Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 04.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.07.1942, Blaðsíða 2
ÞJBBOLFUR Laugardaginn, 4. júlí 1942. Ritstjórn: Skólavöróustíg 3. Sími 4964 Bardagaaðferðirnar hæfa málstaðnum. QFRÍKISFLOKKARNIR urðu á ^ eitt sáttir um það að varna Þjóðveldismönnum máls í hinum al- mennu þjóðmálaumræðum, er fram fóru í útvarp undanfarin kvöld. Út- varpsráð var notað til þessa hermd- arverks, enda þótt það sé skylda þess, samkvæmt skýlausum laga- bókstafnum, að vaka yfir því að „öllum flokkum og stefnum í al- mennum málum“ sé gert jafn hátt undir höfði um afnot útvarpsins. En þessir flokkar þykjast vafalaust „eiga“ útvarpið, ekki síður en rík- issjóðinn og aðrar sameiginlegar eignir þjóðarheildarinnar, sem þeir vilja geta notað hindrunarlaust til framdráttar þeim þröngu sérhags- munum, er þeir berjast fyrir hver um sig. — Drengskapur „leiðtog- anna“ birtist svo í því, að sumir þeirra veittust að Þjóðveldismönn- um með algerlega órökstuddum lyg- um og blekkingum, eftir að þeir höfðu tekið höndum saman um að varna formælendum hinnar nýju stefnu máls. Slíkar bardagaaðferðir hæfa for- svarsmönnum ofbeldisins allvel. Stigamennskan er hugsjón þeirra, kúgunarvald yfir þjóðinni takmark- ið, blekkingar og ósannindi leiðar- ljósið. Reykvíkingar! Svarið þessum fá- dæma ódrengskap með því að fylkja ykkur um lista Þjóðveldismanna. X E-listinn! Afreksverk sjálf- stæðisforingjanna. Foringjaklíka Sjáifstæðisflokks- ins lætur nú dreifa út um bæinn upptalningu á afreksverkum sin- um. Á forsíðu er mynd af nátttrölli hinnar blindu sérhyggju, er hefur bergnumið foringja flokksins. Af- reksverkin eru hafnargerð í Reykja- vík, vatnsveita, rafmagnsveita, gatnagerð, slökkvilið o. fl. fram- kvæmdir, sem tilheyra því að búa í bæjum og þykja ekki sérstök afrek. Ennfremur hitaveituskurðir, barna- leikvellir (ónothæfir) og teikningar í Morgunblaðinu af húsum, sem svikizt hefur verið um að reisa. — Andlitsdrættir nátttröllsins eru býsna skýrir í verkum foringjanna, sem lofuðu mestu og sviku mest. Atkvæðafénaður eða frjálsir menn. A LDREI kemur það eins berlega ** fram og á kjördaginn, að flokksforingjarnir þykjast „eiga“ kjósendurna. Öskrandi bifreiðir æða um allan bæ. Þær eru í þjón- ustu foringjanna". „Agentar“ þeirra geysast inn í hvert húsið eftir ann- að og nánast taka fólk með valdi út í bifreiðar „foringjans". Síðan er ekið á kjörstaðinn. Fólkinu eru gef- in ákveðin fyrirmæli um það, að svona og svona „eigi“ það að kjósa. Það er talin skylda þess að launa bílkeyrsluna með atkvæði sínu. Þessar aðfarir eru hin freklegasta móðgun, enda fjarskyld þeim mark- miðum, er menn vildu ná með lýð- ræðisstjórnarfari. Kjósandi, sem þiggur flutning þess flokksforingja, cr óumbeðið sendir eftir honum eins og sinni eign, lítillækkar sjálfan sig freklega. Hann hefur hvers manns fyrirlitningu fyrir ósjálfstæði og lítilmennsku, líka þeirra, er létu aka honum á kjörstaðinn, enda hirða þeir sjaldnast um að koma honum heim aftur. — Kosningaat- höfnin á að vera verk frjálsra manna, sem taka þátt í henni vegna H tí s n » ð I s m á 1 í n Til stnðninpmanna og kjésenda E-listans. Á kjörseðlinum eru listar flokkanna merktir með bókstöfum. LISTI ÞJÓÐVELDISMANNA ER E-LISTI. Eftir að kjósandinn hefur fengið kjörseðilinn í hendur, fer hann inn í kjörklefann, og merkir með x fyrir framan bókstaf þess lista, er hann vill greiða atkvæði. Þegar lista Þjóðveldismanna er greitt atkvæði, er merkt svona: x E SKRIFSTOFUR E-LISTANS eru á Skólavörðustíg 3, annari hæð. Símar: 4964 og 3529. Skrifstofurnar verða opnaðar kl. 9 árdegis. — Þeir, sem ætla að vinna fyrir listann á kjördegi, eru beðnir að gefa sig þar fram. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»»»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦»♦♦♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kj örfundur til að kjósa alþingismenn fyrir Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil, sex aðalmenn og sex til vara, hefst sunnudaginn 5. júlí n.k. kl. 10 árdegis. Kjósendum er skipt í 35 kjördeildir. 1— 28. kjördeild eru í Miðbæjarbarnaskólan- um, 29.—34. kjördeild í Iðnskólanum og 35. kjördeild í Elliheimilinu. Skipting í kjördeildir verður auglýst á kjörstað. Undirkjörstjórnir mæti í Miðbæjarbarna- skólanum í skrifstofu Yfirkjörstjórnar stundvíslega kl. 9 árdegis. Talning atkvæða fér fram að lokinni kosningu. Yfirkjó'rstjómin í Reykjavík, 2. júlí 1942. Björn Þórðarson. Einar B. Guðmundsson. Stþ. Guðmundsson. Framhald af 1. síðu. verið í smíðum síðan í vetur • og er enn ekki lokið. Stærð bygg- ingarinnar geta kjósendur séð, er þeir fara á kjorstaðinn. Helzta nýlundan í starfi Bjarna Ben. til að leysa húsnæðisvand- ræðin var glæsileg mynd, sem hann lét flytja af sambyggingu einni, er bærinn myndi byggja — eftir kosningar. Hjálpræði húsaleigulaganna Fyrstu ákvæði húsaleigulag- anna voru sett með gengisló'gun- um 1939, þegar bjarga varð út- gerðinni á kostnað annarra stétta eftir að látlausar ofsóknir vald- hafanna höfðu nær því lagt þenn- sn aðalútflutningsatvinnuveg landsmanna í rústir. En á síð- astliðnu hausti, þegar aðgerðar- leysi valdhafa ríkis og bæjar hafði skapað svo víðtækt hörm- ungarástand í húsnæðismálunum, að með fullkommnn ólíkindum var, tók „þjóðstjómin" það ráð að setja víðtæk og yfirgripsmik- il lög um þessi efni. Lagasetningin var ,auglýst’ í 611 um stuðningsblöðum ríkisstjónar- n.nar og bæjaryfirvaldanna sem sérstakt hjálpræði allra leigjenda • Reykjavík og áhrifamiklar 4.5- gerðir i húsnæðisvandræðunum. Er. h.vornig hefur reynslan dæmt þessi ;•"? ? Hún he'ur leitt í Ijós, að þau eru í verukgum atriðum við.’iKa blekkirg og verðlaga ‘ftir- ’it það, er Eysteinn Jónsson setá á storn og hef-.tr í meginat.iðum haft neikvæð áhrif. Húsaleiga hefur farið stórhækkandi þrátt fyrir lögin, án þess að leigjend- ur hafi fengið þar neinar bætur fyrir í hækkandi kaupj vegna hækkaðrar vísitölu. I öllum þeim húsum, er byggð hafa verið síðan striðið skall á, er horguð allt að því fjórföld húsahr.gu á við þao. sem greidd var fyrir stríð. En fyrir þetta fá launþegar engar uppbætur. I fjöldamörgum hinna eldri húsa hefur leigan einnig stórhækkað, þrátt fyrir lögin. Þeg ar íbúðir losna í þeim, eru þær leigðar hæstbjóðanda. En það er bara ekki látið vitnast vegna lag- anna. Húseigendur og leigjendur gera með sér baksamninga þar að lútandi. Þannig hafa húsaleigu- lögin beinlínis orðið til að lækka kaup fjölda margra launþega. Þau hafa því fyrst og fremst orðið að gagni fyrir kaupgreiðendur og þá sérstaklega heimsveldin tvö, sem hér hafa útibú, Bretland og Bandarikin. Lög þessi eru rfieð þeim endem- um, að þau varna mönnum að flytja inn i sín eigin hús. Eru þau því með öllu ósamrýmanleg rétt- lætisvitund almennings, en lög, sem svo er ástatt um, verða aldrei i heiðri höfð. I skjóli húsa- leigulaganna þrífst nú miklu sví- SJÁLFRA SÍN, en ekki af því að þeir séu „eign“ einhverra flokks- foringja. Slikir menn fara sjálfir og af eigin hvötum á kjörstaðinn. Þjóðveldismenn munu ekki á- stunda slík vinnubrögð og hér er lýst. Hins vegar geta þær ástæður alltaf verið fyrir hendi, að kjósandi þurfi á bifreið að halda til að kom- ast á kjörstað. Leigubifreiðir verð- ur ekki unnt að fá á kjördag, af því að ofríkisflokkarnir hafa þær allar í þjónustu sinni. Þjóðveldismenn hafa ráð á nokkrum bílum, ef ein- hverjir af kjósendum E-listans geta ekki komizt á kjörstað af eigin ramleik. Eru menn beðnir að gera skrifstofu listans aðvart um sþkt. virðilegra okur, heldur en þótt löggjafarvaldið hefði engin af- skipti haft af þessum málum. I krafti þessara misheppnuðu laga getur ein kona og einn hundur haldið umráðarétti yfir heilum hæðum í stórum húsum. Eru þess fleiri en eitt dæmi. Raunhæfar aðgerðir í húsnæðis- málunuím eru eitt brýnasta verk- efnið, sem nú er framundan. Gagnger endurskoðun húsaleigu- löggjafarinnar er þar í fremstu röð. En ef kjósendur kasta at- kvæðum sínum á glæ á kjördegi með því að gefa þau þeim mönn- um og flokkum, er hafa sofið á hagsmunamálum þeirra, mun verða bið á stefnubreytingu í þessum efnum sem öðrum. X E-listinn. Flobkar og furda Framhald af 1. síðu. Heljar. A þennan hátt safnsist smám saman fjölmenn stétt trún- aðarmanna, valin úr fámennum hópi, og þá þeim hópnum, sem sízt skyldi, hópnum, sem ekki hafði meiri mætur á vinnunni en það, að hann sleppti orfinu eða árinni til þess að elta foringjana á mölina í þeim tilgangi að stjórna þaðan landinu. Aðalgall- inn á þessu fyrirkomulagi er sá, að á þennan hátt verður mörg- um þeim störfum verr sinnt en skyldi, sem þjóðinni er mest í mun að fá vel unnin. í þessu ligg ur bölið, en síður í kostnaðarhlið- inni, þótt þar sé líka alvara á ferðum. Með þeirri forustu, sem þjóð- félagið hefur haft við að búa undanfarin ár, hefur verið tekið fram fyrir hendur athafnamann- anna á alla lund. Ef lengra mið- ar á þeirri leið, sem valin hefur verið, get ég ekki betur séð en að þjóðfélagið verði óstarfhæft, þegar tímar líða fram. Stjórn- málaflokkarnir stefna óðfluga að því marki, að verða óaldarflokk- ar, sem sölsa undir sig allt og alla, jafnvel hugsanir þegnanna í þjóðfélaginu vilja þeir binda. Þeir traðka miskunnarlaust nið- ur hvert það ,,illgresi“, sem á vegi þeirra verður í hinni hröðu sókn fram til áfangastaða for- ingjanna, og krefjast þess um leið, að íslendingar, söguþjóðin, sem reyndar virðist eiga fullerf- itt með að læra af sögunni, falli fram og tilbiðji þá. Og þó vita flokkarnir það mætavel, að tjald- að er til einnar nætur. Því mögu- leikarnir eru aðeins tveir. Annar sá, að núverandi ástand haldist þar til þjóðin er að þrotum kom- in og verður að gefast upp ásamt flokkunum sjálfum, en hinn, að einn af flokkunum verði yfir- sterkastur. Þá er skeiðið runnið á enda í bili, sérhagsmununum verður fullnægt um stund, þang- að til allt brýzt út í óeirðum fjöl- mennra utangarðssveita. Það er von mín og trú, að þjóð- in hnekki flokksveldinu, áður en slíkum áfanga er náð. í þeirri von skipa ég mér ótrauður undir merki Þjóðveldismanna, því ef ég er kvaddur til vopna, vil ég held- ur berjast fyrir íslenzkum mál- stað en á móti honum. Þeim mál- stað mun enginn Þjóðveldismað- ur bregðast, þrátt fyrir upphróp- anir pólitískra gíraffa, sem þykj- ast gnæfa yfir land og haf. Það var ekki ætlun mín, að rita hér langt mál, og líklega hefði ég ekkert ritað, ef ekki hefðu komið ýmsar tilraunir forvígis- höldanna til þess að fara hinum smánarlegustu orðum um okkur Þjóðveldismenn. Eitt af þeim nöfnum, sem flokknum hefur hlotnazt frá þessum glæsimenn- um, sem fást við blaðaskriftir á íslandi í dag, er orðið „hristing- ur“. Það er nú sannnefni að því leyti, að nú er markað upphaf að því marki, að þjóðin megi ,,hristast“ saman á móti óöldinni í landinu. Vegurinn, sem okkur hefur verið ekið um, í sérleyfis- bílum stjórnarvaldanna á undan- förnum árum, hefur nú ekki ver- ið betri en þetta. Sum dagblað- anna hafa furðað sig á því, að við skulum hafa stofnað flokk, til þess að hnekkja flokksveldinu í landinu. Slík furða er í góðu samræmi við annað mnræti þeirra manna, sem aldrei hafa séð annað en ,,flokkinn“, eða hitt þó heldur. Segjast ekki hin stríð- andi stórveldi berjast með her til þess að koma á friði í heiminum ? Hví skyldum við þá ekki berjast í flokki, til þess að reisa skorður við ofríki flokka ? Eða kannske þeir, sem furða sig á slíkum vinnubrögðum, kunni önnur ráð, fljótvirkari ? ónýtið ekki atkvæðið! Framhald af 1. síðu. selja umboð ykkar þeim, er svikumálstað ykkar. Þið getið ekki valið áhrifaríkari aðferð til að gera atkvæði ykkar ÓNÝT — og verri en ónýt, en ef þið kjósið þá, sem þið eruð ÓÁNÆGÐ með og treystið ekki framar. Atkvæði ykkar koma því aðeins að gagni, að þið notið þau til að segja skýran og af- dráttarlausan vilja ykkar um það, að þið viljið afnema þá stjórnarhætti rangsleitni, of- beldis, kúgunar og sérhags- munastreitu, sem nálega öll þjóðin er gersamlega andvíg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.