Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 3 Gengismálið árið 1939 Víð höfum metíð í sölu á þvottaduftí það er vegna þess að yður líhar Típ Top þvottadufí TUkynnlng Að gefnu tilefni viljum vér benda heiðr- uðum viðskiptavinum vorum á, að það er aðeins til að eyða tíma þeirra og starfsmanna vorra að tala um flutn- ing á einkabifreiðum frá Ameríku í náinni framtíð. Reykjavík, 28. júlí, 1942. H.f. Eimskipafélag íslands SNEMMA á árinu 1939 var töluvert rætt um lækkun á gengi íslenzkrar krónu manna á meðal, án þess að málið væri rætt frá faglegu sjónarmiði í blöðum eða á öðrum opinberum vettvangi. Eftir að Landsfundur útgerðarmanna hafði krafizt 30 % gengislækkunar, leit út fyrir að horfið yrði að gengislækkun. Eg var einn þeirra manna, sem álitu gengislækkun hið mesta glapræði og tók ég mig því til og skrifaði í skyndi grein um málið þann 16. marz 1939 og fór þess á leit, að hún yrði birt í einu dagblaði bæjarins. Eftir að ritstjórinn hafði litið yfir greinina, sagði hann: „Við vilj- um ekki hefja umræður um þetta mál í blöðunum, en ég get fullvissað yður um, að það nær ekki fram að ganga“. — Dag- blöðin og vikubiöðin voru þá flokksbundin eins og nú og það má fullyrða, að þau hafi ekki flutt neitt um þær mundir um þetta mál frá faglegu sjónar- miði. Hér var þó um að ræða miklu veigameira mál en marg- ur virðist hafa gert sér í hugar- lund þá og jafnvel síðar. Þótt áðumefnd grein væri skrifuð í mesta flýti og vafa- I J M fátt er nú meira talað ^ en gengislækkun og þjóðstjórn hér um þessar mundir, sem hjálp út úr þeim erfiðleikum, er steðja að oss og þá sérstaklega til hagsbóta fyrir útgerðina. Landsfundur útgerðarmanna hefur nýlega samþykkt að beita sér fyrir gengislækkun, er nem- ur um 30%. Lítið hefur sézt í dagblöðun- um um álit manna á því, hver áhrif gengislækkun, og þá sér- staklega svo mikil gengislækk- un eins og hér er um að ræða, mundi hafa. Ýmis af þessum áhrifum virð- ast augljós og má þar til nefna: 1. Sparifé, innstæður I bönkum og peningar falla í verði á- líka og gengislækkuninni nemur. 2. Erlendar skuldir hækka sem svarar gengislækkuninni. 3. Erlendur vamingur hækkar í verði á sama hátt, að öðr- um ástæðum óbreyttum. 4. Iðnaðarvörur, sem til er not- að erlent hráefni, hækka í verði. 5. Kaupgjald mun hækka. 6. Innlendar vörar hækka i verði, bæði til sölu á innlend- um og erlendum markaði, að öðrum ástæðum óbreyttum. 7. Eignir í landinu, fastar og lausar, að undanskildum þeim, er nefndar em undir tölulið 1. og fjárkröfum á hendin* þriðja manni hækka í verði. Þó getur svo farið, að eignir þær, sem hækka laust megi ýmislegt að henni finna, þá þykir mér rétt að Iáta hana birtast hér í heild eins og hún var, því að reynslan hefur sýnt, að rétt var spáð um afleið- ingarnar og að öðm leyti mun það nú vera Ijóst, að betra hefði verið að velja önnur úrræði en einmitt gengislækkun, t. d. ein- hver þau úrræði, sem ég benti á í greininni. Forráðamenn Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sameinuð- ust um gengislækkun og sam- þykktu lög nr. 10, 4. apríl 1939 um gengisskráningu og ráðstaf- anir í því sambandi, sem lækk- uðu gengi íslenzkrar krónu í kringum 25%. Þjóðstjórnin var mynduð um þetta mál. Flokksblöðin vom ánægð og sammála. Þeir, sem höfðu aðrar skoðanir, létu ekki til sín heyra. Síðan var sofið í ró, þar til gerð- ardómslögin frægu sprengdu þjóðstjómina. Það er augljóst mál, að geng- ismálið og meðferð þess hafði hinar afdrifaríkustu afleiðingar á dýrtíðina. Ég mun birta um þetta mál aðra grein, sem ég nefni GENGISMÁLIÐ OG DÝR TÍÐIN, hér í blaðinu. J. Ó. ættu í verði eftir almennum reglum, myndu ekki gera það af þeim ástæðum, að þær gætu ekki gefið nægilegan arð. 8. Fjárkröfur manna á meðal, svo sem lán til lengri eða skemmri tíma, hvort þau era veðtryggð eða óveðtryggð, rýma í verði að sama skapi sem kaupgeta krónunnar skerðist við gengislækkun- ina. 9. Gífurlegar eignatruflanir myndu einnig verða afleið- ingin. 10. Viðskiptin við útlönd myndu sennilega bíða alvarlegan hnekki. Þegar bornir eru saman lið- irnir 1., 7. og 8., þá verður aug- ljóst, að afleiðing gengislækkun- arinnar yrði gríðarleg handa- hófs eignatruflun í landinu. — Nokkur dæmi sýna þetta: Tveir menn, A og B, hafa starfað mörg ár, t. d. að sjómennsku, og sparað saman, segjum kr. 20.000 hvor þeirra. A hefur lagt sitt fé á sparisjóð, en B í húseign. Við gengislækkunina mundi fé A rýrna, sennilega eitthvað nálægt gengislækuninni, en húseign B mundi ekki einungis standa 1 stað, heldur hækka á líkan hátt í verði. Tökum annað dæmi: A hefur lánað B kr. 10.000 á 1. veðrétt í húsi hans. Húsið hækk- ar í verði, en A fær endur- greiðslu láns síns í lækkuðum krónum. Hér kemur fram órétt- læti á því ástandi, sem er, að eign er tekin af einum manni og flutt yfir til annars. Hækkun erlendra skulda kem- ur mest fram á ríkinu — bönk- unum og bæjarfélögum, sem hafa tekið erlent lán. Ef krónulækkunin yrið jafn mikil og Landssamband útgerð- armanna hefur gerzt talsmaður fyrir, þá yrði hér um að ræða gífurlega upphæð, sem ekki væri unnt að greiða öðruvísi en með hækkuðum sköttum og for- vöxtum bankanna. — Það yrðu auknar byrðar á þjóðinni í fram tíðinni. * * * Það hefur verið rætt um að kaupgjald skyldi standa í stað, þrátt fyrir gengislækkunina og bent á tvær leiðir. — í fyrsta lagi: Að lögfesta það kaupgjald, sem nú er. í öðru lagi: Að fá samning um það milli stjórn- málaflokkanna. Fyrra atriðið er óvinsælt, og ekkert hægt upp úr því að leggja, þar sem ríkis- valdið er veikt. Um síðara atrið- ið er það að segja, að þótt svo færi — sem mikill vafi er á — að unnt væri að ná samkomu- lagi milli flokkanna, þá eru þeir flokkar, sem mest á veltur í þessu efni í svo veikri aðstöðu, að sem stendur verður ekki leggjandi upp úr varanleik þess samkomulags, er vandamálin sameinuðu einstaklingana í hagsmunabaráttu. — Þetta gild- ir auðvitað því meir sem geng- ishækkunin er meiri. Gengislækkun hefur auðvitað truflun í för með sér gagnvart viðskiptunum við útlönd og því meiri sem gengislækkunin er, því meiri truflunum má búast við. — Það, sem mestu veldur hér um, eru þær mörgu og stóru f járfúlgur, sem útlendingar eiga hér í landinu og ekki hafa feng- izt yfirfæraðar árum saman. — í flestum tilfellum mun hafa staðið á því, að bankarnir hefðu nægilegt erlent fé til yfirfærsl- unnar, jafnvel þótt gjaldeyris- leyfi væru fyrir höndum. Hvernig munu hinir erlendu lánardrotnnar snúast við skerð- ingu þeirra innstæðna? í öðru lagi: Hvernig áhrif mun gengislækkun og þá sérstaklega svo gífurleg gengislækkun, sem talað hefur verið um, hafa á lánstraust vort út á við? * * * Það er augljóst, að gengis- lækkunin hefur í för með sér hækkað verð á öllum innflutt- um varningi til útgerðarinnar í samræmi við gengislækkunina. Þegar þar við bætist, að kaup- gjaldið hækkar, þá er enn ekki upplýst, hver hagsbót gengis- lækkunin verður fyrir útgerð- ina. Það er sennilegast, að gengis- lækkunin mundi að mjög óveru- legu leyti bæta rekstursafkomu útgerðarinnar, en hinsvegar hafa í för með sér feikna órétt- læti inn á við og ófyrirséðar af- leiðinagar út á við. Að þessum staðreyndum at- huguðum er það augljóst, að í fullri alvöru verður að svipast um eftir öðrum leiðum. Þar gæti komið til athugunar: 1. Að leggja auka-eignaskatt á alla skuldlausa eign í land- inu í eitt skipti eða um á- kveðinn tíma og skyldi þeirri upphæð varið til við- reisnar útgerðinni. — Sú að- ferð hefur þann kost, að koma jafnt niður á ein- staklingunum í hlutfalli við eignir þeirra og er þá kom- ist hjá handahófs tilflutn- ingi eigna, sem gengislækk- unin hefur í för með sér. 2. Lán til útgerðarinnar séu jafnframt veitt með sérlega lágum vöxtum, t. d. 4—4% % p. a. 3. Rannsakað sé, hverskonar útgerð og útgerðartæki séu þess verð að þau séu styrkt. Sú útgerð eða útgerðartæki, sem ekki hafa borið sig og ekki eru líkur til að beri sig, skulu engan styrk fá. 4. Strangt eftirlit sé með því, að þeir, sem styrk og lán fá til útgerðar, fari vel með það fé, sem þeir hafa feng- ið. Ennfremur að þeir fari vel með veiðarfæri og allt, sem til útgerðarinnar heyr- ir, Ieggi ekki of mikið í á- hættu, en stundi útgerðina með reglusemi, áhuga og dugnaði, ella séu ráðin taf- arlaust af þeim tekin. 5. Sett sé hámarksverð á allar vörur til útgerðarinnar, svo að útgerðarmenn fái þær með sem allra lægstu verði og jafnvel sé fylgst með því að innkaup séu sem hagan- legust. 6. Leitast sé við að skapa út- gerðinni hin ódýrastu hafn- arskilyrði og viðleguskilyrði þar sem um slíkt er að ræða. 7. Öll vinna á landi og sjó sé skipulögð svo ódýrt og svo haganlega fyrir útgerðina, sem frekast er unnt. 8. Hrein hlutakjör séu viðhöfð Framhald á 4. síðu Gengislækkun Þjóðstjórn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.