Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 09.03.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.03.1942, Blaðsíða 4
Fyrírspurnír tíl bæjarfullfrúa- efnanna VILJA bæjarfulltrúaefnin, sem Reykvíkingar eru beðnir að gefa atkvæði sín, vinna að eftirfarandi mál- um: , að komið verði upp stóru kúabúi í grennd bæjarins, svo að Reykvíking- ar verði ekki neyddir til að * neyta binnar langfluttu mjólkur? að komið verði í veg fyrir hina dýru og háskalegu útþenslu bæjarins með því að reisa 3—4 hæða sambygging- ar meðfram götunum inni í bænum, s. s. Grettisgötunni og Njálsgöt- unni? að komið verði í kring gagngerum endurbótum í heilbrigðismálum bæj- arins með því að byggja spítala, sóttvamarstöð, fæðingarheimili og heilsuverndunarstöð ? Andstæðingar bæjarstjórnarmeiri- hlutans sýndu ekki meiri áhuga fyrir bæjarmálum Reykjavíkur en svo, að þeir notuðu meginþorra ræðutíma síns í útvarpsumræðunum til þess að fjasa um mál óskyld þeim, sem bæj- arbúum liggja á hjarta í sambandi við þessar kosningar. Bæjaístjórnarmeiri- hlutinn hefur sofið á öllum helztu hagsmunamálum þeirra. Það er því mörgum spurn á vörum, þegar þeir hugsa til þeirra kosninga, sem fram fara að viku liðinni. INNLENT: 28. febr. Utanríkisráðuneytið gerir kunnugt, að sendiherra Breta hafi tjáð því, að setuliðið muni flytja brott úr Menntaskólanum um miðjan ágúst n. k. — Talið fullvíst, að Guðmundur Sigurðs- son póstur á Eskifirði hafi hrapað fyrir björg í póstferð yfir Skógarskarð. 2. marz. Velbátarnir ,,Bliki“, ,,Þuríð- ur formaður“ og ,,Alda“ úr Vestmanna- eyjum farast. Mannbjörg varð af ,,Blika“ og ,,Öldu“, en áhöfnin af ,,Þuríði for- manni“ er talin af. Okomnir fram vél- bátarnir ,,Ægir“ úr Keflavík og ,,Ofeig- ur“ ú Vestmannaeyjum. 4. marz. Vélbáturinn ,,Ægir“ frá Keflavík kemur fram, en ,,Ófeigur“ frá Vestmannaeyjum er talinn af. 5. marz. Hafskipabryggjan í Keflavík brotnar mjög við það, að útlent skip slæst við hana. Eldur kemur upp í skip- inu og það sekkur. ERLENT: 28. febr. Japanar ná fótfestu á Java. /. marz Ovenjulega harðar árásir á eyjuna Malta. Sprengjuflugvélar eru yfir eynni frá því um hádegi og fram undir myrkur. 2. marz. Stórorustur standa á Java. Japanar hafa tekið borgina Serang og sækja að Batavia. Bandamenn hefja eyði- leggingu á mikilvægum mannvirkjum í borginni. Mikill japanskur floti sést á leið til Java. Wavell fer frá Java og tek- ur aftur við yfirherstjórn í Indlandi. 3. marz. Stjórn Hollenzku Austur-India fer frá Batavia og til Bandung, en Jap- anir sækja að báðum þessum borgum. — Aðstaða Bandamanna á Java talin von- lítil. 4. marz. Brezkar flugvélar gera loftárás- ir á verksmiðjur í París. — Japanar ráðast yfir Sittangfljótið í Burma. Rangoon tal- in í yfirvofandi hættu. 3. marz. Japanar taka Batavia og hefja árás á stjórnarsetrið Bandung. Nýír áskrífendur að þfóðólfí geta gefíð síg fram í síma 2923 Mánudaginn 9. marz 1942 Stúdentagarðurínn ' Framh. af 1. síðu band ruilli stjórnarfarslegs sjálf- stæðis og andlegrar menningar, var Stúdentagarðurinn reistur sem tákn fullveldis íslenzku þjóð- arinnar. Við hernám landsins voru flest- ir skólar, og einnig Stúdentagarð- urinn, teknir til afnota fyrir her- inn. Þar sem ákveðið var lofað af hálfu hernámsliðsins, að hér væri aðeins um bráðabirgðaráð- stafanir að ræða, sætti þjóðin sig við þetta. Brezka stjómin sendi hingað auk þess sendiherra og lofaði, að hafa eigi framar þörf- um afskipti af innanríkismálum okkar og trufla sem minnst dag- legt líf þjóðarinnar. Englendingar höfðu hafið styrj- öld í því skyni að vemda lýðræð^ ið og rétt smáþjóðanna. Auk þess höfðu þeir mjög fordæmt samn- ingsrof og svik í alþjóðaviðskipt- um. Islendingum þótti því engin ástæða til að efast um uppfyll-. ingu þessara loforða, Síðan em liðin nær tvö ár. Þrátt fyrir það, að íslendingar væm hemumin þjóð, er það víst, að þeir hafa sýnt málstað her- námsþjóðanna ríkari skilning en liægt var að krefjast af þeim. En hafa Bretar þá sýnt okkur sama skilning ? Því miður verður að játa, að vonir margra íslendinga hafa mjög brugðizt- Ýms menntasetur landsins em enn í hers höndum og yfir minnismerki fullveldis þjóðarinnar, Stúdentagarðinum, blaktir enn erlendur gunnfáni. Islenzkir stúdentar hafa beðið þess með þolinmæði, að þeir öðl- uðust aftur umráð yfir heimili sínu. Garður er okkur helgur staður. Hann er ekki einungis mið- stöð félagslífs stúdenta, heldur einnig óbrotgjöm minning um þá stúdenta, er hófu fána frelsisins gegn erlendri áþján og bám mál- stað íslands fram til sigurs. En stúdentar vildu ekki að óreyndu trúa því, að hin mikla enska menningarþjóð ætlaði að bægja íslenzkum stúdentum frá eina fé- lagsheimili þeirra og sýna vin- veittri en vamarlausri þjóð þá óvirðingu, að táka til hemaðar- þarfa byggingu, sem reist er til minningar um fullveldi hennar og sjálfstæði. Stúdentar hafa reynt að líta á aðstöðu Breta með skilningi, enda þótt þeim bæri að sjálfsögðu eng- in skylda til þess. Garður er okk- ar eign og var af okkur tekinn, þrátt fyrir eindregin mótmæli, Við biðum þess, að Bretar reistu sér sitt eigið sjúkrahús og skil- uðu Garði í samræmi við gefin loforð. Þetta sjúkrahús er enn ekki komið upp. Engum heilvita manni kemur til hugar að trúa því, að brezka heimsveldinu hefði ekki verið auðið á nær tveim ár- um að reisa hér það veglegt sjúkraliús, að unnt hefði verið að rýma Garð. íslenzkir stúdentar munu harma það mjög, ef eigi reynist auðið að viðhalda því trausti, sem all- ur þorri Islendinga hefur borið til Breta. En Bretar verða að gera sér ljóst, að vinsamlegri sambúð og gagnkvæmu trausti verður ekki haldið uppi, nema réttur beggja aðila sé virfur. Stúdentar munu standa fast á þeirri kröfu sinni, að Garður verði rýmjdur sem fyrst. F.nn geta þeir ekki trúað því, að Bret- um sé alvara með að traðka á rétti stúdenta og gera að engu þær vonir, sem stúdentar hafa reist á loforðum, er þeim hafa verið gefin. Málshöfðun gcgn ríf— sfjóra Morgunbladsíns Framh. af 1. síðu. fyrmefndri hegningalagagein er ætlað að fyrirbyggja. Það er og augljóst af fyrri skrifum blaðsins, að ritstjóra þess er vel ljós sú hætta, sem hann stofnar mér og íslenskum málefnum í með þessum rakalausu aðdróttunum sínum, þannig, að um fullan ásetning virðist vera að ræða. Má í því sambandi benda á orð blaðsins sjálfs frá 10. nóv. 1940. Þar segir: Baráttan um Stúdentagarðinn er nú orðið mál allrar þjóðarinn- ar. Garður er brezka heimsveld- inu lítils virði, en hann er ís- lenzkum stúdentum ómissandi og allri þjóðinni dýrmætur. Flestar sýslur landsins og margir ein- staklingar hafa lagt fram veru- legan skerf til þess, að Stúdenta- garðurinn gæti orðið sú miðstó'ð íslenzks stúdentalífs, sem honum var ætlað að verða, Stúdentar treysta því enn, að brezkir forráðamenn hér sjái, hví- líkur reginmunur er á gildi Stúd- entagarðsins fyrir þá og íslend- inga. Þeim er því í lófa lagið að lægja þá óánægjuöldu, sem risin er, með því, að láta Stúdenta- garðinn af hendi fyrir næsta haust. Vilji þeir hinsvegar þá leið, að hafa að engu sanngjarnar réttlætiskröfur íslenzkra stúdenta, hlýtur það að hafa þau áhrif á sambúð þessara þjóða, semhvorki Bretar né Islandingar munu óska eftir. En sé réttlætið látið ráða, þá er vandamálið leyst. Verð kr. 250,00 og 270,00 pr. stk. (0J«iupíélaqttj' Bankastræti 2. Sími 1248. „Þá grípa þeir til þess að bera það á Sjálfstæðisflokkinn, að hann ali föðurlandssvikara innan vébanda sinna, sem sitja á svik- ráðum við þjóð sína, sem fimmta herdeild í hernumdu landi, — Rif- stjóri Alþýðublaðsins spilar á sömu nótur. Hann virðist errnþá síður en Framsóknarmenn hafa skilið hvað það þýðir að brigsla mönnum um njósnir og landráð eins og nú horfir við”. — Rit- stjóri Morgunblaðsins hefur auð- sjáanlega skilið það og virðist því tilgangur hans varla geta verið annar en sá að vekja aithygli hinna erlendu hemaðaryfirvalda á mér og blaði mínu og æsa þau til afskipta af högum mínum. Með tilvísun til framanritaðs, leyfi ég mér hér með, herra saka- dómari, að æskjaþess, aðþér, svo fljótt sem verða má, hefjið rétt- arrannsókn út af greindum kæru- atriðum, og að opinbert mál verði höfðað gegn Valtý Stefánssyni, ritstjóra og ábyrgðarmanni Morg- unblaðsins, fyrir trot á 88. gr. hegningarlaganna frá 1940, ef rannsókn leiðir til þess. I því máli krefst ég þess, að nefndur Valtýr Stefánsson verði dæmdur í þyngstu refsingu. sem lög leyfa, svo og, að honum verði gjört að greiða allan kostnað sakarinnar. Virðingarfyllst, Valdim. Jóhannsson. Mál þetta verður vafalaust tekið fyrir nú allra næstu daga. Sakir eru hér svo mik- ilvægar og brot svo ótvírætt á hegningarlögunum, að rétt- vísin mun ekki láta fleiri daga líða en nauðsyn ber til. áður en það verður rannsak- að og síðan opinbert mál höfðað gegn hinum brotlega j aöíla. Undírsængurdúkur Dívanadúkur Kjólafau allshonar Náffkjólar Silkí^undírföf Kvensokkar: UIlarsíikí„ isgarns og baðmullar Vöruif sendar um land allf gegn pósfkröfu Hafliðabuð Njálsgöfu 1 — Símí 4771 Klippið þessa auglýsingu út úr blaðinu til minnis Stríðið í Kyrrahafi- Sigurför Japana í austri heldur enn áfram. Frá falli Singapore liðu aðeins fáir dagar þar til árás þeirra á nýlendur Hollendinga, og þá fyrst og fremst Java, hófst. Bretar, sem farið höfðu með yfirherstjóm á Java, afhentu Hollendingum herstjómina um það bil, sem aðalárásin hófst. Herstjóm Hollendinga hefur gef- ið út skipun um að verjast tíl hins síðasta. En það er fullvíst, að endalokin geta ekki orðið nema á einn veg. Java hlýtur að falla þá og þegar. Hvert beina Japanir geirisínum næst? spyrja menn. Hyggja þeir til raunverulegra yfirráða í Ástra- líu? Vera má, að svo sé. Þó virð- ist ekki eðlilegt, að þeir eyði her- afla sínum og vígtækjum í þeim tilgangi að brjóta undir sig allt meginland Ástralíu. En vera mætti að þteir legðu kapp á að ná á sit vald flotahöfninni Port Darvin á norðurströnd álfunnar. Hitt er líklegra, að á næstui vik- um beini Japanir sókn sinni með auknum krafti að Indlandi. Bret- ar fara nú mjög halloka í Burma. Eftir fullnaðarsigur þar, má lík- legt telja að Japanir knýi á dym- ar að auðæfum Indlands. Skíðaskóli á ísafirði Skíðafélag Isfirðinga hefur á- kveðið að halda uppi skíðaskóla í marz- og aprílmánuði næst- komándi. Fer kennslan fram í Seljalandsdal, en þar er skíða- land gott. — Skólastjóri og að- alkennari verður Guðmundur Hallgrímsson frá Grafargili í Ön- undarfirði. Hann hefur dvalið við nám í Storlien í Svíþjóð og er þekktur fyrir skíðakennslu Hermaður ræðst á stúlku. Fyrir viku síðan réðist ame- rískur hermaður á stúlku, sem var á ferð um Tjamargötu. Það gerðist að kvöldi dags, um kl. liy2. Hermaðurinn var drukkínn og tókst stúlkunni að sleppa úr höndum hans og inn á Siökkvi- stöðina. Var henni fylgt þaðan á áfangastaðinn. Hermaðurinn hvarf af vettvanginum og mun ekki frekar hafa verið gert í þessu máli, fremur en mörgum öðrum af þessu tagi. Tillaga studd. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins tók upp þá til- lögu þessa blaðs, að reynt yrði að hamla gegn bílabraskinu með því að einkasalan annaðist sölu á eldri bílum, sem hún endurnýj- ar. LRKK'OG MRtNINGflR- VERKSMIÐJRN ■úlx

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.