Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 2
ÞJÓÐÓLFUR Fimmtudagurinn 2. júlí 1942. Ragur er sá, sem við rassinn glímir Orðsending til Bjarna Benediktssonar borgarstjóra. [~^ AÐ liefur vakið almenna athygli, enda þótt nokkuð aug- ljós vottur um slæman málstað og algert rökþrot í kosn- ingabaráttunni, að aðalblöð Sjálfstæðisflokksins hafa snúið allri sinni kosningasökn gegn Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra, sem engan þátt tekur í þessari kosningabaráttu, er hvergi í framboði og dvelst norður í landi um þessar mundir. Hámarki sínu náði þessi einkennilega kosningabarátta, þegar Bjarni Ben. borgarstjóri notaði hinn lokaða vettvang útvarps- ins til persónulegra árása á útvarpsstjórann. Eg býst ekki við, að neinum vitibornum manni blandist hugur um það, að við, sem heyjum þessa kosningabaráttu af hálfu Þjóðveldismanna, munum gera það vegna þess eins, að við liöfum áliuga fyrir almennum málum og tcljum þörf nýrra viðhorfa í mcðferð landsmála. En ,ef trú Morgunblaðsins og Bjarna Ben. á öfurmagn heimskunnar verður sér ekki með öllu lil skammar, þannig að málstað Sambandsins & Kveldúlfs bæt- ist nokkur atkvæði andlega volaðra manna fyrir tilverknað þessarar kosninga„bombu“, þá teljum vér Jónas frá Hriflu vcl að þeim kominn. Jónas Þorbergsson liefur sent blaðinu orðscndingu til Bjarna Bcn. og fer hún hér á cftir. V. J. P JARSTADDUR norður í landi heyrði ég það 1 út- varpinu í gærkveldi, að þér í rökþroti yðar og ofurhræðslu við framboð Þjóðveldismanna kusuð að ráðast persónulega á mig með ærumeiðandi brigzl- yrðum þess efnis, að ég, sem ekki er neinstaðar í íramboði, væri með þátttöku í kosningun- um 5. júlí að gjalda Hermanni Jónassyni þakkarskuld fyrir það, að hann hefði hlíft mér við afleiðingum embættisafglapa. Þessi framkoma yðar hæfir eflaust málstað yðar og per- ■sónu, en ragur er sá kallaður, er við rassinn glímir. Þér viss- uð ofurvel, að vettvangur út- varpsins var mér að þessu sinni lokaður til andsvara, og kusuð þá aðferð skálksins að vega í bakið. ÁvaRt síðan ég lét af þátttöku í landsmálum hafa ritþjónar yðar í þessum kosn- ingum ofsótt mig með álygum og rógi, án þess, að ég hafi mér vitanlega, stigið á strá neinum þeirra til meins, heldur ástund- að það eitt að standa á verði um rétt allra flokka jafnt í fréttum og tilkynningum Rík- isútvarpsins. Og það hefur tek- izt með þeim árangri, að hvorki þér né nokkur annar maður mun treysta sér til að telja á mig um brot á þeim trúnaði, sem mér þannig hefur verið sýndur. Þessum mönnum hefur að vísu ekki orðið ágengt og ekki áunnið sér neitt nema nokkra meiðyrðadóma og tals- vert af almennri Rtilsvirðingu. Þessi aðferð yðar mun því ekki afla yður sigursælda. Auk þess mun yður miklast um of í aug- um ástæður til að vera hræddur við mig 1 þessum kosningum. Það er yðar eigin flokkssam- vizka, sem þér hræðist og hafið ástæðu til að hræðast. Að lokum skal yður tjáð það, að enda þótt þér kjósið lokaðan vettvang til árása á mig, þá mun ég, ef mér býður svo við að horfa, hasla yður opinn vöR, þar sem leikar verða jafnari, með því að mig brestur hvorki þrek né málstað til þess að taka upp slík vopnaviðskipti, þegar mér kann að þykja það tíma- bært. p. t. Akureyri 30. júní 1942. Jónas Þorbergsson. Lýdrædí cda loddarabrögd Framhald af 1. síðu. samt ekkert á svona máli, dug- ar lýðræðið lítið, því að alltaf má finna upp nóg af loddara- brögðum til að hindra af- greiðslu á því. Það var flutt þingsályktunartillaga, í sam- ræmi við þjóðarvilja um algera lokun meðan stríðið stæði, á skyndifundi Alþingis í júlí sl. Tillagan fékkst ekki tekin á dagskrá. Borið við að ekkert mætti afgreiða annað en her- verndina, — það var enginn tími til annars. Á nýafstöðnu Aiþingi var ennþá flutt samskonar tillaga í sameinuðu þingi um undan- þágulausa lokun meðan stríðið stendur. — Tillagan komst einu sinni á dagskrá og var þá nokk- uð rædd. Það kom mjög greini- lega í ljós, að æði margir þing- menn vildu hliðra sér hjá því að greiða atkvæði um málið, og þá var gripið til þessa venju- lega Lokaráðs að vísa tillög- unni til nefndar. Það var dá- lítið þjarkað um það, til hvaða neíndar ætti að vísa henni. Alls herjarnefnd var þó loks fyrir valinu. Nefndin hélt einn fund um málið. Þar mættu þrír menn úr hópi bindindismanna og færðu frarn óyggjandi rök fyrir því, að öryggi og sjálf- stæði þjóðarinnar lægi við, ef tillagan væri ekki samþykkt. Enginn nefndarmanna reyndi 'að vefengja það. — Enginn bar brigður á, að vilji meirihluta kjósenda stæði á bak við tillög- una. En það þurfti sitthvað að gera til að tefja málið, leita umsagna fjárhagsnefndar og fjármálaráðherra. Þeir aðilar munu hafa svarað, en málið fékkst ekki frekar rætt í nefnd- inni. Meiri hluti hennar vildi Minnihluta-þinpenn - Minnihluta-löggjöí Mikið er talað um minnihluta- þingmenn í áróðrinum á milli ílokkanna, sem berjast um yfir- ráðin í alþjóðamálunum, einkum þó út af hinni fyrirhuguðu hlut- fallskosningu í tvímenningskjör- dæmunum. — Af hálfu Fram- sóknarflokksins er talað um þetta eins og alveg óþekkt fyrirbrigði í almennum kosningum. Annaðhvort lýsir þetta skraf Framsóknarflokksins alveg ein- dæma fákænsku, eða það er hald- ið á ' loft gegn betri vitund í trausti á fákænsku kjósendanna í landinu. 1 ollum hlutfallskosningum má á sama hátt tala um minnihluta- fulltrúa, þ. á m. í kosningum búnaðarsambandanna til Búnað- arþings, sem Framsóknarflokkur- inn gekkst fyrir að koma á. Jafnvel í einmenningskjðrdæm- um til Alþingiskosninga, þar sem fleiri en tveir flokkar hafa fram- boð, kemur þetta einatt fyrir. Á þann hátt fékk t. d. 'Framsókn- arflokkurinn kosna 5 þingmenn við síðustu kosningar, báða þing- mennina í Eyjafjarðar- og Suður- Múlasýslum og þingm. Barð- strendinga — og lét sér ekki verða bumbult af. Nei, þetta er bein og óhjá- kvæmileg afleiðing af flokkaskipt- ingunni í landinu og ekki umtals- vert sérstaklega í sambandi við hlutfallskosningar í tvímennings- kjðrdæmunum — nema sem blekkingartilraun. og 17 þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Setjum svo, að mikilsvert mál liggi fynr þinginu, t. d. það, hvort gera eigi (hefði átt að gera) Keykjavík að hernaðar- bækistoö (eins og gert var), eða hvort hinum erlendu hervöldum skyidi vísað til að búast um á lítt byggðum stað (stoðum), við góðar hafnir (t.. d. Kjalarnes- sporðinum og við Hvalfjörð). — Þetta væri ágreiningsmál á Al- þingi og innbyrðis í þessum nefndu fiokkum. Tíu af nítján þingmönnum Framsóknarflokks- ins og níu af seytján þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins vildu um- fram allt fá herliöið til sambýiís í höfuðstaðnum og gera hann að hernuminni og hervæddri borg, en hinir fimmtán, og ailir þing- menn aðrir, vildu vísa herliðinu til líttbyggðra og afskekktra staða. Sambýlið í Reykjavík væri svo knúið fram innan Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkanna með flokkssamþykktum og eins at- kvæðis mun í hvorum flokki. Þingið legði blessun sína yfir sambýlið með 19 atkvæðum (+ 17 undanteknum) af 49, — 19 atkvæði gegn 30, sem raunveru-. lega væru á móti. Svona tilkomnum minnihluta- ráðum og ömurlegum örlögum getur þjóðin orðið að sæta undir veldi flokkshyggjunnar. 2. Setjum í annan stað svo, að við fyrirhugaðar kosningar fengi Framsóknarflokkurinn 25 þingmenn (þeir keppa að því), og hefðu að baki sér 3/io kjós- endanna (svo að ríflega sé til tekið). Að þessu marki náðu, réði svo Framsóknarflokkurinn „lögum og lofum” í landinu. Setjum svo, að mikilsvert á- greiningsmál kæmi síðan upp inn- an Framsóknarflokksins, sem kúgað væri fram á ílokksfundi með eins atkvæðis mun. (13:12). — Það gæti verið t. d einræðis- brölt helztu flokksforingjanna. — Á móti því væri eðlilega allir aðr- ir þingmenn, þá kæmi fram sú mynd af „lýðræðinu”, að á 49 manna þjóðþingi gætu 13 menn ráðið um lífshagsmunamál þjóð- arinnar. Svo gjörsamlega er flokks- hyggjan búin að blinda Fram- sóknarflokkinn (og hinir flokk- arnir ciga þar með honum óskilið mál) að eftir slíkum minnihluta- yfirráðum sækist hann, — sér ekkert við það að athuga, finnst það jafnvel hið eina sanna og fullkomna réttlæti! Gegn svoria „skipulagi” og á- standi í þjóðmálunum hljóta all- ir hugsandi menn að rísa. Frjáls- ir menn á frjálsri löggjafarsam- komu — það er hugsjón þjóð- veldisins — það er hugsun allra frjálsborinna og ókúgaðra manna. Um það eru samtök þjóðveldis- manna — gegn flokksræðinu og þjóðmála- og þjóðlífsspillingu þeirri, sem því fylgir. öháðir þjóðfulltrúar einir eru færir um að ráða málum til lykta cins og bezt gegnir alþjóðarheill — „að beztu manna yfirsýn” — eins og á tímum hins sögufræga þjóðveldis Islendinga. n. nmijdutl. letur ekki MðliKirsliar Framhald af 1. síðu. En það eru önnur minnihluta- yfirráð, sem alvarlegri eru en þessir einstöku minnihlutafulltrú- ar, sem fylgja hlutfallskosning- unum, — og það eru minnihluta- yfirráð yfir málum allrar þjóðar- innar — minnihlutayfirráð á Al- þingi — minnihlutayfirráð í lög- gjöfinni. Með núverandi fyrirkomulagi kosninga og flokkshyggjunni, sem lögfest hefur verið í stjórn- lögum vorum, geta minnihlutayf- irráðin á Alþingi komið fram á tvennan hátt: 1. Á Alþingi eigi nú sæti 19 þingmenn Framsóknarflokksins auðsjáanlega ekki skila áliti. — Stór hluti þingmanna vildi ekki að málið kæmi fram á dagskrá. Þingmaður Dala- manna, Þorsteinn Briem, skil- aði einn áliti, lagði til að til- lagan yrði samþykkt. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma áskorun til þingsins um að samþykkja til- löguna. Það var ennþá ein á- rétting og sönnun um vilja kjósenda. Það var reynt að fá hrifamenn í þinginu til þess að beita sér fyrir afgreiðslu máls- ins. En allt kom fyrir ekki. — Af þeirri góðu og gildu ástæðu, að lýðræðisgarparnir þorðu ekki að fella tillöguna, en vildu ekki samþykkja liana, það var vissasta leiðin til þess að geta ennþá einu sinni blekkt kjós- endur, að sýna ekki lit svona rétt fyrir kosningar. í maí 1942. Felix Guðmundsson. glögga hugmynd um stjórnar- hætti þá, er þjóðin á nú við að búa. Fé ríkisins og opinberra fyrirtækja er misnotað í þágu flokkshagsmuna og flokksgæð- inga. Neytendur í Reykjavík eru skattlagðir í þágu pólitískra ofríkismanna um nokkra aura af hverjum mjólkurlítra, sem þeir neyta. Veit enginn, hversu mikil brögð kunna að vera að „lekum“ á sjóði mjókursamsöl- unnar, slíkum sem þessum. Á sama hátt eru misnotaðir fjár- munir annarra opinberra fyrir- tækja, svo og fé ríkisins sjálfs. Allt þetta fé er sótt í vasa al- mennings. Það er notað til að greiða herkostnað pólitískra of- beldisílokka, sem hafa það eitt mark og mið að ná völdunum, í því einu skyni að beita þeim í þágu þeirra sérhagsmuna, er mynda kjarnann í valdaflokk- unum Eí fleiri en einn llokkur standa saman að stjórn lands- ins, koma ílokkarnir sér sam- an um skiptingu ránsfengsins. Þannig hefur foringjaklíka Al- þýðuflokksins setið við kjöt- katla hinna illa fengnu valda ásamt broddum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins og feng- ið hlutdeild í þeim gæðum, sem illa notuð mannaforráð skapá sérdrægum og eigingjörnurn stjórnmálamönnum. Það er Víkingsprent h.f. fyrst, þegar foringjar Alþýðu- flokksins sjá fram á algert fylg- ishrun vegna margendurtek- inna svika við málstað umbjóð- enda sinna, að flokkurinn læzt hverfa af braut hins illa og vera albúinn að sinna stefnumálum sínum. Þá er tekið að fletta of- an af hinum hneykslanlegu á- virðingum stjórnarfarsins,. sem Alþýðuflokksforingjarnir virð- ast hafa kunnað vel meðan þeir vermdu sitt eigið hræ við eld- inn. En almenningur mun á- reiðanlega sjá í gegnum „iðr- un“ Stefáns Jóhanns, sem nú lætur svo lítið að bjóðast til að verða þingmaður fyrir fyrrver- andi kjósendur Alþýðuflokks- ins hér í Reykjavík. Það verður engum manni blekkt sýn um það, að Alþýðufokkurinn er meðsekur um öll verstu verk valdhafanna, allt frá því að Framsóknarstjórnin tók við völdum 1927 og fram til þess tíma, er Stefán Jóhann hrökkl- aðist úr „þjóðstjórninni“ við lítinn orðstír og af litlum til- efnum, miðað við fyrri feril Alþýðuflokksins. Það muri ekki verða stór hópur kjósenda í Reykjavík, sem telur það sérstaklega eft- irsóknarvert hlutskipti að skapa Stefáni Jóharmi og hans nánasta fylgiliði tækifæri til að misnota aðstöðu sína á vett- vangi stjórnmálanna lengur en orðið er.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.