Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 1
fllHýflnflohhuFinn nnlur t>að andar kalt frá flokkshyggj- unni til iðnaðarmanna og launastéttanna Almenningur veit að hann er samsekur um alla verstu lestina í stjórnarfarinu á undan- förnum árum, þar með talin misnotkun op- inbers fjár Á föstudaginn var skýrði Alþýðublaðið frá því, að Sveinbjörn mjólkurklerkur léti greiða séiúr sjóði Mjólkursamsölunnar upp- hæð, er næmi hálfu sjöunda þúsundi króna á ári, enda þótt hann leysti ekki af höndum annað starf fyrir samsöluna en að sitja þar á nokkrum fundum á ári. Jafnframt þótti blaðinu varlegra að taka fram, að því hefði verið algerlega ókunnugt um þessa óhæfu, þangað til uppskátt hafði oi'ðið um hana með leynda rdómsfullum hætti austan fjalls, í ríki Sveinbjarnar. Um leið og Alþýðublaðið þvær hendur sínar af vitneskju um þennan „leka“ á sjóði Mjólkursamsölunnar vill það að sjálfsögðu þvo hendur Al- þýðuflokksins jafnframt. En nú vill svo til, að Alþýðuflokkur- inn á mann í mjólkursölu- nefnd, meira að segja einn af frambjóðendum sínum hér í bænum, Guðmund, sem bakar brauðin fyrir flokkinn. Ef það er rétt hermt, að Al- þýðuflokkurinn hafi enga vitn- eskju haft um „ráðvendni“ Sveinbjarnar mjólkurklerks, þá verður Alþýðublaðið að svara þeirri spurningu, hvaða hlut- verk Guðmundur Oddsson ræki í mjólkursölunefnd. Hefur hann enga hugmynd um reikn- ingsskil þess fyrirtækis, sem honum er ætlað að hafa umsjón með? Byggist ekki mjólkur- verðið í Reykjavík meðal ann- ars á í'eksturskostnaði Samsöl- unnar? Mjólkursölunefnd á- kveður þetta verð. Er það ekki verkefni Guðmundar R. Odds- sonar sem fulltrúa Alþýðu- flokksins í Mjólkursölunefnd, að fylgjast með því, að ekki sé „leki“ á sjóði samsölunnar og reksturskostnaði hennar sé ekki hleypt fram með beinum og óbeinum fjárdrætti þeirra manna, er innangengt kunna að eiga í sjóði hennar? Þessi atburður geíur mjög Framhald á 2. síðu Felíx Gudmundsson: Lýðræði eða loddarabrögð I. AÐ vantar ekki í landi hér, að talað sé um lýðræði og lýðræðisflokka, allt á að mið- ast við það, og allt er miðað við það, svona í daglegu tali, á hin- um pólitíska vettvangi og í blöðunum. Flokkarnir, og enda Alþingi, geta ekki nógsamlega lofað það, og undirstrikað nauð syn þess, að lýðræðið sé í heiðri haft Og sé flokki eða einstakl- ingum brugðið um vöntun á lýðræðiskennd eða hollustu, þá er það gert til þess að benda á hættuna, sem fylgir slíkum mönnum, að maður tali nú ekki um flokkana. En flokkum þeim, sem mest tala um lýð- ræðið, og livað þeir séu því hollir, ferst líkt og Faríseanum foi'ðum. Þeir þakka fyrir að vera ekki eins og hinir, eða ekki eins og þeir flokkar, sem ekki virði lýðræðið. En svo kemur reynslan og alvaran um það, hvernig lýðræðisflokkum gengur að vera lýðræðinu trúir alltaf og undanbragðalaust. Og hvernig Alþingi, sem sam- anstendur nú orðið einungis, eða að minnsta kosti svo að segja, af lýðræðisflokkum, gengur að afgreiða málin í strangasta samræmi við það. II. Frá því að styrjöld sú, er nú geysar, brauzt út, hafa verið uppi mjög almennar kröfur um að hindra alla áfengissölu- og veitingar meðan stríðið stend- ur. Svo almennar voru þær, áð- ur en landið var hernumið, að nærri 23 þúsund alþingiskjós- endur undirrituðu áskorun um það. Undirskriftir þessar fóru þó aðeins fram í þeim bæjum, þar sem áfengi var selt, og ná- grenni þeirra. Var það mikill meirihluti kjósenda á því svæði, sem undirsriftirnar fóru fram. í sveitum iandsins var undirski'ifta ekki leitað, og má þó nærri geta, að ennþá fleiri kjósendur í sveitum landsms eru ákveðnir með algerri lok- un. Og þá er það augljóst mál, MiSwkndaginn 4. febrú&r 1643 Ffelagsdómnr úrsbniðar: RafvirkjafjelagiO skaOa- X. bötaskyli fyrir dlðglegt verkfall. SíðastliSinn firatudag var ky.eð I ákvæSi gerðardðmslaganna til inn Iipf)-46mur-í ■■ yjelagsdðmi, [ greina. Fjelagsdómur dfemdi Um síðustu áramót stóð mikið til. Sjálfur forsætisráðherrann tilkynnti í útvarp með viðlíka steigurlæti eins og þegar forvígismenn heilla heimsvelda tilkynna fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir á meginlandinu, að ríkisvaldið mundi láta til sín taka með óvenjulegum hætti næstu daga. — Og hvað var það sem átti að ske? Það átti að banna iðnaðarmönnum að semja um kaup sitt og kjör. Það var gert. Verkföll hófust og gerðardómslögin alkunnu voru gefin út. Blöð komu mjög stopult út vegna vinnustöðvunar í prentsmiðjum. En þá sjaldan að stuðningsblöð stjórnarinnar komu út var skýrt frá afrekum gerðardómsins með stríðsfréttafyrirsögnum. Morgunblaðið kallaði að lög- gjöf þessi væri sú, „sem þörfust hefur hcr vcrið sett frá ófriðarbyrjun til liagsbóta fyrir launa- stéttirnar og allan almenning í landinu.“ En hvað er svo orðið um þessa „þörfustu löggjöf". Hinir lögskipuðu gerðardómsmerm hafa sagt af sér hver af öðrum. Þeir réðu ekki við neitt. Kaupgjaldið hækkaði, vöruverð færðist upp. Al- þingi breytti lögunum verulega. Og til þess að láta ekki þetta vanhugsaða fóstur flokkshyggjunnar deyja i fæðingunni, gerði það gerðardóminn að dómnefnd og fékk henni verkefni verðlagsnefndar, sem jafnframt var lögð niður. Rafvirkjafélag Reykjavíkur, lítið iðnfélag hér i bænum, var eitt þeirra stéttarfélaga, sem réðst í það stórræði að leggja niður vinnu um áramótin. Félagið varð fyrir því óhappi, vegna dagsetn- ingar samninga sinna við meistara, að Félagsdómur dæmdi verkfallið ólöglegt og meistarafélaginu skaðabætur. Frá þessu sagði Morgunblaðið í geysistórri yfirskrift, eins og um mikilvæga stríðs- frétt væri að ræða, og fékk ekki dulið fögnuð sinn. En hverjum varð að tjóni sá eldur, sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendafélagsins kynti? Fjöldamörg störf stöðvuðust, svo að til Stórvandræða horfði. Gerðardómurinn var ekki spurður. Rafvirkjarnir réðu sig til að starfa, þar sem bezt var boðið, og nú fá þeir miklu hærra kaup en þeir fóru fram á í upphafi. Á skaðabæturnar, sem Morgunblaðið var ánægðast með, verður senni- lega aldrei minnzt. __ Iðnaðarmenn og launþegar! Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið málstað ykkar. Alþýðuflokkur- inn man eftir honum af því einu, að nú standa kosningar fyrir dyrum, en hann er reiðubúinn til að svíkja hann, ef hagsmunir broddanna eru annarsvegar. Kommúnistar verða aldrei teknir alvarlega í íslenzkum stjórnmálum. Þorri þjóðarinnar lítur á þá eins og fallhlífarhermann frá framandi þjóð. Þjóðveldismenn fylkja liði til þess að tryggja rétt allra landsins barna. Styðjið þá í þeirri viðlcitni! X E-LISTINN að síðan landið var hernumið, urðu það ennþá miklu íleiri kjósendur, sem gerðu kröfu um að hindra alla áfengissölu og á- fengisveitingar í landinu. Ef svona ákveðnar og almennar áskoranir hefðu legið fyrir um mál, sem meirihluta þing- manna hefði verið hugþekkt, þá hefði ekki staðið á af- greiðslu, þá hefði það vei’ið lýð- ræðisleg skylda. III. En þetta var krafa um að loka fyrir áfengið, að vísu í fyllsta samræmi við lýðræðið, borin upp af miklum meiri- hluta kjósenda. — Og ef það lá Framhald á 2. síðu ÞiÖ, sem ætlið ad adstoda okkur á kjör- dag, erud vinsamlega beðin að koma til við- tals n.k. föstudagskvöld á skrifstofu E-listans, Skólavörðustíg 3, miðhæð. Skrifstofa E-listans

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.