Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.03.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.03.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 3 Happdrœtti Háskóla íslands 6000 vínníngar 30 glaðníngar Samtals 1 millj.400 þús. kr. Hcílmídar og hálfmtðar seld* usf upp í fyrra, Mjög miklar líkur fíl þess, að bráðlega verðí eínníg hörg~ ull á fjórðungsmíðum* Kaupíð því míða sfrax. Lítið á Rafskinnu í Raf- skinnuglugganum og takið þátt í getraun happdrættis- ins. Handahóf í löggjafarstarfí Framh. af 1. síðu. öngþveiti, sem hér hefur skapazt. Og ekkert talar gleggra máli um hiö mikla handahóf, flaustur og van- þekkingu, sem er aö verki 1 lagasmíð þingsins, en hinar tíöu breytingar á lögunum. Lögum, sem samþykkt eru á þessu þingi verður að breyta á hinu næsta, af því að þau eru ýmist í fullkom'inni mót- setningu við lífið sjálft og ó- framkvæmanleg eða mein- gölluð að öðru leyti. Þess skal að vísu ekki dulizt, að breyt- ingar á lögum geta verið nauðsynlegar. En því fer víðs fjarri, að eðlilega nauðsyn reki til hinna tíöu breytinga á lögunum, sem við íslend- ingar eigum við að búa. Það er þvert á móti óeðlileg nauð- syn, sprottin af hinum stór- hættulega misheppnuðu vinnu brögðum þingsins Við laga- gerðina. — Lögin sjálf hafa ósjaldan að geyma hlálegar myndir af þessum vinnu- brögðum, þótt ekki séu þær kannske margar, sem jafnast á við þessa: „Lög nr. 29 frá 22. nóv. 1918 um breytingu á lögum nr. 65, 14. nóv. 1917, um breytingu á lögum nr. 22, 8. okt. 1883 og lögum nr. 43, 11. júlí 1911, um breytingu á þeim lögum”. Þá er lagasetningu fyrir ís- lendinga 1 einu atriði enn svo verulega áfátt, að það má telja nálega óskýranlegt, hvers vegna ekki hefur verið úr því bætt. Það lýtur að því, sem kalla má réttinn til að skýra stjómarskrána. Stjórnskipulag landsins byggðist á stjórnar- skrá þess, áður en hún var þverbrotin og varpaö út í hin Jafnan tók Þorsteinn því vel, ef eitthvað var fundið að ritstörf- um hans. Mörgum, er þekktu Þ. Erl., urðu það vonbrigði, að blaðamennska hans varð ekki á- hrifameiri en hún var. Þorsteinn var allra manna fróðastur um landsmál og landshagi, víðsýnn og vel menntaÖur og það var bæði gagn og gaman að ræða við hann um stjórnmál, mannfélags- mál, skáldskap og margt annaÖ. Ut úr þessum umræðum barst einu sinni í tal, bæði í gamni og alvöru, milli okkar um blaða- mennsku hans. Ég sagði þá við hann eitthvaÖ á þá leiÖ, aÖ»þeg- ar hann væri að tala við mig og aðra um landsmál, væri hann svo fróður og víðsýnn, að unun væri að. En þegar hann færi að skrifa um sama efni í blaÖiÖ, væri það oft svo veigalítiÖ. Ég sagði þetta svo góÖlega sem ég kunni, því að mér var hlýtt til Þorsteins og unni honum sæmd- ar og gengis í hvívetna. Þorsteinn brosti og var eins og hálfþungt um svar. ,,Þetta eru nú skamm- ir, Jón!“ sagði hann, ,,en því er nú verr, að þær eru að miklu sannar og alltaf finnur maður nú, þegar skammirnar eru af góðum hug sagðar. En gáðu nú að á- stæÖunum! Þú veizt hvernig heilsan mín er, hefur heyrt hóst- yztu myrkur. Af því leið’ir að sjálfsögðu, að öll íög, sem sett eru, verða að vera í full- komnu samræmi við þau grundvallarlög, sem stjórnar- farið er byggt á- Þá vaknar spurningin: Hvaða aöili á að hafa vald til áö skýra stjórn- arskrána, skera Ur um það, hvort lagasetning þingsins sé í samræmi við hana, eöa hvort hún kunni að brjóta í bága v'ið hana? í Bandaríkj- um Norður-Ameríku hvílir þetta vald í höndum hæsta- réttar. Hér virðist það helzt hvila í höndum þingsins sjálfs. Slíkt er auövitað al- rangt og hið mesta veikleika- merk'i á stjómarfarinu. Óbil- gjarn þingmeirihluti getur á þann hátt meö einfaldri laga- setningu hrimdiö allri megin- hugsjón stjórnarskrárinnar og brotið niöur grundvöllinn, er stjórnarfar landsins byggist á. Er heldur alls ekki trútt um, að mönnum hafi stund- um sýnzt sinn veg hvorum um það, hvort ákvarðanir þingsins væru ávallt í sam- ræmi við stjórnarskrána. Má því einsætt kalla, að hér sé slík höfuðveila í, löggjafar- starfi voru, að ekki veröi lengi við unáö, án þess að íullar úrbætur komi til. Ber tvímælalaust aö setja um, þaö skýr ákvæði, þegar ný skipan veröur gerö á um stjórnar- hætt'i vora, á valdi hvaða að- ila skuli vera skýringarréttur stjómarskrárinnar. Hinni fámennu íslenzku þjóð ber til þess rík nauðsyn að stjórnarkerfi hennar allt sé í senn svo óbrotið, e'infalt og ódýrt sem framast má veröa. Sjónarmið það, sem ráðið hefur á Alþingi í laga- gerð þess brýtur í bága við þessi augljósu sannindi. Mega það því engin undur kallast, ann og séð blóÖuppganginn, sem þreytir mig á morgnana. Og þeg- ar ég kem á fætur, er ég lengi að jafna mig. Og svo koma blessaÖ- ir gestirnir allan daginn. Þið kom ið margir kærir kunningjar og þar utan ýmsir í ýmsum erindum, sumir að biðja einhverrar smá- bónar og sumir bara til að ,rövla‘ um einhverja vitleysu. En ég verð að gæta gestrisnisskyldunn- ar og allra bón langar mig til að gera, ef þeir eiga bágt. Svona líður dagurinn, og kvöldið kemur og oft hefur ekkert orðið úr verki. Þá verð ég að fara að skrifa í blaðið, andlega og líkamlega þreyttur. Því verða ritgerÖirnar oft eins og kvæðin, þegar skáld- gyðjan er tekin nauÖungartaki“. Mér varð orðfall og hálfiöraði að hafa fært þetta í tal, fannst ég hafa komið við opið sár. Ég hafði litlu áður komið til Þor- steins að morgni. Var hann þá eigi klæddur, en gerði mér orð að koma upp í herbergiÖ sitt, meðan hann klæddi sig, og þá fékk ég ljósa hugmynd um heilsu far hans. Hann fékk hverja hóstakviðuna eftir aðra og með hverri hóstakviÖu komu upp úr honum blóðlifrar. En alltaf var bann kátur og hlæjandi milli hósteikviSanna. í annað skipti áttum við tal um þótt slík stofnun eigi aö litlu að hverfa um viröingu og álit meðal landsmanna, því að íullyröa má, að hverjum ein- asta manni liggi þessar ótví- ræðu staðreyndir í augum uppi Af þingsms hálfu er stefnan hins vegar sú aö gera lög- gjöfina æ flóknari, marg- brotnari og erfiðari í allri framkvæmd. Fyrir því má svo fara, að þessi litla þjóð vakni upp viö það einn góðan veöur dag að meginþorri hennar hafi verið settur til starfs við að ,,passa upp á” hugsanleg- ar ávirðingar fárra borgara, sem enn ynnu að lífrænum störfum, áviröingar, sem skap- azt heföu í litlum heilabúum skammsýnna og sljórra mál- rófsmanna á afvegaleiddri lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. Blaðið Tíminn hefur gert allmikið að því að til- greina ýmsa menn, sem það tel- ur ,,standa að Þjóðólfi” eða rita tilteknar greinar í blaðið. Þvi skal hér lýst yfir í eitt skipti fyrir oll, að allar greinar í Þjóð- ólfi, sem ekki eru auðkenndar, eru skrifaðar af ritstjóra blaðs- ins. „Svíkarar" Framh. af 2. síðu. þann veg, að fylgja fastar eftir hinum upprunalegu stefnuskrár- atriðum flokksins, sem mörkuð voru af hinum trausta forustu- manni hans, Jóni Þorlákssyni, en á meðan flokkurinn er for- ustulaus og blaðakostur hans er með þeim ósköpum einkenndur að ráðast á þá menn með fúk- yrðum, sem af umhyggju fyrir framtíð þjóðarinnar hafa sett sér það mark að vekja hana af svefni og ómennskumóki, er flokkurinn rótlaus viður, sem ekki festir rætur í hugum og hjörtum Islendinga. *** kvæðið hans, „Örbirgð og auð- ur“. Ég lét það í ljós við hann, að mér fyndist hann nú hafa ver- ið helzt til æstur í orÖum í því kvæði. ,,Já, þetta er nú ef til vill rétt hjá þér“, sagði Þorsteinn. ,,En ég ætla nú að segja þér frá atriÖ- um þeim, er gerÖust, þegar kvæði þetta skapaðist í huga mínum. Ég held þú skiljir þá, hvað kvæðið er biturt. Það var einu sinni í Kaupmannahöfn á jólanóttina, að ég var á gangi í auðmannagötunni, þar sem skrauthallir auðkýfinganna standa hver við aÖra. Ljósadýrð- ina og ilminn af réttunum lagði út á götuna. Ég var bæði kaldur og svangur og gat úr hvorugu bætt. — Ég veit þú skilur hvaða hugsun þetta vakti hjá mér, og þá skapaðist þetta kvæði, þótt það ef til vill hafi ekki allt falliÖ í stuðla þá. SkoÖun mín um þetta efni var reyndar rótföst áð- ur. En líklega hefði ég ekki sett hana í ljóð með svona mikilli beizkju, hefði þetta atriÖi ekki komið fyrir“. Ég hef oft heyrt að ýmsir hafa álitiÖ, að Þorsteinn hafi aldrei talað um eilífðarmálin, nema með hrottaskap og samúðarleysi. Eitt sinn átti hann tal við mig um passíusálmana og höfund þeirra, Hallgrím Pétursson. Ég tók eftir því, að í herbergi hans lágu pass- íusálmarnir á litlu borði við höfðalagið hans, voru þeir tvenn- ir, aðrir á íslenzku en hinir í lat- ínskri þýðingu. Ég sagði við hann í glettni: ,,Nei, hefurÖu þá passíusálmana við höfðalagið þitt ?“ ,,Já, sagði Þórsteinn, ,,ég hef þá þar alltaf. Ég dáist að Hallgrími og ber lotningu fyrir honum. Hann hefur þessa leik- andi ljóðlist og þessa innilega, sterku trú“. Og svo tók hann bókina og las versiÖ í 48. sálm- inum: „Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ’ ég að reyna og sjá. HrygðarmyrkriÖ sorgar svarta sálu minni hverfur þá“. „Hefurðu heyrt nokkuð inni- legra en þetta ?“ sagði hann og las versið klökkum rómi. Aldrei varð ég þess var, að Þorsteinn reyndi að telja einstaklinga af trú sinni, né hafa gálauslega guð- lastandi orð um hönd, en sína trú, eða trúleysi sem hann kall- aði skaut hann oft sárbeittum örvum. En oftar var það samt í góÖlegri fyndni. Um Krist talaði | hann agtíð með innilegri lotning. 1 Ég sá Þorstein aðeins einu sinni j nokkuÖ drukkinn. Var hann þá talsvert örari og beiskari í orði en venjulega. Bárust þá trúmál í tal og var þar lagt misjafnt til, því að það var í fjölmennum hóp. Man ég þá, að Þorsteinn sagði þessi orð, er honum þótti einn gestanna tala af lítilli lotningu um Krist: „Aldrei skal ©g lá Hrólfi það, þótt honum gengi illa að beygja sig til að kyssa á fótinn á Karli heimska, Fyrir klerkum og konungum ætti ég erfitt með að falla á kné. En það er einn konungur, sem ég gæti fallið í duftiÖ fyrir. Það er Krist- ur, konungur sannleikans". Seinasta árið, sem Þorsteinn Erlingsson lifði, fékk ég bréf frá honum, og hlýrri orð hafa mér ekki borizt frá ættjörðinni. Þeg- ar ég heyrði látið hans, fann9t mér ég hafa misst einn hinn hlýj- asta og óeigingjarnasta góðvin minn, þó að viðkynning okkar væri aðeins um fá ár. Mér fannst landið mitt og þjóðin mín, hrein- skilnin, mannúÖin og snilldin hafa misst einn sinna allra beztu sona, brautryðjenda og bræðra. Og mín skoÖun er sú, að hver, sem kynntist Þorsteini Erlings- j syni, hefði haft tækifærj til að j verða göfugri maður fyrir við- j kynninguna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.