Þjóðólfur

Eksemplar

Þjóðólfur - 23.03.1942, Side 1

Þjóðólfur - 23.03.1942, Side 1
II. árg. Reykjavik, mánudaginn 23. marz 1942. f. tölublað. Undirstaða atvinnuveganna Þrjú fyrirtæki, sem tryggja lífvænlegt atvinnulíf á Islandi I MORGUNBLAÐINU 17. þ. m. hreyfir Vigfús Guðmunds- ■ son frá Engey stóru og merkilegu máli, sem hefur úr- slitaáhrif á það, hvort íslendingum verður fært að búa í landi sínu einum og óstuddum af framandi öflum- Það er bygging skipasmíðastöðvar á íslandi. Tvö önnur stórmál, sem eru viðlíka þýöingarmikil fyrir framtíö frjálsrar þjóðar á íslandi, bíða og úrlausnar. Það er bygging áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrlfstoía: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. ÞETTA blað hafði látið álit sitt í Ijós um bæjarstjórnarkosn- ingarnar, sem nú eru nýlega af- staðnar, skömmu fyrir kjördag, og það hefur nú sýnt sig, að spá- dómur blaðsins um tap Sjálfstæð- islistans var á rökum byggður. Af þessum kosningum má margt læra. Fyrst og fremst það, hversu hinir pólitísku flokkar í landinu eru óvandir að aðferðum, þegar um það er að ræða að sölsa undir sig völdin. Þá er ekkert til þess sparað að villa hinni heilbrigðu skynsemi sýn. Loforðum og lygi er leikið svo hart, að mörg vopn sýnast á lofti. Hinn saklausi kjós- andi fær ekki frið fyrir blöðum, bréfum og útvarpsumræðum. Þótt hann hafi sjálfur myndað sér skoðun um málin áður, þá er hug- ur hans og sannfæring úr lagi færð eftir árásirnar, svo að hann á erfitt með að kjósa samkvæmt sjálfstæðum skoðunum. Þannig eru afleiðingarnar af baráttu hins takmarkalausa flokksræðis. • • • ÖÐRU lagi benda þessar kosn- ingar á það, í hvaða átt hugir kjósendanna hneigjast, og gæti það verið lærdómsríkt fyrir þá, sem mestu hafa tapað í kosning- unum. 1 grein um þessar kosn- ingar, sem birtist nýlega í þessu blaði, var þess getið, að Sjálfstæð- ismenn væru afar óánægðir með menn þá, sem efstir voru á lista þeirra. Þessi óánægja á vafalaust sinn stóra þátt í því, hversu tap Sjálfstæðisflokksins var mikið við kosningarnar, en flokkurinn tap- ar einu fulltrúasæti, 5—600 at- kvæðum frá síðustu kosningum og allri aukningu. Auk þess má gera ráð fyrir því, að allir auðu seðlamir hafi verið frá óánægð- um mönnum í þessum flokki. Blöð Sjálfstæðisflokksins eru hin á- nægðustu og tala um meirihluta flokksins í bæjarstjórn, þrátt fyr- ir ósvífnar árásir andstæðinganna. Þau virðast vera þeirrar skoðun- ar að flokkurinn sé fæddur til undanhalds, og um sókn frá hans hendi geti ekki verið að ræða. Hann geti búizt um í nýrri víg- línu að baki þeirrar fyrri, eins og svo oft áður. En ekki er senni- legt að óánægja hinna framsæknu manna í flokknum minnki við þær aðgerðir. • • • Ð þessar kosningar var Fram- sóknarflokkurinn „þurrkaður út” hér í höfuðstaðnum. Það mun ekki vera nein sérstök sorg yfir því lijá þeim mönnum, sem vilja hag og heill þessa bæjar, þótt á- hrifa flokksins gæti ekki tU muna í bæjarstjórninni. Þeirra áhrifa hefur þegar gætt nóg gagnvart Reykjavík á Alþingi og í lands- málunum yfirleitt. „Kolafötusjón- armiðin” hafa gert nægilegt ó- gagn í landinu, og mundu íbúar þessa bæjar ekki harma það, þótt þau áhrif færu þverrandi. Um lista þessa flokks má segja það að hrein ósvífni verður að telj- Ef íslendingar eiga að gera sér nokkra von um það, að þeim auönist að sitja land sitt einir, veröa þer að notfæia sér gæöi landsins miklu betur en orðiö er og tryggja fjár-* hagslegt sjálfstæði þess. Nanðsyn skipasmíðastöðvar Stórfeidustu möguleikar í atvinnumálum islendinga fel- ast í auðlegð hafsins við strendur landsins. Milljónir manna víðsvegar rnn heim eru sioiLcga þurfandi fyrir þær íæouutígundir, sem ís- lendingar haia betri aöstöðu til að aha en nokkur önnur þjóð í heimi, Hins vegar er þröngur markaour fyrir fram- leiðsluvörur landbunaðarns. Getur því ekki leikið á tveim tungum, að allt kapp beii aö leggja á að afla útflutnngs- verðmætanna með því að nota gæði hafsins í miklu ríkari mæli en gert hefur verið. En til þess að svo megi veröa, þarf mikinn og góðan skipa- kost. Fiskimannastéttin þarf þúsundir skipa og báta til aö afla matfanganna á fiskislóð- unum umhverfis landið. Far- mannastéttin þarf vel búin nýtízku skip til að flytja hin- ar ýmsu vörutegundir, sem verkafólk í landi framleiðir úr afla fiskimannsins, á markaði um víða veröld. Og starfsvett- ast að bjóða bæjarmönnum upp á það að setja efstan á listann mann, sem er gjörókunnugur í bænum, nýiluttur hingað og stendur við bitlingajötu Fram- sóknarmanna hér. • • • ÍSIK komst svo að orði að mmúnistar hefðu aukið ískyggi lega við fylgi sitt”. Þetta er rétt. Ef hnignun Sjálfstæðisflokksins og uppgangur kommúnista verð- ur í sömu hlutföllum í framtíð- inni, þá verða ekki mörg ár þar til Sjálfstæðisflokkurinn er liðiun undir lok. En eitt gæti Sjálfstæð- isflokkurinn Iært af kommúnist- um. Það er að vinna fyrir hug- sjónir sínar, — ef hann þá á þær einhverjar. * m vangur íslenzkra farmanna á engan veginn að markast af því, hvað Íslendingar þurfa að flytja til og frá -landi sínu. íslendingar hafa öll skilyrð'l til að vera mikil siglingaþjóð. Þá möguleika á að nota. Kaupskipafloti þeirra á að vera í förum um öll heimsins höf og flytja varning fyrir þær mörgu þjóðir, sem eru upp á aðra komnir um flutn- inga. Skipin á aö smíða á ís- landi og hvergi annars staðar. Hvað gera Danirjjg Hollendingar? Vafalaust mun þessari hug- mynd verða mótmæit á þeim grundveiii, aö hér skorti kol og járn til skipasmiða. En viija þeir góou menn, sem þannig mæla, svara einni spurningu? Hvernig fara Dan- og Hollendingar aö? Þeir starfrækja stórar skipasmíða- stöðvar, þó að lönd þeirra séu snauð af þessum gæðum. Við höfum mikilsverðan orkugjafa íram yfir þessar þjóðir: Óþrjótandi fossaafl. Það er þjóðhagslega rétt fyrir íslend- inga að byggja sín eigin skip sjálfir. Það léttir þeim óend- anlega mikið sporin að því sæti, sem þeim ber aö sk'ipa í fiskiveiða- og sigl'ingamálum heimsins.. Er hægt að hefjast handa nú? Enn mun verða reynt að drepa þessu máli á dreif meö þeim ályktunum, að á yfir- standandi tíma sé ekkert hægt að aðhafast í þessa átt. En er þaö víst? Mundi ekki cinmitt sá ófriðaraöili, sem hér á setu, vilja létta undir með útvegun efnis til þessa íyrirtækis og öðrum fram- kvæmdum í þessa átt? Hver hagur gæti ekki Bandamönn- um orðið að því, aö hér væri hægt aö gera við skip þeirra i stað þess aö draga þau til hafna öðru hvoru megin At- lantshafs? Eftir styrjöldina verður sk'ipa- og flutningaþörf mjög mikil. Þá skapast óvenjulegt tækifæri fyrir Íslendinga til að ryðja sér til rúms á sviði siglinga og sjóferöa um öll heimsins höf. Það ber því tví- mælalaust að hefjast þegar i stað handa um framkvæmd þessa mikla nauösynjamáls, Þrjú verkefnl Verkefnin eru þrjú, eins og drepið var á í upphafi þessa máis. Koma þarf á stofn þeim íyrirtækjum, sem yrðu örugg undirstaöa undir lífvænlegt atvinnulif á ísiandi, skipa- smíðastöð, áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. Skipa- smíðastöðin er undirstaða undir útflutnings-atvinnu- veg þjóðarinnar. Ræktun landsins kemst ekki í viðunandi horf fyrr e,n ís- lendingar framleiða sjálfir á- buröinn, sem til þess þarf. Aburöarskortur hefur háö ís- ienzkum landbúnaði öldum saman. það er timi til kominn að leysa þann vanda. Kynslóö eftir kynslóð ís- lenzkra manna hefur hafzt \ið í þeim húsakynnum, sem ekki hafa verið mönnum boð- leg. Og enn er húsakostur mikils hluta þjóðarinnar al- gerlega óviðunandi. Það er að- kallandi nauðsyn að byggja yfir þjóðina boðlega manna- bústaði úr varanlegu efni. Byggingarefniö getur hún framleitt sjálf úr hráefnum, sem til eru í landinu. Verkefn- ið, sem fyrir liggur að inna af höndum er aö reisa sem- entsverksmiðju, sem fullnægi þörfum þjóöarinnar. Alþjóðahugsjón Það viröist langeðlilegast, að öllum þessum málum verði hrundið í framkvæmd meö al- mennum samtökum manna um land allt, líkt og þegar Eimskipafélagið var stofnað. Þann aldarfjóröung sem síðan er liðinn, hefur þjóðinni ekki verið gefið neitt verkefni, sem orðið gæti alþjóðarhugsjón og öll þjóðin fylkt sér einhuga um að koma í framkvæmd. Þessi stórmál eru vel til þess fallin að sameina kraftana. Þaö er hverjum manni ljóst, að framtíð íslenzku þjóðar- innar hefur aldrei verið ó- tryggari en einmitt nú. At- vinnurekstur hennar hefur gengið saman. Fjöldi manna lif'ir í einskonar seðlavímu og álítur að þjóðin hafi aldrei verið eins vel á vegi stödd og nú. En sannleikurinn er sá, að ef ekki verður einm'itt nú gert stórt átak í þá átt að tryggja öryggi lífvænlegs at- vinnurekstrar á íslandi, hlýtur þjóðin að verða stödd á von- arvöl, þegar hinni ófrjóu hernaðarvinnu lýkur. Þeir menn, sem aldrei hafa séð önnur úrræði en læða ránskló skattheimtunnar nið- ur í vasa borgaranna, hafa vakið máls á því, að nú ætti að innheimta sérstaka skatta og leggja í sjóð, sem varið yrði til framkvæmda að stríð- inu loknu. Sú leið, sem hér er bent á, er tvímælalaust mun giftusamari. Almenning- ur greiðir ekki með glööu geði þá skatta, sem árum saman hafa verið einskonar eyðslu- eyrir skammsýnna leiðtoga, hvað þá aðra nýja. Borg- ararnir hafa séð, hvernig stöugt hefur hallað æ meir undan fæti fyrir þjóðarbú- skapnum, án þess aö nokkru sinni værf gripið til jákvæðra aðgerða. Menn hafa fengið nóg af því að borga fé í þann ríkissjóö, sem óbilgjarnir vald- hafar virðast líta á sem flokkssjóð sinn. En það má óhætt vænta þess, að veröi al- menningi gefinn kostur á að leggja fé til lífrænna fram- kvæmda eins og þeirra, sem hér er vakið máls á, mun'i ekki standa á framlögum. Framkvæmdahliö málsins ætti síðan að sjálfsögðu að vera í höndum reyndra manna, sem reynslan sýnir að má treysta til að reka fyrir- tæki. Þáttur rfkisvaldsins Eigi að síöur ber ríkisvald- Framh. á 4. síðu, í heimsókn hjá ríkisstjóra ÁFÖSTUDAGINN var buðu ríkisstjórahjónin 17 blaða- mönnum og ritstjórum tíma- rita til kaffidrykkju á Bessa- stöðum. Var komið þangað kl. 3 Vz og þá setzt aö kaffiboröi. Að því búnu voru skoðuö húsakynnin, sem nú hafa hlotið gagngera endurbót og eru hin vistlegustu. Húsbún- aður allur er forn, keyptur frá Bretlandi. Er hann hinn vand- aðasti. En óneitanlega hefði verið ánægjulegra, ef bústað- ur rík'isstjóra hefði verið bú- inn húsmunum í samræmivið íslenzkan stíl í þeim efnum. Tjáir þó ekki um það að sak- ast, enda mun mörgum þykja húsmunir úr hQllum brezku aðalsmannanna sæma sér þarna allvel. — Ríkisstjóra- hjónin tóku gestum sínum með þeim hlýja velvildarhug, sem einkennir ósvikna ís- lenzka gestrisn'i.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.