Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 04.07.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.07.1942, Blaðsíða 1
Kitstjóri: Valdimar Jóhannsson Ritstjórn Skólavörðustíg 3 Sími 4964 Afgreiðsla: Laul'ásveg 4 Sími 2923 Víkingsprent h. f. II. árg. N9VIIFUR Laugardagurinn 4. júlí 1942 Skrifstofa Þjóðveldismanna er á Skólavörðustíg 3 Sín>i 4964 Veitið skrifstofunni aðstoð á kjördegi 24. tölublað Ónýtlð ekkl alkvseðl Tveir efstu menn ð lista yðar ð kjördegt! þjððveidismanna Smíðið ekki vopnin gegn sjálfum yður með því að gefa atkvæði þeim mönnum og flokk- um, er hafa svikið hagsmunamál yðar. Skipting atkvæðamagnsins í Reykjavík hefur engin áhrif á framgang kjördæmamálsins. KOSNINGARNAR hér í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það, hvort hnekkt verður því ofurvaldi, er Samband íslenzkra samvinnufélaga með aðstoð Kveldúlfs hefur tryggt sér. Jónas Jónsson frá Hriflu hefur tekið Ólaf Thors á vald sitt í því skyni að nota fyrirtæki hans sem annan hornsteininn undir sterk- ara valdakerfi en áður fara sögur af á íslandi. Þessi tvö fyrirtæki hafa verið látin sölsa undir sig yfirráð þjóðbankans. f bankaráði Landsbankans eru hagsmunir Sam- bandsins & Kveldúlfs ráðandi afl. Sambandinu er veitt einok- unar- og forréttindaaðstaða á sviði verzlunarinnar. Þessi tvö fyrirtæki eru áhrifamestu aðilar á sviði verzlunar- og atvinnu- lífs í landinu. Þau „eiga“ sendiherra og ræðismenn þjóðarinnar erlendis. Forráðamenn fyrirtækjanna vilja líka fara með stjórn landsins. Ólafur Thors gaf sig á vald Sambandsins og Jónasar frá Hriflu gegn því að fyrirtæki hans fengi fjárhagslega uppreisn og honum sjálfum yrði fengin þau völd, er metorðagirnd hans þráir. Þetta var gert. Milljónirnar komu 1 hlut Kveldúlfs, völd- in, sem þó voru aðeins í orði, í hlut Ólafs. Til endurgjalds varð Sjálfstæðisflokkurinn að fóma hagsmunamálum umbjóðenda sinna og bregðast stefnumálum sínum. Ríkisstjórn Sambandsins & Kveldúlfs er hin óvinsælasta og giftusnauðastá stjórn, er setið hefur við völd á íslandi. Al- þýðuflokkurinn er meðsekur um öll verstu verk þessarar Árni Friðriksson: Flokkar og furða SÍÐARI áratugum hefur þróunin í heiminum geng- ið í áttina frá einyrkju til sér- hæfni. Einyrkinn varð sjálfur að vinna öll þau störf, sem nauðsyn- leg voru honum og hans til lífs- framdráttar. Vinna hans breytt- ist svo að segja jafnóðum í fæði og klæði án nokkurra mannlegra milliliða. Hann var einmana í lífsbaráttu sinni, en konungur í ríki sínu meðan dýrðin stóð. Sér- hæfnin og tækni sú, sem henni fylgdi, átti að létta einstaklingn- um lífsbaráttuna með því að skipa honum í hóp félaga sinna til sameiginlegra átaka. Einstakl- ingarnir áttu upp frá því að verða eins og frumurnar í líkamanum, hver öðrum háðir, og urðu það. Þeir skiptu með sér verkum og sérhæfðu sig að ákveðnum störf- um til þess að þau yrðu betur og fljótar af hendi leyst en áður, en jafnframt glötuðu þeir áð miklu leyti hæfninni til ,,al- mennra starfa", þeir urðu hver öðrum háðir. í þjóðfélögum, þar sem unnið er með gagn morgundagsins í huga, er sérhæfni einstakling- anna nú á háu stigi og þess, er gætt, að láta kosti hennar njóta sín, með því að velja ávallt hæf- ustu mennina til hvaða starfs, sem er. Það leikur ekki á tveim- ur tungum, að bóndinn er fær- ari um að slá túnið sitt heldur en samborgari hans, sem alið hef- ur allan sinn aldur á togara. Á hinn bóginn býst ég við, að illa gangi fyrst um sinn að gera út togara með tómum fjalldala- bændum, sem aldrei hefðu sjó- inn séð áður, að þeim alveg ó- löstuðum. Þessar grundvallarreglur hafa íslenzkir valdhafar hvað eftir annað leyft sér að þverbrjóta þeg- ar um það var að ræða, að velja menn til forustu í málum þjóðar- innar. Á þessu stigi málsins þarf stjórnar, þótt óttinn við dóm kjósendanna ræki Stefán Jó- hann til að steypa sér fyrir borð af galeiðunni á síðustu stundu. Kommúnistar voru einir í and- stöðu við þessa stjórn, án þess að nokkru sinni væri tekið mark á þeim af almenningi. Þeir eiga allt sitt undir styrj- aldargengi erlendrar þjóðar, og verða því aldrei „teknir alvar- lega“ í íslenzkum stjórnmálum. Kosningarnar hér í Reykja- vík snúast fyrst og fremst um það, hvort ofbeldis- og kúgun- arstjórn Sambandsins og Kveld úlfs verður endurreist. Ef stétt- irnar, sem hafa verið sviknar og ofsóttar, kyssa á vöndinn og kasta atkvæðum sínum á þá er sviku hagsmunamál þeirra, verður ríkisstjórn óaldaraflanna sett á laggirnar á ný. Gjaldi kjósendur jáyrði sitt við of- þeldinu, rangsleitninni og kúg- uninni, framselja þeir rétt sinn í síðasta sinn. Þá mun Olafur Thors ekki þykjast þurfa frek- ari heimild til að verzla með mál umbjóðenda sinna við verstu fjandmenn þeirra. Rík- isstjórn Jónasar & Ólafs mun þá setjast að völdum á íslandi. Og margt gefur til kynna, að það geti dregizt að gengið verði til kosninga á nýjan leik. Reykvískir kjósendur! Þið kastið atkvæðum ykkar á glæ, ef þið notið þau til að fram- Framhald á 2. síðu. ekki að nefna nein nöfn, en ár- angur þessara eiginleika valdhaf- anna birtast okkur daglega í starfsháttum opinberra stofnana, nefnda o. þ. h. Það segir sig annars sjálft, að þjóð, sem ein- ar 120 þúsund sálir teljast til, á fullt í fangi með að velja nokk- um veginn hæfa forustu í þýð- ingarmestu sætin, úr jafnfámenn- um hóp hálfgerðra einyrkja, þótt ekki bætist það ofan á, að þessi hópur sé klofinn í smærri flokka, 40 þús., 20 þús., 10 þús. o. s. frv., sem hver um sig þykist vera Guðs útvaldi á jörðinni, en lítur á hina flokkana sem heiðursvörð Framhald á 2. síðu Bjarni Bjarnason lögfrœðingur Valdimar Jóhannsson ritstjóri x E-listinn! Borgarstjórinn birtir myndir af húsunum.sem ekki voru byggð Húsaleí$ulö$gjöfín hefur haff gagn* sfæd áhrif víð þad, sem tíl var ætlaef ÞEGAR böli atvinnuleysisins vai- létt af vinnustéttum landsins fyrir tilverknað stórveldastyrjaldarinna úti í heimi, hófst nýtt neyðarástand meðal alþýðu manna. Það er húsnæðisskorturinn, sem íbúar höfuðstaðarins hafa nú fengið tækifæri til að kynnast í sinni ægilegustu mynd. Fjöldi manna heíur ekki þak yfir höfuðið. Heilar fjölskyldur eru að kalla má á vegalausu reiki um stræti og torg höfuðstaðar- ins. Heimili eru leyst upp. Fólk hefst við í hreysum og skúma- skotum, sein ekki mundu vera taldar nothæfar vistarverur fyrir skepnur, hvað þá fyrir menn. Áður en stríðið skall á, börðust foringjar Framsóknarflokksiii3 á móti því að reist væru ný hús í Reykjavík. Hugir þeirra eru þrungnir af óvild til höfuðstað- arins, af því að Reykvíkingar hafa aldrei viljað veita þeim að málum. Þess vegna hafa þeir jafnan sýnt lítinn skilning á nauðsynjamálum Reykvíkinga. t Stríðið notað sem átylla. Eftir að stríðið brauzt út, hélt Eysteinn Jónsson því fram, að ekki mætti byggja ný hús meðan ófriðarástandið stæði yfir. Hann synjaði að mestu um innflutning hyggingarefnis. Hitt sást honum yfir, að bæjarbúum fjölgar með eðlilegum hætti allverulega á ári hverju. Og þessi fólksfjölgun þarf þak yfir höfuðið. Enda var þess ekki langt að bíða, að þröng sýiii Eysteins hafði skapað alvar- legt neyðarástand í húsnæðismál- um Reykvíkinga. Yfirvöld bæjarins koma til sögu Þá kom til kasta bæjaryfirvald- anna með borgarstjórann, þing- mannsefni Sjálfstæðisflokksins, í hroddi fylkingar. Þau eyddu heilu sumri I vangaveltur yfir málinu. Ríðla á síðastliðnu hausti var loks hafizt handa um aðgerðin. Byrjað var að reysa staurapóla í mómýri innan við bæinn, sem örfáar húsviltar fjölskyldur gátu fiutt í síðla vetrar. Áður hafði farið fram hin landfræga heim- ilasundrun borgarstjórans: Eigin- konumar fluttar til Þingvalla, fyrirvinnum heimilanna holað nið- ur í Farsóttarhúsinuí og búslóðin flutt til Korpúlfsstaða. Eftir að staurapólarnir komust upp hafa forráðamenn bæjarins lítt hafzt að í byggingarmálum bæjarins. Öljúgfróðasti votturinn um at- hafnasemi þeirra er kannske bygging varðmannsskýlis í garð- inum við Lækjargötu. Það hefur Framhald á 2. síðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.