Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.04.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.04.1942, Blaðsíða 1
II. árg. Reykjavík, mánutlagimi 20. apríl 1942. 10. tölublað. Menntaskólinn verður aO rekfor sinn £3 EKTOIÍ Menntaskólans, Pálmi Hannesson, kom að * » máli viö mig s.l. mán udag og átaldi, að í ýmsum atriðum væri hallað réttu máli i gagnrýni Þjóðólfs á með- ferð bókasafns skólans. Ég bauð rektornum rúm til and- svara hér í blaðinu og þáði hann það. Jafnframt sneri ég mér til Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, sem er vel kunnugur safninu, og bað um umsögn hans um ásigkomu- lag þess fyrir hernámið. Um leið og ég geri nokkrar athugasemdir við svör rekt- crsins, verður tækifærið notað til að fara nokkrum orðum um málefni Menntaskólans almennt, því að ég álít þar fleira umræðuvert en bókasafnið eitt. Ritstjóri og ábyrgtSarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í Iausasöiu 25 aura. Víkingsprent h. f. Ferðabók Eggerts Ólafssoaar. Tveir Reykvíkingar, þeir Har- aldur Sigurðsson, sem góðkunnur -r fyrir þýðingar úr eriendum málum, og íldgi Hálfdánarson lyl/afræðingur, hafa ákveðið að gefa út Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar, sem er mikið og gagn- merkt rit um atvinnuhætti Is- lendinga, siði og andlega menn- ingu1 eins og þessu var háttað á 18. öld, svo og um náttúru lands- ins eins og hún var þá kunn. — Búnaðarfélag Islands og Fiskifé- lag Islands styrkja útgáfuna með því að kaupa ákveðinn eintaka- fjðlda af bókinni. — Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akureyri vinnur að þýðingu bókarinnar, en sérfróðir íslenzku- menn munu hafa eftirlit með mál- vondun. Bókin verður prýdd fjolda mynda, er fylgdu frumútgáfu hennar og til útgáfunnar verður vandað eftir fongum. Húsfeðurnir og loftárásahættan. I tilefni af ummælum í síðasta blaði, hefur Loftvarnanefnd tjáð blaðinu eftirfarandi: Með tilliti til eldsvoðahættu af vðldum loftárása, hefur bænum verið skipt niður í hverfi. I hverju hverfi er einn maður, sem ætlað er það starf að aðstoða við að slökkva í eldsprengjum, ef þær kynnu að hitta húsin. Hverjum þessara manna eru ætluð 4—6 hús til eftirlits. — Þeir, sem brýnna ástæðna vegna þurfa að komast heim á heimili sín, ef hættumerki verður gefið, geta snúið sér til Loftvarnanefndar, og mun hún greiði fyrir þeim í því efni. Umfcrðin í höfuðstaðnum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tjáð blaðinu, að um þessar mundir sé gengið hart eftir því, að fótgangandi vegfarendur hlýði bendingum lögregluþjóna þeirra, sem stjórna umferðinni á helztu krossgötum bæjarins. Hefur borið mjög á því undanfarið, áð gang- andi fólk hirði ekki um að fara eftir bendingum umferðalögregl- unnar. Stafar af því hin mesta hætta fyrir öryggi manna. Þegar gata hefur verið opnuð fyrir um- ferð ökutækja, eiga þau rétt „á götunni” og fólk, sem þyrpist út á götuna undir þeim kringum- stæðum, stefnir lífi og limum í fullkominn voða. . . Lögreglu- stjórinn lét svo um mælt, að inn- an skamms tíma yrði ekki komizt hjá því að beita sekt.arákvæðum við þá menn, sem þverskölluðust við að hlýða umferðareglunum. Hringið í síma 2923 og gerist áskrifendur aá Þ JÓÐÖLFI Hér kemur þá fyrst grein rektorsins, sem hann nefnir „Niðurlæging Menntaskólans“ Herra ritstjóri! Mánudaginn 13. þ. m. birtist í blaði yðar grein um bókasafn Menntaskólans. Er þar hallað til um flestar frásagnir og sveigt svo fast að embættisfærslu minni, að ég tel mér skylt að svara. I greininni er nokkuð rakin saga safnsins og gefið í skyn, að vel hafi verið fyrir því séð áður en ég tók við umsjón þess, en síðan hafi því hrakað, unz nú keyri um þverbak. Hitt er sannara, að þegar ég kem að skólanum, var safpið ekki komið sem bezt. Það var geymt í opn- um hillum í óupphituðu húsi, bækurnar myglaðar og margar stórskemmdar af raka. Spjald- skráin var ónothæf, því að fjölda bóka vantaði. Höfðu sumar verið lánaðar endur fyrir löngu, en ekki endurheimtar, og lágu eftir nokkrir gulnaðir miðar til merk- is um það. En auk þess hafði Landsbókasafnið, eða foiTáða- menn þess, fengið að láta greip- ar sópa um safnið, með leyfi stjórnarráðsins. Mér er sagt, að það hafi verið tvisvar, en ekki var til svo mikið sem skrá eða kvittun, er sýndi, hvað á brott hafði verið numið, en varla hefur það verið valið af verri endanum allt. Ritaukaskrár eru ekki ein- hlítar. Árið 1930 voru svo gerðar miklar umbætur á bókasafnshús- inu með ráði þáverandi kennslu- íriálaráðherra. Sett var í það mið- stöðvarhitun, bókasalnum breytt í lestrarsal og bækurnar fluttar í lokaða skápa við veggi, Þar var þeim raðað að nýju, og spjald- skrá gerð um safnið. Aðeins ör- lítill hluti þe-ss, sem ekki kemst í skápana, er síðan geymdur uppi á lofti í litlu herbergi, og voru til þess valdar þær bækumar, sem minnst gildi þóttu hafa. — Eg get því eigi tekið umyrðalaust við ákúrum út af afskiptum mín- um af safninu meðan ég mátti koma þeim við óhindrað. Hitt er svo annað mál að. u;n sinn hefur skólinn orðið að sæta harðari kostum en nokkur önnur ríkis- stofnun, og hefur þess gætt í um- hirðu safnsins og húss þess sem öðru. Síðan skólahúsið var hernumið, hefur orðið að nota lestrarsalinn til geymslu, og sér það á. I fyrstu fékk skólinn að halda flestum geymsluherbergjum í skólahúsinu sjálfu og bakhsinu. Var þá eigi annað flutt „út” í Iþöku en bækur og munir úr kennarastofu, skrifstofu skólans og skápum þar, og vár bókunum hlaðið á borðin í lestrarsalnum. Síöar varð skólinn að láta af hendi geymsluherbergin smátt og smátt Var þá jafnharðan flutt í lestrarsalinn eðlisfræðissafnið að nokkru, náttúrugripasafnið og loks ýmislegt dót, er safnast hafði um langan aldur á háalofti og víðar. Nú er því ófagurt um að litast í lestrarsalnum, og skal það fúslega. viðurkennt, enda næsta torvelt að hirða um húsið eins og skyldi, en því valda á- stæður, sem ég ræð ekki við, og munu góðgjarnir menn virða það 'til vorkunnar. En þó að lestrar- salurinn sé þannig notaður sem geymsluhús, er bókasafnið sjálft sæmilega komið. Það er geymt í lokuóum skápum, slns og áður, og hefur þar engu verið hróflað. Aftur er ýmsum bókum kennara- stofunnar hlaðið á borðin, og fer verr um þær, en ekki hefur þótt taka því að flytja þær mcðan skólinn hefur engan íastan sama- stað, en hins vænzt, að hann komist heim til sín þá og þegar. Á gólfinu er ekki annað bóka en það, sem ég lét flytja þangað eftir það, að brotizt hafði verið inn í geymsluherbergi mitt í skólahúsinu, og eru þær mín eign. Flateyjarbók sem aðrar, svo að þær koma ekki bókasafninu við. Rangt er það, að bókasafnshús- ið sé ekki hitað upp. Hins skal þó getið, að um nokkurt skeið í fyrra var miðstöðin biluð, en nú er hún komin í lag fyrir löngu. 1 greininni er það átalið, að ekki eru birtar ritaukaskrár í skýrslum skólans, eins og áður var. Ástæðan er sú, að árið 1932, þegar kreppan var skollin á, lagði íáðuneytið svo fyrir, að hætta skyldi að gefa skýrsluna út eða stytta hana sem mest að öðrum kosti. Var þá felld niður skráin um söfnin, ásamt öðru fleiru, og hefur við það setið síðan. Loks er vikið að því, að ég hafi „komið í veg fyrir að safnið yrði skrásett á nýjan leik af manni, sem fengið hafði leyfi kennslu- málaráðuneytisins til að vinna við það”. Þessu er þann veg háttað, að vorið 1940 mæltist kennslu- málaráðuneytið til þess, að ég léti Sverri Kristjánsson, sagn- fræðing, skrásetja safnið. Eg færðist undan jíessu, fyrst og frcmst af því, að þá var ljóst orðið, að skólinn yrði að þoka úr húsum sínum fyrir hinum brezka her, og mátti ætla, að bókasafnið yrði að fara með. En auk þess hafði ég rætt um það við Boga Ölafsson, að hann athugaði safnið og reyndi að fá bækur sem vant- aði í tímarit o. fl., og taldi ég þar ekki annarra manna vant. Eg hefði þó ekki skorazt undan þessu, ef betur hefði staðið á, og lagði því til, að skrásetning- unni yrði frestað þangað til her- námi skólans væri lokið. Þetta varð að ráði, og er því þreyttum að þola, unz úr raknar, og Sverrir eða aðrir geta hafið sitt umbótastarf við safnið. Þrátt fyrir allt hefur tekizt að hindra þáð, að bókasafnshúsið væri hernumið, Þeir, sem vita, hve þar hefur verið fast eftir leit- að, og skilja, hvað í húfi var, munu væntanlega viðurkenna, að þetta skipti mestu máli og stórum rneira en útlit lestrarsalsins nú. Með þökk fyrir birtinguna. Pálmi Hannesson. Umsögn Sverris Kristj- ánssonar um ásigkomu- lag safnsins Herra ritstjóri Valdimar Jó- hannsson, hefur snúið sér til mín og beðið mig um að gefa umsögn um ástand Menntaskólasafnsins áður en skólinn var hernuminn. Það var um páskaleytið vorið 1940, að ég kom að máli við Pálma Hannesson rektor, og bað hann leyfis til að snudda dálítið í bókasafni skólans, þar sem mig langaði til að vita, hvort í safn- inu væru ekki bækur sagnfærði- legs efnis, er mér gætu komið að notum. Pálmi Hannesson leyfði mér þetta tafarlaust. Eg leit síð- an á saínið, mjög lauslega í fyrstu, en því meir sem ég skoð- aði það, því forvitnari varð ég um hagi þess. Það er skemmst af að segja, ao safnið var nær allt myglað og sumstaðar farið að fúkka. Bækur þær, sem voru i lokuðum skápum, voru eiiinig myglaðar, sama máli gengdi um bækurnar í gólfskápunum. I þá var troðið eins og í þá komst ug Lar allmikið á skemmdum 6 þeim ookum, sem ne.ðst lágu, þvi að bæi l rnar voru lítnar lxggja á liliðimu, og höfðu leg'ð svo árum saman. Það var auðsætt, að húsið hafði ekki verið nógu oft kynnt, enda sannfrétti ég það, að ekki var lagt í miðstöðina nema endi'um og eins. Uppi á lofti var lítil kompa gluggalaus, og var hún troðfull af bókum. Miðstöðvarrör liggur i gegnum kompuna, og voru bækur þær, sem að rörinu lágu, undnar og orpnar eins og roð, en sumar íöfðu sviðnað. Var þetta raunar sönnun þess, að einhverntíma hefði verið lagt í miðstöðina. Meðal bóka þeirra, sem yljað hafði verið fullmikið í kompunni, var þýzkt málfræðitímarit frá 19. öld. Afskipti mín af safninu voru þau, að ég tók það allt saman úr hillunum, þurrkaði af því mygl- una og rykið og raðaði bókunum á nýjan leik — eftir efni, að hætti handbókasafna í háskólum. En þegar kennslumálaráðherra var búinn að leyfa mér að skrá- setja safnið, taldi Pálmi Hann- esson það ekki hægt, eins og á stæði, og bar ýmsu við. Voru þar margar léttvægar ástæður, en ékki nenni ég að tína þær til. En þegar ég vann við safnið, þá leizt mér þannig á það, að hvergi í víðri veröld mundi bóka- safn opinberrar stofnunar vera í slíku ástandi. Þetta var áður en brezki herinn settist að í okkar gamla Menntaskóla. Reykjavík 16. apríl 1942. Sverrir Kristjánsson. Mótsagnir rektors Eg þarf ekki að fjölyrða um svar Pálma Hannessonar. Með því að benda á mótsagnir þess er því raunverulega gerð nægileg skil. Rektorinn skýrir frá því, að safnið hafi verið í mestu niðurlægingu, þegar hann tók við stjórn skólans. Það hafi verið Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.