Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 27.07.1942, Síða 3

Þjóðólfur - 27.07.1942, Síða 3
ÞJ ÓÐÓLFUR 3 AsalelgnlSggJðfin UM síðustu helgi birtist í einu af dagblöðum baejarins bréf frá konu opinbers starfsmanns. í bréfinu er komizt að orði m. a. á þessa Ieið: „... húsnaeðið er svo dýrt, að fátækt fólk getur ekki tekið það. Það er spurt: Hvað viltu borga háa leigu og hvað viltu borga til að fá að sitja fyrir, því nógir eru um boðið, sem geta borgað m ú t u f é til að sitja fyrir. Herbergi, sem áður kostuðu 30—50 kr. á mánuði eru nú 120—250 á mánuði og eftir því eru íbúðir, þó í gömlum húsum sé, sem eru búin að borga sig fyrir tugum ára. — Svo eru ótal dæmi, þar sem einhleypt fólk, sem kaupir mat sinn á matsölum, tekur íbúðir. Ætti það að vera óleyfilegt nú sem stendur. Hver á borga hinn gífurlega mismun á húsa- Ieigu hjá þeim, sem verða að skipta um íbúðir, eða mútufé til að komast inn? Ekki er það tekið í vora hárréttu vísi- tölu ... Þeir, sem hafa peinga, geta vanalega holað sér inn, en þeir fátæku geta vanalega hýrzt á götunni. Þetta er hrópandi ranglæti“. Það er þarflaust að fjölyrða um þessi ummæli. Mönnum er fullkunnugt, að þessi lýsing bréfritarans er að öllu leyti sannleikanum samkvæm. Það er fullkomlega Ijóst, að húsa- Ieigulöggjöfin á óskilið mál með öðrum aðgerðum valdhaf- anna í húsnæðismálunum um það, að hafa reynzt máttlaust kák. Og húsaleigulögirt hafa ekki aðeins reynzt gagnslaus fyrir leigjendur, heldur hafa þau í ýmsum atriðum beinlínis orðið þeim til tjóns. Er löggjöf þessi rædd í ítarlegri og rök- studdri grein, er blaðinu hefur borizt og hér fer á eftir. pT YRSTU ákvæði húsa- * leigulaganna voru sett með gengislögunum 1939, þegar bjarga þurfti útgerð- inni frá hruni. — Hún var reist við á kostnað annarra atvinnustétta í landinu, þar á meðal húseigenda. Síðar var kvöðinni létt af öllum, nema sparifjár-, verðbréfa- og húseigendum. Þar með var órétturinn framinn. Og hann hefur síðan verið aukinn með nýjum aðgerð- um þess opinbera. Leigutekjum húseigenda er haldið niðri með lögum, svo að þær nema nú naumast meira en helmingi þess, er þær að réttu lagi ættu að gera, og ekki nema hluta þess, sem þær væru, ef eðlilegir viðskiptahættir réðu, líkt og á fjölmörgum öðrum sviðum viðskipta- og atvinnu- lífs í landinu. En auk þess hef- ur umráða- og ráðstöfunarrétt- ur á húseignum svo að segja- alveg verið tekinn af eigend- unum. Réttindarán, sem illa sam- rýmist stjórnarskránni. Þetta réttindarán hefur verið framkvæmt án þess að nokkr- ar bætur kæmu á móti og án þess að mönnum væri ljóst, að nokkur almennings- eða þjóðar- þörf réttlætti það. — Menn sjá ekki, hvernig slík löggjöf fær samrýmzt ákvæðum stjórnar- skrár ríkisins um friðhelgi eign arréttarins. Og menn spyrja, hvort löggjafar- og ríkisvaldi sé orðið svo uppsigað við þessi grundvallarlög þjóðarinnar, að það geti aldrei séð þau í friði, og geri sér leik að því að brjóta anda þeirra og bókstaf, þegar færi gefst. Menn spyrja: Eru ó- vinir stjórnarskrárinnar orðnir í meirihluta á Alþingi? Menn muna eftir frestun alþingiskosn inga á síðastliðnu sumri og fleiri aðgerðum þingsins, sem mjög hæpnar hafa verið gagnvart stjórnskipulögum landsins. Og menn spyrja enn: Er hér að sannas't hið fornkveðna, að vond samvizka skapi smám saman fjandskap og hatur í garð þess, sem misgert er við. Hafa hinar mörgu misgerðir þingsins í garð stjórnarskrárinnar gert meiri hluta þingmanna að haturs- mönnum hennar? Þetta eru al- varlegar spurningar, — en tíma- bærar. Kapphlaup um hylli leigj- endanna — en hverjum til góðs? Allir vita, að húsaleigulögin voru sett og er haldið í gildi vegna kapphlaups stjórnmála- flokkanna um atkvæði leigj- enda í Reykjavík, og að það var Alþýðuflokkurinn, sem hafði forgöngu um þetta og ætlaði að vinna á því atkvæði. Því var haldið á loft, að með lögunum væri verið að tryggja leigjend- um ódýrt og nægilegt húsnæði. — En allt hefur þetta reynzt skrum og blekkingar, og haft öfug áhrif við það, sem lofað var, líkt og svo margt annað, er komið hefur úr þeim herbúð- um. Húsaleigulögin bættu ekki, og gátu ekki bætt, hag leigj- enda, og því síður gátu þau auk ið húsnæðið í bænum. — Skulu nú færð rök að þessu: Leigjend- ur eru langflestir kaup- eða launatakar og hafa allir, síðan stríðið skall á, haft yfirfljótan- lega atvinnu. Það er og ákveðið með lögum, að kaup þeirra eða laun skuli hækka eftir verð- lagsvísitölu lífsnauðsynja, og þar með að sjálfsögðu reikn- uð húsaleiga. Þó húsnæði hefði verið leyft að hækka á borð við aðrar nauðsynjar, hefði það eng- in áhrif haft á afkomu leigj- enda, því að launa- og kaup- tekjur þeirra hefðu auðvitað hækkað að sama skaþi. Hækkun húsaleigu hefði því alls ekki komið niður á leigjendum. En þá spyrja menn: Hverjir eru það þá, sem græða á tekju- skerðingu húseigenda? Jú, það liggur í augum uppi. Það eru kaup- og launagreiðendur, og þá fyrst og fremst útgerðin, sem nú rakar saman milljónum, og þó einkum heimsvöldin tvö, Bretland og Bandaríkin. Hafa húsaleigulögin náð þeim tilgangi að draga úr húsnæðisskortinum? En hver eru svo áhrif húsa- leigulaganna á húsnæðisskort- inn? Hafa lögin í því efni náð þeim tilgangi, sem lofað var? Þessum spurningum er auðvelt að svara. Hús verða ekki byggð, nema von sé um nægilegar tekjur af þeim til þess að standa undir byggingarkostnaði og rekstri. — Lækki tekjurnar, dregur það ó- hjákvæmilega úr byggingar- möguleikum, og það því meir, sem lækkunin er meiri. Lög- gjafinn hefur sennilega lækkað sanngjarnar tekjur af íbúðar- húsum um helming. Með þessari óhóflegu lækkun er vitanlega alveg fyrir það byggt, að ný- byggingar rísi upp á eðlilegum og fjárhagslega heilbrigðum grundvelli, þar sem engin von er um, að þær geti svarað kostnaði. Og ekki bætir það úr, að um- ráðarétturinn hefur líka verið tekinn af eigendum. Þau tiltölu- lega fáu hús, sem nú er verið að reisa í Reykjavík fyrir óhóflegt verð, eru ljós vitni þess öng- þveitis, er húsaleigulögin hafa skapað. Þau áttu sinn þátt í að taka fyrir nýbyggingar í byrjun stríðsins, meðan enn var hægt að byggja við viðunanlegu verði. Þetta leiddi af sér húsnæðis- neyð, er stöðugt fer vaxandi og nú er orðin það mikil, að hægð- arleikur er að selja húsaskjól fyrir verð sambærilegt við það, er gerðist á hallærisárum: Að fá meðaljörð fyrir eitt sauðarkrof. Húsaleigulögin áttu sinn þátt í að hindra, að byggt væri á rétt- um tíma. En ekki nóg með það. Þau komu í veg fyrir þá aukn- ingu húsnæðis, sem án þeirra hefði komið af sjálfu sér. Hús- næðiseklan á ekki hvað sízt ræt- ur sínar að rekja til þess, að um leið og húsaleigan var felld jafn stórkostlega og raun varð á, og umráðaréttur tekinn af húseig- endum, þá voru þeir sviptir allri hvöt og öllum möguleikum til að leigja allt það húsnæði, er þeir gætu við sig losað og til þess að auka leiguhúsnæði sitt sem mest með ýmiskonar breyt- ingum. Ef húseigendur hefðu fengið að njóta góðærisins og hinnar miklu peningaveltu í landinu, líkt og aðrir landsins þegnar, og hagnazt á að leigja húsnæði, þegar greiðslugeta leigjenda gat verið margföld við það, sem áður var, hefði líklega enginn maður nú verið með öllu húsnæðislaus í Reykjavík. Mun- urinn er sá, að þá hefði hver ein- asti húseigandi hér 1 bænum leitað allra ráða, til þess að geta leigt sem allra mest út. Þeir hefðu breytt stórum íbúðum í smærri, umbyggt góða kjallara til íbúða, byggt við hús sín, þar sem það var tiltækilegt og breytt lítt notuðum rishæðum í fullkomnar íbúðarhæðir. Allar hendur hefðu lagzt á eitt um að fullnægja eftirspurninni, og húsnæðið hefði aukizt og batn- að. Þetta hefði gerzt á líkan hátt því, er svo að segja hver einasta ósjófær fleyta var tekin til við- gerðar og notkunar, og sumar endurbyggðar og stækkaðar, jafnskjótt, sem von varð hagn- aðar. Sama átti sér stað um alls konar bílaræfla, sem áður var búið að leggja niður. Þeir voru teknir til viðgerðar, nýjar vélar fengnar í þá og þannig aukin bifreiðaeign landsmanna. Þetta gerðist vegna þess að löggjafan- um láðist að svipta eigendur skipa og bifreiða tekjum og um- ráðarétti þessara eigna. Hinar raunverulegu afleið- ingar húsaleigulögjafar- innar. Sú húsnæðisaukning, sem fengizt hefði með ofannefndum breytingum þeirra húsa, sem til voru, hefði og vitanlega orðið margfalt ódýrari og kostar miklu minni innflutning bygg- ingarefnis en nýbyggingar. í stað alls þessa hefur hver hús- eigandi reynt, og reynir enn, að draga sem mest af því húsnæði, sem hann telst eigandi að, úr leigunotkun, vegna hinna lög- skipuðu leiguókjara. Hann eyk- ur sitt eigið húsnæði og sinna með öllum brögðum og lætur húsnæði jafnvel fremur standa autt, en að leigja það með þeim ókjörum, er lögin fyrirskipa. Óhjákvæmilega hefur allt þetta sínar afleiðingar: Lög- hlýðnir húseigendur halda á- fram að tapa stórfé og jafnvel húsum sínum. Aðrir semja sér sjálfir lög, með samkomulagi við leigjendur. Og til mun það og vera, að notuð sé húsnæðis- neyðin, til þess að setja leigu ó- þarflega hátt upp, þrátt fyrir lög og stjórnarvöld. Húsin verða, fyrir tilverknað laganna, óhæf til annars en brasks og lögbrota og lenda í höndum braskara og lögbrjóta, sem liggja með of mikið af arðlaus- um peningum. Og þegar svo er kömið, munu ekki aðrir fá íbúð- ir en þeir, sem efni hafa á að greiða leigur, er svari til hinu stórhækkaða kaupverði. Hinir efnaminni verða svo á götunni, eða í bröggum bæjarins. Hér hafa verið færð rök að því, að leigjendur húsa eða íbúða hagnast hagnast ekki einn eyri á því, að tekjum af húseignum er með lögum haldið langt und- ir því, sem er sanngjarnt og eðlilegt. Þá hefur og verið sýnt fram á, að þeir sem rjómann fleyta af þessum ráðstöfunum, eru kaupgreiðendur og þá að mestu leyti Bretland og Banda- ríkin. Ennfremur hefur verið sýnt fram á, að húsaleigulögin hafa stórlega aukið húsnæðis- skortinn í Reykjavík, ef þau þá ekki hafa skapað hann að öllu leyti, og að þau hafa, þar að auki, valdið stórkostlegri spill- ingu og öngþveiti í meðferð leiguhúsnæðis.’, Eftir er að at- huga, hver áhrif lögin hafa haft á ástand húsnæðisins, utan sem innan, íbúðarhæfni þess og við- hald, og þá fyrst að því leyti, sem að leigjendum snýr. Réttur leigjenda raunveru- lega skertur. Leigjandi getur krafizt þess, samkvæmt lögum, að húsnæði hans sé haldið í sæmilega íbúð- arhæfu ástandi. í fljótu bragði virðist svo sem húsaleigulögin hafi í engu breytt eða rýrt þenna rétt leigjenda. En við nánari at- hugun kemur nokkuð annað í ljós. Þegar dæma skal um lög- legt ástand eða íbúðarhæfni leiguhúsnæðis kemur fyrst og fremst til álita, hve há leiga er greidd fyrir það. Því hærri eða ríflegri leiga, sem greidd er, því ríkari kröfur á leigjandi til stöð- ugs og góðs viðhalds og endur- bóta á húsnæðinu, og því auð- veldara og sjálfsagðara er fyrir húseiganda að verða við slíkum kröfum. Eftir því sem leigan er lægri því lægri kröfur getur leigjandi gert, og því minni eru möguleikar leigusala að láta í té sómasamlegt og íbúðarhæft húsnæði. Með almennri lækkun húsaleigu og minnkaðri við- haldsgetu húseigenda hljóta kröfur leigjenda um viðhald og íbúðarhæfni húsnæðis að lækka að sama skapi. Löggjafinn hefur með húsaleigulögunum tekið samningsréttinn í þessu efni jafnt af báðum aðilum. Hann hefur lækkað leiguna um ca. helming og slegið því föstu um leið, að kröfur leigjenda um við- unandi húsnæði skuli lækka hlutfallslega. Og þetta hefur sannazt í reyndinni. Húsnæði leigjenda í bænum hefur stór- versnað frá því sem áður var, og án þess að þeir eða húseigendur fái að gert. Og leigjendur hafa þolað þetta og þola, flestir mögl- unarlaust, af því þeir finna og vita, að það er ekki sök leigu- salanna, heldur löggjafans. Þeir vita, að húseigendur mundu ekki vanrækja svo stórlega við- hald húsa sinna, utan og innan, sjálfum sér til ómetanlegs tjóns, ef ekki væru þeir tilneyddir með lögum. Ef efni leyfa kosta marg- ir leigjendur sjálfir ýmsar við- gerðir og endurbætur íbúða sinna. En það er raunveruleg leiguhækkun og af henni fá þeir enga verðlagsuppbót, fremur en ef þeir semdu um beina leigu- hækkun bak við lögin og fram- kvæmdavald þeirra. Niðurlagsorð. Þá er eftir að minnast á það, hversu ánægjuleg viðskipti hús- eigenda og leigjenda hafa orðið fyrir aðgerðir þessarar löggjaf- ar. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að báðir aðilar una eðli lega svo illa hag sínum, sem orð- ið getur og gefa, í fávizku sinni, hvor öðrum sök á vandræðun- um. Sambúðin er hin versta og viðskiptin öll ill. Og ekki batn- ar ástandið, eftir að aðilar hafa leitt saman hesta sína uppi í tukthúsinu, og þeir þar að af- loknu rifrildi og ærumeiðingum, verið dæmdir til að halda áfram sambúðinni, þótt hún sé þá orð- in verri, en þegar verst lætur í hjónabandi. Þetta eru þá afleiðingar húsa- leigulöggjafarinnar og fram- kvæmdar hennar að því er snert ir þá, er sérstaklega eiga við hana að búa. Hún gerir húseig- endur að snauðum mönnum og neyðir marga þeirra til að selja hús sín út úr vandræðum 1 hend- ur hinna og þessara spekúlanta. Hún gerir marga leigjendur hús- vilta eins og að framan eru leidd rök að. Hún veldur því, að mik- ill hluti íbúðarhúsnæðis bæjar- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.