Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 09.03.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. ÞjóSólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. ÞAÐ hefur venð óvenjulegt aunríkS í Alþingishúsinu undangengna mánuði. Við bakdyr hafa verið rofnir veggir og dyra- búnaði breytt. Gólf hafa verið rofin, stigar settir, þiljur færðar. Hinn virðulegi forsalur, þegar inn var komið, er horfinn. í stað hans er komin forstofukytra, ekki stærri en á sæmilegum sveitabæ, og knæpa, Innri dyrum forstof- unnar er ramlega læst, en þing- menn og gestir þingsins verða að troðast inn og út gegnum þró'nga fatageymslu ti! hliðar, þar sem ekki fæst olnbogarúm til að blæða sig í yfirhöíu, en þar sem hinsvegar væri prýðileg aðstaða til að gera á mÓnnum þjófaleit. — Þeir, sem enn kynnu að hafa löngun til þess að líta yfir þingsal- inn og fylgjast að einhverju leyti með störfum þingsins, ganga nú upp þröngan bakstiga. — Varnir Alþingishússins gegn ágangi „grenjaskyttanna” virðast nú vera komnar í öruggt horf. • • • SAMFARA þessum ytri tilburð- mn þingsius að eiuangra sig frá þjóðinni, vaxa nú kvartanir úr öllmn áttum yfir því, að virð- ing Alþingis sé farin forgörðum. Skyldu þær raddir þaggast við hinar læstu dyr og hjákátlegan fatageymsluinngang þingmanna, hina rúmgóðu knæpu þeirra og liinn snúna baksti";a áheyrend- anna? Fjarri rnun því fara. Hin- ir virðulegu landsfeður, sem hafa álitið að gallar þingsins og stjóm- skipulagsins væru fólgnir í húsa- skipun á Alþingi, munu verða illa sviknir af sinni eigin þröngsýni og skilningsbresti á raunveruleg- um orsökum, sem liggja vissulega miklu dýpra. « • • RAIINVERULEG orsök hinn- ar þjóðhættulegu óvirðingar er sú, að þingmemn eru ekki leng- ur fulltrúar fólksins heldur þjón- ar og málalið nokkurra flokks- forustumanna, sem streitast við ýmist að halda völdum eða kom- ast til valda og beita til þess hverskyns brögðum, undirhyggju- ráðum og áróðri. Þingmennirnir cru ekki lengur raunveridegir umboðsmenn almennings heldur peð á skákborði taflmanna. — Þessvegna beinist viðleitni þess- ara sjálfkjömu oddvita ekki ein- ungis í þá átt, að einangra þingið frá þjóðinni, lieldur og að ein- angra það frá MALEFNUM þjóð- arínnar. Málum er eklti ráðið til lykta 1 þingsölunum að frjálsum vilja þingmanna, heldur í samn- Ingaklefum flokksforingjanna. Og það er vitanlega alisniðug bragð- vísi þeirra að láta þingmenn hafa rúmgóða knæpu til að slæpast i, meðan beðið er eftir boðskap og ráðsályktunum þeirra manna, sem hafa tekið ráð þjóSarinnar og vald þingsins í sínar hendur. • • • SAMTlMIS því, að þjóðin i sundrast í flokka og stríðs- fylkingar um málefni sín, vinna foringjamir að því að einangra »nnun II. árg. Reykjavík, mánudaginn 9, marz 1942 4. tölublað. Verður höfðað mál gegn ritstjóra Morgunblaðsins? Rítstjórí Pjóðólfs kærír Valtý Stefáns- son og æskír réttarrannsóknar og opín- berrar málshöfðunar gegn honum vegna landráðaáburðar Morgunblaðsíns nálið verður vafalaust tekið upp næstu daga RITSTJÓRI Þjóðólfs hefurkært til sakadómara yfir end- urteknum staðhæfingum Morgunbl. um það, að Þjóð- olfur sé málgagn nazista, Æskir ritstjórinn þess í kæru sinni, að mál þetta verði rannsakað svo fljótt sem verða má og síðan höfðað opinbert mál gegn ritstjóra ogábyrgð- armanni Morgunbláðsins, Valtý Stefánssyni. Slík skrif sem þessi gefa beina átyllu til afskipta erlendra aðila af ís- lenzkum málum og eru því skýlaust brot á 88. gr. hegn- ingarlaganna. Lagagrein þessi er 1 X. kafla hegningarlaganna, sem fjallar um landráö, og hljóðar á þessa leiö: „Hver, sem op- inberlega í ræðu eða riti mælir fram með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjumvið íslenzka ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, sem veldur bersýnilegri hættu á því, skal sæta varð- haldi eða fangelsi allt að sex árum“. Þess er ekki langt að minn- ast, að Morgunblaðið benti á það hvað eftir annað, hvílík hætta væri fólgin í fullyrðing- um eins og þeim, sem hér eru gerðar að kæruatriði. Því var þráfaldiega haldið fram í Morgunblaðinu — alveg rétti- lega — að öryggi starfsmanna þess og ráðamanna Sjálfstæð- isflokksins væri stefnt í hina mestu hættu með þeim full- yrðingum Alþýðublaðsins, að innan Sjálfstæðisflokksins væru nazisíisk öfl, sem réðu afstöðu Morgunblaðsins. Þeg- ar þessar staðreyndir eru at- hugaðar, er hægt að fullyrða það, að brot Vaitýs Stefáns- sonar er framið vísvitandi og að yfirlögðu ráði. Það er til- gangur hans, að vekja sér- staka athygli hinna erlendu þingið frá þjóðinni á aðra liönd og málum hennar á hina. Meðan gumað er í blöðunum um ást á lýðræði og frelsi, beita foringj- arnir samskonar aðferðum og beitt hefur verið í löndum einræð- isins, til þess að gera þingið að raálamyndarsamkomu. Og ef ekki verður tekið í taumana og stjórn- skipun landsins breytt frá rótum niun þjóðin vakna upp við það einn góðan veðurdag, að I samn- ingaklefum hinna sjálfvöldu for- ingja befiir verið tekin ákvörðun ( um það, að gefa þinginu váran- legt hvíldarleyfi og ekld einungis fresta kosningum heldur afnema þær með öllu. Og eigi svo slysa- lega til að takast, þá mun það kosta blóðugt átak að endur- heimta frelsið. En jafnvel það átak mundi þjóðin ekki láta undir höfuð leggjast. herstjórna á þessu blaði og ritstjóra þess, ef verða mætti að það yrði til þess, að út- gáfa þess yrði stöðvuð og rit- stjórinn sviptur frelsi. —Enn- fremur ber Morgunblaðið það á ritstjóra Þjóðólfs, að hann sé svikari og þess albúinn, „að svíkja þjóð sína og ofur- selja hana erlendri harð- stjórn”. Má því óhætt vænta þess, að réttvísin á íslandi skorist ekki undan að láta rannsaka þetta mál. Kæra ritstjóra Þjóðólfs er svohljóðandi: Reykjavík, 6. marz 1942. Hér með leyfi ég mér, herra sakadómari, að kæra til yðar út af eftirfarandi: I 10. tölublaði Morgunblaðsins, laugardaginn 21. febrúar þ. á., birtist nafnlaus grein undir fyrir- sögninni „Svikarar”. Þar segir meðal annnars: ,.Annað blað, sem gefið er út hér í bænum og sagt er, að sambland nazista og kommúnista standi að, hefur síðustu dagana verið að lýsa Alþingi og starfsháttum þar. Er þar sú lýsing gefin af þing- mönnum, að þeir hafi nálega allir látið kúgast til þess að gerast sálarlaus atkvæðafénaður í póli- tísku tafli örfárra sérgæðinga”. Orð þaui, sem blaðið hér tiífær- ir innan tilvitnunarmerkja, eru tekin upp úr greininni „Vinnu- brögð þingsins”, sem birtist í 2. tölublaði Þjóðólfs, sem út kom 20. x. m, Er því ljóst, að það er Þjóðólfur, sem greinarhöfundur telur, að ,,sambíand nazista og komúnista” standi að. Og grein þessari lýkur greinarhöfundur með svofelldum niðurlagsorðum: ,,En gætum. að — svikarar eru meðal vor, sem eru þess albúnir að svíkja þjóð sína og ofurselja hana erlendri harðstjóm. Verum á verði gagnvart þessum snák- um”. Er hér vafalaust átt við nazista þá, sem höfundur telur að standi að útgáfu Þjóðólfs, þar sem kommúnistar, sem berjast opinberlega fyrir lýðræðinu við hlið Bandamanna, þurfa varla að taka þessi svigurmæli til sín. Ennfremur er í 14. tölublaði Morgunblaðsins, sem út kom fimmtudaginn 26. febrúar þ. á- grein undir fyrirsögninni „Al- þingi”, þar sem talað er um „skrif kommúnista og hins grimuklædda blaðs nazista”. En neðarlega í greininni segir orðrétt: ,,Og bændur landsins kunna áreiðanlega skólastjóranum á Hvanneyri litlar þakkir fyrir, að hann er að lepja upp sorann úr skrifum kommúnista og nazista um Alþingi Islands”. Það getur ekki leikið á tveim tungum, að hér er einnig sveigt að Þjóðólfi og blaðið talið að vera málgagn nazista, enda er það hverjum manni Ijóst, sem það les, að blaðið fylgir ekki stefnu kommúnista. Sem ritstjóri og ábyrgðar- maður Þjóðólfs hlýt ég að kæra ritstjóra og ábyrgðarmann Morgunblaðsins, herra Valtý Stefánsson, til refsingar fyrir þessi skrif þar sem ég tel, að með þeim sé freklega brotið ákvæði 88. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 1940 og tilraun til þéss gjörð að stimpla mig sem nazista og þjóðhættulegan föður- landssvikara. En ef slíkt tækist, Þá myndi það vafalaust geta leitt til afskipta hinna erlendu her- stjómar í landinnu af persónu minni og starfsemi og þá um leið til þeirra íhlutunar um mál- efni hins íslenska ríkis, sem Framh. á 4. síðu, Morgunblaðíð hefur raunverule$a hraíízt þess# að Ólafur Thors láfí af embaeftí ufan« ríklsmálaráðherra MEÐAN Stefán Jóhann Stefánsson var uianríkismálaráðherra, gerði Morgunblaðið kröfu um það, að hann léti af embætti vegna ákveðinna skrifa Alþýðublaðsins. — 9. nóv. 1940 fór- ust Mbl. orð á þessa leið: ,,Það er á öllum tímum nau&syn- legt, að gœtt sé fyllstu varúðar í öllu, sem varÖa utanríliismál þjóðarinnar. Og alveg sérstakfega er þess hvar- vetna krafizt> a& utanrí\ismálaráÖherr- ann og blað hans segi aldrei annaÖ eða meira en hann getur staðið við. .....Nú hefur það s^eð, að blað ut~ anrí\ismálaráðherra hefur dag eftir dag undanfarið, verið ekki aðeins með dylgjur, heldur beinlínis stáðhœft, að langstœrsti stjórnmálaflokkur lcmdsins sé svarinn óvinur þeirrar þjóðar, sem hefur hertekið landið og að flokkurinn eða einstaka menn hans reki hér njósnarstarfsemi í þágu hins ófriðar- aðilans. M. ö. o., áð stœrsti stjórn- málaflokkur landsins vœri stórhœttu- legur Bretum, sem hafa hernumið land okk°r.. .. . .Og úr því sem ^omið er, verður þessi maður (þ. e. Stefán Jó- hann), að láta sér skdjast, að hann hefur brotið svo frekfega af sér í em- bœtti sínu, að hann getur ekki lengur gengt því“. Nú hafa þau tíðindi gerzt, sem öll- um eru kunn, og nánar má lesa um á öðrum stað hér í blaðinu, að Morg- unblaðið hefur ,,dag eftir dag verið, ekki aðeins með dylgjur, heldur bein- línis staðhæft“, að þetta blað væri málgagn nazista. Með því er vegið að persónulegu öryggi ritstjóra og á- byrgðarmanns blaðsins og hinum er- lendu hernaðaryfirvöldum beinlínis bent á hann sem hættulegan og óvin- veittan mann. — Nú hefur Morgun- blaðið komizt í þá eftirsóknarverðu aðstöðu, að vera málgagn utanríkis- ráðherrans. Framangreindar kröfur þess á hendur Stefáni Jóhanni vegna þjóðhættulegra skrifa Alþýðublaðsins hitta því Olaf Thors eins og málum er nú komið. Samkvæmt yfirlýstri skoð- un Mbl. ,,verður þessi maður (þ. e. Olafur Thors), áð láta sér skiljast, að hann hefur brotið svo freklega af sér i embœtti sínu, að hann getur ekki lengur gegnt því“. Magnús Jónsson, sfudL jur,: Stúdentagarðurinn ISLENDINGAR eru fámenn og fátæk þjóð. Þá hefur aldrei dreymt um að skapa sér frægð og veldi með landvinningum. Þeir hafa engan her og hafa lýst yfir ævarandi hlutleysi lands síns í öll- um styrjöldum þjóða á milli. Með því að virða hagsmuni annarra þjóða, hefur íslenzka þjóðin treyst því, að réttur hennar og hags- munir myndi á sama hátt verða virt. En íslenzku þjóðinni hefur, þrátt fyrir smæð sína, auðnast að skapa bókmenntir og vernda tungu, sem hefur aflað henni orðstírs meðal framandi menning- arþjóða. Þessi verðmæti eru stolt þjóðarinar. Til þess að vernda þessa fjársjóðu og til þess að efla menningu þegna sinna hefur þjóðin lagt á sig þungar byrðar og reist mörg og vegleg mennta- setur. Menningarstofnanir þjóðarinnar eru henni því dýrmætarí en flest annað. Eftir að Islendingar fengu stjórn sinna mála í eigin hendur, var ráðist í að reisa myndarlegt félagsheimili fyrir íslenzka stúd- enta. Öll þjóðin var samtaka um að koma þessari þyggingu upp, og til þess að sýna hið nána sam- Framh. á 4. síðu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.