Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 18.05.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.05.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐ6LF.UB Guðmundur Davíðsson: Aburðarvinnsla jöklanna Niðurlag. V. JÖÐIN hefur hingað til horft á jokulárnar renna eftir breiðum byggðum til sjávar, án þess að gera sér ljóst, að þær hafa frá alda oðli flutt með sér daglegt brauð kynslóðanna, sem í landinu hafa búið. Og þó að menn bæði viti og skilji, að hér fara framhjá bændábýlunum verð> mæti, dýrmætari en Fróðamjöl, hafa engir tök á eða þekkingu, til að handsama þau, nem:a þar sem landslagi jarða er svo hátt- að, að vatnið flæðir yfir siægju- land því nær sjálfkrafa og skilur þar eftir áburðinn. Vel mætti líkja þessu við það, ef fiskatorf- urnar sveimuðu rétt fyrir utan ströndina, en fólkið, sem þar byggi, fengi ekki notið af því annars en þess, er kynni að reka upp á fjöruna, af því að bátar og veiðarfæri væri ekki fyrir hendi. Að visu hefur í seinni tíð verið aukið mjög við ræktað land með jökuláráburði, en það er hverfandi lítið, sem hann er þannig hagnýttur, samanborið við það, sem árnar bera til sjávar. Ekki er langt síðan menn lærðu að nota vatnsafl til að knýja vélar til raforkuframleiðslu. Ekki eru heldur mörg ár síðan farið var að rækta hitabeltisjurtir við jarðhita inni í glerskálum hér á landi. Má því vel gera ráð fyrir að reki að því, fyrr eða siðar, að áburður verði unninn úr jökul- vatni og íslenzkum bergtegundum með þar til gerðum tækjum. Aldrei hefur verið mælt eða vegið, hve mörg tonn af jökulleir berst í ánum til sjávar á ári hverju. Með einfaldri rannsókn ætti að vera auðvelt að komast fyrir það sanna í því efni. Gera má ráð fyrir, að á einni viku, eða jafnvel skemmri. tíma, flytji jök- ulár landsins til sjávar áburðar- magn, sem nægja mundi til að bæta úr ársþörf landsmanna fyr- ii áburð. Sagt er að Temsá flytji á hverju ári að meðaltali 1—2 milljónir af jarðefnum út í sjó, er hún þó ekki jökulvatn. Vatns* magn hennar, þó mikið sé, er varla meira en lítið brot af öllum íslenzkum jökulániun samanlðgð- um. í hverjum teningsmetra af vatni í ánni Rín er 54 grömm af leðju, í Níl 412 gr. og Indus 2500 gr. Rín flytur þá 4 miljlónir smá- lesta af jarðefnum til sjávar, en Indus 446 milljónir smálesta, Þjórsá, sem er nálega þykk af jökulleðju, flytur sennilega marg- ar milljónir smálesta af henni í sjó fram á hverju ári. Gera má ráð fyrir, að jafnan se meira af leir í jökulva.tni en salti í sjó. Þykir þó tilvinnandi að vinna það. Er það gert fyrir á- hrif sólarhita eða jarðhita. Vatn- ið er látið gufa upp og verður þá saltið eftir. Engar vélar koma hér til greina, nema ef hreinsa þarf saltið eftir á. Svona aðferð verður tæplega höfð við áburð- arvinnslu úr jökulvatni, nema ef hægt væri að nota jarðhita til að breyta vatninu í gufu. Hins- vegar mætti gera tilraun til að ná leir úr jökulvatni með því móti að veita því í víðar og djúp- ar gryfjur og láta það standa þar kyrrt, meðan leirin væri að setj- ast á botninn. Þannig hefur nátt- úran farið að, þegar smiðjumós- lögin urðu til hér á landi í lok Isaldarinnar. Þau eru ekkert arm- að en botnfall úr uppistöðu jök- uivatnsins. VI. Á það var minnzt hér að fram- an, að líkur séu til, að allt berg og hraugrýti á Islandi, muni vera jafn gagnlegur áburður og leirinn. sem jökulámar bera með sér, ef það væri malað. Er engin ástæða til að ætla, að berg, sem jökl- arnir hvíla á, og þeir mala niður með þunga sínum, sé hæfari á- burður heldur en grjót annars- staðar á landinu, enda benda dæmin á það, sem áður voru til- færð. En til áburðarframleiðslu úr bergi þurfa sérstakar vétar, sem mala grjót eins rækilega og jökullinn gerir og breyta því í hveitismátt duft. Gera má ráð fyrir aö áburðar* efni séu mismunandi að gæðum í hinum ýmsu bergtegundum hér á landi. og þá ekki síður í jökul- leirnum, eða hæfileiki þeirra að nema efni úr lofti og vatni. En úr því verður ekki skorið nema með tilraunum. Yrði þá að mala grjótið hveitismátt. Eftir því sem það er smágerðara lætur því bet- ur að inna þeta hlutverk af hendi, og skila efnunum til réttra hlutaðeigenda — jurtanna. Árlega eru nú borgaðar 2—3 milljónir króna fyrir erlendan á- burð. Vel mætti hugsa sér að í framtíðinni mætti spara sér þessi erlendu áburðarkaup allverulega, eða með öllu, ef tækist að breyta íslenzka grjótinu í viðunandi á- burð og ná einhverju af jökul- leðjunni úr ánum upp á gras- lendi, sem liggur hærra en svo, að hægt sé að veita á það vatni. vn. Það kann að þykja fjarstæða að gera sér vonir um að nota megi grjótið, sem við göngum á, fyrir áburð, alveg eins og það væri sauðatað eða kúamykja, en þó er það ekki meiri undur en að vinna hann úr loftinu, sem við öndum að okkur, elns og nU er gert. Aðstaða manna gagnvart hlut- unum, skoðun á gagnsemi þeirra og skilningur á lögum náttúrunn- ar, breytist svo að segja. með degi hverjum. Það, sem er álitið einskisvirði í dag, þykir ef til vill dýrmætt á morgun. Hlútir og fyrirbrigði í náttúrunni, sem menn hafa haft fyrir augum sér frá ómunatíð og einskis metið eða ekki gefið gaum, geta á skömmum tíma breytzt í menn- ingartæki, er skapa auð og vel- sæld. Varla þarf að gera ráð fyr- ir, að áburður, sem nú er unninn úr löfti, verði um aldur og ævi undirstaða grasræktarinnar. Galli við hann er einkum sá, að hann skilur engin efni eftir í jarðveg- inum, eftir að jurtimar hafa not- ið hans. Þær eta hann upp til agna í hvert skipti, sem hann er borinn á, svo að ekkert verður eftir. Ö ðrti máli er að gegna með húsdýraáburð og jökulleðju. Jarð- veginum bætist þar alltaf eitt- hvað af föstum efnum, hæfum til að varðveita áburðaréfni og skila jurtunum þeim. I byrjun þessa erindis benti ég á, að hafís, er berst sem rekald með straumi og vindi upp að ströndum landsins, skapar þaí hagstæð skilyrði fyrir þróun dýralífsins vegna áhrifa sinna á hitabreytingar sjávarins. Sama gildir um skýin, sem hrekjast um loftið. Þau senda frá sér regn, þyrstum jurtagróðri til svölunar og þroska. Háfjallajökuliinn innir af höndum í sínum verkahring störf hliðstæð þessu, eins og þeg- ar er drepið á. Þannig grund- vallast jurtalíf og dýralíf á hag- nýtingu hinna svoköluðu dauðu efna og afla í riki náttúrunnar. Frá Báifarafélaginu Aðalfundur Bálfarafélags íslands ^ar haldinn þann 18. apríl þ. á. á skrifstofu félagsins Hafnarstræti 5. Fundarstjóri var Agúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi. — Formaður gaf skýrslu um starf félagsins 1941, og verður hún síðar prentuð og send félagsmönnum og dagblöðum. — Gjald- keri, Björn Olafsson, stórkaupm., lagði fram endurskoðaðan reikning f. 1941. — Byggingarsjóður jókst á árinu um rúmar 50 þús. krónur og nam í árslok krónum 83.324,86. Gjaldkeri gat þess, að Bálfara- félagið ætti á næstunni von á 70 þús. kr. fjárstyrk úr Bæjarsjóði Reykjavíkur og Ríkissjóði, gegn 35 þús. króna framlagi, sem Bálfarafélagið útvegar úr annari átt. Úr stjórninni átti að ganga dr. G. Claes- sen. en var endurkosinn. — Formaður gat þess, að búið væri að sækja til Viðskipta- málaráðuneytisins um leyfi til kaups á byggingarefni til bájstofunnar. Ef það leyfi fæst, verður þegar í stað hafizt handa um bygginguna á Sunnuhvolstuni. En þar hefur Bæjarráð Reýkjavikur akveðið bal- stofunni stað, og útvísað Bálfarafélaginu stóra lóð til byggingarinnar. fæðir fólkið, ef í harðbakka slaer. Þeir, sem vilja vinna að landbúnaðarstörf- um geta valið úr stöðum víðsvegar um land. VERKAMENN OG KONUR! Frestið þó ekki að ráða ykkur, því að fram- boð er nokkuð og beztu staðirnir fara fyrst. Komið á Ráðningaskrifstofu landbúnaðarins í húsi Búnaðarfélags íslands, Laekjargötu I 4B. — Sími: 2718. Lesið ævísögu frú Höyer „Anna Iwanowna“.— Hún fræðir yður betur en nokkrar fréttír um það hvernig ástandíð er þar, sem tvö stórveldi berjast á víðum vígvöllum. •x..x.-x~x-x-X”X~:~x~x~x-:“X-x~x-x-x-:-x-:-x~x~:~x~x-:-X“X"X~:*4 Rúllugardínustengur eru komnar. — Margar stærðir. ^xx-x**x*x~x~xk*x*x*k~X"X*<-*k*>-k-x~>*x~»:'*x~x~x~x-x-m~»> Björn Sigfússon, magister: Miðstöðvar héraða — Menntaskóli í sveit VÖTN stefna öll til sjávar, vegir til Reykjavíkur. í asa- hláku í dag, sumardagmn fyrsta 1942, eru í blöðum þær fréttir af leysingunum íslenzku, að fjölg- að hafi s.l. ár um 2300 manns í Reykjavík, þar sem. röskur þriðjungur landsmanna býr, og fólk sé þar svo miðjusækið af skemmtanafíkn, að ríkisspítalár í bæjarleiðar fjarska frá miðdepli hennar séu of afskekktir til að geta fengið starfsfólk, þótt sjúkrahús innan Hringbrautar skorti fátt fólk eða ekkert. Or- sakir þessa eru að vísu marg- breytóar og rangt hjá blöðum almannarómi, að skemmtanafikn sé meginatriði nema hjá iitlum hluta manna, En því verður ekki móti mælt, að mikill þorri Islend- inga sækist nú eftir að fara- í þéttbýli af fleiri ástæðum en f jár- hagslegum, og jafnframt eru ýms- ar sterkar líkur fyrir betri efna- hag næstu áratugi í kaupstöðum og þorpum, sem vel erui sett, en í dreifðum byggðum einbýlinga. Það tjáir ekki í leysingum að saka snjóinn og mannfólkið um óstöðugleika hvað þá að reyna að frysta kyrrt á stað sinum það, sem bráðna vill í hlákunni, — fallvötnin og leiðir þeirra liggja eins fyrir því. Vilji menn breyta ptraumhraða þeirra og stefnu, verða þeir að beita einu náttúru- lögmáli gegn öðru. Einkunnin „pest í mannfólkinu” er tilgangs- lítil, þótt hún ætti sumstaðar heima, og lyfjaspraatum við „pestinni” fánýt móts við það að koma upp stofni, sem við öll sæmileg skilyrði er ónæmur fyrir henni. Ef við höldum til gamans hlákulíkingunni, margfaldast í leysingjum frjógnótt hverrar ár og lækjar. Því gera menn uppi- stöður, áveitur, þar sem gruggið getur s&tzt og bætir heyfeng. Stöðuvötn fyllast þá næringu, sem svifgróður þeirra og dýralíf dafnar af og þar með veiðivötnin, Frjómagnsins nýtur líka í lónum við sjó, en í útsæ sekkur það gagnlaust í undirdjúp. Því víðar sem vötnin fá tóm til frjóvgunar, því meira líf og mest í uppistöðum og hlýjum vötnum. Til dæmis er Mývatn og sveitin, sem það hef- ur skapað, 200 metrum hærra yfir sjó en uppsveitir Suðurlands, sveitin, sem dregur farfuglana þúsundum saman úr suðlægari löndum á vorin og enginn maður flyzt úr ónauðugur, — sveitin, sem er fuglunum stórborg á snmrin og mönnunum að minnsta kosti þorpsígildi í góðu skauta- færi á veturna og hefur fóstrað á liðnum öldum farsælar marg- býlisvenjur og samvinnu- Þjóðarhaf Vesturheims fellur hér að ströndum, ólikt fastar en á dögum Ameríkuferðanna, og Reykjavík er aðeins lítið lón í fljótsósum í samanburði við það. Á flóðtímum eins og nú verða erlendu áhrifin mikil í því lóni, seltan mest um stórstraumsflæðar og óvíst, nema það væri ver farið án þessarar alþjóðlegu seltu, Jafn- vel tærasta bergvatn íslenzkt get- ur án seltu fúlnað í afrennslislit- um forarlónum, uns salta brimið brýzt þangað fossandi á nýjan- leik með heilnæmi sitt, nauðsyn- legt, en því miður óþjóðlegt heil- næmi. Bjargráð þjóðar í leysingu hljóta að verða uppistöður og hin csöltu vötn. með heimelsku lífi, þótt í sambandi sé \*ið alþjóðlegan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.