Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.06.1942, Blaðsíða 4
Viðtal við Jónas Kristjánsson lækní Framtiald af 1. síöu. og liklegasta orsökin til hinna tíðu og útbreiddu meltingar sjúkdóma, tannskemmda og annarra þesskonar almennra þjáninga er sú, að líkaminn og líffæri hans fái ekki viðeig- andi næringu, búi við vaneldi eða séu ofreynd. En vaneldi líffæranna stafar tíðast af því, að fæðutegundirnar errt ekki rétt valdar og brotið er gegn því lögmáli lífsins að veita hverri lífveru sem auð- meltasta og haldbezta nær- ingu. —Hvernig hafa félagar þín- ir, læknarnir, tekið undir þetta áhugamál þitt? — Það er kannske bezt að ég segi þér smásögu, sem gerðist í Ameríku fyrir nokkr- um árum. Eg var þar stuttan tíma í sjúkrahúsi, ásamt mörgum öðrum aðkomulækn- um, til þess að kynnast nýj- ungum og starfsaðferðum. Einn læknirinn, sem hafði frétt það, að ég væri frá Is- landi, kvað sér leika hugur á að fræðast um ástandið hér heima og bauð mér til mið- degisverðar. Hann var tals- vert hreykinn yfir framförum læknavísindanna í sínu landi og spurði mig um álit mitt. Eg lét þá í ljós þá skoðun mína, að ég teldi mjög marga sjúkdóma vera sjálfskaparvíti og læknar legðu aðallega stund á að káka viö sjúk- dómseinkenni en næstum enga á það, að leiðbeina fólki um lifnaðarhætti og heisu- vernd. Hann horfði á mig þögull um stund, en sagði síðan: Hvernig taka starfs- bræður þínir heima slíkum kenningum sem þessum? Hér er þér bezt að taia um þær á lágum nótum, því að hver sá læknir, sem færi að halda slíku fram opinberlega, gæti átt það á hættu að verða bol- að frá störfum. — Eg hló við og sagði: Ekki óttast ég nú starfsbræðUr mína á íslandi; þeir eru frjálslyndari en svo. — En hafa þeir þá reynzt eins frjálslyndir og víðsýnir eins og þú hefðir kosið? —- Það er máske vegna of- uráhuga míns, aö mér þykir ganga seinna en ég hefði ósk- að. Sérstaklega hefur mér þótt undarleg sú opinbera andúð, sem komið hefur fram í blöðum og útvarpi frá Sig- urjóni vini mínum Jónssyni, en virði honum þó til vork- unnar, af því að hann er fyr- ir svo löngu hættur að fylgi- ast með. — Eg sé, að þú ert á fram- boðslista Þjóðveldismanna. Má ég spyrja þig um ástæð- una til þess? , — Mér finnst, að í allt þjóð- lífið — uppeldi, mataræði, manneldi og sömuleiðis í pólitík sé komin einhver við- sjárverð kyrrstaða, sem mér er illa við. Eg vil því gjarna ganga í sveit með ungum mönnum, sem virðast vera að leita einhverra nýrra leiða. Eg er ekkert hræddur við nýja viðleitni og álít að ekki verði hjá henni komizt. Hér var samtalinu lokið. ÞIOÐOLFUR Mánudagur 29. júní 1942. • MJðlkurmálið Framhald af 1. síðu. bæjarbúar hafa öðlast þá forvíg- ismenn, sem ekki eru fangar verstu andstæðinga þeirra. Lausn málsins. Hér skal ekki sagt fyrir um það í einstökum atriðum, hversu mál- ið yrði leyst. En eitt er víst. Höf- uðstaðarbúar munu ekki una því að mjólkursalan verði virki póli- tískrar spillingar. Þeir munu afþakka öll afskipti þeirra tveggja manna, er settir hafa ver- ið til höfuðs þeim í þessum málum. Þeir eru óvinir Reyk- víkinga. Við þá verður ekki samið um eitt né neitt. Það getur vel verið, að Reykvíkingar kaupi mjólk af bændum í Árnes- og Rangárvallasýslum. En það verð- ur því aÖeins gert, að Sveinbjörn mjólkurklerkar eða, Egill í Sig- túnum verði þar ekki til andsvara fyrir hönd bændanna. Það verð- ur ekki samiÖ við aðra en þá, er líta á Reykvíkinga sem jafn rétt- háa aðila. Ef Reykvíkingum verður ekki sýnt sanngjarnt tillit í þessum efn um, munu þeir leysa málið á þann hátt aS stofnsetja kúabú í nágrenni bæjarins og framleiða sjálfir þá mjólk, er þarf til neyzlu í bænum. Mjólkurneyzlan geiur fvöfaldast — og Reyk~ víkíngar vílja ivöfalda hana. Mjólkurneyzlan í Reykjavík er ó- eðlilega lítil. En það er óhugs- andi að hún aukizt til nokkurra muna meðan núverandi skipulag er við líði. Sveinbirni Högnasyni Jónas Kristjánsson læknir er fæddur 20. sept. 1870 og er því á sjötugasta og öðru ár- inu. Hann er furðulega ungui og ern og ber kenningum sín- um þannig sjálfur vitni, sístarf- andi að því að veita sjúkling- um leiðbeiningar um heilsu- vernd, taka þá £ svitabað, því hann telur slík böð og húö- ræstingur eitt helzta skilyrði til þess að losa. líkamann við þau eiturefni, er safnast fyrir og slíta líffærunum vegna of- áts og misjafnlega hollrar fæðu. Jónas læknír er sonarsonur hins kunna atorkumanns, Kristjáns í Stóradal, kvæntur Hansínu, dóttur séra Bene- dikts Kristjánssonar, er prest- ur var á. Grenjaóarstað, ágæt- iskonu. 1 haust kemur út eftir Jón- as safn ritgerða og fyrirlestra, þar á meðal fyrsti fyrirlestur- inn, sem hann ílutti 1922 á Blönduósi um heúlsufræöi og manneldi. En þar eru boðaðar þær hinar sömu kenningar, sem haldiö er fram af sér- fræðingum enn þiann dag í dag. J. Þ. hefur tekizt að skapa óvildarhug meðal neytenda í garS mjólkur- skipulagsins. Reykvíkingar þykj- ast eiga jafnan rétt og framleið- endur til að hafa áhrif á stjórn og meðferð þessara mála. Þeir vilja fá að fylgjast með framleiðslu- kostnaði mjólkurinnar og sann- prófa réttmæti þess verðs, sem á mjólkina er sett. Jafnskjótt og mjólkursölunni í Reykjavík hefur verið komiÖ í það horf, sem bæj- arbúar sætta sig viS og hið sjálf- tekna vald pólitískra ofríkis- menna hefur verið brotið á bak aftur, mun mjólkurneyzlan hér í Reykjavík aukast til muna. Hvcrníg hefur veríd haldíð á málsfað Reykvíkínga ? Forustumenn Reykjavíkinga hafa sýnt einkennilega linku í þessum málum. Þeir hafa látið sér nægja að halda uppi óánægju nöldri um mjólkursöluna og smá- vegis narti í Sveinbjörn mjólkur- klerk. Þeir hafa hins vegar aldrei sagt skýrt og skorinort: • MáliS heyrir undir Reykvíkinga. ÞaS verður leyst eins og þeim sýnist. Þessi leikur var þó gefinn. Reyk- víkingar eru á engan hátt til- neyddir að kaupa mjólk af Svein- birni Högnasyni. ÞaS er ekki unnt að setja þeim stólinn fyrir dyrnar meS neinskonar laga- setningum, ef þeir hafa ótrauða forustu, sem veit hvað hún vill. Ogæfa Reykvíkinga er tvíþætt. Annars vegar er bæjarstjórnar- meiri hlutinn skipaður algerlega duglausu fólki og áhugalausu um framfaramál bæjarins. Hins veg- ar hefur landsmálaforustu Sjálf- stæðisf lokksins verið , ,keypt upp”, þannig að foringi flokks- ins og liÖsforingjar hans eru nú í einskonar herleiðingu hjá verstu fjandmönnum Reykvíkinga. Reykvíkíngar munu velja sér nýja trúnaðar>* menn. — Baendurnír ausfan fjalls verða lika að velja sér nýja um- boðsmenn. Reykvíkingar munu ekki lengur sætta sig við forustu þeirra manna, sem ýmist hafa svikið hagsmunamál bæjarins eða sofið á hugðarmálum þeirra. íbúar höfuðstaðarins hafa fengið nóg af ofríki þeirra valdabraskara, sem skipa þeim neðar við borðið en öllum öðrum landsmönn- um. Þeir horfast í augu við þær staðreyndir, að liðinuhef- ur verið sundrað í bili af því að forustan brást. Liði verður fykt á nýjan leik, ekki undir forustu þeirra manna, sem hafa selt merkið í hendur andstæðinganna, heldur hinna, sem taka merkið upp að nýju og hafa þrek til að berjast gegn rangsleitninni, ofbeldinu og kúgunínni. Framhald af 1. síÖu. hitaveitan ekki enn komih að liði nema að því leyti, sem loforðin um hana hafa hjálpað Sjálfstæð- isflokknum eitthvað við kosning- ar. — Hversvegna vill ungur maður, sem hefur fengið öll þessi verkefni upp í hendurnar, hafa þau í hjáverkum og komast inn á þing? 'jgr i 16. Eg held að málið sé ekki svo torskilið, ef vel er að gáð. Bjarni Benediktsson er einn þessara manna, sem eru fæddir valdsjúk- ir. Slíkir menn seilast alltaf lengra en lífið býður. Ef þeir komast í embætti vilja þeir strax komast í annað hærra. Nái þeir í vðld, girnast þeir önnur meiri. Þeir eru eins og karlinn í kola- gryfjunni, sem voru gefnar nokkrar óskir og þótti ekki nóg að verða kongur, en vildi verða keisari og þar næst páfi og síðan sánkti Pétur, en þótti það samt ekki nóg og vildi verða. sjálfur guð almáttugur en var þá steypt aftur niður í kolagryfjuna. Eða haldið þér, ritstjóri góður, að það sé tilviljun ein, að borgarstjórinn okkar hefur gert sálufélag við formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þessir ná- ungar vita hvað þeir syngja. Þeir ætla sér að sitja uppi með öll völd í landinu og höfuðborginni að kosningunum loknum. Gestur. Reykvíkingar ættu ekki að eiga hlut sinn undir Svein- birni Högnasyni og Agli í Sig' túnum lengur en orðið er. Þeir vita fullkomlega, hvaða réttur þeim ber, í mjólkur- sölumálum ekki síður en öðr- um málum. Bændur austan- fjalls ættu sjálfra sín vegna að hika áður en þeir fela full- trúum þessara tveggja manna umboð sín. Það verður áreið- anlega ekki til framdráttar hagsmunamálum þeirra. í þeim kosningum, sem nú standa fyrir dyrum, skaða bændur í Árness- og Rangár- vallasýslum sig mest, ef þeir greiða atkvæði peðum þeim, er þeir tefla fram, Sveinbjörn og Egill. Reykvíkingar láta ekki misbjóða sér miklu leng- ur en orðið er. ooooooooooooooo oo Kjósíð E~lísfann! C>0<><>0<><><><>0<><><><><><><> LEIFTURSOKN Blöð hinna pólitísku flokka spara hvorki pappír né stóryrði í látlausri leiftursókn á hendur Þjóðveldismönnum. Við erum ýmist nefndir vinstrimenn, nazistar eða framsóknarmenn. Slík hern- aðartækni er þó naumast sigurvænleg í nútíma leiftursókn, og ekki samboðin hugsandi mönnum. Hinn látlausi rógur árásarmannanna er gersamlega röklaus. Þeir eru skelkaðir yf- ir því, að nú er þjóðin að vakna og skynja spillinguna í pólitíkinni. Þeir sjá sitt ó- vænna, þegar Þjóðólfur flettir ofan af hinu ógeðslega leynimakki þeirra. Þeir tryllast eins og stálpuð börn sem eru hirt í fyrsta sinn, fyrir óþokkabrögð, sem þau halda sig komast upp með áfram, af því að enginn hefur bannað þeim þau. Þau kasta grjóti, öskra og láta öljum illum lát- um, en sjá enga skynsamlega leið sér til afsökunar. EFSTI MAÐUR D-LISTANS Magnús Jónsson er efsti maður D-Iist- ans. Hverjir skyldu styðja hann, fremur en Jakob Möller, sem situr í öðru sæti? Magnús hefur lagt sjómannastéttina í ein- elti og andmælt flestum hagsmunamál- um hennar. Hann hefur sofið á málum verzlunarmanna. Hann hefur yfirleitt sof- ið í stjórnmálalífinu, til að geta sinnt sagnaritun og guðfræði í vöku. Hvað á þessi maður að gera á þing? Eiga Reyk- víkingar honum eitthvað að þakka? Eg hef orð margra sjálfstæðismanna fyrir því, að hann yrði ekki framar á lista í Reykjavík. En þeim hefur sézt yfir það, að hann er eitt þægasta verkfæri 5am- bandsins & Kveldúlfs. Þess vegna var hann settur í ráðherrastól og þess vegna fékk hann öruggt sæti á lista Thorsar- NYIR MENN Til fylgis við stefnu Þjóðveldismanna koma nú stöðugt nýir menn. Mest eru það menn, sem ekki hafa viljað taka ákveðna afstöðu með nokkrum af hin- um feysknu máttarstoðum stéttarflokk- anna. Það eru líka menn úr öllum flokk- um, sem hafa strokið burtu rykið, sem þyrlað hefur verið í augu þeirra af er- indrekum flokksforingjanna. Nýir menn mæta engri tortryggni af hálfu hinna eldri úr hópi Þjóðveldismanna. Við höfum ekk- ert að fela. Við leitum hins sanna og rétta í hverju máli til hags fyrir alþjóð. Hæfileikar einsaklinganna eiga að fá að njóta sín, og það eru ekki síður æsku- mennirnir en hinir lífsreyndu, sem eiga réttinn til frama. Ef þú hefur ekki kynnt þér ávarp Þjóð- veldismanna, skaltu skrifa eða síma til af- greiðslu Þjóðólfs (Laufásvegi 4, sími 2923), og biðja um það sérprentað, eða gerast áskrifandi að blaðinu, ef þú . it það ekki þegar. Eins ættir þú að tilkynna afgreiðslu blaðsins, ef þér er kunnugt um einhverja, sem vilja gerast áskrifendur. Huginn. Efst á baugí Framh. af 1. síðu. um og frjálsum vUja. Ef það ráðabrugg tækist, er andstaðau gegn ofbeldinu að fullui og öllu brotin á bak aftur. Reykvíking- um er ætlað að glæpast á því að gefa atkvæði frambjóðendum -Ól- afs Thors, sem raunverulega eru íangar í óvinaherbúðuniun. Hand- iaka ólafs Thors er lævíslegasta svikamylla íslenzkra stjórnmála, enda er hún verk Jónasar frá Hriflu. Varast Reykvíkingar þettá óvænta tilræði? Takið med í sveíiína: Á hverfanda hvelí Sjö föframenn í verum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.