Þjóðólfur

Eksemplar

Þjóðólfur - 02.07.1942, Side 1

Þjóðólfur - 02.07.1942, Side 1
NiBOUUR II. árg. Fimmtudagurinn 2. júlí 1942 22. tölublað. Kosningarnar á sunnndaginn munu tákna tímamót í stjornmálasögu vorri ÞA Ð er almennt álitið, að Þjóðveldismenn eigi miklu og öruggu fylgi að fagna hér í bænum. Kosningarnar munu leiða í ljós, að þjóðveldisstefn- an verður ekki brotin á bak aftur. I öllum flokkum snúa menn baki við ofbeldinu. Þjóðin hefur þegar fengið nægilega reynslu af því, hver farn- aður hennar muni verða, ef hatursfull áflog hagsmunamótsetninganna eiga að ráða úrslitum í hinum þýðingarmestu málum. Menn hafa fengið nóg af hinni skefjalausu rangsleitni og valdbeitingu ofríkismannanna, sem hafa komizt í valdaaðstöðu með ofurkappsfullri og tillitslausri baráttu, og hafa rétt hins sterka að æðsta boðorði. I þessum kosningum vildu Þjóðveldismenn ekki bjóða fram víðar en í Reykjavík, til þess að þátttaka þeirra í kosningunum gæti ekki orðið til þess að torvelda framgang kjördæmamálsins. Andstöðuflokkur málsins, Framsóknarflokkur- inn, fær hér aðeins örfá hundruð atkvæða. Fram- boð Þjóðveldismanna hefur engin áhrif á úthlut- un uppbótarþingsætanna. Þau koma að sjálf- sögðu öll til skipta og falla í hlut þeirra flokka, er styðja málið. Útgefandi: MUNINN h. f. Framkvæmdastjóri: LÁRUS BL. GUÐMUNDSSON Ritstjóri: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn: Skólavörðustíg 3, sími 4%4. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukabiöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. { lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. Hvað ætla Þjóðveld- ismenn að gera? AÐ þessu spurðu forsvarsmenn andstöðuflokkanna við útvarps- umraeðurnar síðastl. sunnudag mennirnir, sem þó höfðu, með því að svipta Þjóðveldismenn ræðu- tíma að % hlutum, fyrirbyggt að spurningunni gæti orðið svarað á þeim vettvangi. Stefnuskrá Þjóðveldismanna er í aðaldráttum lýst í ávarpi þeirra til landsmanna, sem birt er í 17. tölu- blaði Þjóðólfs 8. júní sl. Að svo stöddu er ekki unnt, vegna hins takmarkaða rúms blaðsins, að bæta þar miklu við, enda er það ekki ætlun Þjóðveldismanna að hlaupa í kapp við stéttaflokkana um að lofa fyrir kosningar gulli og grænum skógum og birta langa lista um lof- orð til handa kjósendum, sem hvorki er ætlunin né unnt að efna. *** Til bráðabirgða skal þetta þó tek- ið fram: Áform Þjóðveldismanna er það fyrst og fremst að taka að sér það hlutverk, sem enginn annar lands- málaflokkur í landinu hefur á sinni stefnuskrá, en það er að vera vak- andi og sístarfandi málsvari „mun- aðarleysingjans", er Grétar Fells, rithöfundur nefndi svo í grein sinni í Þjóðólfi, „Hversvegna ég er Þjóð veldismaður“. Munaðarleysinginn er íslenzka þjóðin sem heild og munaðarleysingi er hún orðin af því, að ofríkisfullir stétta- og sér- hagsmunaflokkar hafa eyðilagt og afnumið Alþingi íslendinga, sem ætlað var að standa á verði og stóð á verði um hina sameiginlegu og Framhald á 4. síðu. ^LMENNINGUR mun hafa veitt því athygli, hvernig stjórnmálablöðin í höfuðstaðn- um hafa veitzt að lista Þjóð- veldismanna með hinum fárán- legustu fúkyrðum og brigslum, Þeir eru kallaðir „nazistar“, „fallhlífarhermenn‘“, og ýmis- legt fleira og sitt á hvað. í út- varpsumræðunum á mánudags- kvöldið varð starf okkar „eit- urgashernaður ‘ ‘, „ j arðspreng j- ur“ o. fl. í munni guðfræðipró- fessorsins og ráðherrans, Magn- úsar Jónssonar. Þegar litið er á þessi blaða- skrif og ummæli, þá virðast þau endurspegla sérstakt sálar- ástand og jafnframt sérkenni- lega menningu þeirra, sem hafa þau um hönd, eða réttara sagt ómenningu. Er það tilviljun, að prófessor í guðfræði skuli fyrstur manna nota orðið „eit- urgashernaður“ í rakalausum flimtingum í íslenzkum stjórn- málum? Frá honum er hugsun- in runnin og hún mun spegla / k.osningunum í haust, þegar þjördœmamálib hefur Verið leitt til lykta, munu ÞjóÖveldismenn hins vegar hafa menn í kjöri í kjördœmum víðar um land. Þeir munu halda áfram a<5 styrþja landsmálasamtök sín, þótt þosn- ingarnar á sunnudaginn séu af- stabnar. í sumar Verða sendir menn af þeirra hálfu í funda- hans sálarástand, jafn ógeð- fellt og hugtakið þó er. Margir menn virðast verða að einskonar umskiptingum, þegar þeir taka að fást við stjórnmál. Þeir minna mjög á gamlar sagnir um menn, sem lentu í tröllahöndum og urðu fyrir álögum. Þeim var þá stundum breytt í ýmissa kvik- inda líki og urðu þeir að lúta allri náttúru og tilhneigingum þeirra meðan þeir voru í álög- unum. Þeir gátu ekki haft sam- félag við aðra en þá, sem voru sömu náttúru. Hér er pólitíkin tröllið. Það er svo máttugt, að það getur jafnvel breytt postul- um í eiturspúandi dreka. Listi vor hefur meðal annars verið kallaður sprengilisti, og sumir hafa auk fúkyrðanna á- fellzt oss fyrir það að fylgja eigi hinum eldri flokkum, því margir flokkar þýddu veikleika þingræðisins. Framhald á 4. síðu. leiÖangra út um land til þess að þynna stefnuna og undirbúa framboÖ. Er hér með til þess mœlzt, að áhugamenn um mál- efni Þjóðveldismanna víðsvegar um land setji sig hið fyrsta í sam- band við sþrifstofu þeirra á Sþólavörðustíg 3 í Reykjavíþ, til þess að hœgt sé að hafa þá með í ráðum um starfsemina. Kosningarnar í Reykja- vík Hér í bænum veldur fram- boð Þjóðveldismanna mestri eftirvæntingu um kosninga- úrslitin. Niðurstaða kosning- anna hér hefur ekki áhrif á lausn kjördæmamálsins. Hins vegar fer það ekki dult, að kjósendur yfirgefa i stórhópum herbúðir hinna „skipulögðu” flokka. Menn eru orðnir lang- þreyttir á starfsháttum þeirra, sviksemi við málstað umbjóð- endanna og trúa ekki lengur á úrlausnarráð ofbeldisins. Stefna Þjóðveldismanna er hið eina lífræna, sem barizt er um í þessum kosningum hér 1 Reykjavík. Kastið ekki atkvæðum yðar á glæ! Ef einhver hluti þeirra kjósenda hér í Reykjavík, sem ekki eru ánægðir með vinnu- brögð sinna fyrri flokka, og hafa opin augun fyrir nauð- syn nýrra viðhorfa í stjórnar- fari landsins, greiðir atkvæði með sínum gömlu flokkum á sunnudaginn, þá kasta þeitr atkvæði sínu á glæ. Eða til hvers halda þeir menn, að þaö sé að vera óánægður og sjá háskann, ef þeir ætla samt sem áöur að kjósa sömu fiokka og sömu menn? Slíkt stríðir á móti heilbrigðri skyn- semi. Ef menn nota ekki það tækifæri, sem kjördagurinn færir þeim, til að láta í ljós á ótvíræðan hátt vilja sinn um breytta meðferð þjóðmál- anna, þá jafngildir það því, aö menn ekki noti atkvæðisrétt sinn. Þetta hefur þú reynt, kjósandi! Stuðningsstéttir Sjálfstæðis- flokksins hafa orðið aö horfa á það, án þess að fá að gert, að foringjar flokksins hafa svikið málstað þeirra í smáu og stóru síðan Jónas frá Hriflu náði Ólafi Thors á vald sitt. Hvað segja iðnaöarmenn og launþegar 1 Reykjavík? Hafa foringjar Sjálfstæðisfl. haldið á þeiri’a málstað? Er verzl- unarstéttin ánægð með for- ustu Jónasar og Ólafs? Hafa húseigendur og eigendur verð- bréfa og sparifjár ástæðu til að una vel við sitt hlutskipti? Þessar stéttir munu geta svar- að hver fyrir sig. En hvaða flokkur ætlaði að vernda hags- muni þeirra? Þaö ætlaði Sjálf- stæðisflokkurinn að gera. Hann hefur svikið þessar stéttir. Vilja þær veita hon- um aðstöðu til aö svíkja meira? Væru þær ekki, ef þær fælu honum enn umboð sitt á Al- þingi, að gerast sínir eigin böðlar? Það blandast víst eng- um hugur um það, að svo væri. Víkjum að Alþýðuflokkn- um. Veit ekki hvert manns- barn í þessum bæ, að áhuga- mál Alþýöuflokksbroddanna eru þau ein að verma sig við eld valdhafanna? Hefur ekki þessi flokkur stutt Framsókn- arflokkinn til allra verstu verkanna, sem hann hefur unnið? Var hann ekki leiddur inn að sjálfu háaltari sérhags- munanna, þegar Stefán Jó- hann var leiddur til sætis í Framhald á 4. síðu Svikin við málstað verzlunarstéttar- innar. ^ RUM saman var hin vel mennta verzlunarstétt í höfuðstaðnum í fremstu röð andstöðunnar gegn hinu gerræðisfulla ofbeldi, er for- ingjaklíka Framsóknarflokksins leitaðist við að gera að allsráðandi valdi í þjóðfélaginu. Verzlunarfólk fylkti sér í raðir Sjálfstæðisflokks- ins. Styrkur flokksins lá fyrst og fremst í atfylgi verzlunarstéttarinn- ar, enda linntu rógtungur Fram- sóknarforingjanna aldrei á níði og álygum í garð þessarar stéttar. En það er sterkasti þátturinn í hinum skuggalegu baráttuaðferðum Jónas- ar frá Hriflu og fylgiliðs hans að ofsækja heilar atvinnustéttir með níði og álygum þar til þær eru orðnar óalandi og óferjandi í al- menningsálitinu og mótstöðuþrek þeirra beygt. En verzlunarstéttin lét ekki kúg- ast. Andstaða hennar harðnaði að sama skapi sem ofsóknirnar færð- ust í aukana. Jafnframt skipuðu sér í raðir Sjálfstæðisflokksins æ fleiri menn, sem ekki vildu láta hjá líða að tjá andmæli sín gegn því, að siðfræði stigamennskunnar yrði viðurkennt lögmál í opinberu lífi á íslandi. Andstaðan gegn hinu ger- spillta og ofstækisfulla stjórnarfari harðnaði dag frá degi og það varð fullsýnt, að gerræðismönnunum yrði ekki stætt til lengdar. Áður en ofbeldisstefnu Fram- sóknarforingjanna yrði endanlega hnekkt, gerðust óvæntir atburðir. Formanni Framsóknarflokksins tókst að koma við óvenjulegu og vel heppnuðu herbragði. Hann náði foringja andstöðunnar, formanni Sjálfstæðisflokksins, á sitt vald, gerði vel til hans, kom fyrirtæki hans á réttan kjöl og fullnægði hé- gómlegri valdagirnd hans með ráð- herrasæti í ógiftusamlegustu ríkis- stjóm, er 'setið hefur við völd á ís- landi. Eftir þessa óvæntu atburði var foringi Sjálfstæðisflokksins raunverulega bandingi Jónasar frá Hriflu — og er svo enn í dag. Ann- arsvegar eru milljónir hans í hættu, hins vegar þakkarskuldin við þann mann, er hefur skapað honum fjár- hagslegt öryggi og fullnægt sjúk- legri metorðaþrá hans. Svo var látið heita, að verzlunar- stéttin ætti fulltrúa í hinni giftu- lausu stjórn SAMBANDSINS & KVELDÚLFS. Þessi „fulltrúi“ var Jakob Möller, greindur og velvilj- aður maður, en algerlega þreklaus og áhugalítill um starf sitt. Nú mun verzlunarmönnum þykja það nán- ast hlálegt öfugmæli, að þessi mað- ur hafi verið fulltrúi þeirra í ríkis- stjórninni. Eða lagði hann niður einkasölur, eins og lofað hafði ver- ið? Létti hann af Viðskiptahöftum Eysteins Jónssonar? Verzlunarmenn kenna glögg skil á svörum við þess- um spurningum. Jakob Möller lét Framhald á 4. síðu. ]ón Ólafsson: IHenn i álBspm?

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.