Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími /9'3. Pósth. 761. Viðtalstími ritstjór-ins kl. 1—2 alla daga nerna laugaidaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfrain, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. Cþt Á BAUGI ALÍ>ÍÐUBLAÐIÐ hefur borið ssg upp undan því, að Þjóð- ólfur hafi ekki tekið afstoðu til breytingatiUagna Alþýðuflokksi ns á kjördæmaskjipuninni. Og sömu umkvörtun liafði formaður flokksins fram að færa, Jjegar fundum hans og ritstjóra Þjóð- ólfs bar saman af tilviljun ná fyrir helgina. Þar sem þessar tillögur em þar að auki allhátt i hinu stjórn- málalega öngþveiti, er nú hefur skapa/t í landinu, þykir rétt að fara nokkrum orðum um afstöðu blaðsins til þeirra. • • • ÞESS er þá fyrst að geta, að Þjóðóllur er algerlega mót- fallinn þeiri miklu fjölgun þing- manna, sem þar er gert ráð fyrir. Blaðið álítur, að þingið sé nú þegar fremur of fjölmennt en of fáliðað. Það eru engar líkur til, að þingstörfin mundi færast í æskilegra horf, né starf þings- ins verða raunhæfara, þótt þing- mönnum væri f jölgað, nema síður sé. Ef skapa á jöfnuð milli nú- verandi kjördæma, &n þess að skipting landsins í kjördæmi rask- ist í höíuðatriðum, er önnur leið æskiiegri en að skipta kjördæm- um. Ilún er sú að breyta núver- andi tvímenningskjördæmiun í einmenningskjördæmi og fækka núverandi einmenningskjördæm- um verulega með því að sam- eina tvö og tvö um einn þing- inann. Jafnframt bar að fjólga þingmönnum Keykjavíkur um tvo. Enn er sú leið, sem áður hciur verið bent á, að skipta landinu í sex stór kjördæmi og taka upp hiutfallskosningu í þeim. Einnig hún hefur mikla yfirburði yfir hinar vanhugsuðu tillögur AI- þýðuflokksins. • • • ÞAD dylst engum, af hvaða hvötum þessar tillögur eru sprottnar, Þær eru miðaðar við það eitt, að deila valdi milli nú- verandi þingflokka á annan hátt en verið hefur. Það yrði að vísu ekki grátið, þótt vald Framsókn- arfiokksins kynni að þverra nokk- uð, en það mun yfirleit ekki þykja eðlilegt, að breytingar á stjórnskipulögum landsins séu látnar ráðast af einmn saraan vilja til að fækka þingmönnum þess flokks. Að öðrum þræði eru þessar til- lögur bornar fram til að torvelda samstarf núverandi stjórnar- flokka og skapa öngþveitisástand um stjórn landsins. Alþýðuflokk- urinn liefur ekki munað eftir „réttlætismálinu” .árum. saman. Það var meðan hann naut geisl- anna af náðarsól þess flokks, sem byggði tilveru sína á óeðli- legri kjördæmaskipun. Umkomu- leysi flokksins nú hefur hins veg- ar náð að vekja „réttlætiskennd- ina”. Það er því algerlega óeðlilegt að láta þessar tillögur orka nokkru um stjórnmálaviðhorfið i landinu. Þær eru einskis nýtar SlFídssfjðrn efla upplausnapásfand Valdhafarnír eíga utn frent advelja: Verda vísvífandí vafdír að allsherjar upplausnarásfandí í þjóðfélagínu eða bera ábyrgð gerda sinna FRAMKVÆMDASTJÓRN íslenzka ríkisins virðist vera algerlega lömuð. Ráðherrarnir hafast ekki að i hinum mest aðkallandi málum. Skipulagning vinnuaflsins dregst úr hömlu. Skrásetning vinnufærra manna er enn ekki hafin. Ríkisstjórnin virðist vera alráðin í að þver- skallast við að horfast í augu við hið alvarlega ástand og bera byrðar þeirrar ábyrgðar, sem hún hefur skapað sér. Blöð stjórnarflokkanna ræða nú fleira um viðbúnað til hjaðningavíga þeirrar kosningabaráttu, sem talsvert ríkur vilji virðist vera til að knýja fram. Hins vegar knýja hin þjóðfé- lagslegu vandamál á um úrlausn. Hvarvetna skortir vinnandi hendur. Veitingahús eru farin að loka vegna eklu á starfsfólki. Sjúkrahús og nauðsynleg hæli neyðast til að draga úr starfsemi sinni eða jafnvel hætta henm með öllu af sömu ástæðum. Við landbúnaðarstörf er kvíðvænleg- ur skortur á vinnuafli. Sáning matjurta hlýtur að minnka stór- lega. Heyfengur verður minni en venjulega. Grasið ,,fellur“ á engjunum af því að skortur er starfandi handa til að nytja það. Nokkuð af bústofni bænda verð- ur fyrirsjáanlega leitt á blóðvöll- inn á komandi hausti af því að ekki hefur tekizt að afla handa honum fóðurs. Skortur á mjólk, mjólkurvörum og garðávöxtum er fyrirsjáanlegur. Jafnframt verður innflutningur á matvörum æ torveldari. Fyrir skammsýna stjórn á viðskiptamálum þjóðar- innar hefur ekki verið safnað birgðum af nauðsynjavöru með- an þess var kostur. Hér eftir verður trautt margra kosta völ í þeim efnum. Aðkallandi verkefni. Höfuðverkefni stjórnarvald- anna er að gera öruggar og víð- tækar ráðstafanir vegna stríðsá- standsins í landinu. Ef ekkert verður aðhafzt, fremur en til þessa, geta endalokin ekki orðið nema á einn veg. Algert hrun og víðtækt hörmungarstand hlýtur að fylgja í kjölfar aðgerðaleysis- ins. Skipulagsleysið í verkamál- unum mundi aukast með hverri viku. Framleiðslustörfin kæmust og að engu hafandi. Stjórnskipu- lög landsins þart'nast hins vegar gagngerra endurbóta — og heyr- ir kjördæmaskipunin þar undir. Verður nánar vikið að því síðar. í algera upplausn. Framleiðslan mundi nálega leggjast niður. Skipuleg vinna að öðrum þjóð- nýtum og nauðsynlegum störfum mundi einnig komast á algera ringulreið. Þjóðfélagið kæmist á fallanda fót. Sjúkir menn fengju ekki linað þjáningar sínar af því að enginn vildi leggja hönd að því að starfrækja sjúkrahús. Þjóðvegirnir um landið yrðu ó- færir af því að enginn vildi vinna að viðhaldi þeirra. Ef brú tæki af straumvatni, fengist hún ekki reist að nýju. Skipastóll lands- manna mundi fúna niður á sjáv- arbakkanum eða við hafnargarð- ana. Grasið sölnaði á óslegnum engjum og túnum. Hvergi yrði unnið handtak í þágu framtíðar- innar og komandi kynslóða. Hvar sem litið væri, mundi blasa við auðn og niðurrif, skortur og neyð. Þjóðbankin mundi hins vegar halda áfram að prenta seðla fyrir útlendingana. Menn mundu eigra um hálfófær stræti stærstu bæj- bæjanna milli niðurníddra mann- virkja með fullar hendur ný- prentaðra bankaseðla, án þess að fá bætt úr nauðþurftum sínum. í eitt mjólkurglas yrðu vænt- anlega boðnir tugir króna. Fyrir eina máltíð mundu menn senni- lega glaðir borga allt að því hundraðfalda þá upphæð, sem nú er greidd. Er hægt aö neita þessu? Ef mönnum virðast þessar hug- leiðingar markaðar bölsýni einni saman, þá er þeim rétt að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum : Eru bændur ekki þegar farnir að yfirgefa bú sín til þess að hreinsa kamra útlendinganna ? Er ekki skortur vinnuafls til landbúnað- arvinnu þegar kominn á það stig, að ekki verði um villzt, hvert stefnir ? Standa ekki fiskibátar þegar í nausti af því að engar hendur vilja hrinda þeim á flot ? Er ekki nú þegar yfirvofandi skortur á vinnuafli til að halda við þjóðvegunum ? Er ekki byrj- að að loka matsölustöðum í Reykjavík vegna fólkseklu ? Er ekki starfsemi hæla og sjúkra- húsa þegar farin að dragast sam- an af sömu ástæðum ? Ollum þessum spurningum verður ekki svarað nema á einn veg. Hvert mannsbarn veit, að ekki er hægt að svara einni ein- ustu þeirra neitandi. Bendir það ekki sæmilega glöggt í áttina ? Þarf mikla skarpskyggni til að draga af því þær ályktanir, sem gert er hér að framan ? Áreiðan- ! lega ekki. Ef ekki verður að gert, ’ getur þróunin ekki orðið á annan veg en þar er gert ráð fyrir. Og þó er ekkert aðhafzt. Þrátt fyrir þetta geigvænlega útlit er ekkert aðhafzt af opin- berri hálfu. Þinghald er aðeins að nafninu til. 1 hálfan þriðja mán- uð hefur þingið fitlað við nálega einskisverð smámál. Hin aðkall- andi verkefni virðast vera hulin sjónum þess. Stjórnin heldur þjóðfélaginu á þann hátt í horf- inu að skattar eru innheimtir, greiðslur inntar af hendi, dómum sennilega fullnægt og gildandi lagafyrirmæli að mestu leyti í heiðri höfð. Hins vegar er ekki borið við að leysa hin knýjandi verkefni. Landinu virðist vera stjórnað eftir lífsreglunni: ,,Flýt- ur meðan ekki sekkur”. Jafnframt er talað um stjórnar- skipti, tvennar kosningar og deil- ur um stjórnskipulag ríkisins. Forsætisráðherrann neitar að stjórna daglangt — til bráða- birgða — ef þingið samþykki mál, sem honum er á móti skapi. Leiðandi menn þjóðarinnar virð- ast vera alráðnir í að kvika í engu frá því að hafa ábyrgðarleysið að leiðarljósi. Kosningafrestunin verð- ur að gilda áfram. Eins og nú horfir er ekki hægt að hugsa til kosninga og þar af Jeiðandi ekki til breytinga á stjórnskipunini. Frestun kosninga á síðastliðnu ári var ástæðulaust gerræði gegn skjalfestum réttind- um þjóðarinnar. Þá var tækifæri til að leitast við að skapa ný við- horf um stjórn landsins með því að ganga til kosninga. Nú er það ekki hægt. Þjóðfélagið er nú Saltfiskveiðar tog- ara stöðvast! SAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið fékk hjá út- gerðarmönnunum, Lofti Bjarnasyni og Beinteini Bjarnasyni, eru togarar þeir í Hafnarfirði, sem ætluðu að fiska í salt nú um hríð, ým- ist hættir eða um það bil að hætta veiðum. Höfuðástæðan er mannekla. Tekjur sjómann- anna eftir sjö daga veiðiför inun bafa numið 500—600 kr. en það þykir lítið. Hins vegar mun verða haldið áírani á ís- fiskveiðum, enda eru sjó- mennirnir mun fúsari til að s'.gla með aflann út en veiða í salt. Skortur vinnuafls tor- veldar nú á ýmsan hátt starf- rækslu útgerðarmanna í Hafn- arfirði. þannig á vegi statt, að ekki er unnt að sinna dæguræsingum. Kröftunum verður að einbeita að lausn þess alvarlegasta vanda, sem steðjað hefur að íslenzku þjóðinni. Þeir menn, sem fyrir ári síðan, í trássi við lög og rétt, töldu sig réttborna og sjálfkjörna til valda og mannaforráða á íslandi, verða að taka afleiðingum af því hátt- erni sínu og fara með völd nú, þegar kosningar eru raunverulega óframkvæmanlegar og harðvít- ugar innlandsdeilur beinn háski fyrir þjóðina. Traustið er að vísu tak- markað. Þess er að vísu ekki að dyljast, að þeim mönnum, sem nú fara með völdin er illa treyst til for- ustunnar — og eiga þeir allir ó- skipt mál um það. Með því að- haldi, sem réttmæt gagnrýni veit- ir, og í trausti þess, að ekki sé þessum mönnum alls góðs varn- að, fremur en flestum öðrum, á að mega gera ráð fyrir, að það sé stórum vænlegra að þeir sitji á- fram við stjórnartaumana en láta öldur dæguræsinga og harðvít- ugra flokksdeilna byrgja alla út- sýn um vettvang stjórnmálanna og brýnustu þarfir þjóðarinnar. Það verður því að teljast alveg rétt, og eðlileg afleiðing valda- ránsins í fyrra, að hinir svo- nefndu „þjóðstjórnarflokkar" komi sér saman um myndun nýrrar stjórnar. Og jafnvel þótt Alþýðuflokkurinn sinnti kjörfylg- isvonum sínum meira en svo, að hann vildi eiga þátt að myndun „stríðsstjórnar", getur það ekki firrt núverandi stjórnarflokka á- byrgð á stjórn landsins. Sam- stjórn þeirra hefur að baki sér sterkari þingmeirihluta en títt hefur verið um íslenzkar ríkis- stjórnir, Og sjálfsagt vilja ekki Framh. á 4. síðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.