Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 01.06.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.06.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFJJR 3 Farmgioid í Bretlandssiglingnm Eimskipafélag Islands hef- ur sent blaðinu allítarlega greinargerð um starfsemi sína. Hér fer á eftir sá kafli þess- arar greinargerðar, sem lítur að siglingum félagsins til Bretlands og farmgjöldum í þeim siglingum. Snemma á árinu 1940 tók Eim- skipafélagið tvö hentug brezk skip á tímaleigu til Bretlandssiglinga og voru leiguskilmálar mjög hag- ltvæmir til að byrja með, en leig- an fór þó stöðugt hækkandi þang- a.ð til brezka ríkið tók í sínar hend- ur rekstur skipanna síðastliðið sumar. Á árinu 1940 og fyrri hluta árisins 1941 tók félagið einnig nokkur önnur skip á leigu írá Bretlandi, en hvert skip þó aðeins fyrir eina ferð. Skip þessi fluttu vörur frá Bretlandi til ísl. innflytjenda en jafnframt gríðar- mikið af vörum til setuliðsins- E.s. Brúarfoss var allt frá stríðsbyrjun til síðustu áramóta í siglingum milli Islands og Brét- lands. Vegna skipaskorts til flutn- inga á nauðsynjavörum frá Ame- ríku hefði ef til vill mátt segja að meiri þörf hefði þó verið að hafa skipið í Ameríkuferðum en sakir ónógs frystirúms í nefndum leiguskipum félagsins var talið bráðnauðsynlegt að skipið héldi áfram Bretlandssiglingum, svo að landsmenn gætu komið frystum fiski og frosnu kjöti á brezkan markað. Stríðstrygging skipsins hafði smám saman hækkað og var hún í ágústmánuði 1940 kom- in upp í 6%, sem svaraði til 9000 sterlingspundum eða 236 þúsund kr. fyrir hverja ferð (miðað við að vátryggingarupphæðin væri 150000 sterlingspund —). Auk þess komst áhættuþóknun skips- hafna í aprílmánuði 1941 upp í framangreindar upphæðir. (60 k». á dag til yfirmanna og 40 kr. á dag til undirmanna). Þegar hér var komið taldi félagið óhjákvæmilegt að hækka flutningsgjöldin frá Bretlandi um 33y3% frá því sem þau höfðu verið um nokkurt skeið. Þessi leið var valin vegna þess að þá voru hætt að flytjast matvæli frá Bretlandi og jafn- framt flestar þær tegundir, er tal- izt gátu nauðsynjavörur. Einnig má geta þess„ að skipið flutti all- mikið vörumagn fyrir setuliðið í hverri ferð. Hinsvegar þótti ekki fært að hækka flutningsgjald á frystu vörunum, sem komið hefði niður á íslenzkum framleiðendum. Þessi flutningsgjaldahækkun hef- ur orðið þess valdandi að félagið j hefur nýlega (eða nálega ári eftir að hún átti sér stað) orðið fyrir mjög harkalegri árás í einu af Reykjavíkurblöðunum, en einum af borgurum þessa bæjar ásamt húsbændum hans í Bretlandi sung- inn lofsöngur fyrir það að hafa ekki hækkað flutningsgjöldin. — Sannleikurinn mun nú raunar sá, að staðið mun hafa á brezkum stjómarvöldum, en ekki á útgerð- arfirmanu í London, um að hækka flutningsgjöldin. — Eg tel rétt að gefa mönnum kost á að kynnast öllum málavöxtum þessu viðvíkj- andi. Nokkru eftir að stríðið brauEt út, hóf firmað Culliford & Clark Ltd. í London ka.up á ísuðum fiski í stórum stíl hér á landi. Til flutnings fiskjarins leigði firma þetta aðallega pólsk skip. Framan af munu skipin aðallega hafa flutt til landsins kol, en um flutnings- gjöld er mér ekki kunnugt. Munu fiskkaupin hafa veríð svo arðvæn- leg að þau munu hafa getað stað- ið undir öilum kostnaði við sigl- ingarnar, enda þótt þau hefðu cngan farm flutt til landsins. Þeg- ar fram liðu stundir opnuðust EUgu firmans fyrir því að enn arðvænlegra myndi vera að flytja jafnframt venjulegar stykkjavör- ur frá Bretlandi til Islands og voru þá af umboðsmanni firmans hér, Geir H. Zoega, gerðar her- ferðir á aðalviðskiptavini Éim- skipafélagsins og voru þeim (eins og þegar hefur verið játað af um- boðsmanninum) boðnir stóraf- slættir frá gildandi taxta Eim- skipafélagsins, sem var eins fyrir alla. Æskilegt væri að menn gerðu sér ljósa grein fyrir aðstöðumun þessara tveggja útgerðarfélaga. Eimskipafélag Islands hefur hvorki fiskkaup né aðrar tekju- lindir að ausa úr, heldur verða vöru- og farþegaflutningar ein- göngu að bera uppi rekstur skip- anna. Síðan stríðið hófst, má heita að farþegaflutningur sé úr sögunni. Aðaltekjur brezka félagsins voru hinsvegar gróðinn á fisk- kaupunum, en vöruflutningurinn til Islands er nánast sagt auka- atriði. Eimskipafélagið hefur haldið uppi Bretlandsferðum með Brúar- fossi og öðrum vönduðum skipum, sem einnig hafa haft nokkurt frystirúm, en brezka firmað hef- ur aðallega. leigt ódýr og gömul skip án frystirúms. Þá má einnig geta þess, að stríðsáhættuþóknun skipshafna á slíkum skipum er að- eins lítill hluti samskonar áhættu- þóknunar á Brúarfoss. Eins og áður hefur verið tekið fram, þá var orðið mikið tap á rekstri Brúarfoss þegar ákveðið var í apríl 1941 að hækka flutn- ingsgjöldin frá Bretlandi- Hvernig átti nú að fara með þetta tap? Leiðirnar sem nú var að velja voru fjórar: 1. Að hækka flutningsgjöldin frá Bretlandi. 2. Að félagið hækkaði flutnings- gjaldið á frystu afurðumum, sem myndi hafa íþyngt framleiðslunni. 3. Að félagið bæri sjálft tapið þrátt fyrir að það flutti allar nauðsynjavörur frá Ameríku með stórtapi. 4. Að íslenzka ríkið tæki á sig að greiða reksturstapið. Af þessum leiðum finnst oss fyrsta leiðin vera eðlilegust og heppilegust,, enda var hún valin. Áður hefur verið frá því skýrt, ið þegar hér var komið voru ná- ega engar svokallaðar nauðsynja- vörur fluttar til landsins frá Bret- landi með skipum þeim, sem fé- iagið hafði ráð yfir. Þó mun ein- hver sementsflutningur hafa átt sér stað og var flutningsgjaldið reiknað 100 shillings fyrir smá- lest á allar hafnir úti um land. Á sama tíma voru greiddir allt a.ð 110 shillings frir smálest í leiguskipum í heilum förmum, en þó aðeins til Reykjavíkur. Snemma á sumrinu 1941 ákvað brezka stríðssiglingaráðuneytið í London að taka allar siglingar til Islands í sínar hendur og frá því í ágústmánuði sama ár hefur það gert það. Það taldi þó nauðsyn- legt, að Brúarfoss yrði fyrst um smn í ferðum, sökum skorts á skipum með nægilegu frystirúmi. Viðurkenndi brezka ráðuneytið að útgerðarkostnaður á Brúarfoss væri það hár, að í'lutningsgjöld þau, er ráðuneytið ákvað, nægðu ekki fyrir reksturskostnaðinum og gekk því inn á að greiða Eim- skipafélaginu 55 shillings hærra ílutningsgjald á freðfiski heldur en áður hafði verið. Með þessu sýndi brezka stjórnin sanngimi sína í þessu máli. Síðar fékkst „Brúarfoss” laus til Ameríku- siglinga fyrir mjög eindregin til- mæli vor í því efni. Eimskipafélagið annast nú af- greiðslu allra skipa, sem siglinga- ruálaráðuneyti Breta hefir í föst- um ferðum frá Leith og Fleet- wood. Bréfabók Þjóðólfs Framhald af 2. síðu. tíðargestunum frá 1930 biðja yður að koma á framfæri fáeinum athugasemd- um mínum um þingvallafriðunina svo- nefndu. Eg vona að ég verði aldrei svo gamall eða geggjaður að ég hætti að minnast hrifningar minnar á Þingvöllum árið 1930. — Hátíðin var einstæður við- burður og ógleymanlegur: Skarar af prúðbúnu fólki flæddu þar fram og aft- ur, stórar tjaldborgir þöktu vellina, pré- dikunarstóll með skrýddum biskupi uppi í bergvegg Almannagjár, stórmessa, í- burðarmikil ræðuhöld, ávörp erlendra fulltrúa,* söngur, kappreiðar á Hofmanna- flöt, hestaat í Bolabás, stórveizlur, og yfir þessu öllu öræfanóttin sumarbjört. Slíkt gleymist ekki. Og vissulega sló hjarta þjóðarinnar á þessum stað sumarið 1930. En svo komu eftirköstin fyrir Þingvelli. Eftir þetta átti þessi heilagi staður að verða enn heilagri. Hann skyldi afgirtur og friðaður, prýddur og passaður1 fyrir hverskonar ósæmd og gerður að þjóðgarði. Og lög voru sett eins og sjálfsagt var og reglugerð samin, sem líka var sjálf- sagt og s^ipuð nejnd, sem var sjálfsagð- ast af öllu. Og hvað hefur svo þingvallanefndin afrekað á þessum tólf árunji, sem síðan eru liðin? Þingvellir voru girtir og nokkr- ir smábændur reknir burt úr hrauninu með kindur sínar. Aðrar umbætur feng- ust við undirbúning hátíðarinnar. Hús voru færð til og vellirnir sléttaðir með þeirri vafasömu röggsemi, að nema þar burt alla forna götuslóða, Oxará brúuð og vegarnefna rudd í gegnum hraunið. En hvað hefur nefndin sjálf afrekað? Hef- ur hún látið veita skógarkjarrinu þar nauðsynlega umhirðu. Hefur hún lát- ið rækta nýjan skóg? A Þingvöllum er dálítill furuskógur, gróðursettur fyrir um 30—40 árum, löngu áður en mönnum hugkvæmdist að heiðra Þingvöll með pólitískri nefnd. Og hann virðist þrífast ágætlega þrátt fyrir hlutleysi sitt í stjórn- málum. En að tilhlutun nefndarinnar mun ekki hafa verið gróðursettur svo mikið sem einn kvistur. Eg hef heyrt, að áhugasamur æskulýður undir handleiðslu kennara hafi unnið lítilsháttar að fræsán- ingu á síðustu árum. Valhöll hefur til síðasta árs verið með sömu ummerkjum og 1930 og óhæfilegur gististaður fyrir er- lenda gesti, sem leggja leið sína þangað, til þess að skoða þjóðgarð Islendinga og frægasta sögustað. — Og hinn ruddi veg- ur í gegnum hraunið er einnig með sömu ummerkjum, illfær vegur og svo mjór, að bílar geta ekki mæzt, án þess að eiga það á hættu að steypast í gjárnar. En hvað líður svo sjálfri friðuninni? Ferfættar sauðkindur eru að vísu horfnar, það er að segja ef girðingin er sauðheld, sem máske væri leyfilegt að efast um. En mannkindurnar hafa það líka til að bregöa fyrir sig fjórum fótum. Og af þeim hefur verið nóg í stórhópum Reykvíkinga, sem j þangað hafa sótt, til þess að svalla, fljúg- j ast á og jafnvel fara sér að voða í ölæði. ; Að öllu samanlögðu virðast Þingvellir hafa verið tryggilega friðaðir fyrir öðru j en ósæmdinni, athafnaleysinu og hirðu- ' KjðrskrA ti' alþlnglskosninga í Reykjavík er gildir fyrir tímabilið 23. júnf 1942 tii 22. júní 1943 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjar- ins, Austurstræti 16, frá 27, maí tii 13. júní næstkomandi að báðum dögum meðtöldum, frá klukkan 9 f.h. til 6 e.h. Kærur yfír kjörskránni skulu komnar fil borgarsfjóra eígi síðar cn 13« júni næst~ komandL Borgarstíórinn í Reykjavík, 26« mai 1942 Bjarní Benedíkfssom Ordsendíng frá ÞjóðólfL Áskrifendur úti á landi eru áminntir um að gera skil á áskriftar- gjaldi fyrir fyrra helming ársins, kr. 6.00, hið fyrsta. Þægilegast er að senda gjald- ið í póstávísunum. Umboðsmenn blaðsins eru einnig beðnir að gera skil á greiðslum fyrir sama tíma- bil hið fyrsta. AFGREIÐSLAN, LAUFÁSVEG 4, REYKJAVÍK. leysinu. Með öðrum orðum: Þingvalja- friðunin er ekki annað en stórlætismont, hentugt til glamuryrða og ráðagerða í blaðagreinum og á mannfundum og — til þess að Islendingar gætu átt hávirðulega nefnd, næstum því eins virðulega og sjálfa krossanefndina. En hvað hefur nefndin gert? spyr ég enn. Jú, hún hefur gert tvennt. Hún hef- ur úthlutað yfirstéttarfólki og peninga- burgeisum Reykjavíkur land undir sum- arbústaði, svo að ættjarðarást og hug- sjónalíí mætti í framtíðinni eiga sér ör- uggan griðastað, þar sem hjarta landsins slær og — hún hefur búið þar í húsi. Bærinn á Þingvöllum var endurbyggður í nýtízkustíl 1930 og er hið eina, sem er myndarlegt á þessum stað. Þetta hefur nefndin vel kunnað að meta og tekið sér þau forréttindi, að úthluta nefndarmönn- um húsnæðinu til sumardvalar. Fer vel á því, að jafnvirðuleg nefnd, með svo stór- ar ráðagerðir, hafi góðan starfsfrið og búi við öryggi, enda munu nefndarmenn hvern dag tilbúnir að flýja þangað und- an loftárásum, — það er að segja þeir nefndarmanna, sem ekki eiga nægilega öruggt skýli í sínum eigin kartöflugeymsl- um. Jæja, ritstjóri góður. Eg ætla nú ekki að þreyta* yður með lengra rausi. En ef nefndin skyldi vilja svara einhverju þess- um spurningum, vona ég að þér ljáið henni rúm í blaðinu. Hátíðargestur. Ólagið á veitinga- húsunum — Hafi það verið svo fyrir stríðið, að bæjarbúar sjálfir þyrftu á veitingastofum að halda, þá er það ekki síður nú. — En nú virðist svo vera komið, að öll veitinga- starfsemi snúist um það eitt, að þjóna út- Iendingum. — Hótel Island hefur lokað veitingasal sínum vegna skorts á starfs- stúlkum, að sagt er. Á ýmsum öðrum eldri stöðum er sú breyting orðin, að af- greiðsla er þar hin hetfilegasta í alla staði, svo að naumast er hægt að fá sig til að koma þar inn. Um rétta afgreiðsluröð er vart að ræða. Utlendingar sýnast ganga íyrir og þeir lslendingar, sem reka á eftir, en þeim, er í sætum bíða, er ekki sinnt. — Á einum mest sótta staðnum kom það fyrir þrisvar í röð, að ég bað um te. Eftir langa mæðu kom svo kaffi. I tvö fyrri skiptin sendi ég það aftur, og varð nú að bíða lengi enn þangað til teið kom loksins. Var það þá hálfvolgt og ótrekkt, með teblöðin fljótandi ofan á — þægileg hressing eftir hina Jöngu bið! — Oft verð- ur maður að fara óafgreiddur, og þá er ekki í annað hús að venda, ef maður hef- ur nauman tíma. I svo víðáttumiklum bæ eins og Reykja- vík er nú orðin, eru veitingastofur hrein og bein nauðsyn — ekki aðeins fyrir hina mörgu einhleypinga, heldur einnig fyrir þann fjölda manna, sem vinnur fjarri heimilum sínum. — Borgarstjórnin verð- ur nú strax að hefjast handa og hafa á- hrif á umbætur í þessum efnum — ekki bíða, eins og hún er vön, þangað til óánægjan er orðin svo megn, að hún fer að verða hrædd um að missa atkvæðin! — Það verður að gera ráðstafanir til þess að Hótel Island verði opnað aftur, og það sem fyrst. Það var að mörgu leyti vinsæl- asti veitingastaðurinn fyrir reglusemi og afgreiðslu, en mátti þó ekki njóta jafn- réttis við Hótel Borg. Stjómarvöld þau, sem úthluta veitinga- réttindum, verða nú að hefjast handa og gæta þess, að samsvarandi skyldum sé fullnægt. — Og skyldi það koma í ljós, að verulegur skortur á vinnuafli hamli framkvæmdum, þá hefur Þjóðólfur bent á réttu aðferðina — að hefja skráningu á starfhæfu fólki að stríðsþjóða sið, þó að staðhættir vorir séu það sérstakir, að réttast mundi vera að byrja á kvenfólk- inu. C

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.