Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 22.06.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.06.1942, Blaðsíða 4
ÞIOBOIFÐR HUSNÆÐISVANDAMALIÐ Eg held að valdhafar ríkis og bæja hafi ekki gert sér það nægilega ljóst. hversu húsnæðisvandræðin eru orðin al- varlegt vandamál. Tugir fjölskyldna hafa svo að segja hvergi höfði sínu að að halla, fjöldi manna býr í íbúðum, sem ekki er hægt að nefna mannabústaði, og -— það sem ekki er sízt alvarlegt — ungt fólk víl- ar fyrir sér að stofna heimili, 'vegna skorts á húsakynnum. Heill þjóðarinnar krefst úrbóta í þessu máli. Heilsusamlegar íbúð- ir eru eitt meginskilyrði þegna í nútíma þjóðfélagi. NÝJAR BYGGINGAR Pað hefur nú fregnast að fyrirhugaðar séu ýmsar stórbyggingar. Undanfarið hafa verið byggðar margar og dýrar lúx- usvillur og nokkur stórhýsi fyrir kaup- sýslufyrirtæki. Þetta er allt gott og bless- að ef — byggingar íbúðarhúsa væru næg- ar. Fyrst verðum við að hugsa um það, sem nauðsyn krefur og síðan um það, hvað við getum Jeyft okkur. Eg er ekki i neinum vafa um það, að bygging heilsu- samlegra og hagkvæmra íbúðarhúsa á að ganga fyrir skrauthýsum og ýmsum húsabáknum, sein nú eru fyrirhuguð Það er heldur ekki víst, hversu mikið byggingarefni verður mögulegt að fá hingað til lands á meðan stríðið geisar, ekki sízt ef við bruðlum með það. FRJÁLST BLAÐ Þjóðólfur er og á að vera frjálst blað. IJað vill afnema flokkspólitíkina. Stéttar- flokkar eiga rétt á sér innan vissra tak- marka, en ekki sem ofbeldisflokkar. — Þjóðólfur er ekki háður neinu öðru en réttlætisvitund sinni. Hann vill beita áhrifum sínum til hags fyrir þjóðarheild- ina. — Eigum við ekki að gera Þjóðólf að dagblaði, útbreiða hann, auglýsa í hon- um og styrkja hann? — Nú skal tekið til starfa í því augnamiði að vinna Jandi óg þjóð. t HVORT VILTU? Viltu atkvæðamikil stéttafélög, er hafi þó ekki völd í landsmálum, eða viltu á- framhaldandi stríð milli stéttaflokka og flokksforingja — sem leitt hefur til al- gerðs einræðis í mörgum löndum? Viltu trausta stjórn, sem er óháð stéttaflokkum, eða viltu að pólitísk flokksstjórn ráði yfir ríkissjóði? Viltu sækja fram með hag allrar þjóð- arinnar fyrir augum, eða viltu berjast fyrir nokkurn hluta hennar? Viltu fylkja þér með þeim mönnum, sem óska eftir óháðri þjóðkjörinni lands- stjórn eða viltu verja hagsmunavirki flokkaforkólfanna? STEFNAN Rifjum upp fyrir okkur nokkur megin- atriði ur stefnuskrá þjóðveldismarina. 1. ísland verði frjájst og fullvalda ríki. 2. Þjóðerniskennd, sjálfsvirðing og á- byrgðartilfinning einstaklingsins sé efld og þroskuð. 3. Framtak og frelsi einstaklingsins verði verndað og styrkt, þar sem það brýtur ekki í bága við hagsmuni þjóð- arheildarinnar. 4. Kosningum til þings og stjórnar verði hagað þannig, að þjóðarheildin eigi ör- ugga fulltrúa á Jöggjafarþingum og um- boð almennings verði fremur falið inönn- um en flokkum. 5. Stjórn Iandsins verði traust og stjórn- hæf. 6. Stofnað verði réttarríki heildarinn- ar í stað ofbeldisríkis flokksrrieirihluta. 7. Vísindi og tækni verði lögð til grund- vallar við atvinnuvegi þjóðarinnar, og forðazt se að kæfa sjálfsbjargarhvötina með of háum sköttum, Huginn, Mánudagurinn 22. júní. EFST Á BAUGl Framhald af I. síðu, ingu við anda ritfrelsisins. Það á að vsra hverjum og einum í sjálfsvald sett að túlka sltoðanir sínar á opinberu færi, svo íremi, að það sé ekki hættulegt öryggi ríkisins eða brjóti í bága við al- mennt borgaralegt velsæmi. Blöð- in eiga að vera sá vettvangur, þar sem mönnum sé frjálst að ræða skoðanir sínar og hugðar- efni innan J>ess ramma, er gild- andi lagafyrirmæli setja. tennan rétt vill íslen/.ka þjóðin áreiðanlega ekki framselja enda þótt „félagi” Stalin kunni að leggja þar á strangan varnað í sínu landij að menn fái óátalið að hafa aðrar skoðanir en þær, er hann „löggildir”, hvað þá að gera grein fyrir þeim í blöðum. ÓKYKKÐ I HERBÚÐUNUM Sltáldsagan um áhættuþóknun- ina og önnur áhka skynsamleg á- reitni Þjóðviljans í garð Þjóð- veldismanna, gefur vafalaust til kynna eðlilega ókyrrð í herbúð- um Sameingarflokks alþýðu — ekki Kommúnistaflokksins. Við * bæjarstjórnarkosningarnar hér í Reykjavík óx fylgi flokksins veru- lega frá því, sem var í síðustu Aljiingiskosningum. En Jiað mun öllum ljóst, og engum fremur en „sameiningarmönnum” sjálfuin að þetta fylgi var ekki flokks- fylgi ncma að nokkru leyti. Það er engum vai'a undirorpið, að í þeim kosningum köstuðu ýmsir atkvæðum sínum á lista þessa flokks til þess eins að tjá andúð sína á stjórnmálastefnu þjóð- stjórnarinnar, án jæss að þeir hefðu minnsta áhuga fyrir því, livaða „línur" menn á borð við Brynjólf Bjarnason kynnu að sækja til Moskva. „Sameiningarmenn”' munu ótt- ast, að það sé tiltölulega þuun- skipuð fylking, er telur að þeir séu „það, er koma skal”. X + Y Áratugum saman heíur Jónas Jónsson frá Hriflu skrifað í Tím- ann undir merkinu x + y. Á laug- ardagsmorguninn var birtist í Morgunblaðinu grein undir jiessu merki. Hún er byggð- á álíka rök- hugsun og langhundar [icir, sem J. J. skrifar í fjölskyldublað sitt nú síðustu árin. HVAR HAFA ÞESSIK MENN SKIPAÐ SÉR? Blöðin, scm þjóna einka- hagsmununum, eru að skeggræða um j»að, í lnaða flokka þessi „sundurleita lijörð” muni áður hal'a skipað sér og hvaðan Þjóð- veldismenn megi vænta kjörfylg- is. Blöðin geta verið þess full- viss, að augu manna í öllum flokk um eru farin að opnast fyrir J>eim staðreyndum, sem Þjóðveldismenn vekja athygli á. Má því óhætt fullyrða, að kjörfylgi þeirra komi frá öllum jieim flokkum, cr fyrir eru í landinu. Tjáir hinum múlbundnu flokksblöðum þar ekki um að sakast. Þau sanniiuli stamla óhrakin, að cldii er unnt að blekkja nema lítinn hluta munna um alla tíð. Þess vegna yfirgefa menn nú þá flokka, sem byggt hafa allt sitt starf á hrakleg- um blckkingum. Foríngí Sjálfstœdísflobksíns er fangí ílóvínaherbúðum Bréfabók Þjódólfs Framh. af 2. síðu. leiðinga og athugasemda. Rétt er að taka það fram, að sérleyfishafarnir á þessari leið hafa lagt sig fram um það, að vanda til farartækja og manna. Má með sanni segja að bílstjórarnir eru nær undantekn- ingarlaust traustir menn og röskir og að- dáanlega þolinmóðir. — Samt sem áður er þessi 16 tíma ferð með tilheyrandi sjó- veiki, bílveiki og hörkuáframhaldi alla leið í náttstað, enginn barnaleikur. Eina verulega hvíldin er á Blönduósi, þar sem staðið er við í klukkutíma og matast. Og þar sem ferðum þessum er svo háttað, að hvergi annarsstaðar á leiðinni er fá- anlegur miðdegisverður handa svo mörg- um mönnum, eru miklar kröfur gerðar til þessa greiðasölustaðar í skólahósinu á Blönduósi og veitingamanninum um leið sköpuð alger einokunaraðstaða. Eg ætla^nú að segja yður, ritstjóri góð- ur, eina mjög dapurlega matarsögu frá þessum stað. Eg var á norðurleið ásamt mörgum öðrum ferðamönnum 19. f. m. Matseðillinn á Blönduósi þennan dag hefði átt að hljóða á þessa leið: Súpa (án næringargildis og án matar- bragðs). Kjöt (orðið kalt). Kartöflur (engar). Kaffi (sem láist að bera fram). Verð: 5 krónur. Rétt er að taka það fram, að gestirnir munu hafa gleymt að signa sig að mál- tíð lokinni og gerðist kurr mikill í liðinu. Bölvuðu meim gestgjafanum og báðu hann aldrci þrífast. Verða slík ofurmæli laus á tungunni þegar illa er búið að munni og maga í þessum ferðum. Og þótt þau verði máske ekki að áhrínsorð- um, þá er það víst, að þrif þessa veit- ingamanns og orðspor það, er hann get- ur sér, vcrður í réttu hlutfalli við skilning hans sjálfs á þeim skyldum, sem einok- unaraðstaða hans á þessari leið hefur skapað honum. — Og því skal hér lofað, að ef góð umskipti hafa orðið á mat og framreiðlsu næst þegar ég verð þar á ferð, skal eg aftur senda yður línu, því svo skal lofa mennina, sem það er vert. Fer&amaður. Leiðrétting. I greininni ,,Vaxtarkröfur æsk- unnar” í síðasta blaði misprent- aðist í upphafi greinarinnar: ,,Við hlið þróttugra skóga”, en átti að vera: Við hlið þróttugra trjáa. Skrlfstofa Framhald af 1. síðu. i ngjaklíku F ramsóknarf lokksins öll raunveruleg völd í Jýjóðfélag- ínu fyrir ráðherrasæti sitt. Sam- bandinu var seld verzlunin ,,á leigu“ gegn því, að Kveldúlfi yrði tryggt fjárhagslegt sjálfstæði. * * * Sjálfstaeðisflokkurinn stendur mjög höllum fæti að reisa rönd við þessari óvæntu og vel hugs- uðu sókn. Flokkurinn virðist ekki hafa á að skipa hæfum mönnum til forustu. — A framboðslista flokksins hér í Reykjavík er Magn ús Jónsson í efsta sæti, maður, sem flokksmenn eru orðnir mjög ófúsir að veita brautargengi. I öðru sæti er hinn heilsubil- aði þrekleysingi, sem Olafur Thors tók með sér í þjóðstjórn- ina. í þriðja sæti er Bjarni borg- arstjóri, sem er aðeins þægt verk- færi í hendi ,,fjölskyldunnar“. Auk þess þykir ekki stjórn hans á málefnum bæjarins með þeim hætti, að líklegt megi þykja til kjörfylgis. í fjórða sæti — von- lausu sæti — er Sigurður Kristj- ánsson. Hann er tvímælalaust hæfastur þessara manna til að sinna almennum málum. Flokks- íorustan ætlaði að sparka honum af listanum að fullu, og flæma hann síðan úr flokknum. Orsökin er sú, að hann þykir tiltölulega sjálfstæður í skoðunum, og hef- tyr ekki sýnt Kveldúlfi blinda fylgispekt. Þannig er unnið að því markvíst og á áhriíaríkan hátt, að Sjálfstæðisflokknum megi ekki auðnast að snúa aftur heim úr herleiðingunni lil höfuð- stöðva óvinanna. Blaðakostur Sjálfstæðisflokks- ins er í eigu einstakra manna, og hefur flokkurinn engin ráð yfir honum. •— Auk þess virðast þau kynlegu álög vera á þessum blöð- um, að þau geti aldrei fengið sendibréfsfæran mann í þjónustu ooooooooooooooooo Kfósíd E~lisfann! Þfóðveldlsmanna Þjóðveldismenn hafa opnað skrifstofu á Skóla- vörðustíg 3, miðhæð. Stuðningsmenn E-listans! Hafið samband við skrifstofuna. Veitið henni aðstoð yðar. Verum samtaka til sigurs réttum málstað! Váfryggíngarskrífsfofa Sígfúsar Síghvafssonar er fluft úr Lækjargötu 2 í Lækjargötu 10B, uppi. <"H^'!“>^<">w^''>'K“K»>'K'<,*>^K“K">'K»KK":“K“K":“K"K“K'<H sína. Það mun mega telja til tíð- inda, ef starfslið Morgunblaðsins getur ritað smáfrétt, án þess að misþyrma fleslum höfuðreglum þjóðtungunnar. Stjórnmála leið- arar“ blaðsins minna fremur á vanmáttugar tilraunir skóla- drengja til rökræðna, en rithátt og málsmeðferð vitiborinna manna. Blaðið hefur með þessu skapað sér slíka lítilsvirðingu, að ekki er svo innlendur skopleikur settur á svið í höfuðstaðnum, að þar sé ekki mjög eftirminnilega skopazt að þessari augljósu niðurlægingu blaðsins. # * * 1 þessari kosningabaráttu láta ýmsir vinnumenn Sambandsins & Kveldúljs innan Sjálfstæðis- flokksins í það skína, að nú sé barizt til úrslita við kúgunar- stefnu Framsóknarvaldsins í landinu. Þetta má til sanns vegar færa, þótt nokkuð sé því á ann- an veg háttað en Morgunblaðið vill vera láta. Það er látið halda því fram dag eftir dag, að úrslit- in í þeirri baráttu, séu undir því komin, að menn fylki sér fast um lista þann, er miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins ber fram hér í höfuð- staðnum. En því er alveg gagn- stætl íarið. Ef menn fylkja sér um þann lisla eins og endranær, er það tjáning þess, að þeir láti sér vel líka, þó að foringi and- stöðunnar gegn kúgunarstefnu Framsóknarforingjanna sé her- fangi andstæðinganna. Átökin í þessum kosningum eru ekki milli Olafs Thors og Jónasar Jónsson- ar. Það verður bezt markað af því, að J. J. tekur nálega engan þátt í þessari kosningabaráttu. Og sérstaklega varast hann að mæla styggðaryrði í garð Kveldúlfs. — Það er ekkert launungarmál, að hann beitti sér gegn því eftir mætti, að Framsóknarflokkurinn byði fram á móti Ólafi, enda réði Ólafur því, að ekki skeleggari andstæðingur en sýslumaðurinn á Húsavík var sendur til framboðs móti Jónasi. Morgunblaðið er lát- ið snúa allri sinni kosningasókn gegn' Þjóðveldismönnum. Það á vissulega að ryðja úr vegi öllum hugsanlegum hindrunum á sam- starfi Jónasar og Ólafs að kosn- ingunum loknum. Fylgi Þjóðveldismanna í þess- um kosningum sker úr um það, hvort óöld Hriflumennskunnar á að hefjast á ný. Þó að þeir bjóði ekki fram annars staðar en í Reykjavík, verður fylgi þeirra skoðað sem mælikvarði á það, hvort kjósendur Sjálfstaeðisflokks- ins, er gefið hafa honum atkvæði sín í von um að hann héldi uppi andstöðu gegn kúguninni, rang- sleitninni og ofbeldinu, láta sér vel líka, að foringi flokksins sé herfangi andstæðinganna. Ef kjós endurnir treystu foringja, sem svo er ástatt um, fyrir málstað sín- um, munu þeir gefa lista Magnús- ar Jónssonar og Bjarna Ben. at- kvæði sín á kjördegi. Telji þeir hins vegar, að efla verði ný og heilbrigð samtök til að halda uppi merki mannréttinda, frelsis, rétt- lætis og drengskapar á Vettvangi þjóðmálanna, munu þeir skipa sér í sveit Þjóðfveldismanna. Kjósið E-listann-lista Þjóðveldismanna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.