Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h. f. AfgreiSsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. í(st & BAUGI ERU AUGU ÞEIRRA EKKI LENGUR HALDIN? f tveim blöðum sérhagsmuna- flokkanna hefur nú nýlega örl- að á verulegum skilningi á því, hversu mjög stjórnháttum þjóð- arinnar sé ábótavant. Dagblaðið Vísir hefur tvívegis gert að um- talsefni, hvílíkur háski þjóðar- heildinni geti stafað af hinu ört vaxandi flokksræði í landinu. — Er bjaðið jafnframt að vænta þess, að hinir nýkjörnu þing- menn muni kannske stinga hér við fótum og hafa áhrif á stjórn- hættina til hins betra. Eru slík- ar bollaleggingar að sjálfsögðu broslegar firrur. Eða er ekki öll- um ljóst, að þessir „nýju“ menn eru komnir inn í þingið sem lít- il tannhjól í stórri vél, er ekki verður stöðvuð nema með á- kveðnum skipulagsbreytingum? v * Eftir að Vísir var með þessar bollaleggingar, kvaddi Morgun- blaðið sér hljóðs í málinu. Lýsti það yfir þeirri skoðun sinni, að völd og áhrif flokkanna væri hin eina trygging fyrir heil- brigði stjórnarfarsins, sem um væri að ræða. En ekki hafði blað ið fyrr lokið þeim hugleiðingum en það tók að lýsa því, hversu gersamlega allir aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn væru ó- hæfir til að fara með stjórn landsins, af því að þeir færu með umboð ákveðinna sérhags- muna. En nú er hvorttveggja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt í verki sitt sanna innræti, blinda sérhagsmunastreitu í þágu nokkurra harðdrægra stór- gróðamanna, og svo hitt, að „flokkur allra stétta“ er raun- verulega óhugsandi fyrirbæri. Þess vegna verður útkoman í öllum aðalatriðum hin sama fyr- ir þjóðarheildina, hvort sérhags- munaflokkurinn, sem stjórnar landinu, heitir Framsóknar- flokkur eða Sjálfstæðisflokkur. Hefur Morgunblaðið því komizt að hinni sömu niðurstöðu og Vísir: Að sjálfir stjórnhættir þjóðarinnar beri í sér frækorn mikillar ógæfu fyrir land og þjóð. — Mun það og dómbærra manna mál, að þar hafi þessum blöðum ekki missýnzt, enda þótt menn séu löngu hættir að vænta sér mikils af þeim. En gefa ekki þessar niðurstöð- ur blaðanna til kynna, að rit- stjórar þeirra sjái betur en þeir láta, þegar þeir verja ævi sinni til að berja í bresti óhæfs þjóð- skipulags, sem er dæmt til að falla, enda þótt það sé brauðstrit þeirra að breiða skikkjufald „lýðræðisins“ yfir vargaklær sérhagsmunanna ? Er mjúlkin, sem Reykvikingar neyta, hættuleg almennri heilbrfgði ? Athyglisverð ummæli læknis um mjólkurmálið ÞJÓÐÓLFI hefur borizt til eyrna, að um þessar mundir bryddi allmjög á veikindm í bænum, er læknar óttist að eigi rætur sínar að rekja til óholl- ustu í neyzíumjólk bæjarbúa. Sneri blaðið sér því til eins af kunnustu læknum bæjar- ins og spurðist fyrir um, hvað hæft væri í þeséum orðrómi. Jafnframt ræddi blaðið nokkuð við lækninn um mjólkurmálið í heild. Skal hér skýrt frá því helzta, er á góma bar í samtalinu. — Hér 1 bænum ber óvenju- lega mikið á garnaveiki um þessar mundir, einkum 1 börn- um, hóf læknirinn máls. Það er ekki hægt að fullyrða, að þetta stafi frá mjólkinni, en það eru meiri brögð að þessum veikind- um en telja verður eðlilegt. Fjörefnasnauð mjólk, sem bein sýkingarhætta getur stafað af. — Hvert er álit yðar á neyzlu- mjólk Reykvíkinga? spyrjum vér lækninn. — Það verður að telja fullvíst, að langfluttrar mjólkur gæti nú meira á markaði hér í bænum en nokkru sinni fyrr, þar eð Korpúlfsstðabúið hefur nú verið lagt niður. En eins og menn vita, er það ýmsum hættum undirorpið að flytja neyzlu- mjólk um langa vegalengd. C-vitamin mjólkurinnar getur eyðilagzt, ef hún verður fyrir miklum hristingi á langri leið. Og eins er hitt, að Colíbakte riur, sem geta verið hættu- legar mönnum, aukast og margfaldast, ef mjólkin er geymd, sérstaklega ef hún er ekki höfð í kaldri geymslu. Auk þess er talið víst, að mjólkurstöðin hér sé ekki í því ásigkomulagi, að mjólkin sótthreinsist við að fara í gegnum hana. I Dan- mörku er sú krafa gerð til bezt mjólkur, að hún inni- haldi ekki yfir 6—800 bak- teriur í grammi. í neyzlu- mjólk Reykvíkinga skipta þær milljónum, eftir því sem rannsóknir hafa leitt í ljós. Væri það áreiðanlega öllum fyrir beztu, ef hægt væri að losa mjólkina við þann óþverra. Það er mjög illa farið, að ekki skuli vera til stórt og myndar- legt kúabú í næsta nágrenni bæjarins. í þeim efnum var mjög vel af stað farið, þar sem Korpúlfsstðabúið var. Það er illa farið, ef ekki tekst að koma upp slíku búi í grennd bæjarins hið fyrsta. Og það er mjög athug- andi, hvort Korpúlfsstðir muni ekki vera heppilegasti staður- inn til þess. Brýnustu verkefnin. — Hverra aðgerða teljið þér brýnasta þröf í mjólkurmálinu? — Þetta svokallaða mjólkur- mál en nú 1 því horfi, að það er beinlínis stórvítavert að láta vitandi vits við svo búið standa ár eftir ár. Þessi fjögur atriði málsins tel ég mest aðkallandi: í fyrsta lagi: Að koma upp öfl- ugu kúabúi > sem næst Reykjavík. En til vara: kúa- búi, sem væri nægilega stórt til að framleiða alla barnamjólk fyrir höfuðstað- inn. í öðru lagi: Setja upp við Ölfus- árbrú kæli- og sótthreinsun- arstöð, er uppfylli ströng- ustu nútíma kröfur. í þriðja lagi: Fá tafarlaust nýja mjólkurstöð í Reykjavík. f fjórða lagi: Afla sérstakrg ;láta, er svari kröfum tím ans, til að flytja í mjólkina um langar vegalengdir. Óglæsilegar staðreyndir. Það fer ekki hjá því, að hin athygðlisverðu ummæli læknis- ins, sem greint er frá hér að framan, veki fólk til alvarlegr- ar umhugsunar um þetta helzta velferðarmál höfuðstaðarbúa. Af ummælum læknisins verður þetta ljóst: Mjólkin, sem seld er á markaði í Reykjavík, er nokkurra daga gömul. Hún hefur verið flutt ókæld um langar vegalengdir í ílátum, sem alls ekki svara fyllstu kröfum þar að lútandi. Hinn langi flutningur á mjólk hef ur þau áhrif, að gera má ráð fyrir að hún sé fjörefna- snauð fæða, þegar hún kem- ur á borð neytendanna í Reykjavík. Af geymslu mjólkurinnar leiðir, að bakteríumagn hennar eykst og margfaldast. En koma mætti í veg fyrir það að verulegu leyti, ef mjlókin væri kæld, t. d. við Ölfus- árbrú eins og læknirinn leggur til. Hreinsun mjólk- urinn í Reykjavík, er að- eins til málamynda, þar eð mjólkurstöðin í hænum virðist ekki vera í því ásig- komulagi að mjólkin sótt- hreinsist við að fara í gegn- um hana. Afleiðing alls þessa er sú, að í Reykjavík nærast ungbörn og sjúkt fólk — svo að ekki sé talað um fullfrískt fólk á bezta aldri — á fjörefnasnauðri, lang- fluttra mjólk, sem inniheldur milljónir af bakterinum í hverju grammi, þegar sú krafa er gerð í nágrannalöndum vor- um, að sama magn af mjólk innihaldi ekki yfir 6—800 bakte- ríur. Fyrirlitningin fyrir almennri heilbrigði Menn mun reka minni til þess, að fyrir fáum árum létu nokkr- ir læknar í ljós þá skoðun sína, að almenningi væri þörf á að neyta grænmetis og ávaxta í heilsuverndarskyni. Vissar klík- ur tóku þetta óstinnt upp. Var veitzt að læknunum leynt og ljóst. Þeir voru hundeltir með svívirðingum eins og um verstu óvini þjóðfélagsins væri að ræða. Þeim var gefið hið sam- eiginlega smánarheiti „appel- sínulæknar“ og þótti læknum ekki gerð meiri smán en að nefna þá því nafni. Ekki var leitað raka gegn kenningum læknanna. Fyrirlitningin fyrir almennri heilbrigði lék lausum hala. Málið var afgreitt með slagorðum. Þjóðin hefði tórt um margra alda skeið án þess að smakka ávexti eða grænmeti, sögðu fjandmenn skynsamlegra hollustuhátta. Nákvæmlega hið sama á sér stað um mjólkina. Á hæstu stöð- um þykir það ekki vert neinnar endurskoðunar eða breytinga, þó að þannig sé farið að um Framhald á 4. síðu. Brezk blöð leita nú orsaka hinna hernaðarlegu ófara í sjálfum grundvallaratriðum skipulagshátta sinna. — Gagnrýni, sem einnig á er- indi til íslendinga. — Þekkj- um við ekki þessar veilur af nærtækum dæmum? ------ Yfirlit Þjóðólfs. — BBREZKUM BLÖÐUM verður nú tíð- rætt um hinn hernaðarlega veik- leika brezka heimsveldisins og ófarir þess hvarvetna þar, sem það kemur við sögu í styrjöldinni. — Kemur margt athyglisvert fram í umræðum blaðanna, og má vel ver^a íhugunarefni víðar en í Bretlandi. — Verður blöðunum nú tíðræddara en áður um grundvallaratriði þau, er rekja mega til orsakir ófaranna, þótt enn bryddi allmjög á því einkenni brezkrar gagnrýni, að leita uppi á- kveðna ,,sökudólga“, er beri að fjar- lægja — og þá muni öll önnur vand- ræði leysast. JOHN GORDON ræðir styrjaldarmál- in í skörulegri grein í Sunday Ex- press, blaði Beaverbrooks lávarðar. — Hann segir, að Hitler geti ekki unn- ið stríðið, enda berjist hann ekki leng- ur fyrir lokasigri sínum, heldur til þess að draga sem flest með sér í fallinu, og gera stríðslokin að ægi- legu öngþveiti. — Eftir að hafa sleg- ið þessu föstu, víkur Gordon að af- stöðu Breta í styrjöldinni. Hann ját- ar veikleika þeirra, en segir, að hvort sem þeim líki betur eða verr, hvort sem þeir telji sig nægilega sterka eða ekki, þá geti þeir ekki skotið sér undan því, að stríða fyrir hinum sameiginlega málstað Bandamanna. Og hann segir það vera augljóst mál, hver sú byrði sé, er brezka heims- veldinu beri að axla. Það sé stofnun nýrra vígstöðva á meginlandi Evrópu, ekki einna, heldur tveggja, þriggja — eða jafnvel fjögurra, ef þörf krefji. Við vinnum ekki þetta stríð með því að beita okkur að hálfu, segir Gor- don. Við vinnum það ekki með stríðs- vél, sem er í einhverju áfátt. HERNAÐARLEGUR VEIKLIEKI brezka heimsveldisins verður greinar- höfundi næst að umræðuefni. Hann segir: Veikleiki okka r á ekki rætur í hugarfari þjóðarinnar. Hann hefur ekki skapazt af staðfestuleysi henn- ar eða skorti á kjarki. Hann stafar af ákveðnum veilum í stjórnháttum okk- ar, sem eru öllum augljósar. Þær eru þessar: /. Þjoðin velur sér leiðtoga eftir flokkslegum lit, en ekki eftir hæfi- leikum. % 2. I herþjónustunni er þess ekki gætt, að hæfustu menirnir fái notið Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.