Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 11.05.1942, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 11.05.1942, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761. Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. bjóðólfur kemur út á hverjum ' mánudegi. Misserisverð er kl. 6.00 j og greíðist fyiirfram, í lausasolu j 25 aurá. I ' Víkingsprent h. f. * 8þt Á BAUGI MEÐ þeim breytiagum, sem ná eru fyrirhugaðar á kjör- dœmasldpun landsins, f jölgun þingmanna í Reykjavík um tvo, að Sigluf jörður verði sérstakt kjördæmi og hlutfallskosning tek- in upp í tvímenningskjördæmun- um, eru að fullu taldir dagar hinnar svonefndu „þjóðstjórnar”. Mun það lítt verða harmað. At- liafnir þessarar stjórnar og allur hennar valdaferill hafa eiidur- speglað spilltara og sjúkara stjórnmálaiíf, gerræðisfyllri vald- beitingu, meiri sérdrægni og ó- jöfnuð en áður getur í stjórn- málasögu landsins. • • « EITT (iagbiaðanna hefur rang- fært mjög þá afstöðu Þjóð- ólfs að telja rétt, úr því sem kom- ið er, að þessi stjórn fari með völd til stríðsloka. Þykir því rétt að rökstyðja þá skoðun nokkru nánar. Afstaða Þjóðólfs til þess- arar stjórnar heíur aldrei verið á annan veg en markað er hér að íraman — og mun aldrei verða á annan veg. Blaðið hefur þrá- faldlega krafizt þess, að einstakir ráðherrar og stjórnin í heild yrðu látín sæta þungri ábyrgð, Sú krafa er endurtekin nú og verður á loft haldið framvegis. Blaðið er þess og fullvisst, að þeir tímar komi, er |æssi lánlausa stjórn verður að svara til saka fyrir verk sín á annan veg en nú. Á hitt ber að líta, að yfirstand- andi stríðstími er aðeins millibils- ástand. Stríðið bjargaði landinu frá gjaldþroti um stundarsakir. Að stríðinu loknu blasa \ið sömu vandamálin og fyrr: Atvinnuleysi, skortur og greiðsluþrot ríkisins, sé haldið áfram á sömu braut. Það er því augljóst mál, að þjóð- félagshættirnir verða að taka verulcgum breytingmn. Hér verð- ur að reisa af grunni nýtt þjóð- félag. I millibilsástandi stríðstím- anna verður þetta ekki gert og Framh. á 4. síðu Frá aðalfundi Fé'ags biöHSÍBP íslenzkra iðnrekenda A aðalfundi Félags Y ísl. iðnrekendaÝ ♦%voru samþykktar tvær tillögur mjög ÍV ♦*• 4|,anda þess, sem ritað hefur verið hérÝ *t*í blaðinu. Onnur þeirra var frá Stefáni*j* •^Thorarensen og er svohljóðandi: X ♦♦♦ ,,Aðalfundur Fél. íslenzkra iðnrek-V ♦♦♦ ♦> ♦í»enda, haldinn 8. maí 1942, skorar áv* ^♦ríkisstjórn lslands að setja nú þegar áý Vstofn vinnumiðlunarskrifstofu, semA Yskrásetji allt vinnufært fóik og ann-,1. % T ♦*♦ -j-ist ráðningu þess til allra starfa ‘. Hin var frá Sveinbirni Jónssyni og*{* .j.var þess efnis, að skora á Vinnuveit <j* *t*endafélagið að hlutast til um, að aðrir.*. •{•vinnuveitendur tækju þetta mál upp ᣠ♦{•sama grundveili. Y .♦♦ I stjórn Félags íslenzkra iðnrekendaj* .-.voru kosnir: Sigurjón Pétursson, for-»j» *t*maður, Bjarni Pétursson, gjaldkeri.Ý *t*Sigurður B, Runólfsson, ritari, og með-, ♦{♦stjórnendur þeír Jón Kjartansson ogjj <«Sigurður Waage. Y £ • • II. árg. Reykjavík, manudaginn 11. maí 1942 13. tölublað. Hafið þetfta ftftl marks AFIMMTUDAGINN kemur má væntanlega sjá augljós merki hörmulegs neyðarástands hér í höfuðstað lands- ins. Þá er flutningsdagur að vori. Allverulegur hópur af borgurum bæjarins verður á vegalausu reiki um stræti og götur borgarinnar. Það eru hinir húsveiltu, fólkið, sem ekki á þess kost að fá þak yfir höfuðið, hvað sem í boði er. Húsmunir þess eru bomir út á götuna. Hrelldar mæö- ur sjá heimli sín og ástvina sinna lögð í rústir. Lítil börn. kvíðiri á svip, reyna að bjarga gullunum sínum úr öngþveiti hraknifigsins. Gamalmennin hrekjast til 'Valhallar eða á annan fjarlægan stað, þar sem tekizt hefur að útvega þeim griðastað til bráðabirgða. Fyrirvinna fjölskyldunnar hefur væntanlega óvenjulega góðar efnahagslegar ástæður til aö sjá heimili sínu far- borða. Allir eiga kost á vel- borgaðri atvinnu, enda leggja rnenn nú yfirleitt mikið á sig við vinnu. Skortinum er í bili bægt frá dyrum verkamanna. Atvinnuleysið er úr sögu vegna hemáðarástandsins, Verkamennirnir geta því bætt úr frumstæöustu þörfum sínum og sinna. Þeir eiga næga úrkosti til að afla fjöl- skyldum sínum fæðis og klæða. Hinsvegar hefur nú skapazt það ástand, að fjöldi manns fær ekki bætt úr þeim þörfum sínum, er næst ganga sjálfu fæöinu. Menn eiga ekki þess kost að fá þak yfir höfuð- in. Skortur í nýrri mynd Neyðarástandinu í húsnæð- ismálum er líkt farið og hörm- ungum atvinnuleysisáranna um það, að hvorttveggja eru alvarleg sjúkdómseinkenni þeirra stjórnarhátta, sem þjóð- in býr við. Þeir þjóðfélags- hættir, sem velja hungurvof- unni vígstöðu við dyr landsins barna í liki náðarbrauðs at- vinnuleysisstyrkja og fátækra- framfæris, í stað þess að búa hverri starfandi hönd verkefni viö gagnlega vinnu, eru ekki tii frambúðar. Þeir dæma sig sjálfir. Slíkt þjóðfélag ber dauðann í brjóstinu. Annað nýtt hlýtur að rísa af grunni á rústum þess. Hið sjúklega þjóð- félagsástand verður bezt skynjað af því, aö jafnskjótt og óvænt- ir, utanaðkomandi atburðir fyrirbyggja atvinnuleysið um stundarskair, rís nýtt vanda- mál, sem er viölíka þungur áfellisdómur yfir ríkjandi þjóðfélagsháttum og atvinnu- leysið var áður. Húsnæðisekl- an er ein tegimd af skorti og neyð, sem Kið stjómlausa ein- ræöi hlýtur að leiða yfir þjóð- ! ina. Skilgetin afkvæmi þéss, ' skipulagsleysið og ofríkið, haldast í hendur um að opna neyðinni nýjar dyr, jafnskjótt og einum er lokaö. Afskipti ríkis og bæjar Áður hefur verið lýst hér í biaðinu hinum óheillavænlegu afskiptum ríkisvaldsins af byggingamálunum. í upphafi stríðsins beitti viðskiptamála- ráðherrann sér mjög eindregið fyrir því að stöðva allar húsa* byggingar meðan stríðið stæði. Því var haldiö fram, að það væri of. dýrt að byggja á stríðstímum. Hitt sást Ey- steini Jónssyni yfir, að bara í höfuðstað landsins einum saman er þörf fyrir um 300 nýjar ibúðir á ári hverju vegna eðlilegrar fólksfjölgun- ar í bænum. Afskipti ríkisvaldsins eruþví með öllum einkennum hins stjórnlausa einræðis. Þaö er gripið fram fyrir hendur borg- aranna og þeim meinaö að sjá hag sínum sjálfir borgið, án þess að skipulegar aðgerðir og viturleg forsjá hins opinbera komi í stað framtaks. borgar- anna. Afleiðingin er öngþveit- isástand og margháttuð vand- ræöi almennings. En ríkisvaldiö er ekki eitt um að leggja stein í götu ný- bygginganna. Fyrir skamm- sýna stjórn á byggingamálum höfuðstaöarins er nú svo kom- iö, að mikil tormerki eru á því að fá byggð ný hús. Málum er nú svo háttaö, að fyrir liggja umsóknir um nokkur hundruð lóðir undir nýbygg- ingar, sem ekki virðist unnt að sinna. Bæjarverkfræðingur hefur ekki alls fyrir löngu rit- aö bréf öllum þeim, sem sótt hafa um lóðir, og skýrt frá þvi. að borizt hafi fleiri umsóknir um Ióöir, en byggingarhæfár lóðir séu til. Það er að sjálf- sögðu afleiðing hinnar al- röngu stefnu í byggingamál- um bæjarins, sem áður hefur Framhald á 2. síðu. Einar M. Einarsson / AUGARDAGINN 2. þ. m. átti Einar M. Einarsson sþipherra fimmtugsafmœli. Hann er einn hinn þunnasti atorþumahur í tslenzþri sþipstjórastétt. Meðan hann var sþipherra á Ægi, gat hann sér míþið orð fyrir frábœran dugnað við landhelgisgœzlu og björgunarstörf. Þótti miþið sþarð fyrir sþildi í þeim efnum, þegar Einar var fyrirvaralaust ,,settur í land“ frá þeim störfum árið 1937. Þjóðólfur kom að máli við Einar á heimili hans, Grundar- stíg 10, hér í bænum, og innti frétta af þátttöku hans í landhelgis- gæzlunni. — Hvenær heillaðí sjórinn yð- ur til sín ? spyrjum vér. *— Ég fór á sjóinn, þegar ég var 16 ára. Æskuheimili mitt var í Ólafsvík. — Ég var sendur til Reykjavíkur 14 ára gamall til þess að læra smíðar. En hugurinn leit- aði út á sjóinn. Ég toldi því ekki við smíðarnar, og fór til sjós eftir tvö ár. Fyrst var ég á fiskibát- um, en síðar á stærri skipum. — Hvenær lukuð þér námi ? — Ég tók skipstjórapróf 1918. Eftir það var ég stýrimaður í milli landasiglingum meðan ég var að öðlast réttindi til skipsstjórnar. — Hvenær hófst starf yðar í þágu hins opinbera við landhelg- isgæzlu og björgun ? — Ég varð stýrimaður á Þór eldra 1920. Hann var þá björgun- arskip Vestmannaeyinga, en varð síðar strandvarnarskip. Árið 1924 var hann vopnaður, fyrstur ís- lenzkra skipa. — Þér hafið ekki gegnt skips- stjórn á Þór ? — Aðeins um tveggja mánaða tíma. Jóhann P. Jónsson var þá erlendis að líta eftir smíði Oðins. Annan þennan mánuð tókum við tíu togara. Hinn Aiánuðinn var óstillt, og lágum við lengst af yf- ir netum Vestmannaeyinga. — Voruð þér lengi á Þór ? — Til ársins 1926. Þá var ég með í að sækja Öðinn og sigla honum hingað upp. Var ég síðan 1. stýrimaður á honum um tveggja ára skeið. Árið 1928 fór ég út til Englands. Var ég þar á varðskipum og kynnti mér björg unarstörf, bæði þar og á Norður- löndum. — Hvenær var Ægir byggð- ur ? — Árið 1929. Ég dvaldist þá í Kaupmannahöfn til þess að líta eftir smíði skipsins af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Ég sigldi því síðan hingað upp og hóf það gæzlustörf í síðari hluta júlímánaðar 1929. — Hvað voruð þér lengi skip- herra á Ægi ? — Ég var „settur í land“ út af svokölluðu Belgaum-máli árið 1932. Það mál lognaðist út af eft- ir að því var vísað frá hæstarétti. í október 1934 tók ég aftur við stjórn Ægis, en var „vikið frá störfum um stundarsakir“ 1937, eins og það var orðað. Átta mán- uðum áður háfði ég verið skipað- ur til starfsins til sex ára. — Hver var ástæðan til brott- vikningarinnar ? — Almenningur segir, að ég Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.