Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJAÐÖLF.UK Vazlarkröfnr Athyglisverð ný bók: æskunnar KYNSLÓÐIR manna lilita lögmálí slíóganna. Viö hliö þróttugra skóga vex hinn ungi gróöur frá botni skógarins og sækir í ljósið i þrá sinni, aö krónur hans megi gnæfa yfir allan skóginn. — Bresti vaxtarrými og lífsloft sakir ofríkis hinna eldri trjáa heftist vöxtur ung- gróðurins. Hann nær ekki þroska áöur en hin eldri tré ganga úr leik. Skógurinn lækkar og kyrkist og fellur aö lokum allur. CNDIR RÁÐSTJtíBN effír HEWLETT JOHNSON dómprófasf i Kanfaraborg. Þessi bók hefur hlotiö miklar vinsældir í enska heim- inum og komiö út í óvenjuháum upplögum í Ameríku og Englandi. Hinn frægi ameríski rithöfundur, Theodor Dreiser skrifar um hana: „Ekkert rit um Rússland hefur haft önnur eins áhrif á mig“. Óræknast merki andlegrar og líkamlegrar ellibilunar manna eru fordómar þeirra og skortur umburöarlyndis gagnvart æskumönnum. Öldr- uöum mönnum hættir til aö þykja lítiö koma til ungra manna móts viö þaö, sem áö- ur hafi veriö. Vaxtargrózka æskunnar vekur minnimátt- arkennd og gremju hugans hjá þeim, sem komnir eru af léttasta skeiöi. Æskan er aö eölisfari og samkvæmt lögmáli vaxtarins hugdjörf, róttæk og framsæk- in. Óskir og hugsjónir eru henni veruleiki, fyrirætlanir hennar þekkja engar hindr- anir. Hún hlítir lögmálum hins gróandi lífs, sem finnur orkuna vaxa. — En hugsjón- ir æskunnar eru sálrænn and- ardráttur þjóöarinnar, jafn- nauösynlegur eins og lífsloft- iö er hverri lifandi veru. II. ísland hefur aldrei átt mannvænlegri æsku um vöxt og svipmót heldur en nú. Kynslóðin gerir bæöi aö hækka og fríkka fram úr því sem áöur hefur veriö. Bætt lífskjör undanfarna áratugi liefur leyst vaxtarmagn kyn- stofnsins og vænleik úr læö- ingi. Komi þjóöinni ekki hnekkir, má gera ráö fyrir því, aö næstu kynslóöir veröi skipaöar atgervismönnum og fríöum konum fyllilega til jafns viö það, er bezt gerist meöal þeirra þjóöa, sem okk- ur eru skyldastar. En þrátt fyrir vaxandi lik- amlegt atgerfi og vænleik þjóöarinar veröur ekki sagt, eins og nú standa sakir, aö ungir menn láti mikiö til sín taka. Þjóöin býr enn aö arfi þeirra hugsjóna, sem frelsis- hreyfing 19. aldar skolaöi hér á land og hlutu ris sitt meö sjálfstæöisbaráttunni og síöar ungmennafélögunum eftir aldamótin. En nýjar æskulýöshreyfingar gera lítiö vart viö sig og fátt um unga menn, sem gera sig líklega til þess að ganga fram fyrir skjöldu og vaxa til forustu í framtiöarstarfi þjóöarinnar. Hvað veldur þessu? Tvennt mun einkum valda. Kynslóö sú, sem nú er komin á þroskaaldur, er alinn upp í andrúmslofti því, er síöasta styrjöld veitti yfir heiminn; — harönandi viöskipta- kreppu og innilokunarstefnu þjóöanna, vaxandi tortryggni og viösjár, — versnandi heim, er stefndi ómótstæöilega til þeirra mestu slysfara mann- kynsins, er oröiö hafa og yfir eru dunin. Siíkir tímar eru illa fallnir til þess aö ala upp bjartsýna, stórhuga og hug- sjónaríka æskumenn. I annan staö hefur eins- konar andleg kreppa gripiö um sig í landinu sjálfu og færzt mjög í aukana á síð- ustu árum. Illvíg pólitísk flokkabarátta þjóöarinnar orkar lamandi á frjálsa þrosk- un æskuhugans. Börnin vaxa upp í pólitískum flokkum og berjast á kosningadögum. Unglingarnir hópast í flokks- félög og eru næröir þar á ein- sýnum flokksáróðri. Stríöiö gegn náunganum er fyrsta nasasjón þeirra af mannfélag- inu. — Ávöxturinn af þessu uppeldi kemur ljósast fram í félagslífi háskólastúdenta. Þegar þeir kjósa sér félags- stjórn, efna þeir til hlutfalls- kosninga eftir pólitískum flokkum meö talsveröu brauki og bramli. Má raunar telja, aö þá verði þess helzt vart, aö til sé í landinu sá hópur manna, sem kallaöir eru einu nafni stúdentar. En viö þaö nafn hafa löngum verið bundnar miklar vonir og sérstök virö- ing. í heilbrigöu þjóöfélagi ættu ungir menntamenn aö geta veriö blómi þjóöarinnar, öðrum mönnum frjálsari sak- SigurÖur Nordal prófessor ritar formála fyrir bókinni. Mál og menníng. ú viökynningar sannleikans, auöugri af hugsjónum vegna ólamaös og vaxandi æsku- þieks. En æskan þroskast jafnan samkvæmt því, sem aö henni er búið. Hún vottar ótvíræö- ast um ástand þess þjóöfé- lags, sem hefur veitt henni líf °g uppeldi. Skortur á víösýni, frjálshug, samhygö og hug- rekki í fari æskunnar ber þjóöfélaginu lélegt vitni. III. Því veröur ekki neitaö, aö pólitískir ofríkismenn hafa á undanförnum árum staöiö æsku landsins í ljósi. MeÖ of- beldi heragans hafa ungling- arnir veriö reknir í pólitísk fénaöarhús og flokksfóöriö' gefiö þar á garöann. Gegn- um farvegi ríkiskerfisins hef- ur síöan veriö haldiö uppi hræösluaga gagnvart þeim mönnum, sem vinna opinber störf og brostiö hefur afstööu og hugrekki, til þess aö skilja þaö, aö þrælahald er úr lögum numiö á íslandi. Þessi dapur- Fra^nh. á 4. síðu. Tilkynning tíl bifireidaetgenda, Hér meö tilkynnist bifreiðaeigendum, aö undirrituö vátryggingarfélög, sem taka aö sér bifreiöatryggingar hér á landi hafa séö sig neydd til aö hækka iðgjöldin fyrir tryggingarnar, vegna síaukinnar áhættu og hækkunar á tjónabótum. Hækkunin kemur til framkvæmda þegar í staö viö nýtryggingar og breytingar, á gildandi tryggingum. Jafnframt veröa eldri tryggingar, meö sírskotun til 8. og 9. gr. hinna almennu vátryggingaskilyröa fyrir ábyrgöar- og kaskotryggingum, einungis endurnýjaöar samkvæmt hinni nýju iögjaldaskrá viö lok yfirstandandi vátrygging- arárs. F. h« Váfryggíngafélagsins „Balfica" Trolle & Rothe h.L Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Landvarnarmenn III. Landeyða ei Á R U N U M 1860—1870 mátti oft sjá mann nokk- urn, harla sérkennilegan, ganga um götur Reykjavíkurbæjar. Fá- tæklega var hann klæddur, og allt útlitið bar þess volt, að hann hafði ekki baðað í rósum um dagana. Hnarrreistur var hann þó og skörulegur í framgöngu, og þótti mörgum kenna oflætis í fari hans. Menn hristu höfuðin, er hann gekk framhjá. Þeir töldu hann ónytjung og afstyrmi, — vesaling, sem ekki nennti að vinna fyrir mat sínum. Gekk sú saga staflaust um bæinn, að hann hefði aldrei gert ærlegt handtak, hvorki sem barn né fullorðinn. Það var því engin furða, þótt betri borgarar væru hneykslaðii á slíku framferði, ekki sízt þar sem hann hæddist að ýmsum við- urkenndum dyggðum, gerði gys að þeim, sem með völdin fóru, og fyrirleit allan skriðdýrshátt gagnvart Dönum, en á honum var engínn skortur í Reykjavík um þær mundir. a listamaður En þó var þessi maður mikils metinn og í hávegum hafður af ýmsum beztu sonum þjóðarinnar. Hann var jafnan boðinn og veí- kominn til lengri eða skemmri dvalar á glæsilegasta og mennt- aðasta heimili bæjarins. Heimil- isfaðirinn, Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, taldi hann með beztu vinum sínum, og kvað eng- an meiri aufúsugest innan sinna dyra. Fremstu skáld landsins litu á mann þennan sem jafningja sinn, og bundu við hann ævar- andi tryggðir. Jón Sigurðsson taldi hann einhverja mestu ger- semi þjóðarinnar, skrifaðist á við hann að staðaldri, hvatti hann og örvaði til dáða. Maður sá, sem svo mjög voru skiftar skoðanir um, — sumir töldu aumustu landeyðu, en aðrir merkilegan listamann, var Sig- urður Guðmundsson, málari. II. Sigurður málari fæddist árið 1833. Foreldrar hans bjuggu norður í Skagafirði, og áttu í hálfgerðu basli. Greind voru þau bæði og vel ættuð, en skáru sig þó ekki úr um neitt, svo að orð væri á gert. Snemma var Sigurði haldið til vinnu, eins og títt er um börn fá- tækra foreldra. En það kom brátt í ljós, að hann var ekki eins og önnur börn. Vinnan gekk harla stirt. Flann þótti bæði latur og svikull. Þegar hann átti að sitja •yfir fé, gleymdi hann verki sínu, en sökkti sér niður í það, að tálga myndir úr tré og beini. Og í mestu heyskaparönnunum, gat það komið fyrir, að drengurinn legði frá sér hrífuna, settist nið- ur á þúfu, tæki blaðsnepil upp úr vasa sínum og byrjaði að teikna. Um íermingu hafði hann búið til ýmsar pennateikningar, eink- um eftirlíkingar af myndum, sem hann sá í Hóladómkirkju. Við þetta sat hann öllum stuna- um, en varð harla lítið úr öðrum verkum. Eins og geta má nærri, rædd- ust foreldrarnir við um þennan einkennilega son, sem ekki nennti að vinna fyrir mat sínum, eins og önnur ungmenni. Er ekki ólíklegt, að þau hafi á stundum haft litla von um það, að hann yrði nokkru sinni að manni. Hitt sáu þau glöggt, að svo búið mátti ekki standa, Drengurinn varð að komast í burtu og reyna kraftana á einhverju, sem honum væri betur lagið en heyskapur og skepnuhirðing. Um þessar mundir var verzl- unarmaður sá á Hofsósi, sem Holm hét. Þótti hann bæði hjálp- fús og góðsamur. Hann átti bróð- ur í Kaupmannahöfn, sem var húsamálari að iðn. Nú hugsaði faðir Sigurðar sem svo, að fyrst drengurinn vildi endilega mála. þá sé eins gott að hann máli hús, eins og einhverjar klessur á pappír og léreft. Var nú horfið að því ráði, að senda Sigurð til Kaupmannahafnar í því skyni að láta hann læra húsam'álningu Tók drengurinn sér fari haustið 1849, fimmtán ára gamall- Ekki varð Sigurður hrifinn af vistinni hjá Holm. Þótti honum húsamálning litlu skemmtilegri en hin erfiða sveitavinna á ís- landi. Þar að auki féll honum illa við hinn nýja húsbónda sinn. Rifust þeir heiftarlega og stökk Sigurður á brott eftir fimm daga Stendur hann nú uppi einn og yf- irgeíinn, óþroskaður unglingur, öllum ókunnugur í framandi borg. Þá verður honuni það helzt til athvarfs, að þvottakona nokk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.