Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.02.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.02.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. 1—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum föstudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. Pegap holaffltu- siðnapmiOiO pæflup IBYRJUN styrjaldar þeirrar, sem nú geisar, var þeirri ásökun beint að Eysteini Jónssyni, viðskiptamálaráðh., að hann mundi hafa safnað að sér kolabirgðum á heimili sínu. Ráðherrann óskaði þegar eftir, að gengið væri úr skugga um, hvort ásökun þessi hefði við rök að styðjast eða ekki. Við lögreglurannsóloi á heimih hans kom í Ijós, að þar var aðeins að finna „nokkra kolamola neðan í fötu”. Eldsneytisþrot viðskiptamálaráðherrans í byrjun stríðsins gefur næsta glögga og táknræna mynd af á- standinu á þjóðarheimilinu. Þar ríkti nálega bjargarþrot. Brýnar nauðsynjavörur eins og matvara og eldsneyti var ekki til nema til næsta dags. Undanfarin ár hafði Ey- steinn Jónsson skammtað kolamola og mjölhnefa af álíka kostgæfni og um himneskar náðargjafir væri aö ræða- STÍJDENTAR hafda fund, í kvöld. Þar mun Garðmálið koma til umræðu. Útlendingamir þrást enn við að halda loforð sín um að rýma húsið. Stúdentar búa við hin ömurlegustu kjör. Þeir kúldast í kjallara Háskólans, allt i að því 10—12 saman í herbergi. Nám sitt geta þeir ramiverulega ekki stundað vegna þess, við hví- líkt óhagræði þeir búa í húsa- kosti. Þolinmæði þeirra er þrotin. Þeir hafa farið samningaleiðina í málinu. Sú leið er vörðuð svikn- um loforðum af hálfu útlending- anna. Hér eftir hljóta þeir að gera kröfur. • • • EIR eiga kröfurétt á hendur tveim aðilum, á hendur út- landinganna, er hafa marglofað að láta bygginguna af hendi, og á hendur íslenzkra stjórnarvalda, um að jiau láti það ekki viðgang- ast, að útlendingamir skorizt undan að verða við þeirri kröfu að rýma Garð tafarlaust. Réttur- inn er ótvíræður. Getu stjórnar- valdanna til að framfylgja hon- um dregur enginn í efa. Útlend- ingarnir munu ekki láta sólina ganga undir einu sinni, hvað þá oftar, áður en þeir flytjast brott úr byggingunni, ef íslenzk lög- regla vísar þeim þaðan burt. Það er að vísu leitt, að þá leið skuli þurfa að fara, en hjá því verður ekki komizt, ef hinir útlendu „gestir” ætla sér raunverulega að níðast á gestrisni okkar. ® • • r I ANNAN stað búa íslendingar • svo vel, að þeir hafa fengið eitt helzta stórveldi heimsins sem verndara sinn. Dvalarlið frá þessu stórveldi virðir rétt Islend- inga svo mikils, að það lætur sér ekki koma til hugar að „taka hús á þeim” á þann hátt, sem gert . væri, ef hinir gestkomandi út- lendingar ætluðu raunverulega að neita að verða við þeirri kröfu að yfirgefa Garð. Það er því fráleitt, að vemdarinn geti unað því, að annarra þjóða menn skammti sér hvílíkan rétt á Islandi Ef svo ólíklega vildi til, að þeir, sem nú sitja á Garði, virtu ekki boð inn- lendra yfirvalda um að hverfa þaðan brott, þá liggur beint við, að herstjóm Bandaríkjamanna á Islandi hlutist til um það, að ts- lendingar nái rétti sínum. Enda mundi lítils að vænta af þeirri vemd, sem íslendingar hafa beð- ið um, ef þeim ekki í skjóli henn- ar mætti auðnast að halda bygg- ingum íslenzkra menntastofnana fyrir ágangi útlendra manna, sem eru „gestir” í landinu. • • ® N það kemur vafalaust ekki til þess, að útlendingamir neiti að verða við raunverulegri kröfu um að rýma Garð. Senni- lega hefur svo mjúkum höndum verið tekið á málinu til þessa, að þeir hafa álitið sér vel stætt með að fara hvergi. En jafn- skjótt og fram kemur ákveðin Stríðið breytti í engu um skömmtunarástríðu Eysteins. Ýmsir uröu til að vara við óeðlilegum og óþörfum höml- um á innflutningi nauðsyn- legustu vara til landsins. Landinu gæti stafað hætta af vóxuþurrö, ef siglingar stöðv- uðust. Vörur mundu stór- hækka í verði á erlendum markaöi vegna sti’íðsins og jafnvel verða ófáanlegar. Inn- stæður þjóðarinnar erlendis væru tvísýn eign, en nauð- synjavörur örugg og nauðsyn- leg eign. En allt kom fyrir ekki. Eysteixm hélt fast við þá skoðun sína, að höfuönauðsyn bæri til að skammta sem knappast leyfi til að flytja vörur inn í landið. Hann lct sór jafnvel ekki vaxa í aug- um að stöðva innflutning á byggingarefni til landsins. meðan það fékkst við skap- legu verði. Við það stöðvuð- ust nýbyggingar í landinu og eldri byggingar gengu úr sér vegna þess að efni fékkst ekki til viðhalds þeirra. Hið hús- vilta fólk í höfuðstað lands- ins hefur orðið áþreifanlega vart við afleiðingar þessarar ráðabreytni. En pundaeignin í Bretlandi óx. Verðmæti útflutningsvar- anna margfaldaðist en inn- flutningur á nauðsynlegustu vörum var skorirm við nögl á knappasta hátt. Þjóðinni krafa um að þeir séu á brott af Garði, munu þeir án efa verða við henni. Almenningur í landinu fylgir þessu máli með athygli, þótt lítt sé fjöyrt um það á op- inberu færi. Til byggingar Stúd- entagax’ðsins fékkst verulegt fé með almennum, frjálsum framlög- um. Þjóðinni þykir lítt við sig virtur menningaráhugi og menntaþrá, ef miklu Iengur verð- ur setið ýfir hlut stúdenta í Garð- málinu en þegar er orðið. var gefið óvenjulegt tækifæri til að birgja sig af vörum og flytja inn í land sitt marg- vísleg verðmæti, sem hana vanhagaði um eftir þrenging- ar margra ára skömmtunai'. Hvorugt var gert. Og það var ekki einasta haldið áfram að skammta innflutning, heldur var nú einnig tekið að skammta almenningi vörurn- ar út úr búðum kaupmanna og kaupfélaga. Þó voru engar hömlur á að fá hana keypta á erlendum markaði. Gjald- eyririnn hrúgaðist upp. Samt var skammtað og þess vand- lega gætt, að aldrei væru til í landinu nauðsynjavörur nema til næsta máls. Jafn- framt hrörnuðu verðmætin og gengu úr sér. Vélar og á- höld slitnuðu og eyðilögðust án þess að nýtt kæmi í stað- inn. Byggingamar hrömuðu án þess að þeim væri haldið við eða aðrar nýjar reistar. í stjórn viðskiptamálanna var eitt sjónarmið ríkjandi. Það var kolafötusjónarmiðið, sem ekki vildi, að vörur væm fluttar til landsins og bauð bjargai’þrotinu í bæinn jafn- skjótt og nokkuð bæri út af. Víðskípiín víð Ameríku Þegar viðskipti íslendinga tóku að færast vesmr um haf, var hið sama sjónarmið ríkj- andi og verið hafði í viðskipt- unum við Bretland. Leyfin til innflutningsins veitti Eysteinn með fulltingi gjaldeyrisnefnd- ar. Beiðnum manna um inn- flutning á nauðsynlegum vör- um var ýmist synjað eða af- greiðsla leyfanna tafin um ófyrirsjáanlegan tíma vegna hins alkunna se'inlætis í af- greiðslustarfi nefndarinnar. En vömr vom fáanlegar og við skaplegu verði, miðað við Framh. á 4. síðu- Virðing Alþingis. — Önnur grein. Vinanbröfð þingsins BÚIÐ er að lýsa svipmóti þingsins, éins og það birt- ist pallagestinum við fyrstu sýn. Við það hefur fengizt nokkur hugmynd um, vinnu- brögð þess. Þannig hefjast störf þingsins á ári hverju og þannig líður einn starfsdag- urinn af öðrum, ein vikan eft- ir aðra, mánuð eftir mánuð. Þingmexm hengslast til að sækja fund'i, en með sýnileg- um leiða og áhugaleysi. Mikið kveður að fjarvistum þing- manna. Þeir, sem mæta til þingfunda, virðast líta á þing- haldið sem sérstaklega leiðin- legan skrípaleik, er þeir taki þátt í þvert á móti vilja sín- um. Málin, sem lögð eru fyr- ir þingið, eru yfirleitt nauða- ómerkileg, einkum smábreyt- ingar á eldri lögum eða nýjar lagasetningar, sem enginn hefur áhuga fyrir. Af þessum ástæðum hafa skapazt þær ófrægilegu sið- venjur þingmanna, sem áður er lýst- Málin, sem þeim eru fengin í hendur til að vinna að, eru svo ómerkileg, að þeir vilja ekki leggja á sig að greiða atkvæði um þau nema áður sé margreynt að þeir megi til að gera það, svo að þau geti öðlazt formlega af- greiðslu. Lystisemdir höfuð- staðarins hafa meira aödrátt- arafl fyrir suma þingmenn en hið eiginlega ætlunarverk þeirra, löggjafarstarfið. Slíkir menn verða hæglega fyrir misnefni. Hið aðgerðarlausa þinghald gefur þeim ákjósan- legt tækifæri til að jafna met- in og fá á hinum mjúku hæg- indum hliðarherbergjanná bættan missvefninn. — Hinir fáu þingmenn, sem halda tryggð við sæti sín þingsaln- um endurspegla þvílíkan lífs- leiða og áhugaleysi fyrir starfi sínu, að þeim virðist sérstakt vorkunnarmál að verða að bera þann kross, sem þeim er lagður á herðar með þingsetunni. Þingfúndir standa jafnað- arlega mjög stutt yfir. Málin, sem fyrir þá eru lögð, eru einkisviröi. Þingmenn fýsir því lítt að ræða þau. Til funda er boðað með það eitt fyrir augum, að segja megi að þing sé starfandi. Þingmenn sjálfir eiga lítt frumkvæði í þeim efnum, er neinu máli Framhald á 3. síðu. Mikil tíðindi í austri. Singapore er fallin. Hið ram- gerasta virki Breta í Kyrrahafi, sem varið hefur verið til geysihá- um fjárhæðum, svo að það mætti verða oruggt fyrir árásum, stóðst ekki sókn Japana nema í eina viku. Áður höfðu þeir sótt með lið sift og hertæki suður hinn geysilanga og ógreiðfæra Mal- akkaskaga. En Bretar virðast hafa trúað því, að ekld væri unnt að sækja að Singapore eftir þeirri leið, því að svo hefur verið frá skýrt, að allar fallbyssur virkis- j ins hafi snúið hlaupum sínum á haf út. Og þegar Japanar voru komnir suður á skagatána beið þeirra mikill granítgarður, lítt eða ekki skaddaður, sem tengdi eyna við meginland Malakkaskag- ans. Að viku liðinni tilkynnir vamarliðið í Singapore, að lengur verði ekki varizt vegna skorts á matvælum ogskotfærum. Umbún,- aði virkisins birgðum og vömum virðist hafa verið þann veg farið, að telja megi að nálgist hið bros- lega, þegar þess er gætt, að hér er um að ræða herstöð, sem Bret- ar hafa þótzt mundu leggja á of- urkapp að búa sem bezt og verja sem lengst. Með falli Singapore er rutt úr vegi mikilvægusfu hindruninni á vegi Japana í Kyrrahafi. Röðin er komin að hinum auðugu hollenzku eylönd- um, Sumatra, Java, Bomeo og Celebes. Eftir hina ófrægilegu vöm í Singapore virðast næsta litlar líkur til, að andstæðingar Japana haldi velli á þessum eyj- um. Og þá er hættan við bæjar- dyr Ástralíumanna. I annan stað sækja Japanar fram í Burma en Bretar halda undan. Burma er hliðið að Indlandi. Verði herskör- um Þjóðverja vel ágengt í Rúss- landi í vor, - er Indlandi ógnað einnig úr þeirri átt. Yfir Kákasus og Iran geta Þjóðverjar einnig sótt að landinu. Hemaðaraðgerð- ir Möndulveldanna em vafalaust framkvæmdar eftir fyrirfram gerðri áætlun. Hinir stórkostlegu sigrar Japana í Kyrrahafi munu vera þáttur í þeirri ráðagerð, að brjóta á bak aftur öll ítök Breta og bandamanna þeirra í Austur- álfu. Má vera, að samtímis hugs- anlegri sókn Þjóðverja yfir Iran í áttina til Indlands yrði einnig hugsað til sóknar frá Lybíu aust- ur að Suez. Tækjusf slíkar ráða- gerðir, hefur verið skorið á þýð- ingarmiklar lífæðar brezka veld- isins. Þýzki flotinn. Þjóðverjar hafa sameinað flota sinn. Nýskeð sigldu þeir þrem stríðsskipum sínum framhjá bæj- ardyrum Breta, gegnum Ermar- sund, án þess að brezka ljóninu auðnaðist að lyfta hramminum til Frarab. á 4. síðu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.