Þjóðólfur

Issue

Þjóðólfur - 22.06.1942, Page 1

Þjóðólfur - 22.06.1942, Page 1
Þess vegna getur brugðízt fíl beggja vona um fylgí flobbsíns við yfír- iýst stefnumál — eíns og óþreífanlega hefur bomíð á dagínn Fyrrverandi Kjósendur flokksins verða að gera upp við sig, hvort peir vilja fylgja foringjanum inn í herbúðir ðvinanna Q í Ð A N Jón Þorláksson leið hefur forustu Sjálfstæðisflokksins verið mjög áfátt. Undir stjórn Ólafs Thors hefur stærsti flokkurinn haft lítilfjörlegustu forustuna. Jón Þorláksson er síð- asti íslenzki stjórnmálamaðurinn, sem hefur stýrt málefnum ríkisins samkvæmt almennum sjónar- miðum, en ekki eftir flokkshagsmunum. Hann taldi það hlutverk sitt, að spara fé í stað þess að sóa, hafa gætilega fjárstjórn í stað þess að nota ríkisfé í flokksþágu. Jón Þorláksson borgaði niður skuldir ríkisins í stað þess að nota ríkisféð til að skorða sig í völdunum. Á stjórnarárum hans lækkuðu skuldir ríkisins í stað þess, að í tíð hvers einasta ráðuneytis, er síðan hefur setið að völd- um, hafa þær farið hækkandi, þangað til stríðið breytti rás viðburðanna. Ef Jón Þorláksson hefði stjórnað eftir sömu sjónarmiðum og eftir- komendur hans, sætu flokksbræður hans vænt- anlega við völd enn í dag. Ef hann hefði skipað einsýnni flokksþjónustu í fyrirrúm, mundi hon- um ekki hafa tekizt lakar að skorða sig í völdun- unum en þeim, er á eftir honum komu. Á að varna ÞjóOveldismönnum máls? ALI'ÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því rétt fyrir helgina, að út- varpsráð hefði „úrskurðað, að aðeins þeir flokkar, sem hafa landlista við kosningarnar skuli taka þátt í” íyrirhuguðum stjórnmálaumræðiun í útvarp nú fyrir kosningarnar. Ctvarpsráð hefur að sjálfsögðu hvorki vald né umboð til að gera slíkar ákvarðanir. I'að er ekki á þess valdi, að ákveða hvaða stjórnmálaflokkar skuli taka þáttt í slíkum mnræðum, sem hér er inn að ræða, og hverjir ekki. Sarokvæmt útvarpslögunum er það einmitt skylda útvarpsráðs að tryggja jafnrétti allra flokka í þessum efnum. Lögin ætla útvarpsráði að vaka yfir því, „að við útvarpið ríki .... fyllsta óhlutdrægni gagnvart ölluin flokkum og stefnum í almennum ináluin”. Það skiptir að sjálfsögðu ekki máli, livort ílokkur heíur landlista í kjöri eða eigi. Um það cru flokkarnir sjálfráðir. — Þjóðveldismenn hafa nú ritað útvarpsráði og krafizt þess að þeim verði heipiiluð þátttaka í umræðunum. ] Útgefandi: MUNINN h. f. Framkvæmdastjóri: LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON Ritstjóri: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. 1 lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöid greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. ífsi & BAUGI MINNISMEEKI — LISTAVEKIv Fyrir nokkru síðan var blaða- mönnum sýnt líkan húsameistara ríkisins af stórhýsi því hinu mikla, sem fyrirhugað er að reisa á Skólavörðuhæð til minningar um ítallgrím Pétursson og bera skal nafn hans. Það mundi vart þykja óviðeigandi, þótt listamönnum þjóðarinnar væri gefið tækifæri til að setja svip sinn á minnis- merki Ilallgríms Péturssonar, eins andríkasta skálds, er þjóðin hefur alið. Fyrir því er hér um það spurt, hvaða hlut listamönn- lintim sé ætlað að eiga að þessu minnismerki, sem fyrst og fremst þarf að vera 1 i s t a v e r k, ef það á að vera samboðið minningu þess manns, er kvað Passíusálm- ana. HKAKNINGAK I SKEKJAFIRÐI Brezk hernaðaryfirvöld haia ný- lega vísað íbúium í tólf húsum við Skerjafjörð út á götuna, fyr- isvaralaust að kalla. Heyrzt hef- ur að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að flytja í hermanna- „bragga”, er c. t. v. væru not- hæfir sem gripaliús. Fólk það, er fyrtr þessum hrakningum hefur orðið, mun hafa fengið næsta dauíar nndir- tektir um stuðning við sinn mál- stað hjá yfirvöldum ríkis og bæj- ar. Það mun þó hafa orðið liður í kosningaundirbúningi valdhaf- anna að gefa fólkinu einhvers- konar tylliloforð um aðstoð. — Það heyrir að sjálfsögðu beint undir utanríkismálaráðherrann, Ólaf Thors, að halda á rétti þessa fólks. • ÁHÆTTUÞÓKNUN OG SKÁLDSKAPUK Þjóðviljinn, blað Sameiningar- flokks alþýðu — ekki Kommún- istaflokksins, býr nýskeð til langa skáldsögu um illvilja Þjóðveldis- manna í garð sjómanna. Tilefnið “ er það, að í bréfi til Þjóðólfs var vikið að áhættuþóknun sjómanna á þá lund, að hún væri of liá. Hinsvegar hefur blaðið aldrei hvorki iyrr né síðar vikið að á- liættuþóknuninni. En Þjóðviljinn *• lætur sig ekki muna upi að lialda því fram, að Þjóðveldismenn liafi tekið fjandsamlcga afstöðu í garð sjómanna. VIRÐINGIN FVK KITFRELSINU Ef líta ber á þessa skáldsögu Þjóðviljans um óvild Þjóðveldis- manna í garð sjómanna öðruvísi en sem vissa tegund af kosninga- „skrekk’” aðstandenda blaðsins, liggur beinast við að skoða liana sein óbeina kröfu um það, að blöð birti alls ekki annað efni en það, er þau séu sammála í einu og öllu. En slík afstaða blaða væri að sjálfsögðu í hrói»andi mótsetn- Framh. á 4. síðu. Hin gætilega fjárstjórn Jóns Þorlákssonar, mannkostir hans og forustuhæfileikar, öfluðu Sjálf stæðisflokknum mikils og verðugs trausts. Eftir að óöld Hriflu- mennskunnar komst f algleym- ing, mútur, kúgun, rangsleithi, pólitískar ofsóknir og misnotkun almannafjár, efldist fiokkurinn enn og styrktist. Þegar Jón Þor- láksson lét af stjórn flokksins tók Olafur Thors við. Menn hugðu að vonum allmisjafnt. til forustu hans. — í augum fjölda flokks- bræðra sinna var hann aðeins hæfileikasnauður gasprari, sem lítt væri til þess fallinn, að stjórna sínu eigin fyrirtæki, hvað þá að veita forustu öflugum landsmála- flokki. Um nokkurt árabil varð hæfi- leikaskortur Ólafs Thors þó ekki verulegur hnekkir fyrir vöxt Sjálf- stæðisflokksins. Ok hínnar flokks legu kúgunar varð æ þyngra. — I,'oringjaklíka Framsóknarflokks- ins varð með tilstyrk Alþýðu- flokksforingjanna stöðugt djarf- tækari til almennra mannréttinda. Fjársóun hennar í flokksþágu virt ist engin takmörk sett. Atvinnu- reksturinn var ofsóttur, skattþegn- unum íþyngt með óbærilegum á- lögum. Frelsi manna til athafna og sjálfsbjargar var háð æ víð- tækari hömlum og réttarskerðing- um. Lengra og lengra var gengið á þeirri braut að mismuna þegn- unum eftir pólitískum verðleik- um. Verzlunin var reyrð í fjötra ófrelsis og kúgunar. Þetta víðtæka ófremdarástand skapaði Sjálf stæðisf 1. æskileg vaxtarskilyrði. Frjálst hugsandi menn hlutu að skipa sér þar í fylkingu. Alþýðuflokkurinn var viljalaust handbendi ráðamanna Framsóknarflokksins. Kommún- istaflokkurinn, sem þá var ekki farinn að nefna sig „Sameining- arflokk“, hafði nánast sagt bros- lega aðstöðu í íslenzkum stjórn- málum. Sjálfstæðisflokknum óx því fylgi jafnt og þétt og það var sýnilegl, að hin skefjalausa mis- beíting valdsins mundi ckki megna að kefja niður andstöðuna gegn spillingunni og ofbeldinu. * * * Formaður Framsóknarflokks- ins, Jónas Jónsson frá Hriflu, er maður reikningsglöggur á póli- tísk dæmi. Honum var fullljóst, að fara yrði nýjar leiðir til að bíta bakfiskinn úr andstöðunni gegn því pólitíska siðgæði, sem hann er upphafsmaður að. Hann kom auga á einfalt og óbrigðult ráð í því efni. Honum var manna kunnugast um, hversu veik for- usta Sjálfstæðisflokksins var í höndum Ólafs Thors. Auðveld- asti leikurinn til að gera Sjálf- stæðisflokkinn einskis megnugan sem andstöðuflokk óaldaraflanna var að ná valdi á forustu hans. Þá var tekið að ,,brosa til hægri“. Rógurinn um Thorsfjölskylduna hvarf úr dálkum Tímans. Árum saman hafði Jónas Jónsson lýst þeim bræðrum eins og ræningj- um, vegna milljónaskulda þeirra í bönkunum. Allt í einu var tek- in upp ný ,,lína“. Jónas Jónsson reit langhund í fjölskyldublað sitt, þar sem því var slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að Thors- bræður hefðu alla ævina verið að fórna fé sínu fyrir almenning með því að reka útgerð. „Þjóðstjórn- in“ fæddist til lífsins með Ólaf Thors innanborðs, ásamt greind- um en þreklausum og heilsubil- uðum Sjálfstæðismanni sér við hlið. Vegtyllan fullnægði metorða girnd Ólafs Thors. Fjárhagsleg- um hagsmunum hans var borgið með því að tekið var fullt tillit til stórútgerðarinnar. — Gjaldeyrir landsmanna var felldur í verði til að bæta úr margra ára ójöfnuði gagnvart henni. Hún var undan- þegin sköttum að verulegu leyti og ívilnað í útsvarsgreiðslum. — Hins vegar var hagur verzlunar- stéttarinnar og annarra atvinnu- rekenda jafnmikið fyrir borð bor- inn og áður. Ráðherradóm sinn og fjárhagslegt öryggi sitt og Kveldúlfs varð Ólafur Thors að greiða með því að ofurselja verzl- unar-og birgðamál landsins hinni þröngsýnu mannhatursstefnu Ey- steins Jónssonar. — Sjálfstæðis- flokkurinn var algerlega mátt- vana. Foringi hans hafði verið leiddur inn í óvinaherbúðirnar. Formaður Framsóknarfl. hafði ,,keypt upp“ andstöðuna gegn óheiðarleikanum, kúguninni og spillingunni með langþráðri veg- tyllu handa alvörulitlum manni og fjárhagslegu öryggi til handa gjaldþrota fyrirtæki. Ný valda- ,,blokk“ var mynduð í landinu. Það má hvort heldur sem vill tákna hana með heitinu Jónas & l'hors eða Samband ísl. sam- vinnujélaga & Kveldúlfur“. Ól- •aíur gekkst undir að tryggja for- Framh, á 4. síðu,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.