Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 27.07.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.07.1942, Blaðsíða 1
Útgefaudi: MUNINN K. f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. í lausasölu 25 aurar. Askriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. Ríffregnír Gangleri, tímarit Guðspekifélags íslands. Fyrra hefti yfirstandandi ár- gangs, er nýlega komið út. Ritstjór- inn, Grétar Fells, á i heftinu þessar greinar: Af sjónarhóli, Herra Jón Jónsson og ódauðleikinn, Bókstafur- inn og andinn, Dulfræði og dulspeki. — Jón Árnason ritar um lýðræðið og forskóla þess. Guðrún Indriðadóttir þýðir grein eftir P. Brunton. Þor- lákur Ófeigsson ritar grein er nefn- ist Meistarar. Kristmundur Þorleifs- son og Víglundur Möller eiga sína greinina hvor í heftinu. — Auk þess flytur það afmæliskveðju til Sigur- geirs Jónssonar, söngkennara á Ak- ureyri, og nokkrar smágreinar. Náttúrufræðingurinn, 2. hefti 12. árgangs er nýkomið út. Heftið er helgað dr. phil. Helga Péturss í til efni af sjötugsafmæli hans. Ritstjór- inn, Jóhannes Áskelsson, ritar afmæl isorð um doktor Helga. — Af öðru efni í ritinu má nefna stærðfræðilega grein um Öskjuvatn eftir Ólaf Jóns- son, og grein um fjallamyndun eftir Guðmund Kjartansson. Jón Gíslason ritar um Aristoteles og upphaf nátt- úruvísinda. Jakob H. Líndal ritar um jökulmenjar í Fnjóskadals- og Kinn- arfjöllum og Jóhannes Áskelsson um nokkrar fornskeljar úr Hvítárböökk- um í Borgarfirði. — Ýmislegt annað fræðandi efni er í heftinu. Tímarit iðnaðarmanna, 2. hefti 1942, er helgað 25 ára afmæli Múr- arafélags Reykjavíkur. Flytur ritið ýmsar greinar, er Múrarafélagið hef- ur sjálft látið skrifa, i tilefni af af- mælinu, en ritstjórinn fylgir afmæl- isminningunum úr hlaði með grein, er hann nefnir Fagnaður á tímamót- um. Er þetta hefti, eins og tímaritið er jafnan, hið myndarlegasta að efni og frágangi, prentað á góðan pappír og prýtt fjölda mynda. — Ritstjóri þess er Sveinbjörn Jónsson bygging- armeistari. — Ársrit Skógræktarfélags íslands fyrir árið 1942 er nýlega komið út. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ritar þar ítarlega grein, er nefnist Ábúð og örtröð. í ritinu eru skýrslur um störf Skógræktar ríkisins, skýrsl- ur um störf skógræktarfélagá og margt fleira. Nýtt kvennablað. Þriðji árgangur Nýs kvennablaðs hófst með blaði því, er út kom 19. júní s. 1. Þar rit- ar Guðrún Stefánsdóttir athyglis- verða grein um útivist. Margrét Jóns- •dóttir ritar frásögn, er hún nefnir Jónsmessunótt. Obba Holm-Ander- sen segir frá dvöl sinni í Singapoore. Ennfremur er í blaðinu útvarpser- indi Sigríðar Eiríksdóttur, Stöðuval kvenna, grein um 19. júní, lag eftir Emil Thoroddsden við kvæði eftir Guðrúnu Stefánsdóttur, forsagnir um jurtalitun eftir Kristínu Þorsteins- dóttur og ýmislegt fleira. — Ritstjór- ar og útgefendur Nýs kvennablaðs eru þær Guðrún Stefánsdóttir og María J. Knudsen. Tónlistin, tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna, er nýlega komið út. Þetta er 2. hefti árgangsins 1942 og flytur þetta efni helzt: Enn um tón- menntun, eftir Björgvin Guðmunds- son. Söngbókmenntir og hljóðfæri íslendinga á 19. öld, eftir Þorstein Konráðsson. Hallgrímur Helgason ritar um Björgvin Guðmundsson tón- skáld. Ennfremur er í heftinu lag fyrir orgel eftir Björgvin Guðmunds- son, bókmenntir, áskorun til Alþing- is, smávegis í dúr og moll o. m. fl. — Ritstjóri Tónlistarinnar er Hallgrím- ur Helgason tónskáld. Hann hefur Hugleíðíngar á vegamófum: ÞAÐ vekur athygli allra hugsandi manna, hversu „leiðtogar“ þjóðarinnar eru fáorðir um úrlausnarráð sín í þeim málefnum, er varða framtíð þjóðarinnar og farnað á ókomnum árum, svo og hverjir sambúðarhætt- ir skuli ríkjandi í þjóðfélaginu að afloknum þeim ógn- um, er nú hrjá gervallt mannkyn. En það er trú þorra manna, að þegar styrjöldinni lýkur, hver svo sem enda- lok hennar verða, muni hef jast tími endurskoðunar og endurskipunar þeirra lögmála, er ráðið hafa sambúðar- háttum manna á jörðunni. Þjóðfélagshættir okkar íslendinga og „forsjá“ leið- andi manna í þjóðfélaginu hefur og verið með þeim hætti á undanförnum árum, að ekki verður hjá því komizt, að leita nýrra úrlausna, nýrrar skipunar og markvissari aðgerða í þeim vandamálum, er þjóðin hef- ur horfzt í augu við um alllangt undanfarið árabil. — Þrátt fyrir hin miklu ónotuðu gæði landsins og mögu- leika þess, sem eru nálega ótæmandi, hefur neyðará- stand í nýjum og nýjum myndum verið hlutskipti al- mennings. Hrörnandi framleiðsla, atvinnuleysi og skortur á húsakynnum eru hlutskipti, sem almenning- ur í landinu mun ógjarna sætta sig við um alla ókomna framtíð. ' Og þjóðin mun heldur ekki þola til langframa hina skefja- lausu stjórnmálaspillingu 1 land- inu. Því fer, víðs fjarri, að al- menningur geti fallizt á, að þjóð- félagið sé einkafyrirtæki þeirra valdabraskara, er fyrir tilviljun eina og með miður vönduðum baráttuaðferðum hefjast til valda. Augu manna hafa opnazt fyrir því, hversu heilbrigðir muni vera þeir þjóðfélagshættir, þar sem stærstu fyrirtækjunum virðist vera ætlað öll völd í f jár- málum, atvinnumálum og þeim málum öðrum, er almenning varðar mest. Á vegamótum flokkurinn bæri fyrir brjósti hag allra stétta jafnt og vildi beita sér fyrir hófsemi, umburð arlyndi og endurbótum á þeim þjóðfélagsháttum, er þjóðin á nú við að búa, hefur yfirgefið flokkinn. Sósíalistaflokkurinn, sem vill algera skipulagsbreytingu, en hefur ekki við annað að styðj- ast en þokukenndar hugmynd- ir um sósíalisma, hefur eflzt að svo miklum mun, að hann get- ur áður en varir haft mikilvæg áhrif á úrslit íslenzkra þjóð- mála. Á handaflið að ráða? Málin liggja ljóst fyrir. Eftir því sem fækkar frjálslyndu mið stéttarfólki innan Sjálfstæðis- flokksins, þokast flokkurinn æ lengra á þeirri braut, að verða viljalaust verkfæri í höndum harðvítugrar sérhagsmunaklíku, sem hefur það eitt markmið, að ná drottnandi aðstöðu innan þjóðfélagsins. — Samhliða því mundu forsprakkar sósíalista (kommúnistar), eflast að liðs- kosti. Meginhluti liðssafnaðar þeirra mundi koma frá þeirri stétt, er býr við þrengstan kost, og á fæst úrræði til lífsbjargar. Sósíalistar hafa að ýfirlýstu stefnumáli „alræði öreiganna“. Þróunin stefnir því óðfluga í þá átt, að tekizt verði á til úrslita um einræði annarrar stéttar af tveimur: Fámennrar auðstéttar eða verkalýðsstéttarinnar. Stjórnarfarið yrði með sama svipmóti, hvor stéttin sem sigr- ar: Algert einræði, ofbeldi og kúgun af hálfu fámennrar, harð drægrar klíku, er náð hefði rík- isvaldinu í sínar hendur. Rit- frelsi og málfrelsi yrði afnum- ið, svo og persónufrelsi ein- staklinganna. Enginn mætti um frjálst höfuð strjúka fyrir of- ríki valdaklíkunnar. Þjóðfélagið yrði í enn ríkara mæli en nú er, einkafyrirtæki valdhafanna, harðdrægra og ofstækisfullra æfintýramanna, sem einskis- virtu vilja almennings og væri ekkert fjær skapi en frjálst þjóðríki og jöfn mannréttindi. Undir þessum kjörorðum verður barizt í baráttunni um völdin munu þeir tveir aðilar, er hér er lýst, hampa tveim kjörorðum. Stór- eignamenn munu hafa að kjör- orði hið glæsilega orðtak frelsi — fullt frelsi. Hinir, er valið hafa sjálfa sig til forustu af hálfu verkalýðsins, munu hins vegar velja sér kjörorðið skipu- lag — fullkomlega skipulagður þjóðarbúskapur. Undir þessum kjörorðum verð Framhald á 4. síðu. „Frjáls ljðð “ fyrir ekki alllöngu sent frá sér Sex lítil lög (til söngs og leiks) og tutt- ugu og tvö íslenzk þjóðlög. Hallgrím- ur vinnur hið merkilegasta starf með söfnun íslenzkra þjóðlaga. Er þess að vænta, að það starf hans verði þakk- samlega þegið af þjóðinni. Jörð, tímarit sr. Björns O. Guð- mundssonar, er nýlega komið út, eft- ir að hafa hvílzt um nokkra hríð. Er ritið sem fyrr vandað að frágangi og prýtt fjölda góðra mynda. Þessar greinar flytur ritið helztar: Hvaða stjórnarfar hæfir siðmenntaðri þjóð? athyglisverð grein eftir Pétur Sig- urðsson. Breiðafjarðarheimili fyrir 50 árum, fróðleg grein eftir Guðm. Eggerz. Bækur á árinu 1941, eftir Arnór Sigurjónsson. Utsýn af Öræfa- jökli, eftir Ingólf ísólfsson. Dýrasti arfurinn eftir Þórodd Guðmundsson. Skyggnzt inn um glugga, grein um styrjöldina eftir ritstjórann. Enn- fremur er í heftinu fyrri hluti þýddr- ar skáldsögu, margar styttri greinar, kvæði, smælki o. m. fl. Samtíðin, júlíheftið, er nýkomið út. Ritið flytur grein um þrjú hlut- verk svefnsins, þýtt kvæði, grein eft- ir Þórhall Þorgilsson um framburð og réttritun erlendra landfræðiheita, þýdda sögu, ýmsar stuttar greinar, bókafregnir, skrítlur o. fl. Úrslit nýafstaðinna kosninga leiða mjög glöggt í ljós, að nú eru vegamót í stjórnmálaþróun vorri. Tveir landsmálaflokkanna eru í fullkomnu upplausnará- standi. Framsóknarflokkurinn heldur enn stéttarfylgi sínu í sveitum landsins, sumpart vegna kjördæmamálsins og sum part vegna þess, að kjósendur þar telja sig ekki eiga völ betra hlutskiptis en þess, að styðja enn einu sinni þann flokk, er þeir þó vænta sér yfirleitt ekki neins góðs af. Sósíalistaflokkur- inn (Kommúnistar), hefur auk- ið fylgi sitt að miklum mun á kostnað Alþýðufl. og Sjálfstæð- isfl. Orsakirnar eru hin þröngu einkasjónarmið foringja Sjálf- stæðisflokksins og samábyrgð leiðtoga Alþýðuflokksins um stjórnmálaspillinguna í landinu. Styrkleikahlutföll landsmála- flokkanna hafa þannig breytzt verulega. Mikill hluti þess fólks, er fylgt hefur Sjálfstæðisflokkn um að málum í þeirri trú, að MAÐUR að nafni Jón Sig- tryggsson ritaði fyrir nokkru grein í Lesbók Morgun- blaðsins. — Andmælti hann þar skoðunum mínum á því, sem nefnt er stundum „óbundin ljóð“, eða „frjáls ljóð“, er ég nefni svo. Enda þótt grein þessi sé ekki illa samin, tekst þó höf- undi hennar ekki að sannfæra mig, og fer því fjarri. Virðist mér kenna þar misskilnings eigi all-lítils. Líking sú, er höfund- ur tekur í upphafi greinarinnar, á ekki við um hin rímlausu ljóð, enda játar hann, að ljóð og rím sé sitthvað. Eins og hey er hey, hvort sem það er bundið í bagga eða ekki, eins er andi ljóðsins, ljóðúðin, hin sama, hvort sem hún er rímbundin eða ekki. Þetta þurfa menn að láta sér skiljast, og er það hið mikla aðalatriði þessa máls. Ef menn átta sig ekki á því, er engin von um árangur af frekari deilum, og verða þær ekki annað en endurtekning á kerlingadeil- unni: „Klippt er það, skorið er það!“ — En ef menn játa það, að ljóð og rím sé sitthvað, þá virðist sannarlega vera erfitt að komast hjá að viðurkenna, að til geti verið órímuð ljóð, enda er það svo. Um hitt geta menn svo deilt endalaust, hvort þeim geðjast betur að rímuðum eða órímuðum Ijóðum. — Það er smekks atriði, og kemur þar margt til greina, sem ekki er unnt að rekja í stuttri blaða- grein. Jón Sigtryggsson segir í grein sinni, að vér íslendingar eig- um nú ekki mörg snjöll ljóð- skáld. Þetta er ekki rétt. Vér eigum einmitt mörg ágæt ljóð- skáld, — og hafa nokkur þeirra náð miklum snilldartökum á þessu, sem sumir telja aðaleig- ind ljóðsins — ríminu. — Hitt er svo annað mál, að segja má með miklum rétti, að rímskáld- Framhald á 4. síðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.