannsins á. götunni” á tilbærilegri virðingu fyrir Alþingi. Situr því sízt á honum að varpa hnútum til þings ins. Hin ástæðan er sú, að Ölaf- ur er sjálfur einn aðalmaðurinn í því pólitíska tafli, sem breytt hefur löggjafarsamkundunni í mangarabúð hinna ófyrirleitnustu pólitísku braskara, sem stjórn- málasaga vor kann frá að greina. „Ytra tákn”. Um núverandi ríkisstjóraem- bætti segir Ólafur Thors á þessa leið í áramótahugleiðingum sín- um: „Af ytri táknum sjálfstæð- is hefur ísland á þessu ári eign- azt sinn fyrsta ríkisstjóra og hef- ur sú nýskipan að allra dómi gef- izt prýðilega”. •— Sannleikurinn er sá, að meðal almennings til- heyrir ríkisstjóraembættið, í þvi formi, sem það er nú, hinu bros- lega. Meðan æðsti maður þjóðar- innar átti setu í öðru landi og var þar að auki erlendur kon- ungur, leiddu menn lítt að því huga þótt þessi persóna væri að- eins „ytra tákn”, valdalaus „toppfígúra”, sem virtist eiga harla litlu hlutverki að gegna í <><><><>•<><><><><><>0000000 “Goddard’s’ Silfurduft Silfurþurrkur Húsgagnagl j ái Glugga og Speglalögur. ^ Aðalumboðsm.: S Stlagnils Th. S, Blöndahl h.íi ooooooooooooooooo ATHUGIÐ. Gúmmíviðgerð- ir fáið þið beztar í Gúmmí- skógerð Austurbæjar, Lauga- vegi 53B, sími 5052. Munið ennfremur okkar ágætu is- lenzku gúmmívörur, svo sem skó, lím, belti, hanzka, hæl- hlífar, gólfmottur og inniskó, sterka og ódýra. Gúmmískó- gerð Austurbæjar. stjómskipun landsins. En síðan „táknið” var flutt inn í landið hafa menn ekki lengur getað lokað augunum fyrir því, hve skopleg er aðstaða þeirra manna, sem hér uppi á Islandi eru sett- ir í spor hins erlenda konungs. Er og áreiðanlegt, að allur þorri manna á Islandi hafa unnað syni kempunnar Björns í Isafold miklu betra hlutskiptis en þess, að vera þýðingarlaust , ,ytra tákn”. — Með nýrri skipan í stjómarfars- málum vomm verður væntanlega gerð á breyting um aðstöðu æðsta manns þjóðarinnar, þannig að hann verði ekki gerður skop- legur í augum almennings með því að vera tilefnisla.ust „ytra tákn” meingallaðrar stjómskip- unar. „Naglasúpa”. Áramótaummæli Ölafs Thors um fisksölusamninginn þykja minna nokkuð á ánægju kerling- arinnar með naglasúpuna. Um samninginn segir Ölafur: „Mun hann reynast hagkvæmur og verða vinsæll”. Verði Ölafi að þessari spá — sem óskandi væri — verður ástæðanna að leita í þeim breytingum, sem fengizt hafa og fást kunna á samningnum. Á sama hátt áttu gæði naglasúp- unnar rætur sínar í því, sem til hennar var lagt umfram naglana og vatnið. „Happaverk”. I áramótahugleiðingu í Morg- | unblaðinu 31. des. segir Ölafur Thors um samstarf sitt við Jónas IJónsson frá Hriflu, að ekki verði „um það deilt, að það var hið . mesta happaverk”, — Almenn- ingi mun þó virðast sem lítil höpp hafi stafað af kaupskap Höium fyrirliggjandi ýmsar fegundír af efnívörum fíl skósmíða, Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar 6rarðasfrœfí 37. Símí 5668. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 V 0 0 0 0 $ Þegar þér þurfíð að haekka brunafry$$~ ín$u á eí$um yðar, ínnansiokksmunum, vörubír$ðum o$ öðru, ve$na verðhækk* unarínnar, aeffuð þér að kaupa hækk~ unarfry$$ín$una hjá bandaríska íry$$ín$a« féla$ínu FIREMEN'S INSURANCE COPANY, enda heímílf að jafna áhæffu níður á fleírrí en eífí féla$. Fivemen's Insuvanc Copany Of Newark, New Jersey Aðalumboð fyrir fsland: Carl D, Tulíníus & Co. h.f, Ausfursfræfí 14, Reykjavík, símí 1730 0 0 0 0 o § 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 s 0 0 0 0 0 SI6LINGAR milli Breplands og Islands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip x förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cuffíford & Clark Lfd. sem jafnframt er bókarastaSa viS SparisjóS Reykjavíkur og nágrennis, er laus til umsóknar frá 1. apríl n. k. aS telja, Byrjunarlaun kr. 6000,00, hækkandi i kr- 7800,00 auk dýrtíSanippbótar. Umsóknarfrestur til 25. þ. m. Umsóknir sendist til SparisjóSs Reykjavíkur og nágrennis á Hverfisgötu 21. þeirra félaga. Samt hefur Ölafur nokkuð til síns máls. Samstarifð heur reynzt hið mesta happaverk — fyrir Kveldúlf. ooooooooooooooooo Þjóðólfur kemur næst út á föstudaginn. >oooooooooooooooo<

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.