Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 3
1» 3 Ö.S ö L F,U B Mismunandi sfyp&anir á rœ&u Hitlers. — 5íríðíð um listina heldur áfram. — Þa& þyhjr e\kf sambœrilegt að kvœnast á íslandi og berjast hinni góðu baráttu fyr- ir málstað Bandamanna. — Bœndur vilja fá erlent verkafólk — Slysahœttan á sjónum. -------------- UMHORF ÞJÖÐÖLFS í SUNNUDAGINN fyrir viku f\ síðan kvaddi Hitler saman þýzka ríkisþingið til þess að hlýða á boðskap sinn. Hann talaði um gang stríðsins og lýsti vetrar- hörkunum í Rússlandi, sem verið hefðu meiri en dæmi voru til síð- ustu 40 árin. Taldi hann, að um skeið hefði horft alvarlega fyrir þýzka hernum á austurvígstöðv- unum, sn fyrir frá- Ræða Hitlers. bært þrek og dugnað hersins, einkum fótgönguliðsins, hefði vandinn verið yfirstiginn og her- inn haldið velli. — Hitler beindi þeim orðum til þingsins, að þýzka þjóðin hefði allt að vinna í þessu stríði, en byði hún ósigur, væri allt tapað. Þess vegna yrði hún nú að leggja sig alla fram. Hér eftir gæti þjóðin ekki búizt við neinum réttindum, aðeins skyld- um. öllu yrði að fóma fyrir sig- urinn. Jafnframt fór Hitler fram á það, að þingið legði öll völd óskorað í sínar hendur. Sam- þykkti þingið að fela honum öll völd, sem hann teldi sig þurfa með til þess að geta sigrað. Hef- ur Hitler þannig vald til að „refsa, vikja frá störfum eða svipta réttindum, án tillits til gildandi lagafyrirmæla”, ef hann telur þess þörf. — Þinghald þetta hefur að vonum vakið mik- ið umtal. Á þessum tímum vorsóknarundirbúningsins er hler- að eftir minni tíðindum en þeim, þegar þýzki ríkisleiðtogin flytur þinginu boðskap sinn. Frá fréttastofnunum í löndum Bandamanna berast þær fregnir hvaðanæva að þetta beri að skilja sem merki um mikla innanlands- örðugleika í Þýzkalandi. Tekið sé að brydda veru- „Ritskýringar’ ^ ^ óánægju á ræðunni. þýzku þjóðarinnar og hafi Hitler beð- ið um þessar heim ildir til þess að geta kveðið nið- ur allan mótþróa með harðri hendi. Úr öðrum áttum láta þær raddir til sín heyra, að þetta sé aðeins tákn þess, að i vorsókn Þjóðverja muni ríkja ósveigjanleg festa, þar sem formsatriði friðar- tímanna verði ekki látin standa í vegi. Um réttmæti hvorttveggja þessara skýringa verður vitanlega ekkert fullyrt. Reynslan verður að skera úr því. Enn bíða menn í ofvæni þess, er koma mun. Eng- in vorsókn er enn hafin, Hermála- sérfræðingar í London hafa látið í ijós, að skilyrðin í Rússlandi geri enga sókn mögulega fyrr en í júnímánuði. Er því enn tími til stefnu að þreyta getgátur um á- tökin í sumar. MILLI Menntamálaráðs ann- ars vegar og listamanna hins vegar er enn stríðsástand ríkjandi. Alþingi hefur ekki tekið lil neinnar meðferðar kæruskjal hinna 66 rtthöfunda, skálda, tón- listarmanna og myndagerðar- manna. Formaður ráðsins hefur stofnað til sýn- strisis vi« Menntamálaráð. aðn 1 s ugg‘ um Gefjimar við Aðalstræti. Er til sýningarinnar stofnað í því skyni að ófrægja þá listamenn, sem myndimar hafa gert, En ekki eru menn á einu máli um listgildi þessara mynda. Telja sumir þær bera- ótvíræðan vott um listgáfu málaranna og hæfileika, en öðr- um sýnist það gagnstæða. En all- ir menn láta sér fátt um finnast þá ofsóknarhneigð, sem stendur að baki sýningarinnar. I síðustu viku voru birtar í dagblöðunum tvær fregnir varð- andi hervemd íslands. önnur var sú, að ameríski hershöfðinginn, Charies H. Bonesteel, tæki við yfirstjóm herliðs Bandamanna á íslandi af brezka hershöfðingjan- um Henry O. Curtis. Og sam- dægurs var frá því skýrt, að her- stjóm Bandaríkjanna á íslandi bannaði hermönnum sínum að kvænast hér með- TT , an á stríðinu stæði. Hervernd og . , . ... , Astæður voru til- njonabond. . , gremdar þær, að skyldur hermanns- ins og eiginmannsins fæm ekki saman, að hermaðurinn réði ekki sínum næturstað og að hemaðar- yfirvöldin hefðu ekki vald til að knýja hermann til að framfæra skyldulið sitt. Næstu tvo daga eftir að þessi „aðvörun” var birt, skýrði Morg- unblaðið frá einni íslenzk-amer- ískri trúlofun hvom dag. Má sennilega gera ráð fyrir, að slíkar trúlofanir séu einskonar ,,hjóna- bönd”, sem baki dátunum engar skyldur. SETT hefur verið á stofn Ráðningarskrifstofa landbún- aðarins. Verkafólkseklan sverfur mjög að bændum. Á Búnaðarþingi var rætt um þann möguleika að flytja inn verkafólk og samþykkt svohljóðandi þingsályktunartil- laga þar að lútandi ,,Búnaðarþing ályktar að skora á ríkisstjómina að taka til athug- unar nú þegar, hvort framkvæm- anlegt sé að flytja úrn færeyskt verkafólk eða annað erlent verkafólk til iandbúnaðarstarfa. Reynist að það sé unnt meci viðráðanlegum kjörum, þá verði innflutningur þess fram- kvæmdur”. Þá vill Búnaðarþ. að rikið verji nokkru fé til stuðnings því að ungmenni úr kaupstöðum og kauptúnum venjist Verðlaim hollri vinnu í sveit- ungmenna. um landsins. Sam- þykkti það svohjóð- andi tillögu: „Búnaðarþing ályktar að skora á Alþingi að leggja fram úr ríkis- sjóði allt að 100 þúsund krónur til verðlauna handa ungmennum 14—18 ára, úr kaupstöðum og kauptúnum, sem vinna í sveitum landsins að landbúnaði næsta sumar, gegn því að hlutaðeigandi bæjarsjóður greiði % verðlaun- anna. Upphæð verðlauna sé 100 til 200 krónur til ungmcnnis. — Skulu ungmennin hafa vinnubók, sem húsbændur þeirra rita í álit sitt um verkhæfni þeirra og hegð- un. Ráðningarstofa landbúnaðar- ins veitir verðlaunin. Ríkisstjóm- in setji reglur fyrir verðlauna- veitingum”. Erlent verkafólk. NÁLEGA á hverjum degi má heyra útvarpstilkynningar um siglingahættu. Tundurdufl eru á reki um allan sjó. Siglingaleiðir kringum landið eru ótryggar. Á fiskislóðun- Dauðinn við um getur strendur iandsins. dauðinn beð- ið fiskimann- anna á næsta öldukambi í líki þessara óboðnu gesta upp að ströndum landsins. Þessi hætta virðist sízt fara minnkandi. Þann- ig var frá því skýrt í síðustu viku, að dufla hefði aldrei orð- ið vart jafn innarlega á Faxaflóa og þá. Og sjófarendum einum stafar ekki hætta úr þessari átt. I sumum sjávarþorpum landsins hefur lífi og eignum borgaranna stafað hætta af þessum vágest- um. Fyrir nokkru síðan rak eitt þessara dufla á land í þorpi einu norðanlands. Það velktist í fjöru- borðinu dögum saman. 'Þegar loks var búið að eyðileggja það, var frá því skýrt, að ef það hefði sprungið þama í flæðarmálinu, mundi meiri hluti þorpsins hafa hrunið í rústir af völdum spreng- ingarinnar. Það er lítill vafi á því, að ýms- ir friðsamir sjófarendur láti h'f- ið fyrir tilverknað þessara dufla áður en yfir lýkur. Dularfullra siysa, sem ástæða virðist til að rekja til þeirra, er þegar farið að gæta. Þannig skýrir blaðið Skutull á ísafirði frá því 18. f. m., að erlent skip Skiptapi fyrir hafi týnzt, er það Vestfjörðum. var á leið frá Bíldudal með salt farm til ísafjarðar. Rekduflum er kennt um. Látinn maður hefur fundizt á bjarghring. Annar bjarghringur hefur fundizt með nafni skipsins. Við hann var fest karbitbox. Var það svart og sótað og ljós aug- sjáanlega verið látið loga á kar- bítnum. Er því álitið, að maður hafi verið í bjarghringnum og hafi hann losað sig úr honum, er hann sá, að einskis var að bíða. Rétt hjá þessum hring var sundurtættur þilfarsplanki, Á skipinu voru tveir Islendingar. Annar þeirra var Sigurður Odds- son, gamall skipstjóri og hafn- sögumaður. Það virðist einsætt, að á eyð- ingu rekduflanna beri að leggja mikið kapp, hvort sem þau velkj- ast um úti fyrir ströndum lands- ins eða berast upp í flæðarmálið. Til stjórnarvaldanna verður að gera þá kröfu, að þessi mál séu tekin föstum og ákveðnum tök- um. t. er miðstöð verðbréfaviðskiptanna. Sími 1710. Hárdukur fyfírli$$jandí TVær gcrdír GUÐMUNDUR ÓLAFSSON&CO. Ausfurstraefí 14 — Reykjavífc Sími 5904 Tlikynnlng ffl bífreíðaeígenda Hér með er lagt fyrir alla eigendur fólksflutn- ingsbifreiða hér í umdæminu og ennfremur eig- endur vörubifreiða, sem hafa föst sæti fyrir 6 eða fleiri farþega, að sækja á lögregluvarðstofuna, Pósthússtræti 3, fyrir 8. þ. m. prentuð fyrirmæli, sem fest skulu á nefndar bifreiðar nú þegar og koma til framkvæmda, ef auglýstur verður skyndibrottflutningur úr bænum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. maí 1 942. Agnar Kofoed-Hanscn Ráðningarstofa landbánaðarins tekur til starfa þriðjudaginn 28. þ. m. og verður opin fyrst um sinn kl. 9—12 f. h. og 12%—6 e. h. í húsi Búnaðarfélags Is- lands, Lækjargötu 14 B, sími 2718. — VERKAFÓLK, konur, karlar og uuglingar, sem vilja vinna ao landbúnaðarstöríum, ættu að snúa sér tíl skrifstofunnar sem allra fyrst. RÁÐNIN G ARSTOF A LANDBCNAÐARINS. Smásðluverð á neftóbaki frá tóbaksgerð vorri má eigi vera hærra en hér segir: í Reykjavík Annars staðar og Hafnarfirði á landinu Skorið neftóbak 40 gramma blikkdósin ... Kr. 1,94 Kr. 2,00 ——» 60 2,91 — 3,00 100 — glerkrukkan 3,00 — 5,15 200 -— .... 9,40 — 9,70 1000 — blikkdósin — 43,20 — 44,50 Óskorið — 300 — — ... — 20,70 — 21,35 Tóbakseínkasala ríkísíns \

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.