Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR II. árg. Reykjavík, mánudaginn 15. júní 1942 18. tölublað. IHINUM illvígu deilum pólitískra hagsmuna- samtaka um æðstu völd í þjóðfélaginu stend- ur styrinn fyrst og fremst um yfirráðaréttinn yf- ir ríkissjóðnum. Baráttan um völdin er fjárfrek eins og stríðsrekstur stórvelda. Sá flokkurinn, sem ber hærra hlut í viðureigninni, hefur þá miklu yfirburði yfir aðra flokka, að hann getur velt fjárhagsbyrðunum af valdabaráttu sinni beint yfir á hin breiðu bök borgaranna. Herkostn- að sinn tekur bann af opinberu fé með slíkri óskammfeilni að furðu gegnir. Málaliði valdaflokksins er skipað á opinbert framfæri. Stöður eru stofnaðar fyrir pólitíska gæðinga. Andstæðingum er bolað frá störfum. Flokksblöð og flokksstarfsemi er styrkt af opin- beru fé undir margvíslegu yfirskyni. Fjárveiting- arvaldið lætur stjórnast af því einu, hvað sé lík- legt til stundar ávinnings fyrir valdaflokkinn. Auglýsingarit um verk valdhafanna eru gefin út fyrir opinbert fé og hinn sameiginlegi sjóður borgaranna misnotaður til ávinnings fyrir hags- munaklíkuna, sem með völdin fer, á hvern þann hátt, er þurfa þykir. BJARNI BJARNASON efsti maÖur á lista Þjó&Veldismanna við Alþingiskosningarnar hér í bœnum, jœddist í Reykjavík 2. marz 1913. Hann er sonur Bjarna alþm. Jónssonar frá Vogi, og síSari k°nu hans, GtíÓlaugar Magnús- dóttur, sem er fcedd og uppalin í Reykjavík■ — Bjarni lauk stúdents- prófi áriS 1931 og kandídatsprófi í lögfrœði 1936 með I. einkunn. Hefur hann gegnt fulltrúastarfi hjá lögmanninum í Reykjavík síSan. Bjarni Bjarnason er góSum gáfum gœddur, svo sem hann á kjyn til, yfirlœtislaus, traustur og réttsýnn. Munu allir þeir, er til hans þekkja> vœnta sér góðs af þátttöku hans í opinberum málum. Útgefandi: MUNINN h. f. Framkvæmdastjóri: LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON Ritstjóri: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þÖrf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. I lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. ífst Á BAUGI FLÖTTINN FRA RÖKUNUM Blöðum þeim, er hafa það að í-ameiginlegu markmiði að tryggja áiramhaldandi ofríki einhverra ákveðinna flokkshagmuna í stjórnarháttum landsins, verður alltíðrætt um framboð Þjóðveld- ismanna við kosningamar hér I Reykjavík. Þótt blöð þessi séu um fátt sammála að því er snert- ir framboð Þjóðveldismanna og félagssamtök þeirra, — þá er eitt sameiginlegt í inálflutningi þeirra. Það er flóttinn frá rökunum. Þau eru samtaka í því að forð- ast rökræður um stefnumál Þjóð- \eldismanna. Ekkert þeirra þorir að lýsa sig andvígt því, að rétt- urinn komi í stað valdsins í stjómskipun vorri. Hinni rök- studdu gagnrýni Þjóðveldismanna á skipulag ofbeldis og ójafnaðar Iáta þau ósvarað, enda mundi lærari mönnum en þeim, er að jafnaði rita blöð þessi, ógreitt um varnir. „SUNDURLEIT HJÖRД. í stað þess að hætta sér út á liinn hála ís rökræðnanna leitast blöðin við að hnekkja kjörfylgi Þjóðveldismanna með lítt hugs- uðu gaspri og algerlega órök- studdum aðdróttunum. Einkum hafa þau á orði, að á lista þeirra sö „mjög sundurleit hjörð”. Þetta er vissulega rétt. Eiginhagsmuna- mennirnir á vettvangi íslenzkra stjórnmála fá nú að horfast í augu við þann beizka sannleika, að fólkið I landinu er að snúa við þeim bakinu. í öllum stétt- um og öllum flokkum era að opn- ast augu manna fýrir því, að framtíð þjóðarinnar verði ekki tryggð með skefjalausu ofríki flokkshagsmuna í stjórn lands- ins, heldur verði að leita þar nýrra og vænlegri úrlausna-ráða. Því taka menn höndum saman, menn úr ólíkum stéttum og ólík- um pólitískmn flokkum, um að vinna að höfuðáhugamáli allra hugsandi manna í landinu: Fram- gangi nýrrar stjórnskipunar, er byggist á rétti en hafni ofbeldi. ANDI EINRÆÐISINS Skyldleikinn við einræðið leyn- ii sér ekki, þegar blöð þessi veit- ast að Þjóðveldismönnum fyrir það, að innan vébanda þeirra séu nienn með ólíkar skoðanir um ýmis mál. Uppeldisstarf I einræð- isríkjunum hnígur allt í þá átt að þurrka út persónuleg sérkenni Framh. á 4. síðu Fjárþörf hins opinbera fer því sívaxandi. Ríkiskerfið þenst út vegna óeðlilegs starfsmanna- fjölda. Bitlingar og atkvæðaveið- ar valdaflokksins kosta þjóðar- heildina of fjár. Skattar og tollar þyngjast. Nýjar og nýjar leiðir eru fundnar til að sækja fé í vasa borgaranna. Fénu virðist vera sökkt í botnlausa hít. Meðferð þess ber ótvíræð einkenni full- komins ráðleysis og óheiðarleika. Það verður ekki falið fyrir borg- urunum. Vegna hinnar óheyri- legu meðferðar á opinberu fé, magnast óánægjan með að greiða til sameiginlegra þarfa. Það má heita, að nálega hverj- um manni sé ljúft, að leggja nokkuð af mörkum í almennan sjóð, ef fjárstjórnin er viðunandi. Þessum meðfædda þegnskap borgaranna er sagt stríð á hend- ur með hinum hóflausu fjárkröf- um flokksjónarmiðsins. Sú til- finning grípur um sig meðal þjóðfélagsþegnanna, að fjár- kröfurnar séu tákn einskonar á- nauðar, er yfir þá hafi verið leidd. Menn hafa það á tilfinn- ingunni, að þeir séu skattlagðir í þágu ákveðinna flokkshags- muna, en að litlu leyti vegna sameiginlegra þarfa þjóðarheild- arinnar. Skattheimtan tekur á sig mynd hreinnar ránsherferðar. Yfirráða- klíkan lítur á þjóðarheildina eins og sigraðan andstæðing, er beri að beygja undir ok þungra hern- aðarskaðabóta. Fjáröflun hins opinbera er orðin svo óvægileg, að menn eru beinlínis neyddir til að svíkja skatt og falsa framtöl eftir fremstu getu. Tekjur, sem naumast nægja til brýnustu þarfa eru skattlagðar verulega. Nauð- synjavörur eru tollaðar, enda þótt það sé nánast sagt broslegt. Slík fjáraflapólitík er líkust því, þeg- ar tekið er úr einum vasanum og látið í hinn. Atvinnurekstrinum er íþyngt um skör fram með skattgreiðslum. Framtak og sjálfsbjargarviðleitni er drepin í dróma með skattheimtunni. Menn hafa ekki áhuga fyrir að afla fjár, sem hlýtur óhjákvæmi- lega að verða eyðslueyrir flokks- stjórnar og er notað nálega til þess eins að skapa einhverjum ákveðnum sérhagsmunum betri vígstöðu. Skattsvikin eru nauðsynleg og óhjákvæmileg sjálfsvörn hvers einasta borgara. Allt frá um- komulausum verkamanni til um- svifamikils athafnamanns er litið á skattsvikin sem nauðsyn, en ekki eins og refsivert athæfi. Annars vegar er afkoma þeirra og rekstur í voða. Hins vegar er þeim mjög óljúft að vita þá fjár- muni, sem þeir leggja í hinn sameiginlega sjóð borgaranna í höndum hreinna fjárglæfra- manna, sem stýra þjóðfélaginu eftir lögmálum stigamennskunn- ar. — Fastlaunamenn einir eru ofurseldir hinni miskunnlausu skattheimtu og verða fyrir það harðara úti en allir aðrir. And- rúmsloftið í skattamálum er orðið slíkt, að þegar sjálft ríkisvaldið gefur út skuldabréf, dettur því ekki í hug að gefa út annað en handahafaskuldabréf. Önnur leið er ekki fær. Ríkisvaldið veit, að einstaklingarnir verða að hafa opna möguleika til að fela verð- mætin. Fjáröflun til opinberra þarfa og meðferð opinbers fjár mark- ast þannig algerlega af hinum þjóðhættulegu veilum í stjórn- skipuninni. Urslitum allra mála í þjóðfélaginu ræður hnefaréttur og áflog milli andstæðra hags- muna og einkasjónarmiða. Lög- mál þeirrar baráttu eru lögmál FRAMHALD Á 4. SÍÐU E-listinn er listi Þjóðveldismanna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.