Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 30.03.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. 1—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lauaasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. Umhorf í heimi stjórnmálanna ^ Hvað teknr nú við? UM nokkra undanfama daga hafa birzt í blöðum stjórnar- flokkanna ýmisleg skrif, sem benda til þess að i st jóramálalííi landsins eigi sér nú stað nokkur veðrabrigði. Ámi Jónsson frá Múla reið hér fyrstutr á vaðið í dagblaðinu Vísi. Tók hann að ræða um nauðsyn nýrrar samstjórnar 0£ á- framhaldandi frestun kosninga. Benti hann á, að ef nauðsyn hefði verið til að fresta kosningum í fyrra, þá væri hún ekki síður til staðar nú. Geta víst allir verið sammála um það. K |Ú hefur Alþingi átt setu í * * hálfan annan mánuð. Og h ,a'> bsfur því áunnizt í velferðarniálum þjóðarinnar á þeim tíma? Þing- mönnum mun sjálfum verða ógreitt um svör við þeirri spurn- ingu, hvað þá öðram. Sannleik- urinn er sá, að þingið hefur ná- lega ekkert starf leyst af hendi á þessum tíma. • • • AGAN frá haustþinginu virð- ^ ist vera á góðri leið með að endurtaka sig. Þingið situr að nafninu til. Það kemst ekki að neinni niðurstöðu í neinum þeim iuáiiun, er nokkru skipta. Þing- menn föndra við nokkur einskis- verð smámál, rétt fyrir siðasákir. Jafnvel fyrsta umræða um fjár- lagafrumvarpið fer ekki fram fyrr en nær hálfur annar mánuður er liðinn af þingtíman- um. Til skamms tíma hefur þó verið venja að hún færi fram í fyrstu viku þinghaldsins. Það virðist því enn halla undan fæti fyrir Alþingi, þótt það að vonum væri búið að glata tiltrú og virðingu allra sæmilegra manna.. • • • KATTAMÁLIN áttu að vera eitt helzta viðfangsefni þessa þings. Blöð stjórnarflokkanna hafa látið skína í það, að samkomu- lag hefði fengizt í þeim málum. En fyrir þingið hafa ekki verið lagðar neinar tillögur þar að lút- andi. — Allt virðist benda til þess að þetta þinghald verði eins og haustþingið. Að liðnum álitlegum tíma frá þingsetningu verði þingið sent heim án þess að hafa leyst af hendi þau verkefni, sem því var ætlað eða innt af höndum nokkurt jákvætt starf í þágu þjóðarheildarinnar. FYRIR nokkrum dögum kom einn af merkustu bændum á Norðurlandi að máli við ritstjóra þessa blaðs. Hann lét orð falla á þessa leið: „Það var þörf ádrepa hjá þér, „Þegar kolafötusjónar- miðið ræður”. Við bændurnir á Norðurlandi höfum aldrei vanizt því búskaparlagi fyrr en nú að eiga ekki matbjörg nema til næsta máls. Og þó að þú bentir réttilega á háska af hugsanlegum hemaðarað- gerðum, þá þarf ekki slíkt á- stand til aö skapa neyð í land- inu. Hvernig færi, ef hafþök af ís væru fyrir Norðurlandi? Sveitir og sjávarþorp yrðu bjargþrota áður en varði”. Það er engum vafa undir- orpið, að þessi athuguli bóndi hefur alveg rétt fyrir sér. í viðskiptamálum landsins hefur ríkt slík skammsýni og. fyrir- Hitt vakti öllu meiri furðu, að Árni Jónsson skyldi fjölyrða svo mjög um myndun nýrrar sam- stjómar. Öllum var í fersku minni grein hans um „Framsókn- arvistina”, þar sem hann hva.tti flokksmenn sína til að kasta spil- unum á borðið og rísa úr sætum sínum, þ. e. að segja slitið stjóm- arsamvinnunni. Einnig þótti það með nokkmm ólíkindum, þegar Árni tók nú að óska eftir þátt- töku allra flokka í hinni nýju samstjórn, eftir að hafa oftar en einu sinni, beint og óbeint, am- ast við þátttöku Alþýðuflokksins í „þjóðstjóminni”. Sumir vilja leggja þetta út á þann veg, að Ámi hafi orðið grip- inn ofsalegri hræðslu fyrir hönd flokks síns vegna úrslita í kosn- ingum í bæjarstjómir og hrepps- nefndir víða um land. Gæti hann nú einskis annars en að renna undan sem me&t hann megi og sé flótti hans líkastur flótta Nagla þess, er um getur i Eyrbyggjui. Sé • því um þáð eitt að ræða, að flokkur hans fái handsamað hann áður en hann „spryngi” á flóttan- um. Það mun þó sanni nær, að þessum málum sé á annan veg farið, og að vel megi telja þessi hyggjuleysi, að atburðir, sem íslendingar verða að vera við- búnh á hverju einasta ári, gætu skapaö alvarlegan vanda fyrir þjóðina. Það er almenn og rökstudd krafa, að hver sa trúaðarmaður almennings, sem ékki reynist starfi sínu vaxinn, verði að láta af stöðu sinni tafarlaust. Eysteinn Jónsson hefur gert sig sekan um svo stórhættulegar yfir- sjónir í starfi sínu sem við- skiptamálaráðherra, að hon- um ber að rýma það sæti. S. í. S. verður aö gera sér ljóst, að vilji það halda fast við þau sérréttindi sín að ráða embætti viðskiptamálaráðherra, verður það að leggja til í embættið mann, sem hefur meira traust en Eysteinn Jónsson. Þó að rómverskur einvaldskeisari gæti látið eftir sér að gera Framh. á 4. síðu. skrif til tíðinda í íslenzkum stjóm málum. Þykir því rétt að staldra við þau og þær umræður, er af þeim hafa spunnizt, nokkru nánar og litast um. Þetta ber að hafa f huga Allt síðan „þjóðstjómin” tók við stjórn landsins hafa völdin fyrst og fremst verið í höndum þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Ölafs Thors. Allt það, sem áður virtist skilja þessa menn, var lagt til hliðar. Stefna þeirra hefur verið sameiginleg, allt frá því að viðhalda hinu spillta verzlunarlífi í landinu og tii þess að láta mannhatur og kúgun sitja við stýrið í menning- annálum þjóðarinnar. Þessi • samvinna hefur orðið á kostnað þeirra mála, sem hvor aðili um sig taldi stefnumál sín áöur fyrr. I skjóli hennar hef- ur þrifizt sjúkara stjómmálalíf, en áður getur í sögu landsins. Réttarskerðingar, mú-éur, kúgun, sérdrægni og valdbeiting hefur komizt á hærra stig en áður eru dæmi. Forsa&tisráðherrann hefur að veralegu leyti orðið leiksoppur í hendi þessara afla. I kjölfar þessarar þróunar hefur siglt megn óánægja í flokkum beggja þessara leiðtoga. Hjá stuðnings- mönnum ríkisstjóraarinnar á þingi kveður við á víxl: Bara að vij losnuðum við Ólaf — bara að við losnuðum við Jónas, eftir því i hvorri deild stjómarliðsins þeir erU'. Getur þetta haldið áfram? Hermann Jónasson virðist hafa gert sér Ijóst, að hann geti ekki öllu lengur stjómað landinu í um- boði Jónasar og Ólafs. Þessvegna hugsar hann til kosninga í vor. enda þótt honum sé það mjög ó- ljúft að öðru leyti. Nokkrir þing- rtienn í báðum stjóraarflokkunum hafa látið sér detta í hug þann möguleika, að einangra Jónas og ölaf samtímis. Ámi frá Múla hreyfir þeirri hugmynd opinber- lega með skrifum sínum um nýja samstjóm. Athugulum áhorfanda getur ekki dulizt, að hugsana- gangur Áma er á þessa leið: Allir þeir, sem eru á móti pólitík Jónasar og ölafs eiga nú að sam- einast um nýja ríklsstjórn, þar sem útilokað er, að áhrifa þeirra geti gætt. Að slíkri stjóm mundi standa meginhlutinn af þing- mönnum beggja stjóraarf lokk- anna, þingmenn verkalýðsflokk- anna beggja og ef til vill þing- menn Bændaflokksins. Með því móti mundu þeir Jónas og Ölafur einangrast, hvor í sínum flokki og stjórnmálaferli þeirra vera lokið von bráðar. Undirtektirnar Undirtektirnar undir skrif Áma sýna nokkuð glöggt, að það er einmitt þetta, sem fyrir honum vakir. Blað Sósíalistaflokksins, Nýtt dagblað, innir beinlínis nokkru nánar eftir þeim sam- starfsgmndvelli, sem Árni vilji byggja á. Auðvitað dytti blaðinu ekki í hug að víkja að þessum málum með einu orði, ef Árni væri að bjóða upp á samstarf í ríkisstjórn, þar sem ,,andi” Jón- asar og ölafs ætti að svífa yfir vötnunum. Jónas Jónsson birtir í Tímanum smágrein um Árna frá Múla und- ir dulnefni sínu x + y, sem um fólslegt orðbragð, mannskemmda- fýsn og siðlausan rithátt kemst til jafns við það, sem J. J. hefur áður gengið lengst í sorpskrifum sínum. Er engum vafa undirorp- ið, að sú kveðja er rannin af þeim rótum að Jónas telji óvenju- lega hættu steðja að valdaað- stöðu sinni í þjóðfélaginu frá Árna. Styrkir það þá skoðun, að Morgunblaðið, málgagn Ólafs Thors, sveigir allharkalega að Áma í tilefni af skrifum hans, þótt óbeint sé. Deilir það á komm- únista fyrir að „láta sér deéta í hug, að nokkur íslenzkur stjóm- málaflokkur leyfi sér að líta við samstarfi við slíkt erlent málalið sem þá”. Með þessum ummælum lætur ölafur Thors rétta Árna frá Múla kinnhest eigi alllítinn, fyrir að hafa á vegum Sjálfstæð- isflokksins mælzt til samstarfs við þessa menn. Ber að sama brunni Þessi veðrabrigði í heimi stjóm- málanna ber að sama branni og ymisleg önnur kennimerki, er áð- ur hefur verið lýst hér í blað- inu: Að innan skamms hljóti að draga til verulegra tíðinda í flokkaskipun landsins. Gamlar merkjalínur era horfnar en drög til nýrra myndast á svo ólíkleg- um stöðum, að almenningur hef- ur ekki enn áttað sig á þeim. Smám saman munu þær þó skýr- ast í augum almennings. Þá mun mikil umbylting eiga sér stað í stjórnmálaheiminum. Hvort henn- ar er að vænta fyrir tilverknað nýrrar samsteypustjórnar, fyrir kosningar í vor eða að þeim loknum, er ekki gott að spá neinu um. Hitt dylst ekki, í hvaða átt þróunin stefnir. E! lafis uæri fgrir Karðurlandi ■-----Slyslð hjá Hátogalandl Tvær andstæðar yfirlýsingar Á MIÐVIKUDACINN var bauð Ch. Bonesteel, yfirhershöfðingi Bandaríhjahersins á Islandi, fulltrúum blaða og útvarps til miðdegisverðar. Atti hann tal við þá varðandi sam- búð setuliðsins og lslendinga og lét þeim i té eftirfarandi yfirlýsingu varð- andi hinn hörmulega atburð hjá Há- logalandi: „Ameríska herstjórnin óskar að tilkynna eftirfarandi viðvíkjandi banaskotinu í Camp Halogaland: ,,Laugardaginn 14. marz um kl. 22:55, sá varðmaður við hliðið á Camp Haloga- land, að íslenzk bifreið nálgaðist hliðið. Samkvæmt fyrirskipunum um, hversu honum beri að haga sér, er svo standi á, kallaði hann til yfirboðara síns, Corporale, er var í varðmannaskýli þar rétt hjá, að íslenzk bifreið nálgaðist. Brá hann þegar við og fór til varðmannsins. Bifreiðin var stöðvuð. Tveir karlmenn sátu í framsæti og voru þeir beðnir að sýna vegabréf sín, en hvorugur gerði það. Er Corporalinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að menn irnir höfðu eigi vegabréf, skipaði hann varðmanni þeim, sem hlut átti að máli, að leyfa þeim eigi inngöngu. Gaf varð- maðurinn bílstjóranum bendingu um að aka á brott, og corporalinn gekk nokkur skref áleiðis að varðskýlinu. Samt sem áð- ur ók bifreiðin af stað áleiðis inn í her- búðirnar. Varðmaðurinn hrópaði til mannanna að nema staðar,, þrisvar á ensku og einu sinni á íslenzku. Bifreiðin stanzaði ekki. Skaut þá varðmaðurinn einu skoti og særði farþegann, sem síðar kom í ljós að var Gunnar Einarsson, bana- sári. Okumaður reyndist vera Magnús Einarsson. Á stríðstímum, og yður hlýtur að vera ljóst, að Bandaríkin eiga í ófriði, eru skyldur varðmanna mjög harðar og ná- kvæmar, og þeir verða að gegna þeim út í yztu æsar. Allrar mögulegrar og skyn- samlegrar varúðar hefur verið gætt, að því er tekur til skipana og fyrirskipana varð- manna og eftirlits. Þar eð einhverjir kunna að vera meðal íslendinga, sem ekki hafa gert sér ástandið ljóst, og sem ekki kunna skil á réttri hegðun gagnvart varð- mönnum, þá hefur amerísku sendisveit- inni í Reykjavík verið send greinargerð um þetta efni, með tilmælum um að beina henni til utanríkismálaráðherra ís- lands. Hann mun án efa koma henni á framfæri við blöðin. Til frekari viðbótar þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að koma í veg fyrir óhappaverk, verða sett upp hlið eða tálmanir þar sem því verður við komið, við vegi sem liggja inn á hernað- arleg bannsvæði ameríska hersins. Þér megið vera þess fullviss að vér í Bandaríkjahernum hörmum mjög þetta hörmulega óhappaverk, og að við treyst- um því að með réttri samvinnu milli hers- ins og allra hugsandi íslenzkra föðurlands- vina, verði auðið að útrýma öllum mis- skilningi, og að orsök allra vandræða í framtíðinni sé þar með fallin burt. I tilefni af framanritarði yfirlýsingu herstjórnarinnar óskar Magnús Einars- 1 son forstjóri að taka fram eftirfarandi: Vegna yfirlýsingar ameríkönsku her- stjórnarinnar í dagblöðunum þ. 25. þ. m. vil ég taka eftirfarandi fram: Síðastliðið ár hef ég ekið venjulega fjórum sinnum á dag meðfram herbúð- um (Rushmoor Camp og Rodesdale Camp). Eg hef jafnan verið stöðvaður af hermönnum og hafa þeir að lokinni athugun ávalt leyft mér að fara óáreitt- um leiðar minnar. Eg hef ca. 20 sinnum Pramh. á 4. aíðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.