Þjóðólfur

Issue

Þjóðólfur - 08.06.1942, Page 1

Þjóðólfur - 08.06.1942, Page 1
Ritstjórí og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761. Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjúm mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. &(st Á BAUGI ÁTÖK í SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM _ ORRÁÐAMENN Sjálf- 1 stæðisflokksins voru í miklum vanda um framboð flokksins í Reykjavík. Munaði minnstu að flokkurinn klofn- aði til fulls aí beim ástæðum. Kjörnefnd flokksins sparkaði Sigurði Kristjánssyni alþm. af listanum og tók í hans stað Bjöm Ólafsson stórkaupmann. Hótaði Sigurður þá að kljúfa flokkinn og bera fram sérlista. Var Björn þá látinn draga sig til baka, en illa mun aðstand- endum Vísis líka þau mála- lok.# Segir blaðið berum orð- um, að Björn hafi þokað úr sæti „til þess eins að forða vandræðum”. Mun því fjarri fara að gróið sé um heilt út af þessiun átökum, sem gefa glögga hugmynd um það, hví- lík sundrung ríkir innan flokksins. Annarsvegar er Kvöldúlfsvaldið, sem hugsar um það eitt að tryggja sér álíka sérréttindi í þjóðfélag- inu og foringjaklíka Fram- sóknarflokksins hafði aflað sér. Hinsvegar eru þau öfl flokksins, sem ekki hafa varp- að frá sér þeim stefnu- og hugsjónamálum, er flokkurinn hélt á loft meðan hann var í stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðismenn flýja nú flokk sinn umvörpiun, af því að þeir fella sig ekki við, að þeir séu skoðaðir sem einskon- ar kvikfénaður Kveldúlfs HVERJIR TRYGGJA RÉTTLÆTISMÁLIÐ ? Það mun enginn vænta sér þess af þeim Thorsbræðrum, eða nán- nsetu fylgifiskum þeirra, s.s. Þor- steini í Dó'lum, Pétri Ottesen eða Gísla í Vík, að þeir standi vörð um réttlætið, í hvað mynd sem það birtist. Þessir kumpánar beittu sér gegn kjördæmabreyt- ingunni meðan þeir töldu sér stætt með það. Þeir verða fyrstu menn til að verzla með réttlætis- málið. Sambandið og Kveldúlfur geta vel sætzt á stöðvun kjör- dæmamálsins með gagnkvæmum brossakaupum. Meðan menn eins <tg þeir, sem að framan voru nefndir eru mestu ráðandi innan Sjálfstæðisflokksins, er einskis góðs/ af þeim flokki að vænta. Það verður ekki Kveldúlfur eða fulltrúar hans, sem tryggja fram- gang réttlætismálsins, heldur verða það þeir, sem unna frjálsri hugsun, réttlæti og jöfnum mann- réttindum. En þeir munu yfirgefa Kveldúlf og skipa sér í sveit ann- arsstaðar. ÞJ0Ð0LFUR II. árg. Reykjavík, mánudaginn 8. júní 1942. 17. tölublað 10 laidsiílasanflh tma toit l hisn- Innoi Iiíf i Reihliuil s. li o.l. Þjóðveldísmenn bjóða fram lísfa með Bjarna Bjarnasyní lögfrsðíngí og Valdímar Jóhannssyní rífsfj. í efsfu saetum fivarp frá flobbssfjóirn Þjóðvcldís^ manna bírfisf á ödrum sfad hér í blaðínu og landsmáfasfefna þcírra verður birf von bráðar I J M alllangt undan- farið skeið hefur gætt ört vaxandi óá- nægju manna í öllum flokkum og öllum stétt- um með ríkjandi stjórn- arfar þjóðarinnar og skipan æðsta valds hennar Engum hugsandi manni dylst, að hin til- litslausa f lokkastreita; þar sem ávallt er fyrr spurt um flokkslegan á- vinning en alþjóðarheill, hlýtur að leiða yfir þjóð- ina fullkominn ófarnað í stjórnarfarslegum efn- um. Urslit hinna þýðingar- mestu þjóðmála ráðast eftir einkahagsmunum ráðandi afla í hverjum stjórnmálaflokki. — Al- þjóðarheill og almanna- hag er varpað fyrir borð, hvenær sem það þykir henta ráðandi valda- klíku. Stjórnarfar, lög- gjöf og framkvæmda- vald grundvallast á hnefarétti og áflogum, þar sem réttur hins sterka er æðsta vald. Stjórnarfarinu er því líkt farið og hinu frumstæða réttarfari, þar sem mannafli og vopnavald voru hæstiréttur. Þjóðfélagslegt ör- yggi þegnanna í því ríki, sem byggist á tillitslausu ofríki flokks- hagsmuna er því engu meira en réttarfarslegt öryggi hinna minm- máttar, þar sem óháðir dómstól- ar og viðurkenndar réttarreglur eru óþekkt fyrirbrigði. Þjóðveldismenn telja það höf- uðverkefni sitt að afla fylgis þeirri hugmynd, að rétturinn skuli skipa sæti valdsins í stjórnskipun vorri. Æðsta vald í almennum málum skal vera í höndum þjóð- arinnar sjálfrar. Vald flokka verður að takmarkast af réttlát- um úrskurði óháðs aðila, sem gætir hagsmuna þjóðarinnar í heild. Flokkar og sérhagsmunir eiga fullan rétt á sér að vissu marki. Málfrelsi, ritfrelsi, sam- komufrelsi og skoðanafrelsi á að veita hverjum einum rétt á að sækja og verja mál sitt á opin- berum vettvangi. En um úrslita- vald í hinum þýðingarmestu mál- um má ekki vera neitt á huldu. Borgararnir geta ekki búið við það öryggisleysi, að valdið yfir tímanlegum og andlegum verð- mætum þeirra geti komizt í hend- ur ósvífinna valdabraskara og sérhagsmunasamtaka áður en Framh. á 4. síðu. fg ÞJÓÐVELDISMENN taka ekki að þessu sinni þátt í kosningum annars- staðar en hér í Reykjavík. Framboðslisti þeirra er mönnum skipaður á þessa leið: Bjarni Bjarnason, lögfræðingur. Valdimar Jóhannsson, ritstjóri. Nikulás E. Þórðarson, verkamaður. Jón Olafsson, lögfræðingur. Páll Magnússon, lögfræðingur. Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari.. Ottó Guðmundsson, málarameistari. Grétar Fells, rithöfundur. Halldór Jónasson, hagstofuritari. Árni Friðriksson, fiskifræðingur. Einar Ragnar Jónsson, forstjóri. Jónas Kristjánsson, læknir. Geturframboð Þjóðveidismanna skaðað kjordæmamálið? tD REYTINGAR þœr, er síðasfa þing samþykk^ á þjördœma- sþipun og kpsningafyrirkpmulagi í landinu, marka að Von- um allmjög afstöSu manna í ^osmngunum, sem í hönd fara. ÞaS er því ekk* nema mjög að Vonum, þótt menn vilji gera sér þess fulla grein, hver áhrif þátttaka þjóðveldismanna í /^osníngun- um geti haft á framgang þessa máls. Sþal því viþiS að því nokkrn nánar. Þjóðólfur hefur áður markað afstöðu sína til þessa máls á þann veg, að tillögur þessar mið- uðu til bóta að því leyti, sem þær væru spor í þá átt að jafna at- kvæðisréttinn í landinu. Jafn- framt lýsti blaðið þeirri skoðun sinni, að stjórnarfar og stjórnar- hættir landsins þörfnuðust víð- tækari breytinga en þeirra einna, er lúta að breytingum á núver- andi kosningafyrirkomulagi. Afstöðu Þjóðveldismanna er eins farið. Þeir fylgja þessum breytingum af því að þeir telja þær miða að því að bæta úr mis- rétti og ójöfnuði. Þjóðveldismenn halda fast við það, að þjóðfélags- þegnarnir eigi að hafa jafnan rétt og jafnar skyldur. Og hví skyldi þá ekki atkvæðisrétturinn einnig eiga að vera jafn ? Þjóðveldismenn, utan þings og innan, munu því styðja þetta mál. Og atkvæðamagn það, er þeir kunna að fá hér í Reykjavík, getur á engan hátt orðið til þess að fækka fylgjendum kjördæma- málsins á þingi. Uppbótarsætin koma að sjálfsögðu öll í hlut þeirra flokka, sem styðja málið. Og þau munu ekki nægja til jöfn- unar milli þeirra flokka annars- vegar og Framsóknarflokksins hinsvegar, þótt Þjóðveldismenn dragi frá þeim nokkuð af at- kvæðum. I síðustu kosningum stóðu allt að því helmingi flein atkvæði bak við hvern þing- ! mann Sjálfstæðismanna, Al- þýðuflokksins og Sósíalista held- ur en bak við hvern þingmann Framsóknarflokksins. Uppbótar- sæti hefðu þá þurft að vera ná- lega 40 til þess að fullum jöfnuði yrði náð. Það eru því engir möguleikar á því, að Þjóðveldis- menn fái svo mikið atkvæða- magn í Reykjavík, að ekki verði þörf fyrir öll uppbótarsætin. En þau skiptast að sjálfsögðu milli þeirra þriggja þingflokka, er að kjördæmabreytingunni standa og menn hafa í kjöri. Framsóknar- flokkurinn fær auðvitað ekki uppbótarsæti, því að atkvæða- talan bak við hvern þingmann þess flokks myndar að sjálfsögðu hlutfallstölu kosningarinnar eins og áður.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.