Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 4
RAFLÝSING FÁTÆKTARINNAR Framhald af I. síðu, Framhald af 1. síðu. ast í samræmi við kröfur og þarfir tímans. En í stað þess hefur ve^ið staðið í vegi fyrir þróuninni af þeim öflum, sem þykjast aldrei þreytast á að bera hag bænda og búaliðs fyrir brjósti. Það var meira að segja ekki horft í að skattleggja alla aðra framleiðslu til að standast herkostnaðinn 1 baráttunni við þróunina. í stað þess að vinna að því að bændur rýmdu hin lítt byggilegu hluta landsins og ein- beittu sér að því að kapprækta hina byggilegustu hluta þess, voru þeir hlekkjaðir í fátækt- ínni og baslinu. í stað þess að greiða fyrir stórvirkum, nýtízku vinnuaðferðum í sambyggðum í veðursælustu og gróðurríkustu héruðum landsins, var látið staðar numið við að útvega bændum betri tegund af ljám (Eylandsljái) til að skafa með þúfnakollana á sinuengjum út- skaganna og afdalanna. Og forustumenn landbúnað- arins á íslandi ætla ekki að láta sér nægja að steypa köid og rök steinhús utan um fátæktina á óbyggileg- ustu stöðum landsins, því að Nú á að raflýsa fátæktina! Forustumenn dreifbýlisins lýsa því yfir, að nú eigi að raf- lýsa allt dreifbýlið. Tugum milljóna skuli nú varið af sam- eiginlegu fé landsmanna til að lýsa upp fátæktina og skapa hinum úrelta landbúnaði sams- konar birtu og Reykvíkingar eigi við að búa. Auðvitað er ekki minnzt einu orði á hið eina raun verulega framfaramál landbún- aðarins, róttæka endurskipun hans, svo að dugandi menn geti skapað sér eigi lakari afkomu- skilyrði við landbúnað en hvaða atvinnurekstur sem er. Öreiga- fcúskapur og þrotlaust basl ein- angraðra kotbænda er enn sem fyrr hugsjón Framsóknarfor- in'gjanna. Og það á að rígbinda kotbændurna enn meir en orð- ið er með því að verja tugum milljóna til að veita hinum björtu geislum rafmagnsins inn í tilveru, sem þeir þrá að vera lausir við. Og Sjálfstæðismenn grípa fluguna á lofti. Aðalblað þeirra, Morgunblaðið, kemur þegar í stað með hávær yfirboð í máli málanna, raflýsingu fátæktar- innar. Jón Þorláksson er ónáð- aður í gröf sinni og honum teflt fram fyrir skjöldu, af því að liann fyri.r sextán árum benti á augljósan sannleika: Að greiða bæri fyrir rafveitum í sveitum, þar sem sérstaklega hagaði til. Það er augljóst mál, að ís- Ifendingar eiga að njóta birtu og yls frá fallvötnum landsins, sveitafólk ekki síður en þeir, sem við sjávarsíðuna búa. En það væri mikið glapræði, ef verja ætti gífurlegum fjárhæð- um til að raflýsa ólífvænlega staði, sem óvíst er að verði fcyggðir um ófyrirsjáanlega íramtíð, og til að tefja fyrir að- kallandi og nauðsynlegri ný- skipun landbúnaðarins, sem hlýtur að verða í mjög róttæku Mánudagurinn 3. ágúst 1943. Dægurmál. Framhald af 1. síðu. Á öðrum vígstöðvum er allt með kyrrum kjörum um þessar mund- ir. Rommel hefur sig ekki í frammi í Egiftalandi, en í síðustu viku hermdu enskar fregnir fró framsókn Breta þar. Að tveim dögum liðnum var aftur skýrt frá því, að brezku hersveitirnar hefðu dregið sig til baka til fyrri stöðva. í London og' Washington fylgjast menn með atburðunum á Austur- vígstöðvunum af mikilli eftir- væntingu, svo sem vonlegt er. Það mun almennt skoðuð sem merkileg tímamót í styrjöldinni, ef Þjóðverjum tekst að brjótast suður í Kákasus. Er þá búizt við, að vígstaða Bandamanna í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs og í Iran verði hin örðugasta. í Bretlandi gera menn æ háværari kröfur um innrás engilsaxnesku þjóðanna á meginlanið. Gagnrýni á stríðsrekstur stjórnarinnar fer vaxandi. Rekja blöðin orsakir hins hernað- arlega vanmáttar nú meira til skipulagsins í heild en einstakra „sökudólga". Kemur margt at- hyglisvert fram í þeirri gagnrýni og umræðum, er brezku blöðin hófu eftir fall Tobruk og eftir að sóknin í Rússlandi hófst. Verður vikið að því í næsta blaði og skýrt frá ýmsu, er fram hefur komið í því sambandi. ER ÞRIÐJI MÁLSTAÐUR INN GLEYMDUR? Framhald af 1. síðu. neyddust þau til að játa, að hvorttveggja áróðursefnið á hendur sjúkrahúsanna væri upp spuni frá rótum og hefði ekki við hin minnstu rök að styðjast. Töldu þau, að það gleddi sig mikið, að þau þyrftu ekki að skammast sín fyrir sjúkrahúsin . gagnvart útlendingunum. Morgunblaðið vildi þvo hend- ur sínar með því að það hefði ekki náð til forstöðumanns Landsspítalans, þegar það var að undirbúa sóknina — og væri það raunverulega úr allri sök. En ekki datt blaðinu í hug að bíða með birtingu þess- ara ótrúlegu „tíðinda“ þar til því hefði tekizt að fá umsögn forstöðumannsins um þau. Að áliti Morgun- blaðsins hlaut það að ganga fyrir öllu að koma á fram- færi óhróðri um sína eigin þjóð. íslendingar þurfa áreiðanlega ekki að skammast sín fyrir spít- alalækna sína, fremur en læknastéttina yfir höfuð. En það er harmsefni öllum góðum íslendingum, að verulegum hluta af blaðakosti þjóðarinnar skuli vera stýrt af mönnum, er annaðhvort eiga heima á hælum fyrir sálsjúka menn eða bak við öruggar tukthúshurðir. formi, ef ekki á að liggja við auðn í byggðinni. Málefni landbúnaðarins munu verða rædd nokkuð hér í blað- inu á næstunni. Er því margt látið ósagt að þessu sinni, sem ella hefði verið að vikið. Bókmenntaþættir. Framhald af 2. síðu áður. Hinsvegar mun margt þykja til þess benda, að Sigurð- ur muni eiga eftir að færast meira í fang, rísa hærra og taka út meiri þroska en honum hef- ur þegar orðið auðið. ý * * * Flóttamaður í Rússlandi — landnemi á heiðum íslands. Landnám þeirra Höyershjóna í Hveradölum á Hellisheiði þótti með ólíkindum og vakti allmik- ið umtal á sinni tíð. Varð veg- farendum starsýnt heim að hin- um lágreistu híbýlum, er þau hjón reistu að öllu leyti með eigin höndum, og var ekki trútt um, að tilvera þessara landnema þætti með nokkrum ævintýra- brag. — En ekki mun það hafa verið á almenningsvitorði, hve langt hún var að komin, land- nemakonan á heiðum íslands, í hverjar raunir hún hafði rat- að, né heldur að hún kynni jafn vel „sögu að segja” og nú er komið í ljós. En Erika Höyer hefur fyrir nálega þrem árum síðan ritað endurminningar sín- ar frá æskuárunum í skáldsögu- formi. Hefur bók hennar, Anna Ivanowna, nú verið þýdd á ís- lenzku af Árna Óla og gefin út á forlagi ísafoldarprentsmiðju. Anna fæddist upp á bóndabæ á sléttum Kúrlands, er þá laut Rússakeisara. Það bar að jafn snemma, að Anna lauk barna- skólanámi, 14 ára gömul, og heimsstyrjöldin brauzt út. Æsku stöðvar hennar urðu orustuvöll- ur. Rússneski keisaraherinn hrökk undan austur á bóginn og skipulagslausar fylkingar flóttafólksins leituðu æ lengra inn í Rússland. Anna fékk að reyna hið ömurlega hlutskipti flóttamannsins ásamt skyldu- liði sínu, foreldrum og systkin- um. En fyrir tilviljun rættist úr fyrir þeim á óvæntan hátt. Síð- ar komst Anna að raun um stjórnleysið og öngþveitið í Rússlandi keisarans. Hún var þar meðan á byltingunni stóð. Þegar foreldrarnir fengu farar- leyfi til ættlands síns, fylgdist hún með þeim. Þegar þangað . kom, sat annar bóndi á jörðinni sem hrakti þau brott frá gamla heimilinu með því að siga á þau grimmum hundi. Lettland var eins og ólgusjór. Þjóðverjar börðust þar við rauðliða. Hug- irnir voru í uppnámi og megnar viðsjár í landinu. Anna trúlof- aðist vélfræðingi, er vann við þýzkan flugskóla. Hún fylgdi honum áleiðis til Þýzkalands, þegar Þjóðverjar héldust ekki lengur við í Lettlandi. — En á leiðinni særðist hann til ólífis, er ráðizt var á lestina með skot- hríð, og andaðist í örmum unn- ustu sinnar, þegar lestin rann yfir landamæri ættlands hans. Frásögn frú Höyers er ljós og látlaus. Gefur bók hennar glögga hugmynd um ýmislegt það, sem lítt er vikið að í stríðs- Gengismálið árið 1939. Framh, af 3. SÍðu. án kauptryggingar. 9. Tekið sé til athugunar og úrlausnar, á hvem hátt sé bezt að vinna að sölu sjáv- arafurðanna, þannig að sem haganlegast sé og ódýrast fyrir útgerðina. Það fyrir- komulag, sem notað hefur verið um nokkur ár virðist þyngja útgerðina óhæfilega með hálaunamönnum. 10. Jafnframt þessum atriðum, sem raunverulega eru nefnd af handahófi, er nauð synlegt að hefjast handa með allsherjarsparnað og þá að lækka öll laun, er fara yfir ákveðið hámark. 11. Sjálfstætt, eða samhliða því, sem að framan er talið, mætti hugsa sér hjálp til útgerðarinnar að einhverju leyti með útflutningsverð- launum, er hækkuðu verðið á fiskafurðunum fyrir út- gerðarmönnum. — Hugsan- legt væri að leggja skatt á innflutta vöru, til þess að einhverju leyti að standast slíkan kostnað. Allsherjarsamtök um viðreisn í atvimiumálum þjóðarinnar er nú svo aðkallandi, að allir, sem til málanna geta lagt á einn og annan hátt, ættu að láta til sín taka. Reykjavík, 16. marz 1939. Jón Ólafsson. ><><><>o<><><><><><><><><><><><> er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. AREKSTUR MILLI STÓRVELDA Laust eftir miðnætti á miðviku- dagskvöldið var kom til átaka hér í bænum milli fulltrúa frá báðum hinum engilsaxnesku stórveldum. Áreksturinn átti sér stað í Skugga- hverflnu. Einn af hermönnum Breta- konungs var þar á ferli og í fylgd með honum gleðikona ein af íslenzku bergi brotin. Bar þar þá að nokkra hermenn úr liði hins mikla lýðveldis á vesturhveli jarðar. Skipti engum togum, að einn hinna amerísku her- manna veittist að „dömunni“ og gaf henni svo vel úti látið högg, að hún féll í götuna. Bretinn snerist þegar til varnar hagsmunum sínum og sveif á árásarmanninn. Áttust þeir við tveir einir unz lögreglumenn tóku þá í sína vörzlu. Ekki vitum vér, hvoru stórveldinu veitti betur í þessum átökum, en stúlkan bólgnaði á höfði og hefur því að líkindum minni „sjansa" eftir en áður. ALDUR KONU Þegar kona segir aldur sinn, má maður gjarna vera undrandi, en aldrei láta í ljós efasemdir. (Wilson Mizner). OG SVO var það, að sú vandasama spurn- ing var lögð fyrir ungverskan aðals- mann, hvort hann elskaði meira kon- ur eða hesta. Hann hugsaði sig um svolitla stund, en svaraði svo hiklaust: „Eg elska konurnar í ríkara mæli, en ég virði hestana hinsvegar meira“. Huginn. „Dunlop" Golfjakkar, Stormblússur, Rykfrakkar á unglinga og fullorðna. Grettisgötu 57. Cellophane pappír fyrirliggjandi. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN « ÚTVEGUM flestar fáanlegar vörur frá Bandaríkjunum. Látið viðskiptasambönd vor í New York gefa yður tilboð. lóh. Karlsson & Co. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Sími 1707. P. B. 434. fréttum, en er þó engu að síð- ur örlagaríkt en sjálf átökin á vígstöðvunum. h.f. ofnasmiðjaw o OX H’ REYKJAVIK - ICCIANO ooooooooooooooooo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.