Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 27.07.1942, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 27.07.1942, Qupperneq 2
2 Þ ] Ó Ð Ó L F U R Mium Mánudagurinn 27. júlí 1942. Ritstjóri: Valdimar Jóhannsson Ritstjórn: Skólavörðustíg 3. Sími 4964 Flokkur, sem vill afnema flokka í kosningabaráttunni héldu sum andstæðingablöðin því allmjög á loft, að Þjóðveldismenn ættu þá eina hugsjón að standa yfir höfuðsvörð- um allra annarra flokka. Var því ó- spart haldið fram, að Þjóðveldis- menn miðuðu þátttöku sína í lands- málum við það eitt að afnema alla aðra flokka nema sinn flokk, er síð- an skyldi öðlast alræðisvald í þjóð- félaginu. Væri flokki Þjóðveldis manna í þessu tilliti mjög ólíkt far- ið og flokkum þeim, er „löggilt” hafa sjálfa sig til að vera hina einu og sönnu „lýðræðisflokka” í landinu. Hið sanna er Hér er ekki aðeins byggt á alger- lega ósönnum forsendum, heldur er staðreyndum beinlínis snúið við. Þjóðveldismenn stofnuðu flokk sinn til að vinna gegn hinum vaxandi öfgum flokksræðisins. Hver og einn þeirra flokka, er fyrir voru í land- inu, berjast fyrst og fremst fyrir því að brjóta aðra flokka á bak aftur. Takmark þeirra hvers og eins er að útrýma áhrifum annarra flokka og ráða einir lögum og lofum í þjóð- félaginu. Barátta þessara flokka lýt- ur í höfuðatriðum lögmálum stiga- mennskunnar, þar sem aðeins er spurt um vald, en aldrei réttlæti eða þegnskap. Sá þeirra, er ræður fyrir afli atkvæða á löggjafarþingi þjóðar- innar, hefur óskorað vald til hvers sem vera skal. Minnihlutinn er rétt- laus. Völdin hafa unnizt í harðvít- ugri baráttu, þar sem aldrei er hirt um drengilegar leikreglur eða heið- arlegan vopnaburð. Réttur sigurveg- arans er ótvíræður, réttleysi hins sigraða er algert. Ofbeldi og ofbeldisflokkar Þessir stjórnarhættir grundvallast á hreinu ofbeldi. Flokkarnir eru málsvarar ákveðinna stétta. Jafn- skjótt og einn þeirra nær úrslitavaldi um meðferð þjóðmála hefjast beinar og óbeinar ofsóknir á hendur þeirra stétta, sem valdaflokkunum eru mót- snúnar. Er þá aldrei hirt um alþjóð- arheill, heldur aðeins um hag þeirr- ar stéttar, er valdaflokkurinn styðst við og hvað vænlegast sé til að tryggja áframhaldandi valdaaðstöðu. Hér skortir algerlega réttlátan, óháð- an úrskurð þriðja aðila, sem ekki er háður einstökum stéttum, flokkum eða klíkum heldur gætir hagsmuna þjóðarheildarinnar, kemur í veg fyr- ir ofbeldi, tryggir jafnan rétt og skapar jafnar skyldur. — Þessi að- ili getur verið þingdeild kosin á ann- an veg en fulltrúasamkoma flokk- anna, þjóðkjörið ráð eða þjóðkjör- inn dómstóll, allt eftir því, hvað ít- arleg rannsókn leiddi í Ijós, að væri heppilegasta formið. Þeir fíokkar, sem ekki vilja sætta sig við slíkan úrskurð, taka ofbeld- ið fram yfir réttlætið. Verða þeir að sjálfsögðu kenndir við þá afstöðu og nefndir ofbeldisflokkar. Markmið Þjóðveldismanna Þjóðveldismenn efna til Iands- málasamtaka í því skyni fyrst og fremst að koma í kring grundvallar- breytingum á stjórnskipulagi þjóðar- innar, er í höfuðdráttum sé svo, er að framan er lýst. Og það ræður af líkum, að þeir ætla sér ekki annan hlut en öðrum flokkum. Þeir eru reiðubvinir til að „þola rétt” enda gera þeir það beinlínis að stefnu- máli sínu, að öllum flokkum sé gert að hlíta óháðri, réttlátri dómsupp- kvaðningu um úrslitaáhrif sín á hin þýðingarmestu mál þjóðarheildar- innar. Þjóðveldismenn fylkja liði í þeim megintilgangi að hnekkja þeim anda ofbeldis og einræðis, er gegn- sýrt hefur stjórnarfar vort, löggjafar- starfsemi og framkvæmdavald. Þeg- ar forustumenn þeirra flokka, sem fyrir eru í landinu, lýsa sig andvíga þessu höfuðstefnumáli Þjóðveldis- manna, þá er það beinlínis af því, að þeir hafa tekið trú á ofbeldið og berjast fyrir óskoruðu drottinvaldi sínu í þjóðfélaginu. Höfum viðurkenndar rétt- arfarsreglur til hliðsjónar Það er auðvelt að sannfæra sig um réttmæti þeirrar skipunar í stjórnarfarslegum efnum, sem lýst er í höfuðdráttum hér að framan með því að hafa í huga viðurkenndar réttarfarsreglur allra siðmenntaðra þjóða. í réttarfarsmálum eru þrír aðilar, sækjendur, verjendur og dæm endur. Mönnum mundi þykja það ærið ófullkomið réttarfar, ef líkams- yfirburðir, liðsafnaður eða annað of- beldi af hálfu sækjenda eða verj- enda ætti að ráða úrslitum mála, eins og tíðkast meðal frumstæðra þjóða, þar sem menn varða að „taka” rétt sinn en missa hann ella. Siðmenntaðar þjóðir hafa fært rétt- arfarsreglur sínar í það horf, að sækjendur og verjendur flytja mál sín og rökstyðja svo vel, sem þeim má auðið verða. Að því búnu gengur í máli þeirra úrskurður óháðs aðila, er dæmir eftir lögum og málsástæð- um. Enginn vitiborinn maður dirfist að tala um „réttarfar”, þar sem ekki eru óháðir dómstólar. í stjórnarfarinu eru flokkar þeir, er gæta hagsmuna einstakra stétta, hinir raunverulegu sækjendur og verjendur. Og það leiðir af sjálfu sér, að þar sem þeir tveir aðilar eru, verður einnig hinn þriðji að vera til staðar, svo fremi að ofbeldið eigi ekki að verða síðasta orðið. Vald og frjálsræði flokka á að takmarkast við það að sækja og verja mál frammi fyrir þeim aðila, er þjóðar- heildin hefur kjörið til að gæta hinna sameiginlegu hagsmuna sinna. Ef stéttaflokkum auðnast að ganga feti framar en hér er lýst, hefur stjórnarfarið verið sveigt inn á vett- vang ofbeldis, einræðis og kúgunar. Afleiðingin verður látlaus borgara- styrjöld í þjóðfélaginu. Hin þýðing- armestu mál sitja á hakanum eða eru afrækt með öllu af því að öll orka „leiðandi” manna í opinberum málum gengur í það að styrkja víg- stöðu flokksins, sem þeir fylla. Hvarvetna blasa við augum dapur- legar staðreyndir um ófarnað þeirra þjóða, er búa við þá skipulagshætti ofbeldis og borgarastyrjalda, sem hér er lýst. Vér íslendingar höfum feng- ið nægilega dýrkeypta reynslu í þessum efnum. Þjóðveldismenn fylkja liði í því skyni að hvetja þjóð- ina til að koma sem fyrst fyrir sig viti í blekkingamoldviðri ofbeldis- flokkanna og sameinast til viturlegr- ar úrlausnar þess máls, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að ráða úrslitum um farnað hennar, gæfu og gengi um alla ókomna framtíð. >000000000000000o Stífelst fyrirliggjandi. Austurstræti 14. Sími 5904. <><><><><><><><><><><><><><><><>0 Svanakaííi fæst i flesfum verzíunum Guðmundur Davíðsson: Um moldsteypuhús HINGAÐ til lands kom norsk- ur maður árið 1929, á veg- um Búnaðarfélags íslands, að einhverju eða öllu leyti í þeim erindum að sýna mönnum hér á landi, hvernig ætti að fara að byggja moldsteypuhús, eins og þau voru þá farin að tíðkast fyrir nokkru á Norðurlöndum og víðar. Maður þessi gerði hér tilraunir með moldsteypu á tveimur stöðum. Aðra á Sáms- stöðum 1 Fljótshlíð, en hina á Akureyri. Sagt var, að mold- steypuveggirnir á Sámsstöðum hefðu fallið til grunna veturinn eftir, en steypuveggirnir á Ak- ureyri staðizt tilraunina og hús- ið verið notað sem fjós. Reynd- ist það ágætlega, „hlýtt og raka- laust“. Þessi vitnisburður kem- ur heim við kosti moldsteypu- húsa erlendis. Mér er ókunnugt um, hvort fjósið stendur enn, eða fleiri tilraunir hafi verið gerðar þar nyrðra með mold- steypur. Búnaðarfélagið sá nauðsyn þessa máls, og mun hafa litið svo á, að hér gæti verið um framtíðarbyggingu að ræða. Var talað um, að ef 4 menn kynnu þessa steypuaðferð, þá yrði hægt að hafa einn mann í hverjum landsfjórðungi til að leiðbeina bændum „við byggingu gripa- húsa úr moldsteypu“. Ennfrem- ur væri nauðsyn að senda utan efnilegan mann til að kynna sér þetta verk í Noregi og Svíþjóð. Þetta var skynsamleg ályktun félagsins, en skaði var, að það skyldi ekki framkvæma hana. Áhuginn, sem þarna blossaði upp í bili, virðist hafa kulnað al- veg út við fall hússins á Sáms- stöðum. Að minnsta kosti verð- ur hans ekki vart eftir það. En hvað varð húsinu að falli? Eftir því, sem skýrt var frá í eftir- mælum eftir það, mun að minnsta kosti % af steypuefninu hafa algerlega verið ónothæft, en það var mulin móhella, deiglúmór ásamt % af rauðri leirmold. Þessu hafði verið erf- itt að blanda saman. Deiglumór- inn var of blautur og vildi hnoð- ast í köggla. En hvorki köggla eða blautt efni má nota í mold- steypu, þó að gott sé að öðru leyti. En nú munu þessi efni hvergi hafa verið notuð í mold- steypu erlendis, svo að vitað sé, Víöjhöfum metíð í sölujá þvottaduftí það er vegna þess að yður líkar Típ Top þvoftaduft Hreinsun og pressun Hefi nýlega opnað ódýra fatahreinsun og pressun í Fischer- sundi 3, sími 5731. Aðeins fyrir íslendinga. Reynið viðskiptin. Vinsamlegast Sígrún Þorláksdóttír og ekki álitin heppileg, var því húsið fyrirfram dæmt til hruns. Annars á það ekki að vera meiri vandi að steypa veggi úr viðeig- andi mold, en að hlaða þá úr torfi og grjóti. Þó að svona tækist til með fyrstu tilraun var óþarfi að gef- ast upp og leggja árar í bát. Hús- ið á Akureyri sannaði, að hér vófr til moldarjarðvegur hæfur í steypu, enda þótt hann sé e. t. v. ekki alstaðar jafngóður á land- inu. Það er langt frá því, að mold- steypuhúsagerð sé ný bygging- araðferð erlendis, eða sé ekki bú- in að stíga tilraunaskrefið. Hún hefur átt sér stað fyrir mörgum öldum síðan og verið kunn í öll- álfum heims. Fyrir um 2000 ár- um síðan getur t. d. Plinius um, að Hannibal hafi í herferðum sínum á Spáni reist þar slík hús. Hann segir, að bæði í Afríku og á Spáni séu til veggir gerðir úr mold, sem ekki séu hlaðnir, held- ur barðir saman, eða pressaðir í timburmótum. Geti slíkir vegg- ir geti staðið óhaggaðir svo öld- um skipti, og þolað regn, storm og eld engu síður en úr steini. Leifar af moldsteypuhúsum eft- ir fornaldarþjóðir hafa fundizt í Mexíkó, Kaliforníu og fleiri stöðum í Ameríku. Á síðustu tímum hefur mold- steypuhúsagerð rutt sér til rúms í mörgum löndum Evrópu, eða alla leið frá Spáni og norður undir heimskautsbaug. Enn þá stendur t. d. 400 ára gamalt moldsteypuhús á Englandi.Nátt- úran hefur orðið mönnum að fyrirmynd á þessu sviði sem öðru, og kennt þeim að nota þetta byggingarefni. Því hefur verið veitt eftirtekt að leir, möl, sandur og ýmiskonar sambland af jarðefnum, hafa pressazt saman undan þunga efri jarð- laganna og orðið að hörðu bergi. Víða má sjá þetta hér á landi. Eldfjallaaska, möl og sandur hafa pressazt og límzt saman og myndað svokallað móberg eða molaberg. Gildir þetta fyrir hvaða lausa jarðtegund sem vera skal. Allar virðast þær geta myndað fast berg, ef þrýstingin ofan á þeim er nógu mikil. Það, sem náttúran hefur í aldaraðir og áraþúsundir verið að pressa saman og gera að hörðu bergi, getur maðurinn með þar til gerð- um tækjum og kunnáttu fram- kvæmt á nokkrum dögum — jafnvel klukkustundum. Misheppnaða tilraunin með moldsteypu, sem gerð var hér um árið, sannar engan veg- inn, að jarðvegur hér á landi sé lakari í steypuveggi en gerist Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.