Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 2
2 Þ J ÓÐÓL F U R Mánudagurinn 10. ágúst 1942. Ritstjóri: Valdimar Jóhannsson Ritstjórn: Sf^ólavörÓustíg 3. Stmi 4964 Okur samkvæmt sérleyfi. Siðleysi hinna gerspilltu stjórn- hátta virðast engin takmörk sett. Spillingin tekur á sig ótrúlegustu myndir. Siðgæði stigamennskunnar skipar í hvívetna öndvegi. At- hæfi, sem varðar við lög og er svívirðilegt í . almenn- ingsáliti, geta orðið löghelgaðir at- vinnuhættir sérstakra forréttinda- stétta, sem valdhafarnir skapa. Þannig er OKUR í ýmsum myndum sérréttindi ýmissa gæð- inga valdaklíkunnar og ástundað samkvæmt sérleyfi. Þess er ekki langt að minnast, að okur á innflutn- ingsleyfum var alþekkt fyrirbrigði. Leyfin voru notuð til að launa póli- tíska verðleika. Menn þurftu ekki að fást við verzlunarstörf til að verða þeirra aðnjótandi. Ef þeir voru vald- höfunum gagnlegir á einhverja lund gátu þeir meðtekið sín laun í inn- flutningsleyfum, sem síðan voru seld með okurverði. Sumir menn höfðu lífsuppeldi sitt af því að okra á slík- um leyfum. Nú hefur risið upp ný tegund okr- ara í skjóli hinna spilltu og siðlausu valdaklíku, sem virðist eiga þá eina hugsjón að ræna þjóðarheildina og efla sjálfa sig sem rækilegast að auði og völdum. Þessir nýju okrarar eru bílaokraramir. Ríkið hefur bílaverzl- unina í sínum höndum. Sú aðstaða er notuð þannig, að leyfi til að kaupa bíl telst til hinna helztu pólitísku náðargjafa, enda alls ekki veitt öðr- um en pólitískum gæðingum og bur- geisum. Jafnframt hefur okur á bíl- um færzt í algleyming. Það er sama, hvort um er að ræða nýja eða not- aða bíla. Þeir seljast með geypiverði vegna hinnar miklu bifreiðaeklu. Hin nýja forréttindastétt, sem fær keypta bílana, er til landsins flytjast, auðg- ast. Innflutningsleyfi fyrir bíl þýðir a. m. k. tíu þúsund króna gjöf til viðkomanda. Sumir fá marga bíla. Bílar þessir eru yfirleitt seldir hæst- bjóðendum, en stundum eru þeir „gerðir út“ á bílstöðvum og færa þá forréttindastéttinni stöðugan og var- anlegan gróða. Atvinnubílstjórum vísað á dyr. Atvinnubílstjórar fá yfirleitt ■ alls ekki bíla frá einkasölunni. Þeir verða að skipta við „millimennina“ sem ástunda okur með sérleyfi vald- hafanna. Sumir gæðingar fá flutta inn allt upp í tug bifreiða á ári til að hagnast á. Aðrir verða að láta sér „nægja“ að fá endurnýjaða lux- usbíla sína á eins árs fresti. Þeir selja þá „gamla“ bílinn, jafnan fyrir hærra verð en sá nýi kostar. Ef at- vinnubílstjórar leitast við að fá leyfi til að kaupa bíl hjá einkasölunni, mæta þeir sjaldnast öðru en ókurt- eisi og svikum. Stundum eru þeim gefin hátíðleg loforð um bíl. En þeg- ar til efndanna kemur, er sjaldnast staðið við neitt. Bílstjórarnir eru sagðir fara með lygi. Ef þeir halda á máli sínu verða málalokin ósjald- an þau, að þeim er vísað á dyr. Jakob Möller ræður öllu um bíla- úthlutunina nú. Ef bílstjórarnir leita til hans er vanaviðkvæðið að þeir eru beðnir að koma til viðtals við ráðherrann á tilteknum degi síðar. En þá bregzt það naumast, að ráðherr- ann er fjarverandi, sagður hafa skroppið úr bænum. Hins vegar kann svo til að bera, að bílstjórarnir mæti honum á götunni. En hann er bara ekki til viðtals fyrir þá. Eru mennimir svona vondir? ÖUum heiðarlegum mönnum hrýs hugur við öðru eins hyldýpi spilling- ar og siðleysis og á sér stað á fjöl- mörgum sviðum hinnar opinberu starfrækslu. Menn fyllast andstyggð á ákveðnum persónum, sem fremst standa. Flestir eru undrandi yfir því, að mennirnir skuli geta verið svona vondir. En sannleikurinn mun vera sá, að allflestir þeirra manna, sem misnota völd sín á hinn herfilegasta hátt, eru ekki verr gerðir í eðli sínu en fólk er flest. Aðstæðurnar knýja þá raunverulega til hinna ófrægileg- ustu verka. Stigamennska nútímans. Lítum á aðstæður þessara manna: Völd sín hafa þeir ekki þegið frá þjóðarheildinni. Vissar klíkur hafa lyft þeim upp í valdasætin. Þeir fara með stjórn í umboði sérhagsmuna en í andstöðu við þjóðarheildina. Valdaaðstaða sérhagsmunaflokka hlýtur að verða studd margvíslegri rangsleitni í garð þjóðfélagsheildar- innar. Sérhagsmunimir þrengja á og krefjasi „réttar“ síns. Völdin eru eru sigurlaun. Þess er krafizt, að þeim sé til hins ýtrasta beitt í þágu sigurvegaranna. Liðsmennirnir kref j- ast síns hluta af herfanginu. ÖUu verður að skipta upp. Sjóðina á að þurausa. Tryggir fylgjendur eiga að fá „sérleyfi" til að auðgast á kostnað heildarinnar. Þannig öðlast menn rétt til að okra á bílum og innflutn- ingsleyfum. Þetta er stigamennska nútímans. Það er úrelt form ránsskapar að liggja fyrir friðsömum mönnum á vegum úti og ræna þá sjóði sínum. Nú efla menn óaldarflokka með stærra markmið í huga. „Verkefnið“ er að ná valdi á sameiginlegum sjóði borgaranna, öðlast „réttinn“ til að seilast niður í vasa skattborgaranna og sækja þangað herkostnað sinn, ná valdi yfir löggjafarstarfi, réttar- fari og öllum almennum málum. Þeir, sem berjast til valda undir þessum skilyrðum, verða því að sjálfsögðu að laga sig eftir aðstæð- unum. Lögmál stigamennskunnar eru þeirra lög, annars er ekki kostur. Hvernig er þess að vænta, að mann- kostir, sem þessum mönnum eru á- skapaðir, fái notið sín? Úrlausnarefni framtíðarinnar. 'Ofbeldisríki einkahyggjunnar er úrelt stjórnarform. Þjóðfélögunum verður líkt farið og ormsmognum timburbyggingum, sem eru glæstar hið’ ytra og reisulegar álitum. En aflviðirnir eru tærðir og húsið getur fallið með skyndilegum og óvæntum hætti, þegar minnst vonum varir. Þannig hafa heil heimsveldi hrunið Gudm. Davídsson: un sætti. Hann áleit, að það væri stórgróði fyrir þjóðina, ef þessi byggingaraðferð yrði almennt tek- in upp. Kostnaðurinn við að steypa hvern teningsmetra af mold segir hann, að aðeins hafi orðið kr. 1,40. Ef tekinn er til samanburðar ein- faldur veggur úr brenndum tígul- steini, þar sem 100 steinar fari í hvern teningsmetra, þá kosti þeir 7 kr. Múrari, sem hleður þeim í vegginn og leggur til kalk, tekur 6 kr. á teningsmetra fyrir sína vinnu. Þetta gerir til samans 13 kr. Vinnulaun fyrir að steypa tenings- metra af mold voru, eins og áður er sagt, kr. 1,40 þó að veggurinn væri hafður 45 cm. þykkur. Bréf- ritarinn segir, að það megi bæta við þá upphæð 10—30 aura kostnaði, á hvern moldsteypu teningsmetra, ef menn vilji hafa fyrir því að slétta veggina að utan og mála þá, en það sé ekki nauðsynlegt. Efni í moldsteypuna var auðvitað ekki reiknað til verðs. Á Englandi var reiknaður út kostnaður við að koma upp mold- steypuveggjum í húsi nokkru. Reyndist hann 400 kr. Ef jafn stórir veggir hefðu verið gerðir úr tígul- steini, áætlaði byggingameistari nokkur, að þeir hefðu kostað 4000 kr. Eins og kunnugt er, veltur á ýmsu með kostnað við húsabygging- ar. Fer það eftir verðlagi á efni og vinnu á hverjum tíma, en hlutföll- in ættu þó jafnan að vera svipuð. * Fyrir þá, sem vildu reyna að byggja hús úr moldsteypu og ekki eru fyrirfram ákveðnir að leggja árar í bát við fyrstu mistök, sem kunna að eiga sér stað, skal drepa hér á hið allra helzta, sem kemur þar til greina. Það er að vísu ekki auðvelt fyrir þann, sem aldrei hefur séð moldsteypuaðferð, að gefa á- byggilegar reglur eða lýsingu á verkinu, þó að farið sé eftir glögg- um ritum um það efni, því að jafn- an er sjón sögu ríkari. Ef jarðvegur er mjög blautur, þar sem á að reisa moldsteypuhús, verð- þr að þurrka hann mjög vel og gera skurði eða holræsi kringum grunninn og frá honum, ef með þarf. Um undirstöðu undir veggina skal búið eins vel og verða má, eða ekki lakar en undir steinsteypu. Sumir steypa undirstöðuna úr sem- enti, til öryggis, og þá 1 fet upp fyrir Framhald á 4. síðu. til grunna í einni svipan eins og spilaborg, sem verður fyrir lítilshátt- ar andvara. Hið mikla úrlausnarefni komandi tíma í stjórnskipulegum efnum er að finna það stjórnarform, er hæfi siðmenntuðum og frjálshuga þjóðum. Stigamennska og borgara- styrjaldir verða að hverfa. Hernað- arlcgt einræði er ekki lausnin. Þær meginkröfur, sem fullnægja ber með stjórnarformi framtíðarinnar eru þessar: Reisa verður réttarríki heildar- innar, þar sem sérhagsmunum er skorinn ákveðinn stakkur, málefnum borgaranna stýrt með hagsmuni heildarinnar fyrir augum og í sam- ræmi við vilja meginþorra þjóðar- innar. — Almenningur í landinu verður áður en varir að gera gild- andi þann vilja sinn, að horfið sé að því af fullkominni alvöru og óeig- ingirni að hefjast handa um úrlausn þessa brýnasta vandamáls, sem vér íslendingar eigum sameiginlegt með fjölda annarra þjóða. Yfírlýsíng Magnús Ólafsson bifreiða- stjóri, Skólavörðustíg 17 A, bið- ur þess getið, að hann telji sig ekki lengur til Sjálfstæðis- flokksins. Orsakirnar sén and- úð á störfum og framkomu for- sætisráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra. Kveðst Magnús síðar gera grein fyrir afstöðu sinni opinberlega. mmnnnnnnmm Allar stœrðir. „Málarinn“ Fi’amhald INN meðal hinna fyrstu, sem b.yggði íbúðarhús úr mold- steypu í Svíþjóð var hljóðfæraleik- ari nokkur, P. Gieselson að nafni. Hann lét moka moldinni í vegg- steypumótin, eins og hún kom fyr- ir úr grunninum, þar sem hann gróf fyrir kjallaranum. Húsagerð þessi var ný og óþekkt með öllu þarna í byggðarlaginu. Nágrannarnir héldu I líka, að maðurinn væri ekki með réttu ráði að taka upp á annari eins heimsku og þéssari. Því var spáð, að eftir fyrstu regnskúr úr lofti, yrðu veggirnir orðnir að einni moldarhrúgu. Það kom hellirigning áður en húsið komst undir þak, en veggirnir stóðu óskemmdir að öllu leyti. Þegar húsið var fullgert, skoð- aði maður það úr konunglega land- búnaðarráðuneytinu. Hann lauk lofs orði á bygginguna. í bréfi, sem hús- eigandinn skrifaði í febrúar 1921, segist hann hafa búið í húsinu tvo mánuði. Hafi frostið á þeim tíma ] orðið mest 25 stig, og í lengri tíma hafi það verið 12—15 stig, en það I votti hvergi fyrir áhrifum þess á veggjunum. Hitinn í herbergjunum sé jafn og þægilegur og eldiviðar- eyðslan minni til að hita þau en í fyrri bústað sínum. Hann segir einnig í bréfinu, að hvergi votti fyr- ir raka, ekki einu sinni bak við húsgögnin. Að innan séu veggirnir málaðir. í einu orði sagt, þá sé húsið það bezta sem á verði kosið. * Það mundi þykja lítill ávinning- ur að byggja hús úr moldsteypu, ef þau reyndust dýrari en úr öðru efni, svo sem timbri eða steini. En reynslan hefur sannað, að þau hafa orðið meira en helmingi ódýrari, jafnvel í löndum, þar sem timbur, sement og annað byggingarefni er miklu ódýrara en þekkist hér á landi, eins og á sér stað í Noregi og Svíþjóð. Hér skal því skýra frá efni úr öðru bréfi, sem fjallar um þetta atriði, frá bónda nokkrum á Skáni. Hann lét reisa þrjú stór mold- steypuhús á jörð sinni og reiknaði út kostnaðinn við að koma þeim upp og þótti hann svo lítill, að undr- DAGBÓK | !__________ REYKVÍKINGS C YRIR nokkrum dögum síðan * gekk ég um hin fornu og virðu- legu húsakynni Menntaskólans hér í Reykjavík. Þar hefur erlendur her haft aðsetur sitt allt frá því, er Bret- ar gerðu ihnrás í landið fyrir meira en tveim árum síðan. En yfirstjórn hins brezka herafla á íslandi vissi, ekki önnur ráð vænlegri í baráttu sinni fyrir framtíð mannkynsins en að taka á hús á menntastofnunum hinnar fátæku íslenzku þjóðar. — Eg gekk sem sagt um Menntaskólann og virti fyrir mér viðskilnaðinn. Byggingin er allilla leikin, svo sem vonlegt er, dúkar eru víða mjög sjitnir, veggir „skáldaðir“ og allt húsið mjög skitið og rykugt. Milli- veggir hafa verið settir í sumar kennslustofur og látnir óhreyfðir. Ýms önnur vegsummerki eru 'þar eftir hertökuna. Veggtöflurnar bera enn áletranir, sem gefa til kynna takmarkaða virðingu fyrir yfirmönn- unum í hernum. ¥ ¥ Eftir að hafa gengið stofu úr stofu kom ég loks inn í hátíðasal skólans. Honum hefur hlotnast sá vegsauki að vera gerður að „bar“ fyrir stríðs- menn hinna vanmegnu og smáu í heiminum. — Hugurinn hvarflaði aftur til þeirra tíma, þegar Jón Sig- urðsson gerði „garðinn frægan“. Það var einmitt í þessari byggingu, í þess- um sal, sem hann tók af skarið gegn erlendri ásælni með hinum eftir- Menntaskólinn skoðaður. Virðing- arvotturinn, sem hátíðasalnum var sýndur, staðnum, þar sem Jón Sig- urðsson mælti hin alkunnu orð: „Vér mótmælum allir!“ — Öngþveitið í málefnum höfuðstaðarins. Húsið á horni Skólavörðustígs og Laugaveg- ar. Brennslustöð fyrir sorpið eða klakstöðvar fyrir rottur. minnilegu orðum: „Vér mótmælum allir!“ Hs Hverjir skyldu hafa mótmælt þeg- ar menntastofnanir okkar voru gerð- ar að herstöðvum? Hverjir mót- mæltu þegar flugvöllur. var gerður inni í sjálfri höfuðborginni og her- mannaskálar reistir undir húsveggj- um borgaranna, hvar sem óbyggð- an blett var að finna? Hverjir mót- mæla því, að hernaðarflugvélar, hlaðnar sprengjum, séu á sveimi milli reykháfanna á húsum borgar- anna nótt og dag? Hefur þess raun- verulega orðið vart, að forvígismenn þjóðarinnar væru gæddir einurð og þreki Jóns Sigurðssonar og fylgis- manna hans, sem sögðu einum rómi „vér mótmælum allir!“, þegar átti að bera fyrir borð rétt fslendinga? — Það munu líklega fleiri efast um það en ég, að svo sé. Skipti íslenzkra stjórnarvalda við innrásarherinn hef- ur víst með fáum undantekningum borið vitni um fátt annað en dug- leysi og undirlægjuhátt. * * * AÐ er álitið að Reykjavík muni vera einhver óskipulegasti og sóðalegasti bær í heimi. Þó hefur bærinn öll skilyrði til að vera einhver fegursta og heilnæmasta borg í víðri veröld. En framfaramálum Reykja- víkur er ekki sinnt. Borgarstjóran- um okkar finnst hann víst ekkert hafa að gera í embætti sínu. Hann vildi komast á þing, sjálfsagt til að fá einhver verkefni að glíma við. Hann mundi víst ekki eftir því, þeg- ar leið að þingkosningunum, að fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur voru kosninga-„agentar“ Sjálfstæð- isflokksins látnir hvísla því í eyru okkar kjósendanna, að við mættum til með að gefa Sjálfstæðisflokknum meirihlutaðstöðu í bæjarstjórninni, af því að nú ætlaði Bjarni Ben. að gefa sig einvörðungu að bæjarmál- unum og sinna hinum vanræktu mál- efnum höfuðstaðarins af alhuga. — Sjálfstæðisflokkurinn fékk þessa að- stöðu og Bjarni var gerður að borg- arstjóra. En hvað skeður? Eftir nokkra mánuði sér hann bara ekk- ert verkefni fyrir sig í embætti sínu og vill endilega komast á þing til að fá eitthvað að gera. * * * Skipulagsmál bæjarins bíða rót- tækra aðgerða. Reykjavík er orðin óskipulegt dreifbýli út um holt og móa í stað þess að vera skipulegt þéttbýli á takmörkuðu svæði. Sum- um af hinum elztu byggingum í bæn- um þarf að rýma frá hinni ört vax- andi umferð. Aðrar ber að rífa til að reisa í stað þeirra stórar sambygg- ingar meðfram helztu umferðagötun- um. En ekkert er gert. Það er hresst upp á gömlu kofana þar sem þeir standa og í því formi, sem þeir eru, hvað sem kröfum tímans líður. Um þessar mundir fer fram aðgerð á hús- inu á horni Skólavörðustígs og Laugavegur, enda þótt það loki Skólavörðustígnum að talsverðu leyti og standi þvert í götu fyrir umferð- inni á einum helztu gatnamótum bæjarins. Þetta hús hefði átt að vera horfið brott fyrir löngu síðan, en nú er verið að endurbæta það, vafalaust með samþykki bæjaryfir- valdanna! * * * Framfaramál bæjarins eru yfir- leitt ofurseld sama svefni og and- varaleysi og skipulagsmálin. Sorp- hreinsunin er t. d. í hinum argasta ólestri og engan veginn samboðin nútíma menningarborg. í fyrsta lagi er sorp frá íbúðarhúsum bæjarins hreinsað alltof sjaldan. í öðru lagi eru aðferðirnar við sorphreinsunina algerlega úreltar. Sorpinu er ekið í geysistóra hauga vestanvert við bæ- inn. Þar er því hrúgað saman líf- rænum og ólífrænum efnum. Matar- úrgangur og önnur lífræn efni draga rotturnar að sorphaugunum, sem orðnir eru stórfelldar klakstöðvar fyrir þessi sníkjudýr og sóttbera. Að sjálfsögðu ber að brenna öll líf- ræn efni, sem í sorpinu eru. Hin nauðsynlegasta endurbót á sorp- hreinsunarmálinu er því sú, að koma upp brennslustöð fyrir sorpið. Þjóðleg list. * * * Góð list er alltaf þjóðleg. Þjóðleg list er alltaf léleg (Harald Giering). ARGUS.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.