Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 26.05.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.05.1942, Blaðsíða 4
NIBIUUB Þriðjudagur 26. maí Pað uepðup ið kostnaö eða kaupgreiðslur og alls ekki — má óhætt segja — verið íhaldssamari um vöru útlát en vænta má af stríðs- þjóð, sem býr sjálf viö skort heima fyrir. Hlægileg tilgáta Það verður því nú að teljast beinlínis hlægileg staðhæfing, að Bretar hafi hér verið að sælast eftir að hafa sér út nokkrar krónur á ofdýrum sterlingspundum, til þess að tapa þeim svo strax aftur í hækkuðu kaupgjaldi og hækk- uðu verði á íslenzkum vörum, — alveg fráleit tilgáta, að þeir fyrir slíkan fánýtan skyndi- gróða vildu beita slíku bragði að gera fjárhagslegt strand- högg hjá öllum þeim einstakl ingum og sjóðum, sem áttu peninga eða kröfur á aðra og ræna þá kannske allt að fimmtungi þess fjár án þess þó að fá neitt af því sjálfir. — Nei, hér hafa Bretamegin alls ekki verið samningamenn. sem var fyllilega ljóst hvaö þeir vom aö heimta, og hafi íslendingunum verið það full- ljóst sjálfum, þá hafa þeir á- reiðanlega ekki skýrt þessa hlið málsins. Þeir hafa senni- lega haft hugann við það hvað útgeröin græddi í bili á gengislækkuninni, en ekki at- hugað, að ef sú lækkun átti að veröa stöðug, þá rýröi hún varanlega allt gildi íslenzkra peninga, jafnhliða því, sem sem allt vöruverð af þessari ástæöu hlaut aö hækka. — Var þó því meiri ástæða til að skýra þetta, þar sem á sama tíma va.rð enn stærri staðbundin ísl. krónulækkun um stundar sakir, sem stafaði af of miklu framboði á móti takmörkuðu vöru- og vinnu- magni, sem líka hlaut að valda mikilli verðlags og kaup- hækkun. Krónustýfing Það sem þó til lengdar kem- ur til að ráða mestu um gildi ísl. krónu, er gildi hennar út á við. Og ef þaö verður nú ekki leiðrétt, þá þýðir gengis- lækkunin í júní 1940 endan- lega stýfingu krónunnar um verulegan part, sem fer eftir því hvar réttast heföi þótt aö stöðva gengið. Með því aö brezku samning- arnir eru nú senn útrunnir, er sjálfsagt að fá nú gengið leiðrétt og þá einfaldast aö festa krónuna þannig, aö sterlingspundið yrði sett á 20 krónur (króna á móti shill- ing). Ef þetta þætti fullrífleg leiörétting frá því sem punds- gengið var áður og í fyrsta lagi bent, á, að vísvitandi geng isbreytingar séu jafn óverjandi hvort sem er til hækkunar eö’a lækkunar, og í öðru lagi haldið fram rétti þeirra, sem fjár- hagslega samninga hafa gert undir gengi síðustu tveggja ára — þá verður gegn fyrri athugasemdinni að segja, að hér er þó mestmegnis um að íæða leiðréttingu, en sú hækk- un, sem fram yfir er, er að- eins lítil áhættuþóknun til ísl. inneigenda og sjóða fyrir kaup á hinum miklu erlendu inn- eignum og lán út á þær í gegn um seölaútgáfu Landsbank- ans. Þá má einnig minna á, að litil gengislækkun er þetta í samanburði við þá, sem fram fór árin 1924—25, þegar krón- an var hækkuð úr tæpum 50 gullaurum upp í 82. — Á móti hinni síðari athugasemd — frá þeim, sem telja sig hafa gert fjárhagslegar ráöstafanir „í góðri trú” á gengi 2 síöustu ára — má spyrja, hvaðan þeim hafi komið sú ,góða trú’ eftir tvöfalt gengisrask gert af opinberri ráðstöfun með árs millibili. Ástæðurnar Ástæðurnar fyrir þessari gengishækkun, sem nú ber aö heimta — og minna óspart á við kosningarnar — eru því þessar þrjár: Með hækkuninni er komið í veg fyrir áðurnefnt tugmilj- ónarán af íslenzkum, inneig- endum og sjóðum í landinu. í annan staö er hækkunm þungt lóð í vogarskálina á móti hinni vaxandi dýrtíð í landinu og öllum þeim vanda, sem af henni leiöir bæöi nú og „síðar”. í þriðja lagi verður ríkis- valdið — þing og stjórn — að sýna það áþreifanlega, að það ábyrgist að ekki sé vilj- andi raskaö einingu verðmæl- isins fremur en einingu lengd- armáls og þyngdar. Hér er um að ræða slíkt höfuðatriði heil- brigöra viðskipta, aö ef brest- Ur verður á, er það með réttu talið ríkisgjaldþrot. Og þegar slíkt kemur fyrir — sama af hvaða ástæðum — ætti stjórn og þing aö missa umboð sitt þegar í staö. Efsf á baugi Framh. af 1. síðu. dóttur sinni nokkuð á þriðja þús- und krónur af sjóði menntamála- ráðs með forsendum, sem illa samrýmast því að fara með opin- bera íjárvörzlu. Og þá er vel- sæmistilfinning formannsins allt í einu orðin svo rík, að hann fer hörðum orðum um það mannúðar Ieysi Nordals að Ijósta þessu upp, meðan dóttirin dvelst í ann- arri heimsálfu. Virðist mega af þessu draga þá ályktun að for- maðurinn ætlist til, að tvenns- konar siðalögmál séu í heiðri hofð, annað fyrir sig og hitt fyr- ir alla liina. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR H.F. TILKYNNA: Sogamýri - Fossvogur Byrjar ferðir 20. maí 1942, og el^ur sem hér segir: (Um Hverfisgötu, SuSurlands- braut, Breiðboltsveg, Bústaða- veg, Fossveg að vestasta húsi við Fossvogsveg, þar snúið við og sömu leið til baka að Breið- holtsvegi, Sogaveg, Grensás- veg, Suðurlandsbraut, Lauga- veg, Lækjartorg). Frá Lœkjartorgi kl. 8.00, 13.20 og svo á 60 mín. fresti, síðasti vagn kl. 23.20. Frá Fossvo'gi kl. 8.30, 13.30 og svo á 60 mín. fresti, síðasli vagn kl. 23.50. NB.: Á helgidögum fellur niÖur ferðin /j/. 8.00. Míðsiöðvar hcraða Framhald á 3. síðu. séu Reykvíkingar allra stétfa, heldur yfirgnæfandi meirihluti horgarastéttarbörn-. Um orsakir eða hugsanlega mótleiki varðar hér ekki, aðeins hendi ég á, að þetta er nýtt fyrirbrigði í sögu Islendinga og þjóðfélagslega hættu legt. Jafnt frá verklýðssjónarmiði sem sveitamanna þarf að breyta þar til, og Skálholtsskóli, sem yrði að vera nemendum ódýr, gæfi skilyrði til að jafna hluta stéttanna í þessu efni, Varast ber að hugsa sér hann í mynd hinna fínu, dýru háborgaralegu mennta- skóla á sveitasetrum í Englandi fEton t. d.), eins og Jónas Jóns- son virtist hafa sérstakan áhuga fyrir í grein í Tímanum 8. febr. í fyrra. Vafalaust mundi hann \erða allmikið sóttur af borgara- stéttarbörnum, sem heimavist haais yrði holl, þótt synir og dæt- rr erfiðisvinnunnar mótuðu meira skólabraginn. Að vísu væri slæmt ef menn drægju þetta menntamál inn í pólitíska togstreitu og gerðu sér leik að móta vígorð með því eða rnóti í kosningabaráttu á næst- unni. Á því örlar nú þegar. En ekki verður á allt kosið, og héð- an af er þetta líklegra skömminni skárra en tómlætið. Ekkert vildi blaðið Tíminn birta aðsent um Skálholtshugmyndina, fyrr cn greinasendingar ýttu J. J. til að taka hana að sér og þá með flokkssjónarmið fyrir augum. Nokkur ár kunna að eyðast í skraf- ið og þrátt fyrir allt undirbýrþað málið. Nú er ljóst, að enginn flokkur er einfær um framkvæmd- ina, svo að óséð er, hvaða sam- tök það verða, sem knýja hana fram. 1 mínum augum verður þetta eitt af stórmálum hinna vinnandi stétta jafnt við sjó og í sveit. áður en áratugnum lýkur, ómiss- andi þáttur, ef nokkur viðreisn á að takast um lapd allt. Víst ér Það er einr ir li búkmer 'aviðburðor ár«’nc ef ný bók kemur út eftir Halldðr Kiljan Laxness heitir bókin í ár. Eru það sjö þættir, sem hver fyrir sig er listaverk, fagur og göfugur skáld- skapur. Bókin kostar kr. 22,00, 26,00 og 28,00 (skinn) 1 05 eintök af bókinni verða tölusett og árituð af höfundi. Kosta þau kr. 50,00 eint., og má panta þau í Unuhúsi, Garðastr. I 7 (sími 2864) ! Kaupum fyrst um sinn umbúðir utan af skornu og óskornu neftóbaki sem hér er sagt: 1/10 kg. glös með loki . .. ......... kr. 0,33 1/5 kg. glös með loki . . . . ;...... kr. 0,39 1/1 kg. blikkdósir með loki kr. 1,50 1/2 kg. blikkdósir með loki (undan óskornu neftóbaki) ............ kr. 0,66 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösín verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírs- lag er var upphaflega. Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu), á þriðjudögum og^immtu- dögum, kl. 2—5 síðdegis. . TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS það stéttabaráttumál og þróunin síðustu ár þess eðlis, að mér finnst engri stétt varlegt að sofa of rólega, meðan það er óleyst. Sumardag fyrsta 1942 Bjöm Sigfússon. Maíhefti Helgafells er nýlega komið út. Heftið er að verulegu leyti helgað baráttu Norðmanna. Theresia Guðmundsson ritar um frelsisstrið þeirra, Stefán Jóhann Stefánsson um Norðmenn og Is- lendinga. Tvö glæsileg kvæði eru í heftinu helguð Noregi, annað eftir Tómas Guðmundsson, hitt eftir Nordahl Grieg, þýtt af Magnúsi Ásgeirssyni. Auk þessa er í. heftinu grein um Sveinbjörn Egilsson eftir Ein- ar ölaf Sveinsson, Léttara hjal, bókmenntaþættir, fyrsti kafli nýrrar skáldsögu eftir Kristmann Guðmundsson o. fl. I Léttara hjali eru tvö kvæði. Annað eftir Holger Drachmann. Hitt er hnitt- ið skopkvæði eftir Stein Steinarr, er nefnist Tveir draugar. — Heftið er prýtt allmörgum Ijósmyndum og pennateikningum. Brcfabók Þjóóólfs Framhald af 3. síðu. leg skil. En ég hafði skilið afgreiðslu málsins svo (og með réttu), að sá útvarps- ráðsmaður, sem við handritinu tók hjá höfundi, mundi á sama hátt gera honum grein fyrir afdrifum málsins. Sé um sök að raeða í þessari afgreiðslu, að forminu til, þá er mín sökin að vísu, en ekki útvarpsráðs. Þó er þess að geta, að útvarpsráð færir ekki rök fyrir synjun sinni um boðið efni, og lætur aldrei krefja sig sagna þar um. En það sýnist mér kynlegt, að sá höf- undur, sem gerir svo harðar kröfur til annarra um formfasta afgreiðslu sér til handa, skuli enga kröfu gera til sjálfs sín um hið sama, því að málaleitan hans til útvarpsráðs var svo formlaus sem verið gat, svo að hvorki fylgdi nafn höfundar, fyrirsögn erindisins, að heitið gæti, né heldur það, í hvaða erindum blöð þessi væru komin í Kerbergi útvarpsráðs. Hann lét sér naegja í fyllsta máta hina ,,per- sónulegu'' )eið. Ég vildi óska, einkum vegna ,,Þjóð- ólfs", að ekki yrðu iangvarandi blaðadeil- ur um þetta. Reykjávík, 15. maí 1942. Virðingarfyllst Helgi Hjörvar. AÖ ge/nu tilefni skal þaÖ tekiö fram, að blaðiS birtir ekk' bréf eða aðsendar greinar, nema þaí sé kannugt um nafn höfundar. Með þessu er þó ekk' sagt, aö eigi megi rita undir dulnefni, því uð um það eru höfundar sjálfráðir. Hins vegar geta ýmsar ástœður legið því til grund- vallar, að blaðinu sc nauðsynlegl að vita nöfn höfunda Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.