Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.04.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.04.1942, Blaðsíða 4
 Mánudagínn 13. apiil 1942 Pólitísk stéttarbarátta Framh. af 1. síöu. svo var komið, var Sjálfstæðxs- flokkurinn auðvitað gersigraður vesalingur, er varð að taka liverj- um þeim friðarkostum, er settir yrðu. Þá var aðeins eftir að semja um uppgjofina. Hverju var unnt að halda? Og hverju átti að fórna? Um þetta hófust samn- ingar milli sigurvegaranna og liins sigraða. Útgerðar- og verzl- unarstéttin átti áhrifaríka full- trúa við samningscorðið. Úrslit- in urðu og þau, að þessum stuðn- ingsstéttum Sjálfstæðisflokksins var bjargað. Hinum fylgisstettum hans, svo sem sparifjár- og verð- bréfaeigendum, svo og húseig- endum, var þar á móti alveg fórn að og þær ofurseldar í hendur sigurvegurunum. Um leið og þetta gerðist, var lokið sögu ,,flokks allra stótta”, flokks, er fyrst og fremst hafði verið málsvari hinna ofsóttu manna í landinu. — En jafn- framt gerðist annað og meira. — Sjálfstæðisflokkutrinn var endan- lega sigraður og sögu hans lokið, í bráð *og lengd, sem stórveldis í íslenzkum stjórnmálum. Því jafnskjótt og hann yfirgaf mál- stað f jölmennra fylgisstétta sinna og ofurseldi þær til ofsókna, hlaut og hlýtur flokkurinn fyr- irsjáanlega að tapa fylgi þeirra smátt og smátt. Flokkurinn fékk að vísu tvö sæti í hinni svo- nefndu þjóðstjórn fyrir fulltiúa stórútgerðarmanna og stórkaup- manna, en það var tálbeita. Þessar tvær stéttir flokksins hafa, með tilstuðlan ló'ggjafans og lands- stjórnarinnar, fengið tækifæri til þess að raka saman milljóna gróða á undanförnum styrjaldar- árum, en á sama tíma hafa hinar ofurseldu stéttir flokksins verið arðrændar, rúnar og kúgaðax- á hinn óheyrilegasta hátt, í því eina skyni, að vinna vinstri flokk- unum aukið fylgi. Þetta hefur komið einna berlegast fram í meðferð ló'ggjafans og stjórnar- valdanna á húseignum. Þeir hafa verið, með lögum, sviftir rúmum helmingi af tekjum húseignanna og nálega öllum umráðarétti þeirra. Eignir þessara manna eru dæmdar til að eyðast og níð- ast niður á sama tíma og stór- útgerðarmenn eru skyldaðir til þess, með lögum, að bæta hag sinn stórkostlega og leggja upp miiljóna sjóði, í þeim tilgangi að bæta skip sín og endurnýja þau eftir stríðið. Löggjafinn segir: Húseigendur skulu tapa fé á gróðaárunum og yera fátækir menn að þeim tíma liðnum með niður- níddar eignir. En stórútgerðar- menn skulu verða milljónaeig- endur á þessum sömu árum og haida áfram að v§ra það, að stríð- inu loknu. Öllum hlýtur að vera það Ijóst, hvílíkt sundurlyndi og óánægju slíkt misrétti óhjákvæmilega vek- ur meðal fylgistétta Sjálfstæðis- flokksins, þar sem vitað er, að forráðamenn flokksins éru sam- vinnandi vinstri flokkunum, um allar þessar aðgerðir. .— Fylgið hrynur af flokknum og upplausn hans er fyrirsjáanleg. En þessi hörmungasaga Sjálf- stæðisflokksins leiðir í ljós önn- ur og alvarlegri sannindi. Hún sýnir svo áþreifanlega sem orðið getur skaðsemi hinnar pólitísku stéttabaráttu. Sú barátta hefst á því, að pólitískar skrafskjóður ryðjast inn á friðsamar atvinnu- stéttir landsins, kaupa fylgi þeirra og egna þær hverja gegn annarri, með rógburði og lýðskrumi. Stétt- irnar verða herlið hinna pólitísku flokksforingja. — Herirnir eru leiddir til bardaga upp á líf og dauða. — Sigur vinnst ekki fyrr en einn eða fleiri þessara herja, þ. e. atvinnustéttir landsins, liggja í valnum- * Oamall Sjálfstæðismaður. Tllkynnlng Allir þeir, sem starfa í þágu loftvarna hér í umdæminu eru beðnir að mæta á Vegabréfaskrifstofunni meö þaraö- lútandi skilríki dagana 13.---18. þessa mánaöar til þess að fá vegabréf sín stimpluö. Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 og 1—4V2. Reykjavík 10. apríl 1942. LOFTVARNARNEFND Þetta þvottaduft hafa þúsundir ís- lenzkra húsmsðra notað á undan- fornum árum og lof þeirra er ein- róma Það er hin ólygna reynsla, sem er dýrmaefasta leíd- beíníngín Tip Top-d""w- y v t t I I I | ? t t t t t t t t I t I jSemifk fatahreittsiw t| litutt * 14 jÞim, 1300 jXcjfciautfc. Kemísb hreínsun, lítun, gufupressun. Fljótt og vel af hendi leyst. — ! | 1 t ! I ! t t t t T t t i t i i t t t t * t t t t i e t X m??H»»H4»444444»»444»44»>44»«»W444»M4444»4«444Í Frá Ribflsútvarpfnu UiuiuiilM oi notaeiiiasBiou eru fluttar á Ægisgötu 7 í Reykjavík. RlKISOTVARPIÐ tfafið þér reynt hinar nýju Shell-bílaolíur Ef ekki, þá reynið hær strax í dag. « BEZTAR - DRÝGZTAR Shell smurt er vel smurt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.