Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 26.05.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.05.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÖHANNSSON Skri fsto'rK Laufásv. 4. Sími 1923. Pósth. 761. Viðtalstími ritstjórans kl. 1—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. é.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura, Víkingsprent h. f. n- ár§- Reykjavík, þriðjudagur 26. maí 1942 15 tolublaö Það verðnr að ieiðrétta gengið! Setja sterlingspandið niður í 20 króuur AÐALHÆTTA hins lýðfrjálsa þjóðskipulags nm allan heim liggur í vanþekkingu manna á takmörkunum milli valds og réttar”, — segir merkur höfundur. — Kjósend- urnir virðast litla tilfinningu hafa fyrir því, hvenær þeir sjálfir beita valdi og ráðast á rétt hver annars, og sömu- leiðis vantar þá alía viðleitni til að verja sig gegn hinu upp- vaxandi flokkavaldi og vara sig á því, að þeir standa nú al- veg berskjaldaðir gagnvart rettarbrotum þess. í(st Á BAUGI ÓVÆNT JATNING Tíminn gerir það uppskátt nú fvrir nokkru, að blöð séu keypt tit fylgis við stjórnarvöldin með þvi að heimila þeim að flytja op- inberar auglýsingar. I>etta er að vísui ekkert launungamál. Það var eitt af margvíslegum ofsókn- arráðum formanns blaðstjórnar Timans gegn aimennu frelsi og mannréttíndum, að stjórnarvöldin skyldu gerast djarftækari til fjár úr ríkissjóðnum til flokksstarf- semi, en áður voru dæmi. „Þjóð-'' stjórnin” sáluga fylgdi þessu ráði með því að veita þeim blöð- um, er hana vildu styðja, sérrétt- indi til að flytja opinberar aug- lýsingar. Hefur á þann hátt ver- ið ausið fé úr ríkissjóði til einka- þarfa „þjóðstjórnar”-flokkanna með þeim tilburðum, að lengi mun til vitnað og þykja óljúgfróðastur vottur um starfshætti óþokkasæl- ustu stjómarinnar, sem farið hef- ur með völd á íslandi. — Hitt er næsta óvænt, að Tíminn skulí gera slíka játningu sem þessa, Getur þar naumast- annað valdið en það, að glímuskjálfti kosninga- baráttunnar hafi rænt þá Tíma- menn nokkm af stillingu sinni. NÝR HELVÍTISPRÉDIKARI Formaður menntamálaráðs hef- ur nú nýverið lýst þeirrl skoðun . sinni, að andstæðingar hans í , listamannadeilunni” svonefndu séu á leið til helvítis, enda vinni þeir í þágu hinnar „helvízku þróunar” í mannheimi. Með þess- um ógeðslegu skrifum hefur „hel- vítiskenningin” haldið innreið sína í heim íslenzkra stjórnmála. Þyk- ir sjálfsagt ekki liafa illa til tek- izt um hinn nýbakaða prédikara þessarar keuningar. HALMSTRAH) BRESTUR 1 hiuni veiku vörn sinni í stríð- inu við listafólk landsins hafa þeir formaður menntamálaráðs og fylgifiskur hans, Jón Eyþórsson, gripið tíl örþrifaráðs, sem líkja má við gas- eða bakterinhemað í stórveldastríði. í heimilisblaði formannsins hafa verið birtar ó- geðslegar dylgjur um rekstur og reikningshald eins vinsælasta menningarfélag þessa lands, Tón- listarfélagsins. Stjóm félagsins og skólastjóri Tónlistarskólans svöruðu þessu með því að afhenda blaðinu reikninga félagsins til birtingar. Neyddist blaðið til að kingja öllum óhróðri 'sínum með því að birta reikningana, sem það hafði ekkert við að athuga. — Vonandi skilur menntamálaráð sneiðina og afhendir blöðimi bæj- arins reikninga sína til birtingar. MANNÚÐARLEYSI NORDALS f meira en tvo tugi ára hefur formaður menntamálaráðs elt flesta athafna- og fomstumenn þessa bæjar með rógi og lygum lteimsálfanna á milli og jafnvel út yfir landamæri hins sýnilega heims. Nú hefur það orðið uppvíst að þessl sami maður hefur greitt Framh. á 4. síðu. Ef blöðunum þóknast að þegja um slík brot — og þau þegja oft af gildum ástæðum, jafnvel um verstu afbrot and- stæðinga sinna — þá þegir atkvæðalýóurinn líka eins og steinn. Ef einhverjir einstakl- ingar samt sem áður ætla að láta til sín heyra, þá er bara yppt öxlum, — þessir menn taldir nöldrunarseggir og til- lögur þeira dæmdar til að þola þagnardauðann. Gengislækkunin 1940 Eitt af þeim afbrotum, sem telja verður til hinna alverstu. var framið í júní 1940, þegar gengi íslenzkrar krónu var lækkað með stjórnarráðstöfun. með því að hækka sterlings- pundið um meira en 5 krónur. Gengi st.pundsins var í júní- byrjun lækkandi og komið niður fyrir 21 kr. Gengi ísl. kr. hefði aftur á mótí átt að vera stórlega hækkandi á frjálsum markaði. Rétt var þó eins og á stóð, að íslenzkt og brezkt gengi væri samræmt meö til- liti til hinna ísletizk- brezku viðskiptasamninga. þar sem þá var líka von um að fá talsvert af brezk- um vörum með sæmilegu veröi. En þá gat samt engin sanngimi mælt með því, aö við yrðum að gefa meira fyrir sterlingspundið en 20 krónúr. Fór líka bezt á því eins og sakir stóðu, að króna jafngilti shilling. Níðzt á innstæðueigend- um og sjóðum 1 :Þaö sem íslenzkir útflytjendur og Bretar fengu meira en þetta fyrir pundið, var Því sannkall- aður ránsfengur. Og þegar of- an á þetta bættist sú óheyrða ráðstöfun að skylda Lands- bankann, þ. e. að segja ísl. inneigendur og sjóði) til að kaupa og gefa út seðla á hinar erlendu (og aö miklu leyti ó- hreyfanlegu) innistæður, þá var stórum hluta landsmanna búin fjárhætta, sem skipti tugum milljóna króna. Ef gengið er nú ekki leið-* rétt og það sem fyrst, þá verð- ut auk þessa tap á öllum inn- eignum, skuldabréfum, sjóðum cg tryggingum í landinu, sem nemur enn stærri fjárhæö en hin fyrrnefnda fjárhætta, sem stafar af óvissri kröfu á stríðs- þjóð. Þaö tap, sem á stríðs- kröfunni getur orðið, verður endanlegt þjóðartap. En tjón- ið, sem verður á inneignum, skuldabréfum, innlendum sjóð um og tryggingum vegna verð- falls peninga, verður aftur á móti tilfærsla innanlands, en engu síður tilfinnanleg fyrir þá, sem ekki geta fengiö tap sitt jafnaö með samskonar gróða. Leiðrétting sjálfsögð Krafan um leiðréttingu á genginu kemur ekki eingöngu frá hinum rændu einstakling- um, hún kemur líka frá hin- um opinberu sjóöum, sem ann- ars gjalda.hið óskaplegasta af- hroð. Og síðast en ekki sízt ætti hún aö koma sterkust frá þjóðinni í heild, ef hún geröi sér ljós þau geysilegu traustspjöll, sem ríkisvald hennar líður við það að geta ekki — eða kannske vilja ekki — haldið uppi gjaldeyri og lanskerfi landsins. í þessum efnum hefur þjóð- in sýnt hiö frámunalegasta tómlæti og skilningsleysi, því að hún er ekki orðin nægilega upplýst til að vita, hvílíkt lífs- skilyrði samvi&kusamleg gæzla gjaldeyris og gengis er fyrir atvinnuöryggi og viöskiptatil- trú hennar í nútíð og fram- tíð. — Mannslífið er nú ekki metið meira en svo á þessum tímum, að nær lægi að gera það aö dauðasök en tukthús- sök, ef vöröur um gjaldeyr- inn er ekki dyggilega haldinn, því að gagngeröar breytingar valda stórkostlegu ráni á eign- um fjölda manna og ástæðu- lausum gjöfum til annarra, auk hinna daglegu truflana á verðlagi og kaupgjaldi, sem allir þekkja. Alltaf á heljarþröm Menn munu nú spyrja vegna hvers sé aðeins minnzt á geng- islækkunina í júní 1940 en ckki á Iækkunina í apríl 1939. En það er vegna þess, að fyrri lækkunin matti kallast óvið- ráöanieg, vegna þess að land- iö var þá raunveriulega gjald- þrota, þótt úr rættist samt betur en á horfðist. Slík gjald- þrot eða greiösluþrot fyigja lýðræöisskipuiaginu eins og skugginn, þvi að fjármála- stjórn þess má aldrei safna neinum foröa til aö mæta erf- iöum árum. Slik stjóm verð- ur að ráðstafa öllum fjármun- um strax, fylgi sínu til fram- dráttar, og gæta þess að and- stæðingarnir hafi enga erfða- von í vænum varasjóðum eöa óeyddu lánstrausti til aö örva kjósendur sína með. Á hirðu- leysi um þessa grundvallar- regiu vors giæpsamlega stjórn- skipuiags steypti Jón Þoriáks- son undan ser og Sjálfstæöis- fiokknum, svo eftirminnilega aö á sama skerinu hefur ekki verið strandað síöan. Hver á sökina? En víkjum svo aftur að slys- inu mikia — gengisiækkun- inni 1940, samfara kaupskyldu Landsbankans á hinum frystu og óvissu inneignum. Hver olli þessu þessu til- ræði við hið íslenzka lánskerfi og viðskiptaöryggi? Stjórnin segir, að þaö hafi verið Bretar, sem settu þetta sem skilyrði fyrir því að við- skiptasamnmgamir tækjust. — Eins og sakir stóðu þá hljómaði þetta mjög trúlega, og efast reyndar enginn um, að þessi krafa hafi veriö fram borin. Því að þetta er í raun- inni gamalt herbragð, að lækka gjaldeyri hernuminna þjóða, er sýndi sig þó ekki að eiga við hér. — Því þegar máliö er athugað nú, eftir aö vér höfum séð og reynt að- farir Breta hér á landi, þá sýnist það alls ekki í sam- ræmi viö stefnu yfirstjórnar- innar aó gera til raun til að skaða lánskerfi vort á þennan hátt, þar sem það hefur held- ur enga hernaðarþýðingu —. í fyrsta lagi hafa Bretar sýnt að þeir hafa viljað taka tillit til okkar eftir því sem hentug- leikar leyfðu. Þeir hafa vilj- að sýna, að þeir hafi aðeins hernumið hér landsafnot. en alls ekki þjóðina sjálfa. — í öðru lagi hafa þeir engar beinar herkvaðir á okkur lagt. heldur þvert á móti alltaf far- ið samningaleiðir, og reyndar ekkert til sparað um neinn til- Framh. á 4. síðu. Leigan á Gutenberg og ,,sam- vinnuhugsjón' Hermannsjón- assonar, — 1FIRLIT ÞJÓÐÓLFS--------- IÐASTA embættisverk fyrr- verandi forsætisráðh. var að selja prentsmiðju ríkisins, Guten- berg, á leigu. Hefur sú ráða- breytni vakið mikla eftirtekt og umtal. Draga menn í efa heimild ráðherrans til leigusalsins , en sjálfur telur hann ekki orka tví- mælis, að leyfileg hafi sér ver- ið þessi ráðstöfun Gntenberg — 0g er það ekki nema að vonum. Væntanlega fæst um þetta atriði hæfur úrskurður, svo að þrætur um það eru tilgangslausar. En fleira er umtalsvert um þetta mál og annað, sem fram hefur komið í því sambandi. Það mun t. d, ekki þykja deiluatriði, að leigu- málinn sé með þeim ólíkindum, þegar litio er á hagsmuni ríkis- ins, aö þar hljóti eitthvaó annað að liggja að baki en uppskátt er gert. Leigusamningi þessum hef- ur nú verið riftað, en samkvæmt honum skyldi prentsmiðjan með gögnum og gæðum leigð fyrir vissan hundraðshluta af bókfærðu virðingarverði eignanna, 5'/2% og 10% af nettóágóða (til skatts). Gm hið bóktæroa verð eignanna, sem eru rösk 200 þús. kr,, er það að segja, að það nemur að- eins broti af hinu raunverulega verðmæti þeirra. Er því leigumál- inn byggður á alröngum forsend- um, enda svo hagstæður fyrir leigutaka að meir nálgast hreina greióasemi en venjuleg viðskipti. Hermann Jónasson telur þetta verk vera unnið .til framdráttar samvinnuhugsjóninni. Það eru mikil brjóstheilindi Iiugsjón þess manns, sem samvinnunnar. kallar sig sam- vinnumann, að halda slíku fram. Eða telur „samvinnumaðurinn’ Hermann Jónasson, að hugsjón samvinnu- stefnunnar væri fullnægt með því að starfslið Kaupfélags Eyfirð- inga ræki þá verzlun og atvinnu, sem nú er á vegum félagsins? En það er alveg jafnmikil „sam- vinna” eins ‘og hann vildi koma á í rekstri Gutenbergs. Þegar prent smiðjan er leigð starfsfólkinu gerist ekki annað en það, að því er framseldur rétturinn til að á- batast á starfrækslunni. En það er bara engin samvinna. Ef prent- verk á að rekast með samvinnu- sniði, er engin leið önnur en sú, að þeir, sem á prentuninni þurfa að halda, sameinist um stofnun og rekstur prentsmiðju. Það eitt er í samræmi við anda samvinnu- stefnunnar. Sú leið, sem átti að fara um rekstur Gutenbergs, er auðvitað ekkert annað en eins- konar hlutafélagsform. Þarf sennilega ekki fróðari mann í samvinnufræðum en jafnvcl Her- mann Jónasson til að glöggva sig á því. /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.