Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 1
--------f-------------------*— ---- Útgefandi: MUNINN h. f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. II. árg. Mánudagurinn 13. júlí 1942. 25. tölublað UNDANFARANDI vikur hafa hinar erlendu fréttir mest fjallað um sigra Þjóðverja í Suð- ur-Afríku og Rússlandi, sókn J.ap- ana í Kína og vaxandi loftárásir Breta á meginland Evrópu, sem þó virðast hafa fallið niður aftur nú síðustu dagana. Þjóðverjar hófu sókn bæði í Libyu og Rússlandi snemma í júní. I Libyu beindu þeir aðalsókn sinni á Tobruk, en Bretar vðrö- ust allvel í fyrstu. En Sigrar með harðvítugri leift- Þjóðverja arsókn, er kom Bret- um að óvörum, tókst Rommel, hershöfðingja Þjóð- verja á þessum slóðum, að ná borginni á sitt vald 20. júlí. Fékk hann þar mikið herfang. Þegar í stað hélt hann liði sínu í áttina tii Egyptalands og tókst að sigra borgina Mersa Matruh í Egypta- landi. En við borgina E1 Alamein hafa Bandamenn veitt honum öfl- uga mótspyrnu og tefja fram- gang hans til Alexandríu. — í Rússlandi hófu Þjóðverjar grimmi lega sókn á Krímskaga. Hófst hún með töku Kerch. Síðan réðust þeir að Sevastopol, en þar er her- skipalægi fyrir Svartahafsflota Rússa og borgin talin eitt ram- gerasta vígi í heimi. Tókst Þjóð- verjum að hertaka hana um líkt Framhald á 4. síðu Þingið og P FTIR endurreisn Alþingig og ■ fram um síðustu aldamót, taldi þingið sig fyrst og fremst ' vera málsvara þjóðarheildarinn- ar, enda þótt margskonar einka- | þarfir og sérstök sjónarmið segðu einnig til sín, sem og líka sjálf- sagt var. — Það er mörgum eldri mönnum minnisstæð sú glíma, sem átti sér stað á milli þessara ^ sérsjónarmiða og hinna almennu 1 sjónarmiða. Fór sú baráttá ekki alltaf fram fyrir opnum tjöldum, J sem vita má, heldur einnig hið innra í hugskoti hvers þing- j manns, en lauk þó oft svo, að heildarsjónarmiðið' hafði betur. Er það í minnum haft, er Pétur Jónsson frá Gautlöndum gaf upp kröfu, sem hann hafði gert um að fá brú á eitt aðalvatnsfall kjör- dæmis síns, vegna þess að hann viðurkenndi, að brú á fjölfarn- ari leið í öðru kjördæmi ætti að koma fyrr.— En kröfupólitík ein- stakra þingmanna fyrir kjördæmi sín vann þó á smám saman, því að þeir vildu tryggja sér endur- kosningu. Þeir tóku nú að henda gaman að þessu íhaldi sumra þingmanna fyrir heildarinnar hönd og hinum ,,almennu sjón- armiðum" þeirra. Voru ortar eigí allfáar þingvísur, sem enduðu á \ LMENNAR kosningar til Alþingis eru nú um garð gengnar, talningu atkvæða lokið og úrslit kunn. — Tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa beðið mikið af- hroð í kosningunum, svo að slíks eru fá dæmi. Framsóknarflokknum tókst ekki að ná stöðvun- arvaldi því, er hann barðist fyrir að fá, þótt hann hafi aukið nokkuð atkvæðamagn sitt. Kommúnistar, er nú nefna flokk sinn Sósíalista- flokk, hafa unnið mikinn kosningasigur. Þjóð- veldismenn, -sem nú tóku þátt í kosningum í fyrsta sinn, en við lítinn undirbúning og örð- uga aðstöðu til að flytja mál fyrir kjósendum, fóru vel af stað og hafa þegar náð talsverðu fylgi hér í höfuðstaðnum. Hér á eftir skal getiö atkvœðamagns og fulltrúatölu þing- flokkanna. í svigum er tilgreint atkvœðamagn sömu flokka við kosningarnar 1937. Alþýðuflokkur 8.863 atkv. 6 þingmenn (l-1.084l/z) Framsóknarfl. 15.873 — 20 — (14.5561/.'z) Sósíalistaflokkur 9.364 — 6 — (4.9321/z) Sjálfstœðisflokkur 22.875 — 17 — (24.132) þjóðræðið orðunum ,,frá almennu sjónar- miði“. Varð það til þess, að þing menn fóru að skirrast við að nota þetta orðtæki, og fóru að reyna að finna önnur — því að það máttu þeir eiga, þessir verðir heildarinnar, að þeir breyttu ekki um hugarfar, og voru kjósendur þeim furðu tryggir þrátt fyrir það. Pétur Jónsson fann t- d. upp á því, að nota orðið prinsíp, og halda því upp sem eins konar krossmarki á móti kröfupólitík- inni og hrossakaupunum. — Var reynt að kveða það niður með vísunni: — „Allt var gott, sem gerði drottinn forðum — þetta prinsíp þó hann braut — þegar hann bjó til Pétur Gaut“. — Það, sem gerði út af við þjóð- þingið, var þróun flokkanna. — Með henni var sérhagsmunapóli- tíkin sett í kerfi. En við því var í sjálfu sér ekkert að segja, e/ þjóð- arheildin hefði haldið öndoegi sínu á Alþingi, og málsvörn henn ar hefði tekið samskonar fram- förum. Til þess að annast þetta voru fyrrt landskjörsþingmennirn- ír sjálfkjörnir. En þeír voru sett- ir inn í Efrideild árið 1915 í stað ,,konungkjörnu“ þingmannanna. Reyndar var þó slyrkur þeirra, Framhald á 4. síðu. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins annars vegar og sigur kommúnista hins vegar draga til sín mesta athygli manna í sambandi við þessi kosningaúrslit. I Reykja- vík einni tapar Sjálfstæðisflokk- urinn talsvert á fjórtánda hundrað atkvæðum, miðað við síðustu alþingiskosningar, og Al- þýðuflokkurinn um 900 atkvæð- um, miðað við bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur. Þó hafa þessir flokkar kjördæmamálið að kosningamáli, mál, sem á ná- lega alveg óskipt fylgi Reykvík- inga. Kjósendurnir bakka fyrir sig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum eflt liðskost sinn hér í bænum og víðsvegar um land í harðvítugri andstöðu við hina sérdrægu ofbeldisstefnu for- ráðamanna Framsóknarflokks- ins og með því að taka málstað allra stétta jafnt. Jafnframt heí- ur verið meira að finna af frjáls- lyndi, mannlund og umburðar- lyndi í Sjálfstæðisflokknum en öðrum ílokkum, sem ýmist beittu hvaða bolabrögðum sem var, til að halda völdum, eða voru þrælbundnir kreddum og kennisetningum, framandi ís- lenzkri hygð og. skaplyndi, Menn eins og Árni frá Múla, Magnús Gíslason og Sigurður Kristjánsson hafa verið í röð frjálslyndustu og drengilegustu manna á Alþingi. Urðu margir til að gefa Sjálfstæðisfokknum atkvæði sitt, meðan þeir hugðu, að mannréttindi og jafnrétti þegnanna ætti jafn örugga mál- svara í þingflokki Sjálfstæðis- manna. Gengi Alþýðuflokksins i ís- lenzkum stjórnmálum náði há- marki með kosningasigri hans 1934. Síðan hefur flokkurinn í flestu brugðizt vonum fylgis- manna sinna. Er óþarft að fjöl- yrða um það hér. Fylgi flokks- ins hefur síðan farið minnkandi jafnt og þétt, þótt nú hafi fast- ast verið að kveðið. Með valdatöku „Þjóðstjórnar- innar“ 1939 hefst skuggalegasti þáttur íslenzkrar stjórnmála- sögu, síðan stjórnin fluttist inn í landið. Það, sem þá gerist, er raunverulega þetta: Þrír stærstu þingflokkarnir koma sér saman um að þeir skuli láta niður falla gagnrýni hver á annars gerðir > og skipta með sér fríðindum og hagnaði valdastöðunnar, líkt og þegar stigamannaforingjar gera með sér samning um sameigin- lega ránsferð með jafnri hlut- deild í ránsfengnum. Óbilgirni, misrétti og rangsleitni setti svipmót sitt á stjórnarhættina í miklu ríkara mæli en áður hafði þekkzt. Nánustu fylgjendur for- ráðamanna stjórnarflokkanna nutu í hvívetna forréttindaað- stöðu. Öllum hinum víðtæku op- inberu íhlutunum var misbeitt í því skyni að skapa tvennskon- ar rétt í landinu. Skáld og lista- menn voru ofurseld mannhatri og þröngsýni svörtustu aftur- haldsaflanna í þjóðfélaginu. ,,Hrossakaup“ hinna pólitísku víxlara réðu úrslitum allra mála. Jafnskjótt og einum flokksforingjanum hlotnuðust þessi fríðindi til handa sér eða sinna fylgjenda, ui’ðu hinir að fá sinn hlut á móti. Sjálfstæðisflokkuiinn brást stefnumálum sínum og umbjóð- endum. í stað þess að vera „flokkur,allra stétta“ varð flokk- urinn þröngur sérhagsmuna- flokkur, sem lét sér ekki flökra við að drýgja allar þær verstu syndir, er hann hafði ásakað valdhafana fyrir, meðan hann var í stjórnarandstöðu. Alþýðu- flokkurinn vaij máttlaus skó- þurrka þeirra tveggja flokka, er hann vann rneð. Lengst af mark- aðist stefna flokksins af því einu, að foringjum hans mætti Framhald á 4. síðu 17. Tý G gat bara vorkennt Ólafi Thors •*—1 í útvarpsumræðunum. Mér er kunnugt, að hann er ekki ódrengur, og þeim, sem til hans þekkja, mun vera hlýtt til hans fremur en hitt. En aðstaða hans í þessum umræð- um var brjóstumkennanleg. Hann varð að nota alla frumræðu sína á föstudagskvöldið til að afsaka þá aðstöðu sem hann liefur. Öll ræðan gekk í það að bera blak af KVELD- ÚLFI. Er hægt að hugsa sér ömur- Iegri kringumstæður fyrir forsætis- ráðherra og formann stærsta stjórn- málaflokksins? Hann er ekki aðeins fangi Jónasar frá Hriflu, heldur er hann einnig fangi milljóna Kveld- úlfs. Ilann getur ckki um frjálst höfuð strokið í stjórnmálalífinu þeirra vegna. í stað þess að helga frumræðu sína í almennum stjórn- málaumræðum, þegar öll þjóðin hlustar, stefnumálum flokks síns og hefja sókn gegn andstæðingunum, þá er hann neyddur til að eyða ÖLLUM ræðutíma sínum í alger- lega ófrjótt pex um einkamál sin. Það er ekki von að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins felli sig við að fylgja þeim foringja, sem svo er á- statt um. Hann getur ekki fylgt mál- um umbjóðenda sinna fram til sig- urs. Hann annar ekki öðru en sín- um einkamálum. 18. Mér blöskraði alveg þær bar- dagaaðferðir gömlu flokkanna að ráðast að ykkur Þjóðveldismönnum með upplognum ásökunum í út- varpsumræðunum, eftir að þessir sömu flokkar höfðu orðið á eitt sátt- ir um að varna ykkur máls í þess- um umræðum. Þeir þekkja víst ekki regluna: Sá, sem er óstefndur, á að vera ónefndur. En það er grund- vallarregla í réttarfari allra siðaðra þjóða, og markað í vitund hvers ein- asta drengskaparmanns, að ekki skuli vega að þeim, er eigi fær vörnum við komið. En við höfum nú auðvitað séð svo mikið af skugga- legum bardagaaðferðum þeirra flokka, sem hafa trúna á ofbeldið að leiðarljósi, að maður þarf ekki að Iáta neitt koma sér á óvart. 19. Blaðið Vísir hefur borið sig illa undan upplausninni í Sjálfstæðis- flokknum. Það segir að „samheldni, samheldni og ekkert annað en járn- föst samheldni“ geti bjargað. En liverjum á nú að bjarga? Fyrir hvaða liagsmuni berst flokkurinn eiginlega? Ætli það sé ekki líkt á komið um fleiri en mig með það, að þeir efist um að það séu almenn- ir hagsmunir. Eg sé þess ekki merki nú upp á síðkastið, að flokkurinn berjist fyrir hag heildarinnar, þess vcgna kaus ég hann ekki núna, eins og ég hef þó gert um langa liríð. Eg veit að foringjarnir vilja liafa sam- lieldni manna um sín eigin hags- munamál. í þeirra augum er almenn ingur „utangarðsfólk“. Gleggsta hug- mynd fengu menn um það einmitt í Vísi, þar sem talað var um það, livað Reykvíkingum OG SJÓMÖNNUM fyndist urn hlutina. Sjómennirnir eru ekki „Reykvíkingar“ á máii blaðsins, enda þótt liöfuðstaðurinn sé fyrst og fremst grundvallaður á starfi þessarar stéttar. Haukur í Horni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.