Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h. f. Framkvæmdastjóri: LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON Ritstjóri: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn: Skólavörðustíg 3, sími 4964. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum I mánudegi og aukablöð eftir þörf- 1 um. Verð kr. 6.00 á misseri. I lausasölu 23 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. t(st k BAUGI VARAST REYKVÍKINGAR II.TTA? Aiidstaða Reykvíkinga réð úr- slitum um það, að foringjaklíku rramsóknarflokksins tókst ekki í krafti kúgunarsteínu sinnar að ná alræðisvaldi í þjóðfélaginu. Völd sín notaði þessi flokkur fyrst og fremst til að troða á rétti minnihlutans, skara eld að kó'ku örfárra ofríkismanna í for- II. árg. Mánudagurinn 29. júní 1942. 21. tölublað. leiliimniar eim að tala atlíri ildllirsaiillignirisiiapleilir Þad er tímí fíl komínn að þoka tíl hlíðar hínnm pólí- tísku ofríkísmðnnum, er setíð hafa yfír hlut þeirra. ingjaliði flokksins, misbeita völd- unum, ofsækja andstæðingana og kúga menn undir ok sitt. Ef Reykvíkingar hefðu ekki tekið svo einarða og hiklausa afstöðu gegn rangsleitninni og misréttinu, mundu flokksforingjar Framsókn- arflokksins hafa komið hér á al- geru flokkseinræði. Þegar sýnt var, að andstaða þeirra yrði ekki brotin á bak aft- ur með ofbeldisráðum, vorg nýj- ar aðíerðir teknar upp. Þá var tekið að vingast við aðalforingja yjálfstæðisfiokksins — honum bjargað frá gjaldþroti og hann raunveruiega fluttur yfir í óvina- herbúðirnar sem ófrjáls maður. Nú er hann notaður sem agn fyr- ir fyrri fylgjendur. I>ess er vænzt, að þeir muni fylgja hon- um eftir í herieiðinguna af fús- Framh. á 4. síðu. O RODDAR Framsóknarflokksins hafa gert mjólkursöluna í Reykjavík að pólitísku vígi sínu. Öll forsjá þeirra mála er í höndum tveggja ofríkismanna í fjarlægum héruðum, sem sýna Reykvíkingum beina óvild og opinskáan fjand- skap, hvenær sem þeir þykjast þurfa að þjóna skapsmunum sínum. Neytendum í Reykjavík er sýnd takmarka- laus fyrirlitning. Það er þráfaldlega látið í það skína, að ef þeir taki ekki með þögn og þolin- mæði þvf, sem að þeim er rétt, sé hægt að refsa þeim. Hin takmarkalausa ósvífni hinna sjálfvöldu ofríkismanna, er fara með forsjá þessara mála, kom glögglega í ljós, þegar Tíminn skýrði frá litlu atviki, er fyrir kom í mjólkurbúð einni hér í bæn- um fyrir nokkrum mánuðum síðan. Afgreiðslustúlkan í búðinni j kæmi meS óhreint ílát undir lenti í hörkurifildi viS einn viS- mjólkina. Daginn eftir skýrSi skiptavin sinn út af því, að hann Tíminn frá þessum atburði á þá ,Ég er ekkert hrædd- ur við nýja viðleitni‘ Viðtal við Jónas Kristjánsson iækní EG hitti Jónas Kristjáns- son lækni að máli ný- lega og óskaði upplýsinga um starf hans og áhugamál. — Starf mitt, segir Jónas læknir, er hið sama og verið hefur bau 38 ár, sem ég var héraðslæknir, nema hvað ég á síðari árum hef getað helgað tíma minn meira en áður því hugðarmáli, að leiðbeina fólki um það, hvernig það geti •verndað heilsu sína, en það tel ég vera höfuðverkefni læknisfræðinnar og fyrstu skyldu hvers læknis. — 38 ár héraðslæknir, og líklega í erfiðum héruðum? — Og þó ertu enn sem ungur værir. — Eg var tíu ár á Brekku í Fljótsdalshéraði og 28 ár í Sauðárkróks-læknishéraði, og það má segja, aö héruðin séu bæði erfið. En sá, sem er vel kvæntur og er svo heppinn að starfa með góöu fólki, sem vill allt fyrir mann gera, get- ur enzt nokkuö lengi, ef hann hefur gát á iifnaðarháttum sínum og ætlar sér af, eftir því sem unnt er. — Og þú hefur haft tíma til að mennta þig, þrátt fyrir annasamt læknisstarf í hér- uöum landsins. —Eg hef siglt átta sinnum cg variö satt að segja til þess mestu af því, sem mér hefur áskotnazt um æfina og meirú en ég get forsvarað gagnvart fjölskyldu minni. Fyrstu ferð- irnar fór ég til að kynnast skurðlækningum, en síðan 1913 hafa ferðir mínar verið farnar tii þess einkum að kynnast nýjungum í heilsu- fræði og heilsuvernd. — Og Jónas læknir bendir mér á langar hillur með bókum um þessj efni. — Það fóru snemma að sækja á mig efa- semdir um það, að læknarnir og læknisfræðin væri að öllu leyti á' réttri leið. Hið eöli- lega ástand mannslíkamans og líkama hverrar lifandi veru er fullkomin heilbrigði og vellíðan. Ef út af því ber, er einhver orsök á bak' við, Framhald á 4. síðu. lund, að menn rak í rogastanz yf- “ ir hinni opinskáu fyrirlitningu blaðsins fyrir rétti neytendanna. Því var nánast slegið föstu, að skemmdirnar í mjólkinni, sem alltaf hefur borið mikið á stöfuðu af óþrifnaði Reykvíkinga. Þeir þvægju ekki mjólkurílátin og færu sóðalega með mjólkina. Les endur blaðsins hlutu að verða þess áskynja við lestur þessarar frásagnar, að hin ókurteisa af- greiðslustúlka hefði staðið sér- staklega vel í stöðu sinni með því að veitast að viðskiptavini sínum með fúkyrðum í áheyrn allra þeirra, er í búðinni voru staddir. Nú getur meira en vel verið, að þessi viðskiptamaður hafi verið með óhreint ílát, sem ekki hefði verið rétt að láta í mjólk. En bar afgreiðslustúlkunni að veitast að honum eins og réttlausum manni ? Hennar hlutverk var að sjálfsögðu það, að víkja við- skiptamanninum afsíðis og benda honum kurteislega á, að ekki væri rétt að afgreiða mjólk í þetta ílát. Hin aðferðin er því aðeins réttlætanleg, að Reykvík- ingar séu í raun og veru réttlausir þrælar Sveinbjarnar mjólkur- klerks og Egils í Sigtúnum og þeim beri að taka hverju, sem að þeim sé rétt. En Rcyfevífeingar munu ckki láfa mísbjóda sér lengur en orðíð er, Þeir munu taka upp þá skipun þessara mála, er þeim sjálfum sýnist og hagkvæmust reynist. Þetta er þeirra mál. Það er hlið- stætt að sjá bæjarbúum fyrir hollri og góðri mjólk og rennandi vatni. Þegar brunnarnir inn í bænum væru orðnir of ófullnægj- andi vatnsból fyrir höfuðstaðinn leystu bæjarbúar málið með sam- eiginlegu átaki. Þeir lögðu vatns- æðar til bæjarins frá góðu vatris- bóli. Síðan streymir hið tæra vatn frá Gvendarbrunnum til bæjarins dag og nótt. Bæjarbúar spurðu ekki neina „Sveinbirni” í fjær- lægum héruðum ráða um lausn málsins. A líkan hátt mun fara um mjólkurmálið, jafnskjótt og Framhald á 4. síðu 15. Eg hef heyrt mikið talað um það í bænum hvernig á því muni standa, að Bjarni borgarstjóri sæki það svo fast, að komast inn á þing. Menn veita því eftirtekt, að bæjartekjurnar eru nú komn- ar upp í 14 milljónir króna eða um þáð bil. En fyrir nokkrum ár- um voru allar ríkistekjurnar ekki hærri. Þurfti þrjá ráðherra, segja menn, til þess að stjórna ríkinu og meðferð þess fjár og gæta hagsmuna lands og þjóðar við ríkisframkvæmdirnar. Og þótt það allt hafi náttúrlega tekist mjög misjafnlega, þá hefur það ekki farið á milli mála, að ráð- herrar hafa haft með höndum ærin störf, einkum þegar það bættist ofan á, að þeir þurftu að stjórna flokkum sínum og vaka yfir pólitískum verðleikum manna. — Hvernig má það vera, að Bjarni borgarstjóri vilji nú fara að sitja á þingi þrjá mán- uði ársins eða máske sex og hafa borgarstjórnina í hjáverkum? — Á það er réttilega bent, að mjög skortir á góða stjórn bæjarins og framkvæmdir stutt á veg komnar, eftir því sem krefjast verður um slíka borg sem Reykja- vík er nú orðin um vöxt og al- mennar þarfir. — Bærinn á ekk- ert ráðhús, engin skólahús. nema ófullnægjandi barnaskóla, engin sjúkrahús né fæðingarspítala, enga slysastofu, engin leik- hús né almenna skemmtistaði, enga leikvelli handa börnunum, mjög ófullnægjandi húsnæði handa bæjarbúum svo að öll eldri hverfi bæjarins verður að byggja upp í nýjum stíl. Þar á ofan eru göturnar óviðunanlegar, ræktun- armál bæjarins á byrjunarskeiði, börnunum ekki séð fyrir hæfi- legri mjólk og ekki einu sinni því að heilsa, að unnt sé að fá fisk í soðið svo að vandræðalaust geti heitið hérna við einn gf fiskisæl- ustu fjörðum í heimi.----- Þann- ig er nálega allt ógert og ófull- gert af því, sem bærinn þarf að láta gera í náinni framtíð, og Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.