Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 25.06.1942, Síða 1

Þjóðólfur - 25.06.1942, Síða 1
Útgefandi: MUNINN h. f. Framkvæmdastjóri: LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON Ritstjóri: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn: Skólavörðustíg 3, sími 4964. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. bjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. I Iausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. £þt Á BAUGI FISKSALAN I HÖFUÐ- STAÐNUM. Blað borgarstjórans skýrði frá því nú nýverið, að fisksalar býggjtist við, að erfitt mundi verða að fá fisk í soðið handa fcæjarbúum yfir síldveiðitímann. — Fiskekla í Reykjavík er ekki nýtt fyrirbrigði, enda þótt bærinn liggi við einhver hin beztu fiski- mið í heimi og fiskur sé aðaiút- flutningsvara landsmanna. Um alllangt undanfarið skeið hefur verið verulegum annmörkum háð að fá fisk í matinn liér í höfuð- staðnum. Hinsvegar er fiskurinn aðalnsyzluvara almennings í bæn- um og því algerlega óviðunandi, að liúsmæður í Reykjavík ei'gi ekki daglega völ á sem f jölbreytt- ustum fiskföngum til matseldar. Hér í blaðinu voru fisksölu- málin rædd allítarlega í s.l. febrú- armánuði. Þar var bent á, að auk fullkominnar fisksölumið- stöðvar ásamt smærri útsölustöð- um, þar sem þess þætti þörf, yrði að starfrækja útgsrð til að afla fiskjar fyrir markaðinn í Reykjavík. Það er að sjálfsögðu verkefni bæjarfélagsins að koma þessum framfaramálum í kring, þótt ekki sé þar með sagt, að bærinn ætti að reka þessi fyrir- tæki. En Bjarni borgarstjóri mun hafa öðru þarfara að sinna en framfaramálum höfuðstaðarins. Hann er skráður í herþjónustu hjá SAMBANDINU & KVELD- ÚLFI, og á að verða þingfulltrúi þeirrar sambræðslu. „ÞJÓÐLEGIR SAMEININGAR- MENN”. „Sameiningarmenn” þeir, sem klofið hafa verklýðssamtökin í fjórar f jandsamlegar fylkingar og kenna sig ekki við kommún- isma, hafi tekið upp þau „þjóð- Iegu” vinnubrögð að vísa mönn- um „út fyrir þjóðfélagið”, að hætti hinna mestu skörunga vorra. Þeir „stimpla” andstæð- inga sína þó ekki formálalaust sem kommúnista eins og helzti Iærimeistari þeiria gerir, ef hon- um sinnast við skáld og lista- menn, heldur kalla þeir þá naz- ista. Einn af rithöfundum „sam- einingarmanna ritar nýverið grein í blað þeirra í „langhundaníðstíl” um frambjóðendur Þjóðveldis- manna hér í höfuðstaðnum. Lang- liundur þessi byggist á viðlíka rökhugsun og alkunnar greinar sömu tegundar um listafólk landsins. „Rithöfundur” þessi lof- ar tveim langliundum til viðbót- ar, svo sem títt er í slíkri rit- mennsku. í BILASALAN. Magnús Jónsson heíur nú fyr- ir nokkru tekið þá rögg á sig, að setja nokkrar skorður við kaupum og sölum á vörubifreið- iira, Er það góðra gjalda vert og hsfði átt að gerast fyrr. Hér í Framhald á 4. síðu. Eiga Sambandið 6 Kveldulfur að rðða yflr málefnum Uóöarinnar? Kosningarnar í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það I—I ÉR í höfuðstaðnum er ekki kosið um kjör- * " dæmamálið. Allir þeir flokkar, sem mögu- leika hafa til að fá menn kjörna, styðja málið. Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hafa greitt málinu atkvæði á þingi. Þjóðveldismenn hafa tekið afstöðu með því. Framsóknarflokkurinn mun ekki fá nema örfá hundruð atkvæða hér í bænum. Hin nýja skipting atkvæðamagnsins, þar sem Þjóðveldismenn munu draga verulegt fylgi frá öllum þessum flokkum, hefur engin áhrif á fram- gang kjördæmamálsins. Það verður þörf fyrir öll uppbótarsætin eftir sem áður og þau skipt- ast að sjálfsögðu milli þeirra flokka, sem styðja málið. Kosningarnar hér í Reykjavík snúast hinsvegar um það, hvort valdakerfi Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem grundvallast á Sam- bandinu annars vegar en Kveld- úlfi hins vegar, á aS standa eSa falla. Þegar foringjaklíka Fram- sóknarflokksins var orSin úrkula Verzlunarstéttin mun yfir- leitt ekki hafa búizt viö aö njóta réttlætis og jafnréttis í þjóðfélaginu fyrr en búið væri aö ráða niöurlögum þeirra afla, er notuðu Eystein sem peð í skák sinni um völd og þjóðfélagsleg yfirráð. Þess vegna fylktu verzlunarmenn sér um þann flokkinn, sem hélt uppi baráttu gegn rang- sleitninni og hinni flokkslegu kúgun. Verzlunarstéttin skip- aði sér nær óskipt í raðir Sjálfstæðisflokksins og vænti þess, að hann mundi fylgja fram réttmætum kröfum vonar um að ná alræðisvaldi í þjóðfélaginu með kúgunar- og of- beldisráðum einum saman, greip Jónas Jónsson til þess fangaráðs að ,,bjarga“ Olafi Thors og gera hann háðan sér. Fyrirtæki þeirra Jensenssona var gjaldþrota. Og í kjölfar hins hennar, enda létust blöð fiokksins jafnan hafa fullan skilning á málstað verzlunar- stéttarinnar. En svo kom að því, að for- usta Sj álfstæðisflokksins var keypt til fylgis við andstæð- ingana. Þá var fórnað hags- munum allra þeirra stétta, er stutt höfðu Sjálfstæðisflokk- inn, að einni undanskilinni. Engin af stuöningsstéttum flokksins var þó hraklegar leikin en einmitt verzlunar- stéttin, sem raunverulega var kjarni flokksins. Ef Sjálfstæðismenn hefðu efnalega gjaldþrots hlaut óhjá- kvæmilega að fylgja stjórnmála- legt gjaldþrot Olafs Thors- Allt frá því að hann valdist í sæti Jóns Þorlákssonar, hafði ríkt megnasta vantraust á forustu- hæfileikum hans innan Sjálf- stæðisflokksins. Maðurinn þótti grunnhygginn, fljótráður og yfir- lætisfullur. Hins vegar er hann drenglundaður og raungóður. Átti hann fyrir því talsverðum vinsældum að fagna meðal flokksbræðra sinna. Jónasi Jónssyni var vel kunn- ugt um hina hættulegu aðstöðu Olaís Thors. Hann þekkti met- orðagirnd hans og hégómlegan metnað. Honum var líka kunn- ugt, að Ölafur mundi muna vel auðsýndan velgerning og duga þeim, sem veitti honum brautar- gengi. Leikurinn var því gefinn fyrir Jónas. Kveldúlfi var bjarg- að. Langþráðir draumar Ólafs Thors um ráðherrasæti rættust Framhald á 4. síðu. gengið til stjórnarsamvinn- unnar sem jafnréttháir aðil- ar Framsóknarmönnum, heföu þeir gert þá ófrávíkjan- legu kröfu, að þeim yrði feng- in stjórn viðskiptamálanna. Ekkert er betur til þess falliö aö afhjúpa niöurlægingu og þjónsafstööu Ólafs Thors í „Þjóöstjórninni” en einmitt þaö, aö hann skyldi láta sér lynda að Eysteinn Jónsson væri viöskiptamálaráöherra í stjórn, sem hann átti sjálfur sæti í. Það var látiö í veöri vaka, að verzlunarmenn ættu fulltrúa í þjóðstjórninni, þar sem var Jakob Möller. En það hefur sennilega aldrei setið duglausari maöur í ráðherra- stóli á Islandi en einmitt hann. Hann lofaði verzlunar- stéttinni því, aö hann skyldi leggja niður einkasölurnar og létta af höftunum. Hefur þaö verið gert? Verzlunarmenn munu vera menn til aö svara því. Frá því hefur verið skýrt Framhald á 4. síðu. Viðbragð valdhyggju- flokkanna við stjórn- málasamtökum óhðra manna HINIR skipulögöu stjórn- málaflokkar láta sem þeir eigi bágt með aö skilja stjórnmálaleg samtök óháðra alþingiskjósenda og er þaö að vonum. Flokkshyggjan glepur þá. Hún hefur lagt þann fjötur á dómgreind þeirra, að þeir fá ómögulega skiliö til fulls þá afstöðu — þá einu réttu og heilbrigðu afstöðu — til þjóðmála og þjóhags, sem ráöa vill til lykta þjóðmálum og stjórnarfari sem alþjóð sæmir bezt, þ. e. á grundvelli heil- brigðrar skynsemi og dóm- greindar, skoðanafrelsis, rétt- lætis og heiðarleika. Eigi að síður óttast þeirr þessi samtök frjálsra manna. Þeir óttast, að þótt hún sé ekki fyrirferöarmikil í byrjun, þá muni hún ryðja sér til rúms, leysa skýluna frá aug- um fyrri stuðningsmanna þeirra. Dómgreindin sé aöeins deyfð af eitri flokkshyggjunn- ar, en ekki dauö, réttlætistil- finningin sé aðeins bæld en ekki buguð, samvizkan vaki undirniðri og geti náð fullri meövitund. Þeir skilja það ekki, þeir góðu flokkshyggjumenn, að á samkomum frjálsra manna eru teknar ákvaröanir um hvert einstakt mál og málsatriöi eftir málsástæöum,, sem meiri- hlutinn verður ásáttur um. Flokksbönd og skoðanakúgun er ekki einasta algjörlega ó- þörf, heldur einnig smánar- blettur á samkomum frjálsra og fullvalda manna. Allir'eru sammála um, aö líkamlegt of- beldi og ánauð er óþolandi við- búð. Andleg kúgun og afbeldi er þó enn hatramlegri viöbúö. Þetta er allt svo augljóst mál, að blöö hinna „skipu- lögðu” stjórnmálaflokka fá þar engum rökrænum vörnum við komiö. í rakaleysi sínu grípa þau til hins alkunna úrræöis, ills málstaöar og óverjancli: Þau hrúga saman dylgjum. blekk- Framh. á 4. síðu. Getur verzlunarstéttin í Reykja- vík ekki íengið uppreisn? HÖFUÐSTAÐ landsins er fjölmenn og vel menrit stctt verzlunarmanna, sem hefur fært verzlunina yfir á íslenzkar hendur og aflað íslendingum trausts í viðskipta- löndum þeirra. Starf þessarar stéttar hefurhinsvegar ekki verið betur launað en svo, að árum sam-an hefur hún verið hundelt með ofsóknum, rógi og kúg-unarráðstöfunum. Þröngsýn og ofbeldisfull haftastefnahefúr verið tekin upp til þess aö unnt væri að mismunaþeim aöilum, er aö verzlun- inni starfa, enda þótt þjóðar-heildin hafi veriö sköðuð um of fjár fyrir skammsýni ogmannhatur Eysteins Jónsson- ar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.