Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.04.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.04.1942, Blaðsíða 3
 ÞJÓÐÖLFOR 3 UlfflÍIH II lll. Sökum vöntunar á innheimtumönnum sjá kolaverzlanirnar í Reykjavík sér ekki fært að selja kol öðruvísi en gegn stað- greiðslu. Kolamagn undir 250 kg. verður ekki keyrt heim til kaupenda, nema að greiðsla hafi farið fram áður. Kaupendur að kolum yfir 250 kg. eru vin- samlega beðnir að hafa greiðslufé hand- bært, svo tafir keyrslumanna verði sem minnstar. hvorri hendi. E.nu sinni var send héðan sveit inanna til að taka þátt i kappróðrarmóti í Reykjavik — ég man auövitaö ekki hvaða ár það, var., Þetta voru allt úrvaismenn, reglu- legir víkmgar. Þeir brutu líka alit og brömluðu. Áramar hrukku sundur í höndunum á þeim eins og eldspýtur — en þeh sigruðu. — Vélbátarnir eiga kannske sinn þátt í því, ef sjómennsk- unni hrakar? — Já, það er enginn vafi á því. Árabátarnir kröfðust meira. Bnmróöurinn var skóli, þótt ekki sé annað nefnt. Fyrsta íslenzka verzlunin —Hvenær hófuð þér verzl- unarrekstur? :— Laust fyrir aldamótin, eða rétt um það bil, sem ég hætti formennsku. — Voru þá margar verzlan- ir hér i Grindavík. — Engin. Eg var fyrsti ?s- ienzki kaupmaðurinn hér í Grihdavík. Fyrr á tímum var hér einoÁUnarverzlun. En um nokkurt árabil var hér engin verzlun. — Hvert sóttu þá Grindvík- ingar verzlun? — Til Keflavíkur. Fjölda- margir báru nauðsynjar sínar á bakinu þaðan, 20 kilómetra vegaiengd yfir torsótta hrairn- breiðuna. Skip komu hingað að vísu alloft frá Keflavík að sumarlagi í „spekulations“- túra, en þeir voru færri, sem gátu birgt sig upp fyrir vetur- inn. — Áttu menn ekki hesta til að flytja á vöruna? — Sumir áttu það, en ekki hinir fátækari. —Hvert voru afuröirnar fluttar? — Til Keflavíkur. Þær voru sóttar hingaö á skipum, sgm að jafnaði fluttu hingað salt i fiskinn. Eftir að ég byrjaði að verzla fékk ég jafnan salt- ið beint frá útlöndum. Sömu- leiðis fluttu erlend vöruflutn- ingaskip vörurnar til mín bemt. Síðar tóku Eimskipafé- ■agsskipin að koma hér við. Samband við umheiminn — Grindavík hefur verið mjög einangruð lengi vel? — Já. þangað til þorpiö komst i síma- og akvegarsam- band,. Það voru mi'kil um- skipti. — Hvenær var það? — Símasamband fengumvið á stríðsárunum. Um sömu mundir átti að hefjast handa um lagningu akvegar frá Grindavík og Reykjavíkur. En þegar til kom, gat ríkissjóður ekki staðið við þá fjárveitingu, sem til þess var ætluð. — Svo að þið hafið orðið aö sætta ykkur viö að bíöa? — Nei, við hófumst þvert á móti handa. Eg bar fram þá uppástungu, að gefa skyldi hálfan hlut af hverjum fiski- bát í þorpinu til vegalagning- arinnar. Það var samþykkt. Kaupgjald hæiíkaði mjög eft- iv að byrjað var á veginum. En fiskverðið hækkaöi að sama skapi, svo að veginum var lok- ið 1918, án þess að hreppur- inn hefði bundið sér eyris- skuldabagga með honum eða útsvarsbyrði hreppsbúa þyngd um eina einustu krónu. Fram- lag hreppsins til vegarins nam 40 þúsund króna, en það var mikió fé í þá daga. (Einar bannaði oss strang- lega að segja frá nánari til- drögum þessa framtaks — því miður — og e. t. v. höfum vér þegar sagt of mikið. En þá biöjum vér auðmjúklega forláts). —- Þá hafið þið Grindvík- ingar færzt miklum rnun nær umheiminum. — Já, þaö mátti nú segja. Síma- og vegasamband ger- breytti aðstöðunni fyrir okkur. Áður var tveggja daga ferð til Reykjavíkur að vetrarlagí. Nú er þetta ein vindilslengd. Ef maður kveikir í góðum vindli, þegar maður leggur á stað frá Reykjavik, er hann rétt búinn, þegar maður kemur heim. ,,Þér megið ekki skrifa neitt hól um mig“ Einar í Garðhúsum hefur húsaö bæ sinn alian að nýju, bæði að því er snertir manna- híbýli og útihús. Er þar húsa- kostur allur hinn vandaðasti og smekklegasti. — Heimilinu stýrir hin gjörvulega húsfreyja í Garðhúsum, Ólafía Ásbjam- ardóttir frá Innri-Njarðvíkum. Þeim hjónum hefur orðið tíu barna auðið, en þrjú létust í æsku. Þau, sem upp hafa kom- izt eru þessi: Ingveldur, gift Rafni Sig- urðssyni skipstjóra; Einar, verzlunarmaður í Grindavík; Guðrún, ekkja Einars Krist- jánssonar skiþstjóra; Berg- þóra, gift Þórhalli Þorgilssyni rnagister; Ólafur, kaupmaður í Keflavík; Hlöðver, sem dvel- ur meö fööur sínum og Auöur, ógift í föðurgaröi. — Þér megið ekki skrifa neitt hol um mig, ég vil það ekki, segir Einar að lokum um leið og vér kveðjum hann. Vér álítum, að það geti ekki talizt hól, þótt þess sé minnzt í sambandi við þennan merk- isdag á æviferli Einars í Garö- húsum, að hann hefur átt diýgsta þáttinn í framförum síns byggðarlags. Hann hefur gengt margvíslegum störfurr> fyrir sveitunga slna um lang- an aldm’. — Hann hefur verið hreppstjóri, hreppsnefnd- aroddviti, skólanefndarformaö- ur og sýslunefndarmaöur, séð um vegagerðir, hafnarbætur og bryggjugerð. Nýsköpun og framfai'ir í atvinnulífi Griínd- víkinga er einn þátturinn í sögu Einars í Garðhúsum. Hans framtak hefur verið afl- vaki efnislegra og menningar- legra framfara í litla, af- skekkta þorpinu við úthafið mikla, þar sem brimaldan hvíta brotnar ár og síð á hrjósturströnd Reykjanesskag- ans. KAUPHOLUN er miðstöð \erðbréfaviðskiptanna. Sími 1710. Ríkisstjórnin hvetur almenning til að safna nokkrum birgðum í varúðarskyni. Hér er minn- isblað yfir helztu vörur á markaðnum, sem þola vel geymslu: KJÖTNIÐURSUÐA: Kindakæfa 1/2 og 1/1 ds. Saxbauti 1/2 og 1/1 ds. Kindakæfa 1/8, 1/4, 1/2 og 1/1 ds. Kindabjúgu 1/1 ds. og fleira. FISKNIÐURSUÐ A: Fiskabollur 1/1 og 1/2 ds. Fiskbúðingur 1/1 og 1/2 ds. Soðinn þorskur 1/1 og 1/2 ds. Reykt murta í ds. Soðin síld 1/1 ds. Síld í olíu og tómat og fleira. YMISLEGT: Grænar baunir í ds. Islenzkar gulrætur í ds. Kex og kökur Kringlur Tvíbökur Skonrok All Bran Corn Flakes Harðfiskur Riklingur Dósamjólk Rúgmjöl og heilhveiti í kex. H.F. OFNASMIÐJAN Rykfrahbar Regnkápur Gútnmíkápur fyrír dömur og hzirra. Nýkomid stórt og fjölbreytt úrval. Geysir h.f. FATADEILDIN, •X-M-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-J-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.