Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 27.07.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.07.1942, Blaðsíða 4
Uir iiMsisnu ÞIOBOLFCR Mánudagurinn 27. júlí 1942. Hugleiðíngar á vegamótum „Frjáls Ijóö" Framhald af 2. síðu víðast hvar annarstaðar í Ev- rópu. Enda bendir tilraunin, sem gerð var á Akureyri, á að svo muni vera. Eftir því sem skýrt er frá í erlendum ritum um moldsteypu, þá má nota í hana allskonar moldarjarðveg, ef hann er ekki um of einhæfður. Eintóm gróð- urmold, leir eða sandur eru ó- nothæf steypuefni, hvert 1 sínu lagi, en eru góð hæfilega blönd- uð saman. Engar lifandi jurta- rætur, eða aðrar jurtaleifar, mega vera í moldinni, og stein- völur ekki heldur. Leirmold er góð í steypu, ef hún er blönduð gróðurmold, dálitlu af sandi og smámöl. En sé hún notuð ein- göngu, má búast við að sprungur komi í steypuna, sem orsakast af vatni, er hún heldur jafnan í sér. Sambland af þeim jarðefn- um, sem nú voru nefnd, er eitt- hvert hið bezta, sem völ er á, í moldsteypuveggi. Á þessum jarð efnum ætti enginn hörgull að vera á íslandi. Og það hæfilega samsettum frá náttúrunnar hendi. Með góðri eftirtekt má nokk- urnveginn sjá það á íjarðvegi, hvort hann muni góður í steypu. Ef t. d. plógstrengir og hnausar, stungnir með skóflu í valllendi, eru þéttir í sér og loða vel sam- an, þó að kastað sé til, er það oft merki þess að jarðvegurinn sé góð steypumold. Sama er að gegna um skurðbakka meðfram akvegum, ef þeir halda sér vel og lítið molnar úr þeim árum saman. Enginn skyldi þó taka mold af handahófi, þó að hún virðist góð, og nota hana í steypu, fyrr en búið er að þaul- prófa gæði hennar. En það má gera á þessa leið: Taka skal botn úr bala, eða öðru járnbentu íláti, sem er víðara í annan enda, grafa síðan holu ofan í þéttan jarðveg hæfilega stóra fyrir ílát- ið, sem látið er síðan ofan í hana. En fyrst er þó lagður hellusteinn í botninn á holunni. Jarðveginum er síðan rækilega þjappað saman kringum holuna, svo að hann falli allsstaðar fast og þétt að ílátinu. Að því búnu er mold mokað ofan í það, þó ekki meira en 4 þml. þykku lagi í einu. Við hendina þarf að hafa þungan tréhnall og stappa með honum vel og rækilega ofan á moldina, þangað til að hún er orðin hörð eins og steinn. Þá er bætt öðru moldarlagi, jafn þykku og hið fyrra, ofan í ílátið og barið saman eins og áður. Þannig er haldið áfram þangað til ílátið er orðið fullt. Gæta verður þess að berja moldarlög- in vel saman hvort yrir sig. Síð- ast má slétta efsta lagið með brúnskörpum hlut. Jarðvegur- inn er nú losaður kringum ílátið og það tekið upp, með moldar- kekkinum. Ef hann losnar ekki strax af sjálfu sér, þegar ílátinu er hvolft, er það látið standa í sólarhring, eða svo. Losnar þá kökkurinn án frekari aðgerða. Þurran dag skyldi velja meðan verið er að gera þessa tilraun, því að moldin má ekki blotna. Má varna því með yfirbreiðslu ef með þarf. Ef moldarkökkur- inn reynist harður og sprungu- Framhald af 1. síðu. ur stefnt til fullkomínna öfga á báðar hliðar. Frelsið getur ekki verið algert, því að þá Ieiðir það til hins herfilegasta ófrels- is og óréttar. Afleiðingin yrði ofbeldisstjórn þeirra, er krefjast þess, að frelsið sé algert. Hinn „fullkomlega skipulagði þjóðar- búskapur“ er einræði í annarri mynd, sem þó hefur í meginat- riðum öll hin sömu einkenni og hið fyrra. Meðalvegur frelsis og skipulags Það er augljóst, að þeir sam- búðarhættir, sem frjálshuga þjóðir geta sætt sig við, fara miðja vegu milli „frelsis“ og „skipulags“. Sérhver þjóðfélags- borgari verður að sætta sig við þá takmörkun frelsisins, sem er nauðsynleg til að tryggja ör- yggi og jafnrétti í þjóðfélaginu. Og ekki verður hjá því komizt, að skipuleggja svo búskapar- hætti heildarinnar, að öll orka nýtist til gagnsamlegra hluta, í stað þess að vera að meira eða minna leyti sóað í tilgangslaust fálm og óskipulegt kapphlaup, þegar verkefnin eru þúsund fyr- ir eitt og möguleíkarnir ótæm- andi. En hvernig verður þessi með- alvegur fundinn? munu menn spyrja. Tæmandi svar verður ekki gefið hér. En á það skal bent, að hann verður ekki fund- ínn nema með víðtækum breyt- íngum á þjóðfélagsháttunum. — Hinni pólitísku stéttabaráttu verður að linna. Haldkvæm úr- Iausnarráð fyrir komandi tíma verða í meginatriðum að bein- ast að því, að takmarkað verði olnbogarúm þeirra afla, er hafa sundrungina að leiðarljósi og slagsmálin að trúarbrögðum, jafnframt því, sem þess verði betur gætt en nú er, að þjóðin er eín og á sameiginlegra hags- muna að gæta. Framhald af 1. síðu. in séu búin að „syngja sig út“, meðal annars vegna þess, hve rímið sjálft er alltaf mikil tak- mörkun, jafnvel í höndum brag- snillinganna. Hvers vegna þá að amast við heiðarlegum til- raunum til að yrkja í óbundnu máli? Það er mikill skortur á víðsýni og sanngirní, að telja eitthvað óalandi og óferjandi og óverjandi öllum bjargráðum, að eins af því að það er nýstárlegt og ekki að skapi Pétri eða Páli. Jón Sigtryggsson viðurkenn- ir, að „óbundið mál“ geti kom- izt eitthvað upp á við“ — í átt til ljóðs og listar. En ef það get- ur komizt eitthvað áleiðis, hver er þess þá umkominn að synja fyrir það, að það geti komizt alla leið? — * Loks vil ég mótmæla því, að það séu aðeins minni spámenn- irnir meðal íslenzkra skálda, er orkt hafi óbundin Ijóð, og skal ég aðeins nefna í því sambandi Jakob Smára, Tómas Guðmunds son og Guðmund Guðmundsson. Enn fremur hefur Sigurður Nor- dal notað þetta ljóðaform og tekizt vel. — Annars er allur mannjöfnuður hér sem annars staðar æði hæpinn, og allar „slettur“ í mínum augum held- ur ósmekklegar, ekki sízt þeg- ar um það er að ræða, hver sé mikið eða lítið skáld. Menn geta talað um „skáldið sitt“, en hitt er til of mikils mælzt, að verðleikar skáldanna séu mæld- ir á eina og sömu vog ákveð- innar skapgerðar eða smekks, og er sanni nær, að ekkert skáld sé algjört en eitt bæti annað upp. Fer því bezt á, að spöruð séu öll svigurmæli í þessum efn- um, og þarf þó ekki á að skorta fulla dómgreind og djúp- skyggni. - Gretar Fells. Húsaleigulöggjöfín Framhald af 3. síðu. ins er í hraklegra og fátæklegra ástandi en það var á hinum verstu atvinnuleysis- og kreppu tímum. Hún elur á og skapar illindi og fjandskap milli fjölda manna, sem svo eru þvingaðir til að vera í nábýlum og við- skiptum ár eftir ár, hvað sem á dynur. Og öllu þessu hefur lög- gjafanum tekizt að koma í kring á þeim veltitímum viðskipta- og atvinnulífs, er hver heimilisfað- ir hefur, eða ætti að hafa, meiri ráð en nokkru sinni fyrr, til þess að búa við sæmilegt húsnæði. Þetta öfugstreymi er skapað á þessum veltitímum, er það átti að verða hægðarleikur, með frjálsum samningum milli hús- eigenda og leigjenda að auka, bæta og fegra allt það húsnæði, sem til var í landinu. Þess hefur orðið vart, §ð ýms- ir menn halda, að húsnæðislög- laus eftir nokkurn tíma, má gera sér vonir um að steypuefn- ið hafi verið gott. Blauta mold má ekki nota í steypu, hve góð sem hún kann að vera. Henni hættir við að skreppa undan högginu, þegar hún er barin og veggnum að springa, er frá lður og hann harðnar betur. Ekki má moldin heldur vera of þur, en við því er hægt að gera með því móti að ýra vatni í hana áð- ur en hún er notuð. Mátulega rök mold er jafnan sú, sem kemur undan grassverði í þurr- um jarðvegi. Engin grasstrá, jurtarætur eða aðrar jurtaleif- ar mega vera í steypumoldinni, og ekki heldur hefilspænir eða trjáflísar. En hinsvegar má blanda hana dálitlu af smá- gerðri möl, sem ekki er grófari en svo, að steinmolarnir velta gegnum hrífutinda með % þml. millibili. Gott moldsteypuefni er hægt að berja svo vel saman að búa má til úr þeim teninga, á borð við brenndan leir, og hlaða þeim í veggi. Þetta hefur verið gert, en þeir hafa aðeins verið notað- ir í skilrúm í húsum. Moldin er þá barin saman í mót, sem er 9 þml. á hlið og 18 þml. djúpt, að innanmáli. Mótið á að vera þannig útbúið, að hægt sé að taka það utan af steypunni. Venjulega er þá moldin barin saman í hálft mót og fullt, á víxl, til þess að fá jafnmarga stóra og smáa teninga. Sam- skeyti standast þá hvergi á, þeg- ar úr þeim er hlaðið, og gerir vegginn enda traustari. Þunnt kalklag ér haft milli þeirra í veggnum. Moldsteypuveggir verða venjulega svo harðir með tímanum, að við suma þeirra hefur stundum þurft að nota sprengjuefni til að rífa þá nið- ur eða fleyga þá með meitlum. Framhald. Enginn einstakur flokkur verður tekinn trúanlegur Enginn af þeim flokkum, sem barizt hafa um völdin á undan- förnum árum verður tekinn trú- anlegur, þótt hann kunni að vilja „löggilda“ sig sem hinn eina rétt til að leysa vandann. Almenningi í landinu er að verða æ ljósara, að slíkt verður ekki gert nema með þeim end- urbótum á sjálfu skipulaginu, er tryggi það, að hafnað verði lögmálum stigamennskunnar í stjórn og framkvæmd opinberra mála. Ef íslendingar vilja ekki al- gerlega láta skeika að sköpuðu um framtíð sína og það þjóðfé- lag, er þeir ætla að skila í hend- ur niðja sinna, ber þeim að hefj- ast þegar 1 stað handa um al- hliða, óhlutdræga rannsókn þess, hversu þeir vilji haga stjórnháttum sínum og þjóð- skipulagi. Það dylst engum heil- skyggnum manni, að þjóðin stendur nú á vegamótum, að því er snertir stjórnmálaþróun henn ar. Það mun heldur engum dylj- ast, hversu mjög er á hverfanda hveli um efnahagslega afkomu hennar. Þúsundir manna hafa lífsuppeldi af algerlega óraun- hæfum störfum 1 þágu framandi hervelda. Hvaða verkefni eru þeim mönnum ætluð, þegar él- inu léttir um síðir? Telur þjóð- in nægilegt, að hlýða á þá spá- dóma ýmissa helztu „forvígis- manna“ sinna um það, að „at- vinnuleysið komi áreiðanlega aftur etir stríðið“? Eða eru þeir einhverjir, sem telja þörf raun- hæfari aðgerða? Örlög þjóðarinnar í bráð og lengd eru undir því komin, að almenningur vakni til viðnáms, þegar trúnaðarmenn hans hlaup ast undan merkjum. V. J. FLOKKAR Ýmsir segja, að stéttaflokkar séu nauðsynlegir, og færa til þess mörg rök. Þetta kann vel að vera rétt. Við Þjóðveldismenn hööfum aldrei sagt, að flokkar eigi engan tilverurétt. En við höldum því hiklaust fram, að völdin í landsmálum eigi ekki að vera í höndum eins eða fárra flokks- foringja, sem fyrst hugsa um flokks- hag og síðan þjóðhag. Stéttaflokkar eða fjölmenn hags- munasamtök mega gjarnan eiga fulltrúa á alþingi. Slíkir fulltrúar eiga þá að Iíkjast málflutningsmönn- um, er verja og saekja sérhvert málefni frá sinni hlið. En úrskurð- arvaldið á að vera í höndum þeirra fulltrúa, er þjóðin kýs öll, til margra ára í senn, og eru utan við flokka- deilurnar. — Og framkvæmdavald- ið á einnig að vera í höndum hlut- lausra manna, er kunna sitt verk og vinna það samvizkusamlega. KRISTMANN GUÐMUNDSSON er að ljúka við handrit að nýrri skáldsögu. — Nefnir hann söguna „Nátttröllið glottir“, og kemur hún væntanlega út í haust. Kristmann dvelur nú í Hveragerði. Umhverfis hús sitt þar er hann að yrkja skrúðgarð, sem verður einstak- ur í sinni röð — fjöll, dalir, íslenzk villiblóm, steindrangar gnæfa við himinn o. s. frv. Garðurinn er lítill að ummáli, á vel við umhverfið, og er íslenzkur fyrst og fremst, en það er meira en hægt er að segja um skrúðgarðana okkar yfirleitt. SPAKMÆLI Það er erfitt að vinna gallalaust verk, en það er líka erfitt, þegar vel er gert, að komast hjá óvitrum dóm- urum. (Sókrates). GÁTA Hversu þungur er hægindastóll, ef hann er 4 kg., að viðbættum helming þyngdar sinnar? RÁÐNING á gátunni í síðasta tbl. — Þjóð- verjarnir voru systkini. MAÐUR SAGÐI MÉR Að gaddavírsflækjurnar, sem Eng- lendingarnir hafa verið að dreifa hér um, séu englahár. Að stúlkur, sem mest mök höfðu við enska setuliðið, hefðu talað rúm- ensku. Að fyrst eftir komu enska setu- liðsins hefðu sumar íslenzkar stúlk- ur verið í fremur lélegu ástandi, en að mikið tilstand hafi verið með þær eftir komu amerísku hersveitanna. OG SVO var það húsfreyjan, sem ávítaði gamlan kyndara fyrir það, að hann hafði verið nokkuð fingralangur. „Það verður enginn ríkur af því að stela, Jón minn,“ sagði hún. „Nei, það kann að vera,“ svaraði Jón, ,,en alltaf hjálpar það þó svo- lítið til.“ Huginn. gjöfin snerti ékki hagsmuni þeirra húseigenda, er ekki selja húsnæði á leigu. En þetta er hinn mesti misskilningur. Þess- ir menn verða að greiða sjálfum sér leigu á sama hátt sem leigj- endur annarra væru, og hana það háa, að hún nægi til þess að standa straum af fullu viðhaldi, endurbótum og öðrum kostnaði við hús þeirra. En þetta geta menn þessir ekki, séu þeir laun- þegar, því að þeir eru sviknir um eðlilega verðlagsuppbót á kaup sitt, til þess að geta greitt sjálf- um sér sanngjarna leigu. Á þann hátt skaðast þeir á sama hátt og aðrir húseigendur. X + Y.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.