Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 3
Mánudagur, 29. júní 1942. ÞJ ÓÐÓLFUR 3 og eigingimi, en áður en þeir vita af, em þeir sjálfir (komm- únistarnir) orðnir engu minni fé- liyg'gju og engu minni jarðhyggju vfirleitt að bráð, og er oft engu líkara, en að(‘ þeir viti ekki af öðru en munni og maga. Og stundum getur farið svo, þegar „kapítalisti” og kommúnisti eru að eigast við, að hlutlausum á- horfanda detti í hug tvo rándýr, sem eru að berjast um bráð sína. Þetta á sem betur fer ekki alltaf við. Sumir kommúnistar — þó alltof fáir séu — eru að sjálf- sðgðu óeigingjarnir hugsjóna- menn, sem kunna að berjást drengilega. — Reyndar er alltaf ástæða til að spyrja, og væri á- reiðaniega mörgum kommúnist- anum hollt til sjálfsprófunar að spyrja sig sem oftast: Hvernig mundi ég sjálfur haga mér i sporum hins ríka manns, sem ég tel mér skylt að berjast á móti? ■— Ef þessi sjálfsprófun væri nógu einlæg, gæti ef til vill farið svo, að eitthvað gufaði upp af rembilátasta réttlætishrokanum og vægðarlausustu vandlæting- unni! III. Út af tveimur meinlausum greinum sem ég hef skrifað í Þjóðólf um þjóðfélagsmál, hafa ritstjórar Þjóðviljans talið nauð- synlegt að hella úr skálum sinn- ar heilögu reiði einhverjum dóma- dags óksöpum yfir mitt synduga hofuð, — Málin sjálf hafa þeir ekki rökrætt, enda virðist þá skorta geðstillingu til að geta það. — En í þess stað verja þeir miklu rúmi í blaði sínu til þess að reyna að sannfæra lesendurna um það, hve ég sé einföld sál, lítið skáld, hrokafullur hræsn- ari, haldinn ýmiskonar sjálfs- blekkingum, og hve gjðrsamlega ég sé í raun og veru óverðugur þess, að jafn vitrir og miklir menn og þeir eru, eigi orðastað við mig! Samt sem áður fylla þei marga dálka í blaðinu af ó- hróðri um þenna einskisverða mann! — Það, sem hér hefur gerzt, er á- gætt sýnisgætt sýnishorn hinnar 'pólitísku baráttu, eins og hún er orðin fyrir tilverknað flokkanna og flokkshyggjunnar. 1 Suður- löndum á það sér stað, að illa uppaldir æsingamenn henda stund- um fúleggjum og ððru slíku góð- gæti í leikara eða. ræðumenn, sem þeim líkar ekki við. — Þroskastig það, er slíkir menn standa á, er að sjálfsögcu ekki hátt, enda eru þeir oft notaðir til óhæfuverka, sem verri eru en þótt kastað sé fúleggjim. — Því miður. eru í ís- lenzku stjórnmálalífi til menn, sem í stað þess að rðkræða — kasta fúleggjum að skoðanaand- stæðingum sínum. Slíkt er hægt að fyrirgefa og líta á sem ein- hverskonar óvitaskap, en hitt er verra, að sumir þessara fúleggja- varpara seilast mjðg til valda og mannaforráða, halda að þeir séu miklir spekingar, og að ekki er laust við að farið sé að líta á það sem mikla og fagra íþrótt að henda þessum óþverra. Þegar svo er komið, verður að segja hispurs- laust frá þeirri hættu, sem yfir vofir, jafnvel þótt þola verði nokkra fúleggjahríð frá raka- naiu.um mönnum, sem halda að þeir séu til þess kvaddir að frelsa heiminn — með fúlum eggjakðk- um! — Gretar Fells. Rífregnír Sk'ipun heilbrigðismála á Islandi ^iefn- ist nýútkomið fylgirit með heilbrigðis- skýrslunum, er Vilmundur Jónsson land- læknir hefur samið. Er það upphaflega ritað sem kafli í rit um félagsmálefni, er fyrirhugað var að gefa út, en hefur nú verið stöðvað. Þetta er allsmikið rit að vöxtum, nálega tvö hundruð blaðsíður í stóru broti. Er þar saman kominn mikill og margvíslegur fróðleikur um þessi efni. — Þá eru og nýkomnar út heilbrigðis- skýrslur fyrir árið 1939 og skýrslur um heilsufar og heilbrigðismálefni á íslandi 1901—1904. Pála, nýtt leikrit eftir Sigurð Eggerz bæjarfógeta kom út á forlagi ísafoldar- prentsmiðju nú nýlega. <KXXXXX>O<XXX>O<XX><XX>OO<XXXXXXX>000<XX>< Tryggið yður okkar fegurstu bókmenntir f næstu 1 0 daga geta menn gerzt áskrifendur að Landnámu í bókaverzlunum Eymundsens, fsa- foldar, Heimskringlu og KRON og fengið um leið afhent 1 . bindi af verkum Gunnars Gunnarsson- ar, Skip heiðríkjunnar. Ef til vill eigið þér ekki síðar kost á að eignast þessi verk, sem einungis eru prentuð fyrir áskrif- endur, öll tölusett og afhent meðlimum á kostn- aðarverði. Bóbaúf$áfan Landnáma* er á Skólavörðustíg 3. — Símí 4964, Lítið inn. — Aðstoðið okk- ur eftir megni á kosninga- daginn. x E-listinn Raflagnir Getum tekið að okkur raflagnir í nokrar nýbygingar. — önn- umst einnig viðgerðir á eldri lögnum og allskonar raftækjum. RAFTÆHJAVERZLLN & VINNt^TOFA LAUGAVEQ 46 SÍMI 5858 Kofflum við manni að ? Eitt einasta atkvæði getur ráðið úrslitum. Þess vegna má enginn Þjóðveldismaður fara úr bænum án þess að kjósa. Kosið er í Miðbæjarbarnaskólanum kl. 10— 1 2 f. h. og 1—5 og 8—9 e. h. og á laugardögum kl. 1—5 og á sunnudögum kl. 3—5. E-listinn er listi Þjóðveldismanna. minna griðland en hjá þessari hraustu, sókndjörfu hetju, sem geislaði af lífsþrótti og æskuþreki. Og þó var hann nú allt í einu horfinn sjónum, þegar lífsstarfið var nýhafið og ættjörðin þarfnaðist forustu hans frem- ur en nokkru sinni áður. Allir hinir beztu íslendingar, sem vissu hvílíkur mannskaði hafði orðið, voru harmi lostnir. Jón Espólín líkir hinum látna víkingi við Baldur hinn góða, sem allir vildu úr Helju grátið hafa. Jónas Hallgrímsson yrkir fagurt kvæði og lýsir vel hinum mikla missi ,Is- lands. Bjarni Thorarensen byrjar á erfiljóði, sem ætla má að orðið hefði óbrotgjarn minnisvarði, ef lokið hefði verið: Isalands óhamingju verÓur allt að Vopni. Eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiÓum byggðum ey&a. Lengra komst Bjarni aldrei. Það er eins og einhver hefur sagt: Treginn og söknuðurinn varna honum máls. II. Margur efnismaður hefur látið lífið um örlög fram. Margur gáfaður piltur hefur fallið í valinn á unga aldri. Margur skarpur námsmaður hefur verið hrifinn á brott í blóma lífsins, og þó hefur engin þjóðarsorg orðið við fráfall hans. Hér hefur verið frá því skýrt, hve fjörmikill og bráð- gjör Baldvin Einarsson var. Þess hefur líka verið getið, að hann var duglegur sjómaður og ágætur skipstjóri. Og á það hefur verið minnzt, hvílíkur námsmaður hann reyndist. En samt mætti spyrja: Hvers vegna var hans saknað sem afburðamanns og leiðtoga ? Hver voru afrek hans ? Þegar Baldvin Einarsson kom til Hafnar, var mikil deyfð yfir öllu félagslífi íslenzkra stúdenta, og hafði svo verið allt frá tímum þeirra Eggerts Ölafssonar og Hannesar Finnssonar. Fjöldi stúdenta lá í hóglífi og svalli, en þegar bezt lét, stunduðu þeir námið og hugs- uðu ekki um aðra hluti. Félagsleg málefni létu þeir sig litlu skipta, og þjóðerniskenndin var harla óþroskuð. Ekki leið á löngu, unz Baldvin hafði komið mikilli hrær- ingu á þennan stöðupoll. Fyrir forgöngu hans stofnuðu námsmenn félag með sér og (óku að ræða þar um hag Íslands og ástand í atvinnu- og meriningarmálum. Köll- uðu þeir fundi þessa ,,Alþing“, til minningar um hina fornu þjóðarsamkomu á Þingvöllum. Lífið og sálin í störfum funda þessara var Baldvin Einarsson. Hélt hann þar þrumandi ræður um búnaðarhætti, iðnaðarfram- kvæmdir og þjóðernismál. Stefndi hann heill og óskipt- ur að því marki, að glæða framkvæmdaþrá og ætt- jarðarást félaga sinna. Þetta eitt virtist ærið verkefni ungum manni. En Baldvin sá það brátt, að hann yrði að skapa sér víðari vettvang, ef vel ætti að vera. Hann tók því að gefa út tímaritið „Ármann á Alþingi“, og hélt þeirri útgáfu áfram í fjögur ár, eða til dauðastundar. III. Útgáfa „Ármanns á Alþingi“ er afreksverk Bald- vins Einarssonar. Þar birtist hann í fullri stærð, ör- uggur og úrræðagóður, þróttmikill og hugkvæmur, op- inn og vakandi fyrir öllu því, sem verða mætti íslandi til nytsemdar. Baldvin valdi þann kostinn, að hafa rit sitt í eins- konar sögustíl. Er það auðsjáanlega gert til þess, að almenningur lesi það fremur sér til gagns og ánægju. Það er hin forna landvættur, Ármann úr Ármannsfelli, sem er látin halda ræður frá Lögbergi um hin margvxs- legustu efni. Stundum eru ræður þessar fullar af leið- beiningum og heilræðum til bænda og búaliðs. Annað veifið fjalla þær um nauðsyn aukins iðnaðar og fjöl- breyttari atvinnuhátta. Þá eru og harðorðar áminningar- ræður, þar sem þrumað er yfir andvaraleysi og svefn- móki. Bent er á dæmi forfeðranna, sýnt fram á, hvern- ig túnin, sem þeir græddu, séu komin í órækt, og garð- arnir, sem þeir hlóðu, sokknir í kaf. Það er talað um afrækt og spillingu tungunnar, gert gys að erlendum málskrípum, en rætt um nauðsyn góðra nýyrða, er sam- in væru samkvæmt eðli og lögmálum málsins. Og loks kröfuna um endurreisn Alþingis. Svo var mál með vexti, að í maímánuði 1831 gaf Friðrik konungur 6. út tilskipun, þess efnis, að sett skyldu á stofn ráðgjafarþing í Danmörku. Var svo fyr- ir mælt, að íslendingar skyldu senda fulltrúa á þing Eydana. — Þetta gat Baldvin Einarsson ekki látið af- skiptalaust. í síðasta árgangi tímarits síns, birtir hann ágæta ritgerð, þar sem það er sannað óyggjandi rökum, að íslendingar eigi ekki að líta við slíku boði, heldur hafi þeir bæði rétt og skyldu til að krefjast þings í landinu sjálfu. Ritgerð þessi er seinasta stórvirki Baldvins. Fáuiri mánuðum síðar var hinni björtu ævi þessa unga full- huga lokið. Hann hafði tekið sér stöðu í brjósti fylk- ingar, og haldið hinum íslenzka landvarnafána hátt á loft. Og merkið stóð, þótt maðurinn félli. Þetta sama ar kom Jón Sigurðsson til Kaupmannahafnar, maður- inn, sem átti eftir að fylgja hugsjónum Baldvins fram til sigurs. Gils GuSmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.