Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 14.03.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í Iausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. Eftirvænting Hver dagurinn, sem líður, eyk- ur á eftirvæntinguna í alþjóða- málum. Hvenær hefst vorsóknin og hvert beinist hún? spyr mað- ur mann, án þess að einn sé öðrum fremri um þekkingu í þeim efnum. I Rússlandi virðast ekki verða teljandi breytingar, þrátt fyrir margendurteknar fregnir um „stöðugu sókn” Rauða hersins. Víglínan liggur frá Len- ingrad og suður til Rostov eins og hún gerði í desember. Á , -tveimur stöðum hefur komið veruleg bunga á víglínuna, Þjóð- verjum í óhag, án þess þó, að Rauði herinn hafi náð á sitt vald þeim stöðum, sem verulega hem- aðarþýðingu virðast hafa. Japanar Austur á Kyrrahafi halda Jap- snir áfram sigurför sinni. Þeir hafa mörg jám í eldinum og virðist hemaðarmáttur þeirra sízt minnkandi. Þeir hófu innrás í Nýju Guineu áður en viðureign- inni á Java var lokið. Rangoon og Java féllu samtímis. Hvert bein- ist sókn þeirra næst? Menn tala um Ástralíu, Indland, Afríku og Síberíu. Ekki er ólíklegt, að sókn- inni verði beint í fleiri áttir en eina. Og miklar líkur verður að telja á því, að næsta stórsókn Japana verði að einhverju leytj í sambandi við hina margumtöl- uðu vorsókn Þjóðverja. Árás Jap- ana á Indland gæti verið liður í sameiginíegri hemaðaráætlun þess ara þjóða. Mundu þá Þjóðverjar freista að sækja að því að norð- an yfir Kákasus og Iran og e. t. v. einnig yfir Tyrkland. Árás Japana á Síberíu væri einnig hugsanlegur liður í þeirri við- leitni að buga Rauða herinn á sem skemmstum tíma með sókn úr tveim áttum, Amerískt ráð til að vinna stríðið Vestan Atlantshafsins fylgjast menn með gangi málanna svo sem auðið er. Bandaríkjamönn- um svellur móður yfir óförumun fyrir Japönum. Forsetinn ræðir við sérfræðinga sína úr öllum deildum hersins. Hafa menn fyr- ir satt og bera fyrir sig frétta- ■skeyti, að þær viðræður hafi leitt til þess, að uppgötvað hafi verið .amerískt ráð til að vinna stríð- ið. Það er einfalt ráð og álitið nálega óbrigðult. Reynslan er talin að sanna það, að stríð vinn- ist ekki, nema þessu ráði sé beitt. Það er bara að berjast. — Bú- izt er við, að austan Atlantshafs- ins verði þetta, ráð rökrætt nú á næstunni. Atkvæði falt Blaðið Tíminn lætur nýskeð u'mmælt á þessa leið: „Hve marg- ir munu ekki t. d. hafa reynt að láta skína í það, að atkvæði sitt væri falt, ef þeir fengju úthlut- íslenzkt blað i þlðnnstn erlendra bagsmnna Alþýdublaðíð gengur etrínda híns brezka félags sem hér keppír víð Eímskípafélagíð izr YRIR einu ári síðan hóf brezkt firma samkeppni við ■ Eimskipafél. íslands um vöruflutninga til landsins. Félag þetta mun ekki eiga skipin, sem það hefur notað til flutn- inganna, heldur hefur það haft í þjónustu sinni pólska leigudalla, sem vitanlega eru mun ódýrari en farþegaskip Eimskipafélagsins. Jafnframt má gera ráð fyrir, að hásetar á hinum pólsku skipum séu allmiklu kauplægri en hinir íslenzku sjómenn, enda ekki óUklegt, að þeir reyni að auka tekjur sínar með áfengissölu. Mim almenning reka minni til þess, að allróstursamt hefur orðið í ryðkláfum þessuni, meðan þeir hafa vikum saman legið ósjófærir við hafnar- bakkann í Reykjavík. — Þrátt fyrir þetta munu finnast þess dæmi, að hið brezka firma hafi tekið hærri farmgjöld en Eimskipafélagið á sama tíma. Alþýðublaðið hinn 11. þ m., hefur gert sig bert áð svikum við málstað þjóðar sinnar með því að reka erindi hins erlenda firma og ráðast jafnframt harkalega á Eim- skipaféiagið og framkvæmdastjóra þess. Leiöir blaðið sem vitni í málinu gegn íslenzka málstaðnum Geir nokkurn Zoéga, sem fer með umboð hins erlenda félags hér á landi. En um Geir þennan Zoéga er þaö helzt kunnugt, aö hann hefur verið dæmdúr af Hæstarétti í háar fjársektir fyrir að halda uppi njósnum um ferðir íslenzku varðskipanna iyrir enska veiðiþjófa. Má þv; segja, að Alþýðublaðið leiði hér vitni, sem hæfi málstaðnum. Og þeir, sem þekkja Guðmund Vilhjálmsson, munu bezt geta skapaö sér skoö- un um það, hvort harnn murii hafa mök við þennan mann. Þjóðólfm' hefði naumast gert að umtalsefni hinn fyrir- litlega málarekstur Aiþýðu- blaðsins fyrir útlenda félagið, ef ekki hefði hlakkað svo á- berandi í blaðinu yfir því, að Culliford & Clark hefði á skömmum tíma náð undir sig 50—60% — eða fullum helm- ingi — af flutningum til landsins frá Bretlandi. Finnst almenningi þaö ánægjuefni, ef siglingar til og frá landinu eru að dragast úr höndum ís- lendinga sjálfra? Hinn ásælni, erlendi keppinautur er óþekkt firma. Siglingar sínar rekur það með leigudöllum, mönn- uðum póiskum siglingalýð, er sennilega stendur lægst allra farmanna í heiminum. Um- boösmaður þess á íslandi er dæmdur njósnari, sem hefur gert sér að atvinnu að leið- beina erlendum veiðiþjófum inn í íslenzka landhelgi. Vill almenningur að þetta fyrir- tæki fái óhindrað að seilast inn á starfssvið mesta þjóð- þrifafyrirtækisins á íslandi? Óska menn þess, að hinir illa mönnuðu og illa kynntu, pólsku sjófarendur, sem Culli- ford & Clark hafa í þjónustu sinni, komi í stað hinnar myndarlegu og vel menntu íslenzku sjómannastéttar? — Hvor vilja menn að fari frem- ur meö forræði i siglingamál- um íslendinga, njósnarinn, er vinnur fyrir útlenda félagiö, eða Guðmundur Vilhjálms- son? — Ef menn svara þess- um spurningum játandi, þá íylla þeir flokk Aiþýðublaðs- ins, sem finnst þjóðinni boð- aður mikill fögnuöur með því, ao óþekkt útlent firma, pólsk skrílmenni og innlendur njósnari hefjist til vegs og viðgangs í siglingamálum ís- lendinga. Áður en Alþýöublaðið læt- ur fleiri orö falla um gróöa Eimskipafélagsinsí á s.l. ári, væri ekki úr vegi fyrir það að minnast annars fyrirtækis, sem stofnað var með almenn- ingshag fyrir augum, ekki síð- ur en Eimskipafélagið, þótt í smærri mæli væri. Það er Al- þýðubrauðgeröin, fyrirtækið, sem hefur reynzt Alþýðublað- inu dropasælasta mjólkurkýr- in á undanförnum árum. Það fyrirtæki var stofnað til að halda niðri brauöverðinu í landinu. Eigi að síður munu sjóðir þess hafa gildnað all- verulega síðan stríðið hófst, enda er nú gróðaöld mikil í landi. Menn ábatast á ólíkleg- ustu hlutum, jafnvel á svína- matnum, sem hrekkur líkt og molar af borðum ríka manns- ins — herliðs Breta — til fá- tæka mannsins, sem þar situr og nærist af molunum. — En sennilega véit Alblað- ið ekkert um þetta. Ekki hefur Alþýðubrauðgerð- in notið góðs af svínamatnum þeim, og hún veröur víst ekk'i rakin þangað, slóðin penings- ins, sem varið var til stækk- unar Alþýöublaðsins. En það gæti verið fróðlegt fyrir Alþýöublaðiö að gera nokkurn samanburö varðandi starfsemi þessara tveggja fyr- irtækja. Blaöið gæti t. d, leyst úr eftirfarandi spurning- um: Hváð voru farmgjöld í síðustu styrjöld og hvað eru þau nú? Hvert var brauðverð Alþýðubrauðgerðarinnar þá og hvað er þaö nú, í hlutíalli vi§ verö kornvöru þá og nú? — Það er þó ekki svo að skilja, að þessi tvö fyrirtæki séu á neinn hátt sambærileg. Eim- skipafélagið hefur átt drýgst- an þáttinn í að bægja bráð- asta voðanum frá dyrum þjóðarinnar i tveimur heims- styrjöldum. Aiþýðubrauðgerðin hefur misst sjónar á upphaf- legu ætlunarverki sínu og er nú í þess stað notuð sem mjólkurkýr fyrir það blað, er jafnan er á öndverðum meiði við íslenzka hagsmuni og ís- lenzkt þjóðarstolt, málgagn útlendinganna, Alþýðublaöið. Valdhafarnir nota stjórn araðstöðuna til margvís- legra klækibragða. Af opinberu fé hrifsa þeir stórar fjárhæðir með þvi atferli, sem naumast verð- ur auðkennt með öðru en yfirskrift þessarar grein- ar. Blaðakosti stjórnar- flokkanna er að verulegu leyti haldið úti fyrir það fé, sem beinlínis er tekið ófrjálsri hendi úr ríkis- sjóðnum. Á íslandi eru það forrétt- indi stjórnarblaðanna að flytja opinberar tilkynningar. And- stöðublöðum ríkisstjórnarinn- ar er neitað um birtingu þeirra. Slíkar aðfarir eru ó- þekktar í öllum menriingar- löndum. Ríkissjóðurinn er sameign allra landsmanna, iivort sem þeir eru með eöa — Kæran á Valtý: — Árni frá Húla hefur fellt sinn dóm —í samræmi við al- menningsálitið OáKADÓMARINN í Reykja- vík sendi kæru ritstjóra Þjóð- ólfs, sem frá var skýrt í síÖasta blaði, áleiðis til Dómsmálaráðu- j neytisins jafnskjótt og hún barst honum í hendur. Síðan er liðin rúm vika án þess að Dómsmála- ráðuneytið hafi afgreitt málið. En rannsókn verður ekki hafin, nema eftir fyrirmælum þess. Ef til vill á kosningaundirbúningur- inn sinn þátt í drættinum, og get- ur nú naumast liðið á löngu þang- að til ráðuneytið gefur sakadóm- ara fyrirmæli um að hefja rann- sókn. Það má telja til tíðinda í þessu máli, að Árni frá Múla hefur látið falla hörð ummæli um athæfi það, sem Valtýr er kærður fyrir. í dagblaðinu Vísi 11. þ. m. ræðst Árni harkalega á ritstjóra Nýs dagblaðs fyrir ,,nazista-brigzl“, sem það hafi borið á Sjálfstæðis- flokkinn. Ummæli Árna hitta að sjálfsögðu Valtý Stefánsson, sem nú liggur undir kæru fyrir það at- ferli, sem Árni sakar ritstjóra Nýs dagblaðs um. Hin sóðalegu skrif, sem Valtýr fær væntanlega þung- an dóm fyrir, og persónuna, sem þau lætur frá sér fara, auðkennir Árni frá Múla m. a. á þennan hátt: ,,Óþ otyialegasta bla&agrein, sem noþXurn tíma hefur verið Framhald á 3. síðu. móti stjómarvöldunum. Sér- hver maður á heimtingu á því að eiga kost á að kynnast þeim opinberu auglýsingum, sem hann varða, í því lands- málablaöi, sem hann skoðar fyrst og fremst sem sitt mál- gagn. Eitt síðasta dæmiö um hinn osvífna fjárdrátt stjórnarklík- unnar til eigin þarfa gefur að iita í litiu blaði, sem kallað er að ungir Framsóknarmenn gefi út- Blað þetta er gefið út í litlu upplagi, 12—1500 eintökum. Þaö sést naumast í Reykjavik en er eitthvaö dreift ókeypis út um sveitir landsins. Þaö mun eiga að heita svo að það komi út mán aðarlega. Fyrstþ, blað þessa árgangs kom út um miðja siðustu viku. í því vom opin- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.