Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.05.1942, Blaðsíða 4
M'il’ðlfUR Draugnr enn í spilinu Framhald af 2. síðu skemmdarverk á húsum, merkja- steinum, girðingum, jafnvel slysa- vamatækjum við sjó. Krakkar stökkva yfir garða og girðingar, upp um húsþök, kasta snjókúlum inn í íbúðir manna, krota utan húsveggi, kalla allskonar vitleysu til ókunnugra manna og flangsast eins og kjánar utan í fólk. Nýlega kölluðu tvær ungar stúlkur, á að gizka 15—16 ára, « í byggingameistara nokkum hér í bænum, sem fór fram hjá þeim: ,,Halló, mannandskoti”, hrópuðu þær. Þessi sómamaður tók þær tali og urðu þær þá sneipulegar. Allskonar slík vitleysisköll eru vanaleg hjá krökkum hér í bæ. Þá kannast margir við fram- komu krakkanna í strætisvögnun- um. Allt þetta ber heimilum og þjóðaruppeldi slæman vitnisburð, og sýnir nokkurnveginn hið al- menna menningarlega tíðarfar hjá okkur. Nú er það vitað, að erf- itt er fyrir eitt og eitt heimili að hamla upp á móti straumn- um. Þess vegna þarf þjóðin að vera samtaka um viðreisnarstarf- ið. Hið menningarlega og uppeld- islega tíðarfar þarf að breytast, til þess að komið geti sólbjart vor, hlýindi og fagur gróður. 111 þess að ná slíku takmarki, þarf kristilega, siðferðilega og þjóð- lega vaknirigu. Ekki þýðir að einblína á eitthvað eitt, eins og mönnum oft hættir til, þar sem einn hrópar: skipulag, annar trú og hinn þriðji fræðslu. Það er ekkert eitt, sem dugar, heldur margt saman. Eg veit það, að sumum „rétttrúnaðarmönnum” hættir til að staðhæfa, að eitt fæði annað af sér, en þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Sag- an sannar það, að trú hefur ekki alltaf fætt af sér réttlátt og á- kjósanlegt skipulag, og að ekk- ert sérstakt skipulag nægir til þess að gera menn réttláta og góða, og fræðslan ein nægir ekki heldur, en hvað með öðru er þetta allt gott. Mest af því sem varpar skugga á þjóðarsæmd okkar, svo sem kæruleysið, ólöghlýðnin, ókurteis- in, drabbarahátturinn, hálfvelgj- an og hinn siðferðilegi slappleiki stafar af því, að kynslóðin á í rauninni ekki til neinn skýran og ákveðinn siðferðismælikvarða ekki neina algilda reglu fyrir breytni og framkomu manna. Þefcta er óskaplegt tjón og úr því þarf að bæta. En haldgóður mælikvarði á breytni og hegðun manna verð- ur helzt ekki til nema þá, er þjóðir lifa siðbóta- eða vakninga- tímabil. Þeir verða helzt til á dögum spámanna og mikilla and- legra leiðtoga. Þá ýmist uppgötva menn hinar algildu reglur eða hverfa aftur að þeim. Þetta er okkar mikla þörf. Þess vegna endurtek ég staðhæfingu mina, við þurfum að hefjast handa um kristilega, siðferðilega og þjóð- lega vakningu, ganga saman í sterka fylkingu til þess að koma henni í framkvæmd. Það er hægt Mánudaginn 4. maí 1942. Bækur og rít Framhald af 2. síöu semdaleiðslu sinni. En það er þarflaust að draga dul á það. að greinar þessar eru bráð- skemmtilegar aflestrar og ýmis- legt á þeim að græða, hvað sem höfuðkenningunum líður, því að margt er þar skarplega athugað. Mun það ekki orka tvímælis, að Barði sé meðal hinna frumleg- ustu og hugmyndaríkustu ís- lenzkra fræðimanna, þótt liér verði ekki dæmt um það, nema hugarflug harts geti á stundum fremur átt samleið með skáld- skap en vísindum. Á annað athyglisveit og ágætt efni, sem birzt hefur í þessum tveim fyrstu heftum Helgafells skal drepið með örfáum orðum. Magnús Ásgeirsson hefur birt þar fágaða þýðingu á hinu stór- brotna kvæði Kiplings, Ef.... Tómas Guðmundss. á þar snilld- arkvæði, Bréf til látins manns og Steinn Steinar nokkur ágæt ljóð. Yfirbragðsmikil ferðalýsing eftir Gunnar Gunnarsson, Eldhnöttur- inn og eldfjallið er í fyrsta heft- inu. Þar á einnig Sverrir Kristj- ánson mjög skýra og vel ritaða Aldarininningu um Brandes. — 1 síðara heftinu er m. a. smásaga eftir Guðm. G. Hagalín og mjög athyglisverð grein eftir Jóhann Sæmundsson lækni um Sumar- notkun hitaveitunnar, sem síðar verður vikið að hér í blaðinu. Þar er og gullfallegt kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, Fornar dyggðsr, sem mun vera síðasta ljóð skáldsins, ásamt mynd hans og rithandársýnishorni. Helgafell ei’ vandað að ytra frágangi, prentað á góðan pappír og prýtt myndum og teikningum. Útgáfa þess er djarfasta tilraun sem hér hefur verið gerð til að skapa vettvang til umræðu um bókmenntir og önnur menningar- mál. Er þess að vænta, að vel megi takast. ^^0 og það er skemmtilegt verk, og fyrir það munum við hljóta bless- un komandi kynslóða. Nú þarf að kveikja eld í brjósti æskunnar og vígja þann heiiaga eld áhug- ans í þjónustu lífsins, en ekki dauðans, eins og sum stórveldi hafa gert í seinni tíð. Slíka nýsköpun skulum við hefja og hræðast hvergi, þó.ft ein- hver hrópi: Nazismi! Fasismi! Slíkt er aðeins gamall galdra- brennuhugsunarháttur og mun hann fá sinn dóm þegar aftur birtir. Jjj SHIPAUTCERÐ ESJA austur um til Seyðisfjarðar í byrj- un þessarar viku. Vörumóttaka í dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi.. Frá Seyðis- firði fer skipið beint til Reykja- víkur með viðkomu í Vestmanna- eyjum, og er ætlast til að skipið fari aftur um miðjan mánuðinn venjulega strandferð austur um til Siglufjarðar og komi þá einungis við á aðalhöfnunum sunnan Seyðisfjarðar í austurleiðinni. Stríðsstjórn eða upplausnarástand Framhald af 1. síöu. oddvitar þessara flokka efast um, að kjósendurnir, sem greiddu þeirfl atkvæði við síðustu kosn- ingar, hafi snúið við þeim baki. Ur herbúðum þessara flokka hafa oftar en einu sinni heyrzt raddir um það, að unnt mundi að stjórna landinu án tilstyrks AI- þýðuflokksins. Þeir munu í hví- vetna hafa litið á hann sem lítinn bróður í leik stjórnmálanna. Hin- ar ófullkomnu breytingartillögur Alþýðuflokksins á stjórnskipun landsins eru dægurflugur, fram bornar í því einu skyni að skapa vanda í sambúð núverandi stjórn- arflokka. Eru þær því ekki til þess fallnar að orka neinu um, það, hversu hin þýðingarmestu mál ráðast á þeim alvarlegu tím- um, er nú standa yfir. Og Al- þýðuflokkurinn þarf ekki að ætla sér þá dul, að mark verði tekið á kröfum hans um kösningar nú, eftir að hafa átt hlut að hinni ger- ræðisfullu kosningafrestun á síð- asta ári. Afstaða Þjóðólfs til „stríðsstjórnar“ Ábyrgrar ríkisstjórnar á ís- landi bíða önnur verkefni en þau, að kasta sér út í hjaðningavíg ill- vígrar kosningabaráttu. Þörfin krefur að unnið sé í þágu þjóðar- innar af metri einbeittni og dugn- aði en nokkru sinni áður. Ef það verður ekki tryggt, að allar starfs- fæ.rar hendur á íslandi vinni og vinnuaflinu sé á skipulegan hátt beint að þjóðnýtum og aðkallandi störfum, kalla stjórnarvöld lands- ins mikla ógæfu yfír þjóðina. Þeim tveim flokkum, sem nú fara með stjórn landsins yrði um megn að þvo hendur sínar af þeirri ábyrgð. Ur því, sem nú er komið, er ekki um annað að ræða en að fresta kosningum meðan stríðið stendur. Skorist Alþýðu- flokkurinn undan stjórnarstörf- um, verða núverandi stjórnar- Varðveitið fatnaðinn frá tílraunum með léleg þvottaefni, nú þegar FLIK« FLAK fæst í hverri búð. Silhisokhar, hínir fínustu dúhar og undirföt eru örugg fyrír shemmdum, þegar þér notíð FLIK-FLAK í þvott- ínn. FLII r F/Ík. F/ak FLIK-PLAK ER BEZTA ÞVOTTAKONAN. Dregíd verdur í 3. fl. ll. maí 402 vínníngar. Samtals 87700 krónur. Enlinúli scn illra tiral! flokkar að fara með stjórn eimr. Þeir geta ekki varpað frá sér á- byrgð á raunhæfum stjórnarstörf- um án þess að auka drjúgum í þá syndabyrði, sem þegar mun vera orðin nægilega þung. Um afstöðu Þjóðólfs til slíkrar „stríðsstjórn- ar“, hvort sem hún væri skipuð fulltrúum þriggja flokka eða tveggja, er það að segja, að hann mundi vilja veita henni það að- hald réttmætrar gagnrýni, sem áður er nefnt, en unna henni í hvívetna sannmælis og láta hana .hljóta dóm samkvæmt verkum sínum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.